Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
Leiknir R.
1
3
Breiðablik
0-1 Hrvoje Tokic '9
0-2 Hrvoje Tokic '56
Kristján Páll Jónsson '80
Aron Fuego Daníelsson '82 , misnotað víti 0-2
Aron Fuego Daníelsson '82 1-2
1-3 Jonathan Hendrickx '90
01.05.2018  -  16:00
Leiknisvöllur
Bikarkeppni karla
Aðstæður: Mikið haglél
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
2. Hilmar Þór Hilmarsson
6. Ernir Bjarnason
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('71)
8. Árni Elvar Árnason
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson
19. Ernir Freyr Guðnason ('53)
20. Óttar Húni Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('69)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
2. Ágúst Freyr Hallsson
2. Jamal Klængur Jónsson
10. Sævar Atli Magnússon ('71)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Ryota Nakamura ('69)
14. Birkir Björnsson ('53)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Daníel Dagur Bjarmason
Guðni Már Egilsson

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('34)
Árni Elvar Árnason ('39)
Kristján Páll Jónsson ('57)

Rauð spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('80)
Leik lokið!
Blikar klára Leikni hérna eftir hörkuspennandi lokamínútur.
90. mín
Aron Fuego með hörkuskot sem Gulli ver uppi í horninu!
90. mín MARK!
Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Henrickx kórónar góðan leik með marki! Skallar boltann í netið eftir sendingu frá Andra.
88. mín
Mikil barátta eftir að Leiknir minnkaði muninn en lítið af færum.
82. mín MARK!
Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Fylgir sjálfur á eftir vítinu og stangar boltann í netið. Áhugaverðar lokamínútur fram undan!
82. mín Misnotað víti!
Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Klúðrar vítinu, setur hann ekki nógu mikið til hliðar og Gulli ver boltann!
82. mín
VÍTI
81. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
80. mín Rautt spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Tekur hérna Arnór Gauta niður og fær sitt seinna gula spjald og þar með rautt.
75. mín
Stórhættulegt færi sem Kolbeinn Þórðar fær eftir flotta sendingu frá Hendrickx. Dauðafæri sem Kolbeinn klúðrar þarna. Fær boltann aleinn í teignum en fyrsta snertingin ekki nógu góð og skotið svo framhjá.
74. mín
Willum með skot yfir markið, Blikar hættulegri.
73. mín
Arnór Gauti með hlaup í gegn eftir sendingu frá Damir en hann missir svo boltann út af vellinum.
72. mín
Leiknismenn reyna hérna skot í gegnum 3 Blika. Gulli tekur boltann í sínar hendur.
71. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
69. mín
Inn:Ryota Nakamura (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
69. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Tokic skilað góðu dagsverki.
68. mín
Tokic skallar hornið í burtu.
68. mín
Leiknismenn fá hérna hornspyrnu en annars skiptast liðin á að sækja þessar mínúturnar.
64. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
62. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni.
61. mín
Davíð með enn eina góðu fyrirgjöfina sem fer af varnarmanni Leiknis og aftur fyrir.
58. mín
Tokic tekur aukaspyrnuna og setur hana í markmannshornið þar sem Eyjólfur ver skotið.
57. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Sparkar hérna Gísla niður við vítateigslínuna.
56. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
Tokic fær hérna góða sendingu fyrir markið frá Jonathan Hendrickx og potar honum yfir línuna.
55. mín
Skilaboðin virðast hafa komist til dómaranna því hérna rekur Guðmundur Ingvar Ásbjörn í legghlífar.
53. mín
Inn:Birkir Björnsson (Leiknir R.) Út:Ernir Freyr Guðnason (Leiknir R.)
53. mín
Gísli með skot lengst yfir markið.
50. mín
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum undirritaðs þá er Ingvar Ásbjörn, leikmaður númer 7 hjá heimamönnum, ekki í neinum legghlífum. Athyglisvert og ekki beint samkvæmt reglubókinni.
49. mín
Gísli með skot framhjá markinu. Blikar hættulegri hérna fyrstu mínútur seinni hálfleiks.
47. mín
Tokic með skalla beint á Eyjólf í markinu eftir glæsilega sendingu frá Davíð Kristjáni.
45. mín
Þá fer seinni hálfleikurinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
44. mín
Jónathan Hendrickx með skot úr aukaspyrnu af álitlegu færi sem fer yfir markið.
41. mín
Alexander Helgi með þrumuskot af sirka 27 metra færi! Sláin yfir.
40. mín
Aðeins að hitna í kolunum hérna undir lok fyrri hálfleiks.
39. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Gult spjald eftir brot þar sem Guðmundur dómari lét leikinn halda áfram. Spjaldið á loft þegar vilt inn fór úr leik.
36. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Kjaftbrúk eftir að það virtist vera brotið á Blikum. Veit ekki hvað var sagt.
34. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Ernir sparkar Andra Rafn niður þegar Andri er á leið í skyndisókn. Hárrétt gult spjald.
31. mín
Lítið að frétta hérna síðustu mínúturnar. Tokic nýbúinn að eiga laflausu skot á markið.
23. mín
Flott spil hjá Willum og Davíð sem endar með sendingu frá Davíð á Tokic sem skýtur boltanum yfir markið.
19. mín
Breiðablik með stórhættulega sókn eftir fallegan samleik Jonathans og Alexanders þá kemur sá fyrrnefndi boltanum á Tokic sem sendir boltann á Alexander sem rennir boltanum fyrir markið þar sem Gísli er dæmdur rangstæður.
18. mín
WILLUM ÞÓR! Af 2 metra færi tekst drengnum að þruma boltanum svona 15 metra yfir markið. Blikar hættulegri.
17. mín
Blikar fá hornspyrnu sömu megin og áðan.
14. mín
Aron Fuego nær hér skalla á markið sem Gulli grípur örugglega. Fyrsta skot heimamanna á markið.
12. mín
Blikar að pressa vel á Leikni núna eftir markið.
9. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Klafs í teignum og Tokic treður boltanum yfir línuna! Ekki fallegt en það telur.
9. mín
Breiðablik fær hérna fyrstu hornspyrnu leiksins.
7. mín
Ég var varla búinn að sleppa orðinu hérna áðan þegar Leiknismenn fóru að tengja nokkrar sendingar sín á milli og hafa haldið boltanum síðan þá.
5. mín
Hvorugu liðinu hefur tekist að ógna mikið hérna fyrstu mínúturnar en Breiðablik meira með boltann.
1. mín
Það eru Blikar sem byrja með boltann og halda honum hérna innan liðsins.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Fyrir leik
Þá ganga liðin inn á völlinn og leikurinn fer að hefjast innan skamms.
Fyrir leik
Kæru lesendur, við Maggi Bö stöndum hérna og erum farnir að óttast um líf okkar þar sem haglélinu sem rignir yfir okkur mætti líkja við litla brjóstsykra.
Fyrir leik
Eins og fyrr segir er þetta leikur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en á leið sinni í 32-liða úrslitin slógu Leiknismenn út KH á Hlíðarenda með 2-3 sigri þar sem KH náðu 2 marka forystu í fyrri hálfleik áður en Leiknir skoraði 3 og vann leikinn.
Fyrir leik
Blikar gera fjórar breytingar á liðinu frá fyrsta leik Pepsi deildarinnar þar sem þeir grænu lögðu ÍBV að velli með fjórum mörkum gegn einu. Inn í liðið koma þeir Alexander Helgi, Viktor Örn, Willum Þór og Hrvoje Tokic en úr byrjunarliðinu fara þeir Oliver Sigurjónsson, Sveinn Aron, Aron Bjarnason og Arnþór Ari.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin og áfram heldur tenging Leiknis við Breiðablik þar sem tveir leikmenn í byrjunarliði heimamanna eru fyrrum leikmenn Breiðabliks en það eru þeir Sólon Breki og Ernir Bjarnason.
Fyrir leik
Skemmtileg staðreynd að þjálfari Leiknis, Kristófer Sigurgeirsson, er fyrrverandi leikmaður og aðstoðarþjálfari Breiðabliks en hann tók við Leikni haustið 2016 eftir að hafa starfað við hlið Arnars Grétarssonar í tvö ár hjá Breiðablik.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Leiknis R. og Breiðabliks í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins sem fer fram hérna í Efra-Breiðholtinu.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('64)
7. Jonathan Hendrickx
9. Hrvoje Tokic ('69)
11. Gísli Eyjólfsson ('81)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason
11. Aron Bjarnason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('81)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
20. Kolbeinn Þórðarson ('64)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('69)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('36)

Rauð spjöld: