Origo völlurinn
miðvikudagur 20. júní 2018  kl. 20:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: B.O.N.G.O
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1303
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Valur 2 - 1 FH
1-0 Patrick Pedersen ('18)
1-1 Steven Lennon ('32)
2-1 Einar Karl Ingvarsson ('39)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('70)
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen ('75)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
17. Andri Adolphsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Kristinn Freyr Sigurðsson ('87)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Sindri Björnsson ('87)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('70)
10. Ólafur Karl Finsen
19. Tobias Thomsen ('75)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Patrick Pedersen ('26)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('73)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
95. mín Leik lokið!
Valsmenn komnir á toppinn á ný og unnið 5 leiki í röð í deildinni. Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Atli Guðnason (FH)
Of seinn í þessa tæklingu á Arnar.
Eyða Breyta
92. mín
Castillion nær að pota í boltann eftir mikið klafs en Anton nær að slá boltann út, FH að reyna að jafna!
Eyða Breyta
91. mín
FH fá horn hérna, fáum við dramatík í blálokin?
Eyða Breyta
91. mín
Fjórum mínútum bætt við, tíminn að renna út fyrir FH-inga.
Eyða Breyta
88. mín
FH fá aukaspyrnu á góðum stað og í kjölfarið ýtir Tobias í Davíð sem svarar í sömu mynt en þeir hætta áður en eitthvað fór af stað.
Eyða Breyta
87. mín Sindri Björnsson (Valur) Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Síðasta skipting leiksins hér í lokin, Valur þéttar raðirnar og setja Sindra inn fyrir Kidda sem hefur verið mjög góður í kvöld.
Eyða Breyta
86. mín
Valur aftur í færi, hér dettur Siggi í gegn vinstra megin en Gunni ver vel í horn.
Eyða Breyta
84. mín
Kiddi með frábært flikk innfyrir á Gauja sem er einn á Gunna en skýtur beint í hann, farðu framhjá honum Gauji!
Eyða Breyta
83. mín
Castillion langar í stig hérna í dag, hann er búinn að vera mjög kröftugur síðasta korterið og var rétt í þessu að halda einhverjum sjö FH-ingum frá sér eins og þetta væru börn!
Eyða Breyta
82. mín Zeiko Lewis (FH) Kristinn Steindórsson (FH)
Zeiko Lewis kemur hér inná fyrir Kidda sem hefur átt slakan leik eins og oft áður í sumar. Lewis spilar í hönskum hérna í sólinni, ótrúlegt að honum sé kalt!
Eyða Breyta
77. mín
Gegggjaður sprettur hjá Kidda sem fer framhjá einum, framhjá tveimur framhjá þremur og skýtur þá í varnarmann, hefði átt að skjóta fyrr þá hefði hann skorað!
Eyða Breyta
76. mín
Vá Anton! FH eru að sækja og sækja, boltinn hrekkur út á Hjört sem skýtur með hægri og boltinn virðist vera á leiðinni inn en Anton með geggjaða skutlu og grípur hann í þokkabót en Lennon hefði líklega skorað annars úr fylgingunni!
Eyða Breyta
75. mín Atli Guðnason (FH) Brandur Olsen (FH)
Brandur líklega að leika sinn lélegasta leik fyrir FH og kemur útaf fyrir Atla Guðna.
Eyða Breyta
75. mín Tobias Thomsen (Valur) Patrick Pedersen (Valur)
Þá taka Valsmenn hinn markaskorarann sinn útaf, Patrick kemur út fyrir Tobias.
Eyða Breyta
75. mín
Frábær bolti í gegn og Lennon hársbreidd frá því að setja hann en Anton vel á verði!
Eyða Breyta
74. mín
Rétt framhjá, Brandur sem hefur verið arfaslakur í dag tekur þessa spyrnu og hún fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Eiður klifrar uppá bakið á Castillion rétt fyrir utan teig og fær gula spjaldið.
Eyða Breyta
72. mín
Hornspyrna hjá FH sem endar á fjær þar sem Davíð er með smá pláss og tekur skotið með vinstri en það fer framhjá.
Eyða Breyta
70. mín Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Einar Karl skilað virkilega flottri frammistöðu í kvöld, skoraði og fer hér útaf fyrir Gauja.
Eyða Breyta
69. mín
Brandur tekur skot fyrir utan en hann hafði aldrei trú á þessu og skotið eftir því.
Eyða Breyta
67. mín
Daaaaaaauðafæri! Patrick með enn einn gæðaboltann í gegn á Kidda sem er einn á einn en hann lætur Pétur ná sér og skýtur í hann, fær hann aftur og skýtur en Gunnar ver mjög vel! Kiddi verður að skora úr þessu en það má ekkert taka af Pétri, stórkostlegur varnarleikur!
Eyða Breyta
66. mín Halldór Orri Björnsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Halldór kemur inn fyrir Jónatan.
Eyða Breyta
65. mín
Hjörtur gjörsamlega straujar Andra hérna á hægri kantinum, þetta leit illa út en Hjörtur fékk að ég held ekki einu sinni gult spjald.
Eyða Breyta
64. mín
Geggjað þríhyrnings spil hjá Kidda og Patrick sem endar á að Kiddi fær hann í gegn en missir hann of langt frá sér, Patrick gerði mjög vel þarna.
Eyða Breyta
62. mín
Kiddi hleypur með boltann hérna og virðist vera bíða eftir að einhver taki hlaupið en Hjörtur Logi er bara joggandi í rólegheitum hérna.
Eyða Breyta
55. mín
FH að sækja grimmt núna, góð sókn hjá þeim endar með slöku skoti Kidda beint á Anton Ara en báðir boltarnir voru í leik þarna!
Eyða Breyta
54. mín
Lennon með flotta takta og kemur með kross beint á Kidda sem hittir hann illa og neglir honum yfir.
Eyða Breyta
52. mín
Kiddi tekur aukaspyrnuna sem er stórhættuleg en Gunnar nær að slá boltann áður en hann datt inn.
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Pétur kýlir boltanum í burtu á kantinum og fær verðskuldað spjald, sérstakt atvik!
Eyða Breyta
51. mín
Jónatan Ingi dansar með boltann og lyftir honum svo í átt að Castillion en Anton mætir út og grípur.
Eyða Breyta
47. mín
Brandur Olsen með hornspyrnu sem fer í gegnum pakkan og bara mjög nálægt því að detta í markið en boltinn sleikir fjærstöngina á leiðinni útaf.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
FH-ingar hefja seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valur fara með forrystuna í hálfleik í hörku leik!
Eyða Breyta
45. mín
Boltinn berst hérna út á Lennon sem tekur hann í fyrsta en skotið yfir.
Eyða Breyta
44. mín
Haukur Páll vinnur hér skallann við Castillion tvisvar í röð, höfðinu minni en hann! Eftir seinni skallann fer boltinn á Patrick sem mokar honum yfir, Valur nálægt því að bæta við þriðja markinu í lok hálfleiksins.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Einar Karl Ingvarsson (Valur), Stoðsending: Andri Adolphsson
VÁ þvílikt mark! Sigurður Egill með frábæra skiptingu þvert yfir á vinstri kantinn þar sem Andri mætir og kemur með krossinn sem Einar Karl neglir á lofti í netið! Stórbrotið mark hjá Einari gegn uppeldisfélaginu, eitt af mörkum tímabilsins hingað til!
Eyða Breyta
36. mín
Andri með flotta fyrirgjöf á fjær sem mér sýndist Viðar Ari skalla í horn en Villi metur sem svo að Siggi náði skallanum og dæmir markspyrnu.
Eyða Breyta
32. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Geoffrey Castillion
Ég var nýbuinn að segja að FH væru ekki að komast í gegnum vörn Valsmanna þegar Castillion á mjög góða sendingu á milli hafsentana á Lennon sem klobbar Eið Aron og skorar með föstu skoti í fjærhornið. Óverjandi og gæði Lennon skinu í gegn þarna!
Eyða Breyta
31. mín
FH-ingar eru að reyna en komast ekki í gegnum þétta vörn Valsmanna, Jónatan Ingi og Viðar báðir með skot núna en Valsmenn komast fyrir þau bæði.
Eyða Breyta
26. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Patrick og Davíð í stympingum hérna, Patrick teikar Davíð og allt sýður uppá milli þeirra í kjölfarið en Patrick fær gult fyrir brotið.
Eyða Breyta
21. mín
Valsmenn hættulegri þessa stundina, Bjarni með frábæran bolta upp hægri kantinn á Andra sem kemur með skotið en Gunni ver í horn.
Eyða Breyta
18. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur), Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Það er komið mark og hver annar en markavélin Patrick Pedersen með markið! Bolti inná teig, Haukur skallar hann aftur fyrir sig og Patrick mætir og potar honum inn, Gunni er pikkfastur við línuna og hefði átt að koma út og taka þennan á undan Patrick!
Eyða Breyta
11. mín
Frábær skipting hjá Ívari yfir á Arnar sem kemur með stórhættulegan kross en Patrick nær ekki touchi.
Eyða Breyta
10. mín
Andri og Patrick með huggulegt þríhyrningaspil sem endar með að Patrick leggur hann fyrir Andra en skot hans slakt og framhjá.
Eyða Breyta
8. mín
Andri hleypur með boltann frá hægri kantinum, fer framhjá hverjum FH-ingnum á fætur öðrum og er kominn yfir á vinstri kantinn þegar hann sendir á Sigga sem kemur með lélega fyrirgjöf, þarna hefði Andri mátt klára með skoti eftir geggjaða takta!
Eyða Breyta
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað en það er helst að frétta að Valsarar ná ekki að setja leikklukkuna af stað og því sjá áhorfendur og leikmenn ekki hvað er liðið á leikinn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur stillir að öllum líkindum upp í 4-3-3 með Anton í markinu, Ívar og Arnar Svein í bakvörðunum, Bjarna Ólaf og Eið í hafsentunum, Einar og Haukur djúpir, Kiddi fyrir framan þá, Andri og Siggi á köntunum og Patrick uppá topp.

FH eru líka í 4-3-3 með Gunna í markinu, Pétur og Gumma í hafsentum, Viðar og Hjörtur bakverðir, Davíð, Kiddi og Brandur á miðjunni og fremstu þrír eru Lennon, Castillion og Jónatan Ingi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og er lítið sem kemur á óvart, Ívar Örn kemur inn fyrir Rasmus sem er fótbrotinn og Pétur Viðars kemur inn hjá FH í stað Eddi Gomes sem er farinn aftur til Kína. Enn bíðum við eftir að sjá Rennico Clarke spila fótboltaleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust hér síðasta sumar þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli en FH vann Val 2-1 heima. Í síðustu 6 leikjum liðana hefur Valur unnið 1, FH 3 og 2 jafntefli. Valur vann FH síðast í Pepsí-deild 17. maí 2015 á Valsvelli og verður fróðlegt að sjá hvort Valur nái að brjóta þessa FH grýlu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur er á góðu skriði með 4 sigra í röð í deildinni á meðan FH hafði gert 4 jafntefli í röð þar til þeir unnu 3-0 sigur á Víkingi í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir þennan leik eru Valur í öðru sæti með 18 stig og FH í því fimmta með 16 stig. Stjarnan eru í efsta sæti með 19 stig en FH getur jafnað þá með sigri á meðan Valur getur tekið toppsætið með sigri í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá toppslag Vals og FH í Pepsí-deild karla á Origo-vellinum!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('82)
9. Viðar Ari Jónsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
20. Geoffrey Castillion
27. Brandur Olsen ('75)
30. Jónatan Ingi Jónsson ('66)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford
11. Atli Guðnason ('75)
15. Rennico Clarke
17. Atli Viðar Björnsson
19. Zeiko Lewis ('82)
22. Halldór Orri Björnsson ('66)

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Björn Darri Ásmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('52)
Atli Guðnason ('93)

Rauð spjöld: