Víkingsvöllur
mánudagur 25. júní 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Magdalena Anna Reimus
HK/Víkingur 0 - 3 Selfoss
0-1 Magdalena Anna Reimus ('80)
0-2 Kristrún Rut Antonsdóttir ('82)
0-3 Alexis Kiehl ('90)
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('77)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
15. Þórhildur Þórhallsdóttir ('86)
17. Arna Eiríksdóttir
18. Karólína Jack
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
26. Hildur Antonsdóttir
28. Laufey Björnsdóttir
91. Fatma Kara

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
6. Tinna Óðinsdóttir
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('86)
10. Isabella Eva Aradóttir
13. Linda Líf Boama
20. Maggý Lárentsínusdóttir
23. Milena Pesic
24. María Lena Ásgeirsdóttir ('77)

Liðstjórn:
Lidija Stojkanovic
Ísafold Þórhallsdóttir
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson

Gul spjöld:
Fatma Kara ('88)

Rauð spjöld:
@Petur_Hrafn Pétur Hrafn Friðriksson
93. mín Leik lokið!
3-0 sigur Selfoss staðreynd. Markaflóð í lokin! Viðtöl og skýrsla skammt undan.
Eyða Breyta
91. mín
Magdalena dansar með boltann upp hægri kantinn og sækir aukaspyrnu út við hornfána.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Alexis Kiehl (Selfoss)
Alexis Kiehl fær eltir boltann uppi og nær honum við endalínuna og labbar framhjá Elísabetu Freyju, kemur sér í gott skotfæri og þrumar boltanum yfir Björk og sláin inn! 3-0 og Selfoss búið að tryggja sér sigurinn.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Fatma Kara (HK/Víkingur)
Alexis fór upp kantinn og Fatma var lengi að elta hana og nennti því ekki lengur og ákvað því að taka hana niður.
Eyða Breyta
86. mín Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Karitas búin að eiga hörku góðan leik hér, þurfti að fara útaf eftir smá samstuð.
Eyða Breyta
86. mín Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur) Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur)
Þórhallur tekur dóttur sína útaf og vonast til að fá eitthvað út úr leiknum!
Eyða Breyta
82. mín MARK! Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss), Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
Tvö mörk hér á tveimur mínútum! Hornspyrna tekin stutt hjá Selfyssingum og Magdalena fær boltann og sendir góða fyrirgjöf fyrir markið og Kristrún er á réttum stað og stangar boltann yfir Björk í markinu! 2-0!
Eyða Breyta
80. mín MARK! Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
1-0! Loksins kemur mark í þennan leik! Magdalena fékk sendingu inn fyrir og renndi boltanum undir klofið á Björk í markinu. Ekki fyrsti klobbinn hjá Magdalenu í kvöld!
Eyða Breyta
79. mín
Fínasta sókn Selfyssinga sem endar með fyrirgjöf frá Magdalenu en Alexis Kiehl er aðeins of sein að ná til boltans.
Eyða Breyta
77. mín María Lena Ásgeirsdóttir (HK/Víkingur) Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
74. mín Alexis Kiehl (Selfoss) Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Önnur sóknarskiptingin sem Alfreð Elías gerir.
Eyða Breyta
73. mín
Margrét vinnur boltann af Hrafnhildi við hornfána hægra megin og rennir boltanum út á Karólínu Jack sem á skot beint á Caitlyn í markinu.
Eyða Breyta
70. mín
Stórhætta á teignum en Hrafnhildur kemur boltanum í aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
69. mín Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss) Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Fyrsta skiptingin hér í kvöld.
Eyða Breyta
67. mín
Karitas búin að vinna þau ófá skallaeinvígin og sækir aukaspyrnu þegar keyrt var í bakið á henni.
Eyða Breyta
66. mín
Boltinn lagður út á Fötmu Köru sem setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
65. mín
Magdalena með aukaspyrnu frá miðju. Boltinn hár en beint á markið og Björk þarf að hafa fyrir því að grípa hann.
Eyða Breyta
58. mín
Selfoss fær hér óverðskuldaða aukaspyrnu úti vinstra megin sem Hrafnhildur tekur stutt en Magdalena missir boltann í vinstra horninu.
Eyða Breyta
55. mín
Karólína fær hér boltann beint í hausinn af stuttu færi við miðju. Annars fer þessi seinni hálfleikur mjög rólega af stað.
Eyða Breyta
47. mín
Eva Lind labbar framhjá Elísabetu og er kominn upp að endamörkum og sendir stórhættulegan bolta fyrir en enginn Selfyssingur klár í að reka tána í boltann.
Eyða Breyta
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið! 0-0
Eyða Breyta
45. mín
Björk aftur með slæma spyrnu úr markinu og Selfoss í ágætis stöðu en Karitas með afleitt skot framhjá og yfir.
Eyða Breyta
42. mín
Fyrirgjöf frá hægri kantinum hjá HK/Víking sem fer inná teiginn og Karólína Jack tekur boltann á lofti og hittir hann vel en Caitlyn vel vakandi í markinu og skutlar sér á boltann.
Eyða Breyta
38. mín
Björk með markspyrnu sem fer ekki langt og beint á Evu Lind sem reynir skotið vel fyrir utan teig en boltinn svífur vel yfir markið.
Eyða Breyta
33. mín
Aukaspyrna sem Hrafnhildur tekur og sendir inn á teiginn og þar er Kristrún Rut í DAUÐAFÆRI en skallar boltann framhjá!
Eyða Breyta
29. mín
Karitas hleður í skot fyrir utan teig en Björk ekki í vandræðum með að grípa það.
Eyða Breyta
24. mín
Magdalena klobbar hér Hildi sem hengur í henni og Magrét tekur Magdalenu svo niður og aukaspyrna dæmd við miðlínu.
Eyða Breyta
22. mín
Magdalena fær sendingu í gegn og fer framhjá Björk en snertingin aðeins of þung og þegar Magdalena tekur loksins skotið er Björk komin aftur í markið og boxið orðið fullt af varnarmönnum HK/Víkings.
Eyða Breyta
19. mín
Aukaspyrna af 40 metrum frá Hrafnhildi sem Björk ætlar að grípa en missir boltann og HK/Víking tekst að hreinsa í horn.
Eyða Breyta
15. mín
Gígja straujar hér Karitas niður við miðlínu hægra megin en uppsker ekkert nema tiltal frá Bríeti dómara, þarna hefði Bríet alveg mátt lyfta gula spjaldinu.
Eyða Breyta
11. mín
Karólína komin í álitlega fyrirgjafarstöðu úti vinstra megin en er flögguð rangstæð
Eyða Breyta
8. mín
Aukaspyrna sem Selfoss fær út við hornfána hægra megin en boltinn skallaður í burtu.
Eyða Breyta
5. mín
Margrét leggur boltann inn fyrir á Þórhildi sem hefði komist í ágætis stöðu ef fyrsta snertingin hefði verið í lagi, í staðinn reynir hún fyrirgjöf sem endar að lokum með skoti frá Karólínu beint í varnarmann.
Eyða Breyta
3. mín
Brynja leggur boltann niður á Caitlyn í markinu sem hreinsar í hornspyrnu.
Eyða Breyta
Fyrir leik Leikur hafinn
Selfoss í hvítu og HK/Víkingur í rauðu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið léku bæði í Inkasso deildinni í fyrra og í leikjum liðanna þá tóku þau sitthvor þrjú stigin á sínum heimavöllum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bríet Bragadóttir dæmir þennan leik og henni til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs og Eydís Ragna Einardsóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Skástrikið er óbreytt á meðan Selfoss gerir eina breytingu á sínu liði eftir gott markalaust jafntefli við topplið Þórs/KA í síðustu umferð. Erna Guðjónsdóttir fær sér sæti á varamannabekknum og Kristrún Rut Antonsdóttir kemur inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkominn á beina textalýsingu frá fallbaráttuslag í Pepsi-deild kvenna hér á Víkingsvelli.
Liðin sitja í 7. og 8. sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Selfoss með fimm stig og HK/Víkingur með fjögur stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
0. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('69)
14. Karitas Tómasdóttir ('86)
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir ('74)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir
27. Sophie Maierhofer

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
3. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('86)
8. Íris Sverrisdóttir
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('69)
22. Erna Guðjónsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Alexis Kiehl
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: