Hásteinsvöllur
sunnudagur 13. maí 2018  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Ariana Calderon (Þór/KA)
ÍBV 1 - 2 Þór/KA
0-1 Ariana Calderon ('33)
0-2 Sandra María Jessen ('38)
1-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('83)
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
0. Kristín Erna Sigurlásdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
7. Rut Kristjánsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('80)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir ('80)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
13. Díana Helga Guðjónsdóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir
21. Inga Jóhanna Bergsdóttir

Liðstjórn:
Sóldís Eva Gylfadóttir
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Georg Rúnar Ögmundsson
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Sóley Guðmundsdóttir ('76)
Júlíana Sveinsdóttir ('91)

Rauð spjöld:

@fegilsson Friðrik Egilsson


94. mín Leik lokið!
Bríet hefur flautað leikinn af og Þór/Ka sækir sterk 3 stig á erfiðan útivöll.
Eyða Breyta
92. mín
Þetta er að renna út hérna
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Fær hér spjald fyrir að toga Mayor niður hárrétt
Eyða Breyta
90. mín
Það er kominn uppbótartími. Það er enginn varadómari til að setja upp spjaldið með uppbotartímanum. Svo ég giska á 4 mínútur
Eyða Breyta
88. mín
VÁÁÁÁ! Sísí reynir skot af 40 metrum yfir Bryndísi Láru sem að lendir í miklu vandræðum ogþarf að slá boltann aftur fyrir og ÍBV fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
87. mín
Þung pressa hjá ÍBV mikill darraðardans í teignum hjá gestunum en þær koma boltanum frá.
Eyða Breyta
85. mín Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Sandra María Jessen (Þór/KA)

Eyða Breyta
83. mín MARK! Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV), Stoðsending: Cloé Lacasse
MARKK!!! ÍBV er búið að minnka muninn frábær sókn Caroline með langan bolta yfir á vinstri kantinn þar sem Cloe fer illa með Huldu í bakverðinum og leggur boltann fyrir markið á Kristínu "KES" Sigurlásdóttir sem að leggur boltann í netið!

Nær ÍBV að jafna ? Þær hafa verið mikið betri í seinni hálfleik
Eyða Breyta
80. mín Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
79. mín
Sísí með gott skot utan teigs með vinstri en Bryndís handsamar knöttinn. Missti hann reyndar aðeins fra sér en lítil hætta á ferð.
Eyða Breyta
78. mín
Hélduði að Netflix hornspyrnu maraþonnið væri hætt? Svo aldeilis ekki ÍBV fær hér hornspyrnu númer 6 í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
77. mín
Caroline með veikt skot utan teigs beint í fangið á Bryndísi. ÍBV þarf að setja meira púður í sóknarleikinn.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Sóley Guðmundsdóttir (ÍBV)
Sóley fær spjald fyrir peysutog
Eyða Breyta
75. mín
Sóley Guðmundsdóttir með skot með veikari löppinni en boltinn fer yfir markið. Fast skot samt
Eyða Breyta
71. mín
Cloe Lacasse ekki verið mjög áberandi í seinni hálfleik en hún á skot sem að fer beint á Bryndísi í markinu.
Eyða Breyta
69. mín
Um það bil tuttugu mínútur eftir. Tekst ÍBV að minnka muninn eða heldur Þór/KA út?
Eyða Breyta
67. mín
DAUÐAFÆRI!!! Þór/KA fá dauðafæri frábærlega spilað hjá gestunum. Sandra Jessen smyr boltann á milli varnamanna og í gegn á Mayor en Emily er eldsnögg út og lokar á þetta vel gert hjá báðum aðilum.
Eyða Breyta
66. mín
Frábær sprettur hjá Adrienne fer framhjá 2 varnarmönnum gestanna og lætur vaða rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
65. mín
Ingibjörg Lucia brýtur á Söndru Mayor nánast inn í teig. Vinstra megin við teiginn heppinn að fá ekki spjald þarna.

Mayor tekur spyrnuna stutt út á Önnu Rakeli sem á skot beint á Emily í markinu.
Eyða Breyta
63. mín
Þór/Ka nær hér ágætis spili en eru ekki að ná að ógna af sama krafti og í fyrri hálfleik. Carolina Slambrouck étur hinsvega Mayor hérna.
Eyða Breyta
61. mín
Rut verið öflug í þessum leik. Virkar í hörkuformi
Eyða Breyta
60. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
58. mín
Clara með fínasta skot á markið en Bryndís Lára handsamar knöttinn auðveldlega.
Eyða Breyta
57. mín
Fáir sem vita það en Bryndis Lára markmaður Þór/Ka er einn af betri starfsmönnum sem að hefur unnið hjá Vinnslustöðinni hér í eyjum. Oft á tíðum kölluð Loðnu-Drottninginn eða eins og samstarfsmennirnir kölluðu hana "Bónus-Brilla"
Eyða Breyta
55. mín
Heimakonur eru að gera sig líklegar á fyrstu mínútum síðari hálfleiks.
Eyða Breyta
53. mín
Þetta er ekki Netflix en maraþonnið heldur áfram ÍBV fær tvær hornspyrnur í röð. Vindurinn að hafa áhrif hér
Eyða Breyta
52. mín
Það er hornspyrnu maraþon hjá ÍBV. Þær fá hornspyrnu sem að sóley tekur. Boltinn fer yfir Bryndísi í markinu og ArnaSif bjargar á línu!!
Eyða Breyta
52. mín
Gestirnir eru í veseni að hemja boltann á móti vindinum. Gefa eyjakonum hornspyrnu sem að rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
51. mín
Adrienne Jordan á skot yfir markið!
Eyða Breyta
50. mín
BRÍET!! Heyrist öskrað úr stúkunni. Heimamenn ósáttir með aukaspyrnu sem hún dæmir.
Eyða Breyta
48. mín
ÍBV fær hornspyrnu, Rut kemur með góða spyrnu en Þór/KA skalla boltann frá.
Eyða Breyta
46. mín
Jeffsy greinilega sagt sínum stelpum að hamra á marki í siðari hálfleik eiga hér strax skot en framhjá markinu
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er komin af stað
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þór/Ka í við sterkari og hafa spilað vel á köflum og skapað hættu eftir föst leikatriði og leiða 2-0 verðskuldað í hálfleik.

Eyða Breyta
38. mín MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA), Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Fyrirgjöf frá Huldu Ósk sem Sandra á ekki í erfiðleikum að klára.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Ariana Calderon (Þór/KA), Stoðsending: Sandra Mayor
Mayor með hörku aukaspyrnu sem að Emily slær i slánna og Ariana kemur a fleygiferð og potar boltanum yfir linuna!
Eyða Breyta
Orri Rafn Sigurðarson
26. mín
Arna Sif keyrir inní markmann ÍBV og þarna hefði hún geta fengið sitt annað gula spjald frekar kærulaust. Markmaður ÍBV er staðin upp og tekur aukaspyrnu.
Eyða Breyta
24. mín
Cloe lacasse prjónar sig í gegnum vörn Þór/KA enn Bryndís Lára sér við henni.
Eyða Breyta
19. mín
Sísi komin inná eftir að gert hefur verið að sárum hennar kemur inná strax í baráttuna.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Sigríður Lára fer uppí skallabolta og Arna Sif keyrir inn í hana og hlýtur að launum gultspjald.
Eyða Breyta
10. mín
Þór/KA eiga aukaspyrnu fyrir utan vítateigs horn íbv hætta á ferð og ÍBV hreinsa í horn.
Eyða Breyta
4. mín
Þór/KA hefur leikinn af krafti og áttu fyrsta skot á mark sem markmaður Emily ver örugglega.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikur er hafin og lið Þórs/KA leikur með vindi í fyrrihálfleik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkominn á Hásteinsvöll hér skín sól og topp aðstæður smá vindur völlurinn í topp standi og leikmenn gíraðir í þennan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bríet Bragadóttir dæmir leikinn í dag og henni til aðstoðar á línunum eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Elvar Smári Arnarsson
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í leik meistara meistaranna í lok apríl og þá vann Þór/KA 3-0 sigur. Norðanstúlkur unnu einnig 1-2 sigur þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í mars.

Liðin skiptust hinsvegar á sigrum í Pepsi-deildinni í fyrra. Þór/KA vann sinn heimaleik 3-1 og ÍBV vann heimaleik sinn 3-2. Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrra en ÍBV endaði í 5. sæti.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bæði lið hafa farið vel af stað á mótinu til þessa en gestirnir í Þór/KA unnu 0-5 sigur á Grindavík í fyrsta leik og fengu svo HK/Víking í heimsókn og unnu 3-0.

ÍBV hefur ekki enn fengið að leika fyrstu umferðar leik sinn gegn KR sem var frestað vegna veðurs en í 2. umferðinni unnu þær 1-3 útisigur á FH.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Þórs/KA í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Leikið er á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og leikurinn hefst 14:00.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
0. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
7. Sandra María Jessen (f) ('85)
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('60)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
30. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('85)
17. Margrét Árnadóttir ('60)
20. Ágústa Kristinsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Liðstjórn:
Einar Logi Benediktsson
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:
Arna Sif Ásgrímsdóttir ('15)

Rauð spjöld: