Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Selfoss
6
7
Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir '53
Kristrún Rut Antonsdóttir '61 1-1
Caitlyn Alyssa Clem '63
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '64 , misnotað víti
Magdalena Anna Reimus '101 2-1
2-2 Harpa Þorsteinsdóttir '118
Allyson Paige Haran '120 , misnotað víti 2-2
2-3 Guðmunda Brynja Óladóttir '120 , víti
2-4 Megan Lea Dunnigan '120 , víti
Magdalena Anna Reimus '120 , víti 3-4
Alexis Kiehl '120 , víti 4-4
4-5 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '120 , víti
4-6 Lára Kristín Pedersen '120 , víti
Karitas Tómasdóttir '120 , víti 5-6
Anna María Friðgeirsdóttir '120 , víti 6-6
6-7 Harpa Þorsteinsdóttir '120 , víti
29.06.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Þurrt, hlýtt og í rauninni bara fáránlega flottar aðstæður.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 101
Maður leiksins: Karitas Tómasdóttir
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('64)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir ('99)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('110)
27. Sophie Maierhofer ('118)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m) ('64)
8. Íris Sverrisdóttir
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('99)
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Þórhildur Svava Svavarsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl
Torfi Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Magdalena Anna Reimus ('80)
Kristrún Rut Antonsdóttir ('90)
Alfreð Elías Jóhannsson ('90)

Rauð spjöld:
Caitlyn Alyssa Clem ('63)
Leik lokið!
Frábær skemmtun á JÁVERK-vellinum í kvöld.

Algjör baráttuleikur og það eru Stjörnustúlkur sem fara í undanúrslit.

Takk fyrir mig í kvöld og njótið kvöldsins!
120. mín Mark úr víti!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
120. mín Mark úr víti!
Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
120. mín Mark úr víti!
Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
120. mín Mark úr víti!
Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
120. mín Mark úr víti!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
120. mín Mark úr víti!
Alexis Kiehl (Selfoss)
120. mín Mark úr víti!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
120. mín Mark úr víti!
Megan Lea Dunnigan (Stjarnan)
120. mín Mark úr víti!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Gumma skorar á sínum gamla heimavelli.
120. mín Misnotað víti!
Allyson Paige Haran (Selfoss)
120. mín
Selfyssingar eiga fyrsta vítið!
120. mín
LEIK LOKIÐ OG VIÐ ERUM AÐ FARA Í VÍTASPYRNUKEPPNI OG ÞAÐ ER ABBA AÐ SJÁLFSÖGÐU!
120. mín
GUMMA Í DAUÐAFÆRI EN SETUR BOLTANN FRAMHJÁ!

Magnaaaaað!
118. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST!!!!!!!

STJARNAN ER AÐ JAFNA ÞETTA ÞEGAR 2 MÍNÚTUR ERTU EFTIR AF LEIKNUM!

Guðmunda Brynja með sprett upp hægri kantinn, nær fyrirgjöfinni og þegar um er að ræða Hörpu Þorsteins inní teig þá er málið útrætt! Frábært finish frá Hörpu sem er að koma þessu í vítaspyrnukeppni!
118. mín
Inn:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) Út:Sophie Maierhofer (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga, það eru að sjálfsögðu leyfðar fjórar skiptingar. Ein auka í framlengingu.
117. mín
Selfyssingar eru að ná að éta ansi vel af tímanum núna með því að fara út í horn, vera lengi að taka innköst og allt þetta helsta.
115. mín
Viktoría Valdís nær kraftlausu skoti eftir eina hornspyrnuna og boltinn fer aftur fyrir.

Mikilvægt fyrir Selfyssinga að ná að stilla upp uppá nýtt og róa aðeins leikinn.
114. mín
Stjarnan fá hér þrjár hornspyrnur í röð! Þetta er orðið ansi tensað hérna...
112. mín
Það liggur ANSI þungt á Selfyssingum þessa stundina!

Stjarnan sækir og sækir, Selfyssingar verjast og verjast!
110. mín
Inn:Alexis Kiehl (Selfoss) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Kristrún verið flott í kvöld.
109. mín
DAUÐAFÆRI!

HVAÐ ER Í GANGI!!!!

Írunn er ALEIN fyrir framan Emmu sem PAKKAR henni saman og ver! Emma komið inn með látum!
106. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar!
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.
105. mín
Fyrri hálfleik framlengingar lokið og það eru Selfyssingar sem eru komnir yfir!
105. mín
Stjarnan fær horn!
104. mín
Stjarnar sækir, Selfoss verst. Það er sagan þessar mínúturnar. Fer að styttast í lok fyrri hálfleik framlengingarinnar.
101. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
MAMAMAMAMAAAAAAAAAAAAAGDALENA ANNA REIMUS!

Selfyssingar eru að komast yfir í framlengingunni!

Karitas Tómasdóttir með boltann á hægri kantinum, kemur með fyrirgjöf inná teig og ÞAR er Magdalena Anna mætt og setur boltann snyrtilega í netið!

Senurnar stoppa ekki!
99. mín
Inn:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
97. mín
Það er farið að draga verulega af leikmönnum hérna.

Ég þori að fullyrða að ef að við fáum sigurmark í framlengingunni þá verður það eftir einhver mistök.
94. mín
Gestirnir ívið meira með boltann þessar fyrstu 4 mínútur í framlengingunni, ekkert að skapa sér þó.
91. mín
Inn:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
91. mín
Hér hefst framlengingin og Alfreð er ennþá að tuða í dómaranum!
90. mín
Hér flautar Oddur til leiksloka.

Það er FRAMLENGING!
90. mín
Selfyssingar hreinsa!


Stjarnan í stórsókn, ná Selfyssingar að halda þetta út?
90. mín
Uppbótartími!

Selfyssingar bjarga á línu eftir hornspyrnu!! Annað horn!!
90. mín Gult spjald: Alfreð Elías Jóhannsson (Selfoss)
Alli eitthvað að rífa kjaft á hliðarlínunni, fær spjald fyrir það.
90. mín Gult spjald: Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Sparkar boltanum burt þegar Stjarnan eiga aukaspyrnu!
89. mín
Karitas með GEGGJAÐAN sprett. Fer fram hjá 3-4 Stjörnustelpum og nær fyrirgjöfinni en varnarmaður Stjörnunnar nær að hreinsa í horn!

Þetta var rosalegt!!!
87. mín
Það lítur allt út fyrir að við séum að fara að fá framlengingu!

Báðir þjálfarar einungis búnir með eina skiptingu hvor.
83. mín
Harpa Þorsteins reynir hér skot úr aukaspyrnu lang utan af velli.

Boltinn rétt framhjá, Emma hefði sennilega tekið þetta samt.
81. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Fyrsta skipting Stjörnunnar.

Telma verið frábær í kvöld.
80. mín Gult spjald: Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Magdalena fær hér gult spjald fyrir tuð og óþarfa handahreyfingar.

Það er ansi mikill hiti í Magdalenu þessa stundina!
78. mín
Guðmunda Brynja með skot af 36,2 metrum!

Frábær tilraun en boltinn fer í stöngina og þaðan út. Úffff!
76. mín
Það er að færast hiti í þennan leik og I LIKE IT!

Liðin að verða pirruð á hvoru öðru og leikmenn farnir að láta hvora aðra heyra það.
73. mín
Selfyssingar fá aukasprynu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar.

Þetta var einhverrskonar skot/sending frá Hrafnhildi en Birna kemst inn í þennan bolta og nær að fanga hann.
71. mín
Þeir sem að hafa áhuga á að sjá þetta brot geta farið inná SelfossTV á Youtube.

Ykkur er velkomið að vera ósammála mér en ég held að þetta hafi verið rautt!
69. mín
Það eru algjörar senur á Selfossi og ég hef valla undan að skrifa hvað er í gangi!

Þetta er rosalegur leikur, eins daufur og hann var í þeim fyrri.
67. mín
Eftir að hafa séð þetta umtalaða brot hjá Caitlyn þá er þetta sennilega bara hárrétt. Hún fer út í boltann og ásamt Guðmundu Brynju, Gumma liggur og Caitlyn stendur upp og slær til hennar.

Hrikalega kjánalegt eftir þennan stórkostlega leik sem hún hefur átt!
64. mín
Inn:Emma Mary Higgins (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
64. mín Misnotað víti!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
VÍTI!

HVAÐ ER AÐ GERAST!!?!?!?

Selfyssingar skora, Stjarnan brunar í sókn akkúrat þegar ég er að skrifa um Selfossmarkið. Næsta sem ég heyri er að Gunnar flautar og gefur Caitlyn RAUTT spjald! Ég sá ekki hvað gerðist!

Emma Mary kemur inn og ver!!!!

Þetta eru SENUR!
63. mín Rautt spjald: Caitlyn Alyssa Clem (Selfoss)
Lesist að neðan!
61. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
SELFYSSINGAR JAFNA!!

Frábær fyrirgjöf frá Karitas innfyrir vörn Stjörnunnar, Eva Lind og Birna ætla báðar að berjast um boltann en hvorug þeirra nær til hans og hann lekur framhjá þeim báðum og þar lúrir Kristrún og setur boltann í autt netið!
58. mín
Það er stórskotahríð frá Stjörnunni þessar mínúturnar!
56. mín
Hér eru tveir ungir stuðningsmenn Selfyssinga sem taka víkingaklappið alveg eins og vindurinn.

Vekur mikla lukku viðstaddra.
55. mín
Selfyssingar ætla að svara og það strax!

Kristrún með geggjað skot sem Birna ver í horn, það er kominn æsingur í þetta!
53. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
ÍSINN ER BROTINN!

Frábær sending frá Láru Kristínu af hægri kantinum, boltinn kemur á stórhættulegum stað inní markteiginn og Caitlyn er farin úr markinu og ætlar út í boltann. Harpa hinsvegar nær til boltans á undan og hann lekur hægt og rólega inn!
51. mín
DAUÐAFÆRI!!

Frábær skyndisókn Selfyssinga!

Magdalena Anna með geggjaða sendingu af hægri kantinum alveg yfir á fjærstöngina þar sem að Barbára er gjörsamlega ein á auðum sjó en hún ákveður að ætla að reyna að sparka boltanum inn í mjög snúinni stellingu í staðin fyrir að skalla boltann!

Rétt framhjá.
49. mín
Þau eru ansi grá skýjin sem eru yfir okkur núna sem gerir það að verkum að það virðist vera nokkuð dimmt. Spurning hvernig þetta verður ef að við förum í framlengingu.
47. mín
Það fyrsta sem gerist markvert í þessum síðari hálfleik er það að Selfyssingar fá hornspyrnu
46. mín
Þá er síðari hálfleikur hafinn og núna eru það gestirnir sem hefja leik með boltann. Bæði lið óbreytt!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur!

0-0, nokkuð tíðindalítið. Vonumst eftir meiri skemmtun í síðari hálfleik.
45. mín
ROSALEGT FÆRI!

Telma Hjaltalín fær hér frábæra sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga og nær skotinu sem Caitlyn ver STÓRKOSTLEGA í þverslánna og aftur út!

Þetta var alvöru færi!
42. mín Gult spjald: Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Telma hér með einbeittan brotavilja og þetta var í rauninni bara ljótt. Fer með löppina mjög hátt í tæklingu og beint í magann á Evu Lind
40. mín
Selfyssingar aðeins farnir að halda bolta betur og byggja upp ágætis sóknir. Leikurinn verið mjög jafn síðustu mínútur.
38. mín
Telma Hjaltalín hefur verið að leika vörn Selfyssinga grátt í leiknum og hún tekur hérna einhvern svakalegasta sprett sem ég hef séð!

Fer framhjá 5-6 Selfyssingum áður en hún tekur touch sem er aðeins of mikill kraftur í og Caitlyn hirðir
35. mín
Lára Kristín með góða tilraun, snýr varnarmann Selfyssinga af sér og nær skotinu sem Caitlin ver reyndar fáránlega vel.

Selfyssingar verjast horspyrnunni.
32. mín
Stjörnustelpur halda áfram að reyna að finna glufur á vörn Selfyssinga.

Vörn Selfyssinga verið gríðarlega þétt og það hefur kannski einkennt leik liðsins undanfarnar vikur.
27. mín
Þarna kom alvöru sókn frá Selfyssingum, sú fyrsta í langan tíma.

Barbára fær boltann úti á vinstri kanti og kemur með fyrirgjöf sem Birna kemst útí, boltinn berst út á Magdalenu sem á gott skot fyrir utan teig en það fer RÉTT framhjá markinu!
22. mín
Frábær markvarsla frá Caitlyn!

Harpa Þorsteinsdóttir fer auðveldlega framhjá Bergrósu og nær virkilega góðu skoti alveg út við stöng en þar er Caitlyn mætt eins og svo oft áður og ver boltann í hornspyrnunni.

Úr hornspyrnunni kemur ekkert hinsvegar.
20. mín
Caitlyn markmaður Selfyssinga öskrar hér á sínar stelpur: "Calm down" um leið og hún undirbýr sig að taka markspyrnu.

Þær verða aðeins að fara að þora að halda boltanum eins og þær gerðu vel fyrstu mínúturnar.
16. mín
Stjarnan svona hægt og rólega að taka yfir þetta. Leikurinn fer nánast eingöngu fram á vallarhelmingi Selfyssinga þessar mínúturnar.

Selfyssingar treysta á skyndisóknirnar.
12. mín
Gestirnir eru að reyna að finna leiðir upp kantana þar sem Guðmunda og Telma eru. Bakverðir Selfyssinga eru þó vel með á nótunum og hafa náð að stöðva þær hingað til.
8. mín
Guðmunda Brynja Óladóttir að stimpla sig heldur betur inn á sínum gamla heimavelli!

Fær boltann úti á hægri kanti og reynir krossinn sem endar síðan bara í fínasta skoti og Caitlyn þarf að grípa hressilega inní en nær að blaka boltanum út úr teignum!

Þetta hefði getað endað illa!
5. mín
Stjörnustelpur liggja til baka og ætla að leyfa Selfyssingum svolítið að stjórna ferðinni hérna á upphafsmínútunum.
3. mín
Telma byrjar með látum!

Klobbar hérna Brynju snyrtilega en setur aðeins of mikinn kraft í skotið sem fer yfir markið.
1. mín
Það er skot á mark eftir 40 sekúndur og það á Telma Hjaltalín en Caitlyn er vel á verði og grípur skotið örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Selfyssingar sem byrja með boltann og sækja í átt að Stóra hól fyrir þá sem kannast við sig á Selfossi, sorry fyrir ykkur hin.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völinn.

Bæði lið í sínum aðalbúningum, Selfyssingar vínrauðir og Garbæingar bláir!
Fyrir leik
Liðin farin að tía sig til búniningsklefa áður en Gunnar Oddur, dómari leiksins flautar til leiks klukkan 19:15 að staðartíma.

Bæði lið líta fáránlega vel út, það verður bara að segjast.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin dottin í hús!

Þau má sjá til hliðanna. Allt nokkuð hefðbundið hjá báðum liðum.
Fyrir leik
Fyrir þá sem hafa áhuga á verður leikurinn í beinni á Youtube-rásinni SelfossTV.

Ég tæki þessa lýsingu fram yfir það allan daginn!
Fyrir leik
Ef við dembum okkur aðeins í innbyrðis tölfræðina þá eru allar líkur á að stelpurnar úr Garðabæ vinni þennnan leik í kvöld. Þær hafa unnið 4 af síðustu 5 viðureignum þessara liða.

Það verður ansi fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur þróast í kvöld en Selfyssingar að sjálfsögðu þekktir fyrir að vera mikið bikarlið.
Fyrir leik
Það er hægt að segja að þessi lið séu ekkert mikið fyrir að tapa fótboltaleikjum þessa dagana en síðasti tapleikur beggja liða kom í maí. Selfyssingar hafa nú spilað 4 leiki í röð án þess að tapa leik.

Það er þó alveg deginum ljósara að það er eitt liðið að fara að tapa þessum leik í kvöld.
Fyrir leik
Bæði lið hafa einungins þurft að sigra einn leik í bikarnum til þess að komast í 8-liða úrslitum en úrvalsdeildarliðin komu inn í 16-liða úrslitum.

Stjarnan slóu Íslandsmeistara Þór/KA út á þeirra eigin heimavelli, 0-2.

Selfyssingar fengu aðeins þæginlegri leik ef svo má segja en þær slóu 1.deildar lið Fjölnis út nokkuð sannfærandi, 4-0.
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Það er Mjólkurbikarinn sem heilsar þetta föstudagskvöld að sjálfsögðu frá mjólkurbænum sjálfum, Selfossi.

Um er að ræða 8-liða úrslitin en í kvöld fara einnig fram tveir aðrir leikir í bikarnum.
Byrjunarlið:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('81)
4. Brittany Lea Basinger
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) ('106)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('91)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('91)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('81)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('42)

Rauð spjöld: