FH
3
1
KA
Steven Lennon '48 , víti 1-0
Brandur Olsen '69 2-0
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '80
Steven Lennon '85 3-1
17.05.2018  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mígandi rigning og rok, ekta fótboltaveður!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason ('77)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('85)
16. Guðmundur Kristjánsson
19. Egill Darri Makan Þorvaldsson
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen ('88)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Kristinn Steindórsson
17. Atli Viðar Björnsson
18. Eddi Gomes ('88)
19. Zeiko Lewis ('77)
20. Geoffrey Castillion
22. Halldór Orri Björnsson ('85)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH sigrar hér 3-1 og eru með 9 stig eftir fjóra leiki.
88. mín
Inn:Eddi Gomes (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
Eddi mættur inn á í sínum fyrsta leik fyrir FH.
85. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Hrannar með mistök, sendir boltann beint á Halldór Orra sem rennir honum í gegn á Lennon, Lennon fer auðveldlega framhjá Martinez og klárar þennan leik fyrir FH. Skelfileg mistök hjá Hrannari.
85. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Halldór fær síðustu 5.
84. mín
Inn:Sæþór Olgeirsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Húsvíkingur fyrir Húsvíking.
83. mín
Grímsi snýr yfir á hægri fyrir utan teig og tekur skotið, en þetta er þægilegt fyrir Nielsen sem grípur boltann.
80. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
KA menn minnka muninn! Hrannar með fallhlífarbolta sem Elfar stekkur upp í og skallar í hornið. Game on!
77. mín
Inn:Zeiko Lewis (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Lewis leysir Atla af hólmi.
75. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (KA) Út:Aleksandar Trninic (KA)
Sóknarmaður inn fyrir varnartengilið.
69. mín MARK!
Brandur Olsen (FH)
Atli Guðna með sendingu á Lennon sem mér sýnist ekki ná snertingu á boltann sem fer á Martinez sem ver hann beint á Brand sem skorar. Þarna átti Martinez að gera betur sýndist mér.
66. mín
KA menn taka hornspyrnu og senda fastan niðri út fyrir teig, Danni fer í skotið en það er framhjá.
64. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (KA) Út:Callum Williams (KA)
KA menn setja sóknar sinnaðri bakvörð inn á.
61. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
61. mín
FH miklu betri í seinni hálfleik og eru mun líklegri til að bæta við, Lennon í góðu færi hérna en skýtur rétt framhjá.
59. mín
Klaufalegt hjá KA mönnum hér, Guðmann dettur og svo brýtur Hallgrímur á Lennon á vítateigslínunni, mér sýndist þetta vera inn í teig en aukaspyrna er það.
56. mín
Brandur með aukaspyrnu úti á kanti fyrir markið, Danni kemur honum í horn. Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.
53. mín
Elfar í gegn í dauðafæri en flaggið á loft, þetta var ansi tæpt.
48. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Egill Darri Makan Þorvaldsson
Setur hann öruggt úr vítinu.
47. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (KA)
Fær gult fyrir brotið.
47. mín
VÍTI, Guðmann tæklar Egil hér og FH fær dæmda vítaspyrnu. Guðmann veit upp á sig sökina og mótmælir ekki. Þetta var hárréttur dómur.
46. mín
Leikur hafinn
KA byrja þennan seinni hálfleik og sækja nú með vindi, fróðlegt að sjá hvernig leikurinn spilast í seinni.
45. mín
Hálfleikur
Tíðindalítill fyrri hálfleikur og Ívar flautar til hálfleiks.
44. mín
Hrannar með fínan bolta upp á Ásgeir sem fer í skotið en það er beint á Nielsen.
39. mín
Guðmann er alltaf fyrir! Lennon með skot en Guðmann hendir sér fyrir það.
33. mín
Utanfótar snudda inn á teiginn frá Atla beint á Lennon en skot hans yfir.
32. mín
Boltinn kemur á lofti á Atla Guðna á teigslínunni, hann smellhittir boltann en skotið fer þó beint á Martinez sem gerir vel í að grípa boltann.
30. mín
ÞVÍLÍK BJÖRGUN! Lennon dettur í gegn, fer yfir á hægri og skýtur, Martinez ver mjög vel en boltinn dettur á Atla sem skýtur framhjá Martinez en þar er Hallgrímur mættur á línuna og hreinsar. Mögnuð björgun!
23. mín
Góð skyndisókn FH-inga endar með að Atli kemur með boltann inn á teig, Guðmann vel á varðbergi og tæklar hann í innkast og ekkert kemur uppúr því.
21. mín
Brandur með tvær hornspyrnur á nær sem KA skalla í horn, sú þriðja ratar hins vegar beint á Ásgeir sem sparkar honum út.
17. mín
Grímsi með aukaspyrnu út í horni en það er beint í varnarvegginn og í horn.
14. mín
Hrannar með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Danna en skallinn er beint á markið frá honum. KA er á móti vindi og það hægðist verulega á boltanum á leið að markinu.
12. mín
Ásgeir dottinn í gegn en FH ná að bjarga, einhverjir kölluðu eftir víti en það var aldrei tilfellið held ég.
9. mín
Grímsi tekur hornið og boltinn endar hjá Trninic sem tekur hjólhestaspyrnu en hún endar ofan á þaknetinu, heiðarleg tilraun samt.
8. mín
Álitleg sókn hjá KA sem endar með að Grímsi fíflar Viðar en Pétur bjargar í horn.
6. mín
Lítið gerst fyrstu mínúturnar en Guðmann tæklar hér boltann í horn sem Brandur tekur en KA skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar leikinn og sækja með vindi í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Það er mígandi rigning og hress vindur hérna í Kaplakrika en Norðanmennirnir í KA tóku ekki í mál að fresta leiknum þar sem þeir voru mættir suður og menn hafa nú spilað í öðru eins veðri. Búið að fresta hinum tveim leikjunum sem áttu að fara fram úti í kvöld en þessi leikur fer fram!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Hjá FH setjast Kiddi Steindórs og Castillion á bekkinn eftir að hafa verið slakir í upphafi móts. Jónatan Ingi sem átti stoðsendinguna í sigurmarkinu í síðustu umferð kemur inn ásamt reynsluboltanum Atla Guðnasyni. KA stillir hins vegar upp óbreyttu liði frá sigrinum á Eyjamönnum.
Fyrir leik
Ef við förum svo aftur í tímann þá gerðu þessi lið einnig 2-2 jafntefli í Landsbanka-deildinni árið 2004 hér í Kaplakrika, þar skoruðu Allan Borgvardt og Atli Viðar Björnsson, núverandi leikmaður FH, mörk FH-inga. Jóhann Þórhallsson og Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR í dag, skoruðu mörk KA. Vonum að þessi leikur verði jafn mikill markaleikur og síðustu tveir deildarleikir FH og KA í Kaplakrika!
Fyrir leik
Þessi lið mættust hér í annari umferð í fyrra þar sem Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði leikinn 2-2 á síðustu sekúndum leiksins. Eins og sá leikur var fjörugur þá var seinni leikurinn á Akureyri steindauður og niðurstaðan 0-0 jafntefli.
Fyrir leik
FH er með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikina, þeir unnu sterkan 3-2 sigur á Fjölni í síðastu umferð í Egilshöllinni. KA eru með 4 stig, 1-1-1, en þeir unnu ÍBV á Akureyrarvelli í síðasta leik þeirra.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH tekur á móti KA í 4.umferð Pepsí-deildar karla.
Byrjunarlið:
Hallgrímur Jónasson
Aleksandar Trninic ('75)
Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams ('64)
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('84)
22. Hrannar Björn Steingrímsson

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
7. Hjörvar Sigurgeirsson ('64)
17. Ýmir Már Geirsson
25. Archie Nkumu
28. Sæþór Olgeirsson ('84)
35. Frosti Brynjólfsson ('75)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('47)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('61)

Rauð spjöld: