Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
ÍBV
2
0
KR
Felix Örn Friðriksson '9 1-0
Sigurður Arnar Magnússon '11 2-0
03.06.2018  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Litla veðrið. Mjög gott fótboltaveður, skýjað en hlýtt.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 489
Maður leiksins: Sigurður Arnar Magnússon
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
0. Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('53)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('90)
11. Sindri Snær Magnússon
18. Alfreð Már Hjaltalín ('63)

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
10. Shahab Zahedi ('53)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('90)
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson
19. Yvan Erichot
77. Jonathan Franks ('63)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('65)
Felix Örn Friðriksson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið! ÍBV með sterkan sigur á KR-ingum. Eyjamenn voru bara mikið betri í dag. Takk fyrir mig, viðtöl og skýrsla koma inn eftir smá. Ást og friður.
90. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Siggi verið ógeðslega duglegur í dag. Ótrúleg barátta. Inná kemur kjúklingurinn í sínum fyrsta Pepsi-deildar leik, Eyþór Orri Ómarsson.
90. mín
90 mín á klukkunni. Kemur annað mark í leikinn?
89. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Aron Bjarki brýtur á Shahab og öskrar í eyrað á honum. Glórulaust.
85. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Fyrir töf. Hárrétt.
84. mín
Jonathan Franks með fast skot eftir aukaspyrnu hjá Kaj Leo. Boltinn fer í varnarmann og í horn. Hornspyrna á stórhættulegum stað.... en ekkert kemur úr henni.
82. mín
VÁ!! Pablo með gjörsamlega geggjaða spyrnu sem endar í samskeytinni. Þarna voru KR-ingar óheppnir. Geggjuð spyrna.
81. mín
Aukarspyrna á stórhættulegum stað. Menn eru missáttir með þessa dómgæslu. David virtist ná boltanum. Boltinn rétt fyrir utan vítateig. Hvað gerist?
80. mín
#celebvaktin. Sigurður ''í Olís'' og Birgir ''í Tvistinum'' Sveinssynir eru á leiknum Hvar er Maggi?
79. mín
Hornspyrna númer tíu hjá KR-ingum, ekkert kom úr henni frekar en venjulega.
76. mín
ÍBV eru að standa vörnina sína mjög vel í þessum leik. KR-ingar eru í erfiðleikum að brjóta hana niður. Engar áhyggjur, ef eitthvað gerist þá læt ég ykkur vita.
75. mín
Geir Reynisson vallaþulur dagsins ákvað að koma með pönnukökur fyrir okkur í blaðamannastúkunni. Takk fyrir mig.
68. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Er búinn að bíða eftir þessari skiptingu. Fyrirliðinn Óskar Örn kemur út af fyrir kónginn. Kennie Chopart. Ég er að keyra Kennie Chopart vagninn.
65. mín
Aukaspyrna dæmd. Morten Beck tók hana en setti boltann yfir markið.
65. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Sigurður fær fyrsta gula spjald leiksins eftir brot á André Bjerregaard.
64. mín
Áhorfendatölurnar í þessum leik eru 489. Skemmtilegt.
63. mín
Inn:Jonathan Franks (ÍBV) Út:Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV)
Jonathan Franks að koma inn fyrir Alfreð Már. Alfreð staðið fyrir sínu og verið mjög solid. Alfreð verið tæpur undanfarið. Jonathan kemur í hægri bakvörðin.
60. mín
Óskar Örn með bjartsýnisskot frá miðju, en engin hætta í því og boltinn fer framhjá markinu.
59. mín
Kiddi Jóns með góða fyrirgjöf beint á kollinn á Pálma, sem skallar boltann framhjá. KR að stíga aðeins á bensíngjöfina.
57. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Hornspyrna hjá KR. Hvað gerist....flikk frá Aroni Bjarka en gerist ekkert.
53. mín
Inn:Shahab Zahedi (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Shahab að gera sig til að koma inn á. Líklega fyrir Gunnar Heiðar sem hefur verið duglegur í dag. Gamli maðurinn drjúgur í svona leikjum.
46. mín
Óbreytt lið hjá liðunum. Fer að líða að skiptingum. King Kennie Knak Chopart er að hita upp hjá KR-ingum. Hættulegur.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn. KR byrjaði með boltann í fyrri, sem þýðir. Jú. ÍBV byrjar með boltann í seinni. Merkilegt nokk.
45. mín
Liðin að hlaupa inn á völlinn. Hver verður seinastur inn á völlinn?
45. mín
#celebvaktin. Kóngurinn sjálfur er mættur á leikinn. Guðmundur Þórarinsson, söngvari, fyrrum leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður IFK Norrköping er mættur til að styðja fyrrum félaga. Kom hann með leigubíl? Bara djók. Eitt af mínum uppáhalds lögum í dag. Fact.
45. mín
#celebvaktin. Jón Arnar Barðdal, leikmaður Stjörnunnar er mættur á leikinn. Njósnari?
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. ÍBV leiðir leikinn með tveimur mörkum. Hvað gerist í seinni. Stay tuned.
44. mín
Færi! Priestley nær ekki að taka við seinni boltanum eftir darraðadans við mark ÍBV. Björgvin fær boltann við d-bogan, snýr og setur hann yfir markið.
40. mín
Stál í stál þessa stundina. Bæði lið að reyna að brjóta varnir hvors annars niður. Hvað gerist? Kemur annað mark?
35. mín
KR-ingar að sækja í sig veðrið undanfarnar mínútúr. Kallaði eftir því áðan.
34. mín
ÍBV og KR hafa átt marga góða leiki í gegnum tíðina. Það er lykt af þessum leik, þetta verður einhver veisla. Menn að fórna sér fyrir málsstaðinn hér hægri, vinstri. Svona á íslenski boltinn að vera!
33. mín
Hornspyrna hjá KR. Morten Beck með hornsyrnu sem fer beint á kollinn á Aron Bjarka sem nær ekki að stýra boltanum nógu vel, og skallar framhjá.


25. mín
FÆRI!!! Atli Sigurjónsson komst einn í gegnum vörn ÍBV og komst í einn á einn gegn Halldóri. Dóri sá við honum og varði boltann mjög vel yfir markið. Hornspyrna dæmd. Ekkert kom úr henni. Dóri fékk sér boozt í morgun eins og alla leikdaga. Jarðaber, hreint skyr, banani og goji ber. Fínt að breyta til. Strangheiðarlegt.
21. mín
Ekki neitt gerðist. Áfram gakk.
20. mín
KR-ingar verða að stíga aðeins ofar á völlinn. Í þeim orðum fá þeir hornspyrnu. Hvað gerist?
18. mín
#sjómannsvaktin. Guðmundur Huginn skipstjóri á Huginn er mættur á leikinn. Algjör meistari þarna.
17. mín
KR-útvarpið talar um að það sé mikill vindur í bakið á eyjamönnum. Á Vestmannaeyja-standard er þetta kallað logn.
14. mín
KR-ingar fengu tvær hornspyrnur á meðan ég skrifaði um mörkin tvö. Ekkert kom úr þessum hornum.
13. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Albert Watson (KR)
Albert náði sér ekki eftir samstuðið og inn kemur reynsluboltinn Aron Bjarki.
11. mín MARK!
Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
HVAÐ ER Í GANGI!!! Pablo braut á Gunnari Heiðari upp við teig KR-inga hægra megin. Aukaspyrna dæmd. Kaj Leo kemur með geggjaða sendingu beint á kollinn á Sigurði Arnari sem stangar hann framhjá Beiti í markinu. Kjúklingurinn kominn með tvö Pepsi deildar mörk!
9. mín MARK!
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Kaj Leo með spyrnuna inn á teig sem Pálmi Rafn skallar út í teig, þar sem Felix er mættur og neglir boltanum niðri fast í hornið! Senur í eyjum!!
6. mín
Samstuð!!!! Misskilningur í vörn KR. Langur og hár bolti sem skoppar hátt, Albert veit ekki af Beiti sem kemur út úr markinu. Þeir skella saman fast, en eru báðir staðnir aftur upp. Hann skallaði boltann í horn. Siggi var nálægt því að ná honum. Hvað gerist í horninu?
2. mín
Hætta við mark KR. Kaj Leo með hornspyrnu inná teig, boltinn endar inn á teig þar sem var mikill darraðadans. Ekkert kom úr þeim dansi þó.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn. KR byrjar með boltann og sækja í átt að Herjólfsdal. ÍBV sækir í átt að Týsvellinum.
Fyrir leik
Liðin að labba hér inn á völlinn. Halldór Páll í gjörsamlega geggjuðum og splunkunýjum dökkbláum markmannsbúning. Beitir hinsvegar í neon gulum búning.
Fyrir leik
#sjómannsvaktin. Kjartan Sölvi Guðmundsson, skipstjóri Drangavíkur, Viðar Búdda stýrimaður á Huginn og Árni Þór Gunnarsson háseti á Þórunni Sveins. Þrír algjörir toppmenn þarna á ferð.
Fyrir leik
#sjómannsvaktin. Eysteinn Gunnarsson, kokkur á Huginn mættur á leikinn. Eiginmaður splunkunýja bæjarstjóra Vestmannaeyjam Írisi Róbertsdóttur. Og talandi um það, mætir Íris að fylgjast með litla stráknum sínum sem er á bekknum hjá ÍBV í dag. Kjúklingurinn Róbert Aron Eysteinsson.
Fyrir leik
#celebvaktin. ''Bikar''Breki Ómarsson mættur á leikinn. Meiðsli að herja hann, en hann fer í segulómun á miðvikudaginn. Verður spennandi að sjá hvort að minn maður sé í raun og veru meiddur, eða að væla.
Fyrir leik
Frábært fótboltaveður, ætla hvetja alla að mæta á leikinn. En endilega fylgist þið með samt textalýsingunni á sama tíma. Hehe.
Fyrir leik
#sjómannsvaktin. Í tilefni Sjómannadagsins verður special vakt í boði mín. Hvaða vélstjórar, hásetar og skipstjórar mæta í dag? Verður spennandi.
Fyrir leik
Gulur bíll keyrir meðfram Hamarsveginum. Arnar Gauti kýlir mig í öxlina. Ég var of seinn.
Fyrir leik
#celebvaktin. Við Guðmundur Tómas fréttaritari mbl.is erum mættir á vaktina, með okkur er Arnar Gauti Grettisson, hann er einnig fréttaritari hjá mbl.is Við fylgjumst vel með hvaða celeb mæta og heiðra okkur með mætingu.
Fyrir leik
Pablo mættur á gamlar slóðir. Spilaði með ÍBV seinustu tvö tímabil. Hvað ætli hann geri í dag? Rautt? Mark? Brandari? Kemur allt í ljós.
Fyrir leik
Atli Sigurjónsson og Pablo Punyed eru í byrjunarliði KR sem heimsækir ÍBV í Pepsi-deildinni. Kennie Chopart fer á bekkinn.

Björgvin Stefánsson er fremsti maður KR á meðan Gunnar Heiðar Þorvaldsson leiðir sóknarlínu heimamanna.

KR hefur byrjað tímabilið þokkalega vel og er í hóp með toppliðunum, með níu stig eftir sex umferðir.

Eyjamenn eru með fimm stig og ljóst er að um hörkuleik er að ræða hér í kvöld.

Pálmi Rafn Pálmason er að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliðinu enda kominn með fjögur mörk á upphafi tímabils. Þá er Kaj Leo í Bartalsstovu einnig á sínum stað í byrjunarliði heimamanna.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu fyrir leik ÍBV og KR í sjöundu umferð Pepsi deild karla 2018. Fylgist þið vel með öllu sem gerist, þetta verður hörkuslagur.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Albert Watson ('13)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Björgvin Stefánsson
15. André Bjerregaard
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('68)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Stefán Árni Geirsson
11. Kennie Chopart ('68)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('13)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('89)

Rauð spjöld: