Alvogenvöllurinn
sunnudagur 27. maí 2018  kl. 17:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og gola. Völlurinn allt í lagi.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
KR 2 - 0 KA
1-0 Björgvin Stefánsson ('44)
2-0 Kennie Chopart ('57)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
30. Beitir Ólafsson (m)
2. Morten Beck
4. Albert Watson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('71)
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart ('80)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
16. Pablo Punyed ('71)
23. Atli Sigurjónsson ('80)
27. Tryggvi Snær Geirsson
29. Stefán Árni Geirsson

Liðstjórn:
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Jóhannes Kristinn Bjarnason

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('38)
Björgvin Stefánsson ('55)

Rauð spjöld:@kristoferjonss Kristófer Jónsson


90. mín Leik lokið!
Þá flautar Pétur Guðmundsson til leiksloka og sigur heimamanna staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín
KA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hallgrímur tekur spyrnuna en hún er hátt yfir.
Eyða Breyta
90. mín
Ásgeir skorar hér en er dæmdur rangstæður. Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín
Pálmi Rafn kemst hér í fínt færi eftir klaufagang í vörn KA en skot hans er beint á Aron.
Eyða Breyta
84. mín Frosti Brynjólfsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Síðasta skipting KA í leiknum. Ásgeir fer uppá topp.
Eyða Breyta
82. mín
Í þetta skiptið var það Trninic en aftur fer boltinn í vegginn.
Eyða Breyta
81. mín
KA fær aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan. Aftur standa Hallgrímur og Trninic yfir boltanum.
Eyða Breyta
80. mín Atli Sigurjónsson (KR) Kennie Chopart (KR)
Kennie búinn að skila sínu verki vel og báðir markaskorar KR eru farnir útaf.
Eyða Breyta
79. mín
Hallgrímur tekur spyrnuna beint í vegginn.
Eyða Breyta
78. mín
KA fær hér aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Trninic og Hallgrímur Mar standa yfir boltanum.
Eyða Breyta
78. mín
Kennie Chophart reynir hér skot utarlega í vítateignum eftir sendingu frá Pablo Punyed en það fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
76. mín Ólafur Aron Pétursson (KA) Archie Nkumu (KA)

Eyða Breyta
75. mín
Steinþór nær hér stungusendingu innfyrir vörn KR sem að Ásgeir eltir en Beitir er vel á verði og nær boltanum á undan.
Eyða Breyta
72. mín
Hallgrímur Mar nær sendingu fyrir markið sem að Ásgeir nær að setja höfuðið í en boltinn nær ekki á markið.
Eyða Breyta
71. mín Pablo Punyed (KR) Björgvin Stefánsson (KR)
Björgvin búinn að vera flottur í dag.
Eyða Breyta
71. mín
Óskar Örn með fína hornspyrnu sem að Kennie skallar yfir markið. Heimamenn með öll völd á vellinum.
Eyða Breyta
69. mín
Steinþór missir hér boltann of langt frá sér og fer í eina fullorðins á eftir boltanum. Pétur dæmir aukaspyrnu og KR-ingar vilja fá spjald. Pétur sleppir því hins vegar.
Eyða Breyta
68. mín
Morten Beck hér með aukaspyrnu utan af kanti sem að Björgvin skallar yfir markið.
Eyða Breyta
65. mín
Kiddi Jóns fer hér illa með Hrannar og Steinþór og vinnur svo hornspyrnu.
Eyða Breyta
62. mín
Björgvin reynir hér skot langt fyrir utan teig en það er beint á Aron í markinu.
Eyða Breyta
61. mín
Norðanmenn reyna hvað þeir geta til að minnka muninn. Hrannar nær hér fyrirgjöf sem að bróðir hans Hallgrímur nær ekki til.
Eyða Breyta
59. mín
Það er frábær stemmning hér í Vesturbænum og það er staðið upp fyrir stórveldi.
Eyða Breyta
57. mín MARK! Kennie Chopart (KR), Stoðsending: André Bjerregaard
HEIMAMENN KOMNIR Í 2-0!!!!!

André Bjerregaard með gott hlaup hérna í átt að vítateig KA og rennir boltanum út á Kennie sem að leggur hann í hornið. Nú er brekkan orðin brött fyrir norðanmenn.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (KR)
Fær hér gult spjald fyrir leikaraskap.
Eyða Breyta
54. mín
Hornspyrnan er slök og Óskar Örn kemur boltanum um leið frá.
Eyða Breyta
54. mín
KA menn fá hér hornspyrnu sem að Hallgrímur Mar ætlar að taka.
Eyða Breyta
53. mín
Albert er kominn aftur inná og heldur leik áfram.
Eyða Breyta
51. mín
Hrannar Björn reynir hér fyrirgjöf sem að Beitir grípur. Albert Watson keyrir hins vegar í Beiti og meiðir sig. Sjúkraþjálfari KR kemur á völlinn.
Eyða Breyta
50. mín
Archie missir hér boltann klaufalega á miðjunni sem að endar með skoti Björgvins. Aron Elí nær hinsvegar að handsama boltann.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn á ný. Guðmann tekinn útaf og Steinþór inn. Trninic fer í miðvörðinn.
Eyða Breyta
46. mín Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Guðmann Þórisson (KA)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Pétur til loka fyrri hálfleiks. Heimamenn leiða 1-0 í ágætisleik. Óska hins vegar eftir fleiri færum.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Hallgrímur Jónasson (KA)
Missir Bjerregaard frammúr sér og tæklar hann. Lætur hann svo heyra það.
Eyða Breyta
44. mín MARK! Björgvin Stefánsson (KR), Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK!!!!

Óskar Örn á sendingu fyrir sem að fer yfir pakkann og beint á Björgvin á fjær sem að sendir hann innanfótar í fjærhornið.
Eyða Breyta
44. mín
Pálmi Rafn gerir hér vel í vítateig KA og kemst í fínt færi en skot hans er framhjá markinu.
Eyða Breyta
41. mín
Óskar Örn með hörkuskot fyrir utan teig en það er beint á Aron Elí sem að handsamar boltann.
Eyða Breyta
40. mín
Klafs í vítateig KA endar með skoti Kennie Chophart en það er langt framhjá.
Eyða Breyta
38. mín
Ásgeir Sigurgeirs kemst hér í ágætisstöðu en skot hans er laust og beint á Beiti. Aðeins að lifna yfir þessu hérna.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
Braut á Daníel í skyndisókninni.
Eyða Breyta
37. mín
Finnur Orri missir hér boltann klaufalega og KA komast í skyndisókn. Hún endar með skoti Hallgríms Mars beint á Beiti.
Eyða Breyta
33. mín
Aron Elí slær hornspyrnuna útaf enn Pétur dæmir markspyrnu. Áhorfendur KR eru mjög ósáttir.
Eyða Breyta
32. mín
Kennie Chophart kemst hér í fínt færi eftir fyrirgjöf frá Morten Beck. Aron Elí mætir hinsvegar vel og kemst í boltann. Eftir það verður eitthvað klafs sem að endar með hornspyrnu.
Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Kemur alltof seint inní Kennie Chophart hérna. KR-ingar vilja sjá annan lit á spjaldinu.
Eyða Breyta
28. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
27. mín
Archie hér með skot fyrir utan teig sem að fer í varnarmann KR og útaf. Hornspyrna sem að Grímsi tekur.
Eyða Breyta
26. mín
Hallgrímur Mar sleppur hér í gegn eftir klaufagang í vörn KR. Skot hans er hisnvegar beint á Beiti sem að slær hann útaf.
Eyða Breyta
23. mín
Kristinn Jónsson fær boltann fyrir utan teig og reynir skot sem að fer í varnarmann og yfir. Kennie Chophart nær skalla úr hornspyrnunni sem að KA menn bjarga.
Eyða Breyta
22. mín
Bjerregaard við það að sleppa í gott færi en Guðmann bjargar á ögurstundu. Hornspyrna fyrir KR.
Eyða Breyta
21. mín
Hallgrímur Mar reynir hér að taka boltann á lofti en skotið er langt yfir. Óskum eftir fleiri færum.
Eyða Breyta
18. mín
Morten Beck nær hér góðri fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem að Bjöggi lúrir en skot hans fer í hliðanetið.
Eyða Breyta
17. mín
Archie reynir hér skot fyrir utan teig en það fer beitn í Aron Jósep.
Eyða Breyta
12. mín
KR meira með boltann þessa stundina og halda boltanum vel. Bíðum enn eftir færi.
Eyða Breyta
10. mín
Óskar Örn ætlar hér að taka innkast en missir boltann í miðju kasti og sækir hann aftur. KA menn vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð en Pétur leyfir Óskari að taka aftur.
Eyða Breyta
8. mín
Leikurinn fer rólega af stað. KA búið að vera meira með boltann án þess að ógna neitt af viti.
Eyða Breyta
6. mín
Hornspyrna Hallgríms ratar beint á kollinn á nafna hans sem að skallar yfir markið.
Eyða Breyta
6. mín
KA menn fá hér hornspyrnu sem að Hallgrímur Mar ætlar að taka.
Eyða Breyta
4. mín
Hrannar er kominn inná aftur og leikurinn heldur áfram.
Eyða Breyta
2. mín
Hrannar liggur hér eftir á vellinum eftir skallabaráttu við Kennie Chophart. Sjúkraþjálfari kemur inn og hugar að honum. Spurning hvort að hann geti haldið áfram leik.
Eyða Breyta
1. mín
Þá er leikurinn hafinn. KR byrjar með boltann og sækir í átt að Meistaravöllum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völl undir Carneval de Paris. Stemmningin er frábær og áhorefndur rísa úr sætum og klappa í takt. Þá fer þetta alveg að byrja.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er ágætlega mætt á Alvogenvöllinn miðað við veður. Spái hörkustemmningu og geggjuðum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Alvogenvöllurinn lýtur ágætlega út miðað við það sem að við eigum að venjast. Það er leiðindarigning og því megum við búast við nokkrum fullorðins tæklingum hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hinn tvítugi Aron Elí Gíslason ver mark KA manna í dag en hann kom inní byrjunarliðið gegn Keflavík eftir að Cristian Martínez fékk höfuðhögg í upphitun.

Þá er Milan Joksimovic í fyrsta skipti í leikmannahópi KA í sumar en hann meiddist illa á undirbúningstímabilinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér inn. KR-ingar gera eina breytingu frá jafnteflinu gegn Fjölni í síðustu umferð en André Bjerregaard kemur inn í stað Pablo Punyed sem að sest á bekkinn.

Gestirnir frá Akureyri gera einnig eina breytingu frá jafnteflinu gegn Keflavík en Callum Williams kemur út í stað Archie Nkumu. Callum fór meiddur útaf í síðasta leik og er ekki í hóp í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven og íslenska landsliðsins, er spámaður .net í þessari umferð en hann er einmitt uppalinn hjá KR. Þetta hafði hann að segja um leikinn:

KR 2 - 1 KA
Bjöggi verður með eitt mark og Kennie Chopart eitt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þegar að þessi lið mættust á Alvogenvellinum síðasta sumar endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Leikurinn var hins vegar hin mesta skemmtun með mikilli hörku og umdeildum atvikum og ber þá helst að nefna mark sem að dæmt var af KR vegna rangstöðu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR heimsótti Fjölni á Extra-vellinum í síðustu umferð þar sem að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark KR í leiknum úr vítaspyrnu.

KA-menn fengu nýliðana í Keflavík í heimsókn en sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Völlurinn á Akureyri er langt frá því að vera klár og hafði það mikil áhrif á leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn í KR eru í 7.sæti með sex stig á meðan að gestirnir frá Akureyri eru í 10.sæti með fimm stig. Báðum liðum hefur gengið illa að safna stigum það sem af er af tímabilinu og hafa einungis unnið einn leik hvort.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og KA í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
18. Aron Elí Gíslason (m)
0. Aleksandar Trninic
2. Bjarni Mark Antonsson
5. Guðmann Þórisson (f) ('46)
6. Hallgrímur Jónasson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('84)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f)
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
24. Daníel Hafsteinsson
25. Archie Nkumu ('76)

Varamenn:
23. Srdjan Rajkovic (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('76)
7. Hjörvar Sigurgeirsson
8. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('46)
12. Milan Joksimovic
28. Sæþór Olgeirsson
35. Frosti Brynjólfsson ('84)

Liðstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson
Cristian Martínez

Gul spjöld:
Aleksandar Trninic ('29)
Hallgrímur Jónasson ('45)

Rauð spjöld: