Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Valur
1
0
Grindavík
Stefanía Ragnarsdóttir '2 1-0
29.06.2018  -  19:15
Valsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Maður leiksins: Viviane
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('47)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('66)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('47)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('66)
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIKURINN er búin! Valur er komin í undanúrslit!

Viðtöl og skýrsla koma inn í kvöld!
90. mín
Rio með geggjaðan sprett með þrjár á hælunum. Geggjuð tækling og Grindvíkingar í stúkunni vilja víti! Um að gera að biðja en þetta var nú ekki víti
90. mín
Hornspyrna fyrir Grindavík!!
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
89. mín
Inn:Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
89. mín
Crystal tekur stutta hornspyrnu út á Hallberu. Allar sofandi í Grindavík. Hallbera þrykkir þessu á markið og Fríða nær frákastinu og skorar...það er rangstæða
87. mín
Valur fær hornspyrnu. Verð að gefa Grindavík það að þær eru að verjast skipulega.
84. mín
Nú verða síðustu mínútur spennandi. Tekst Grindavík að setja inn mark hérna og fá framlengingu eða dugar þetta eina mark fyrir Val??
83. mín Gult spjald: Steffi Hardy (Grindavík)
Dóra María fórnar höndum. Brotið á Val og Steffi Hardy sparkar þessum burt,spjald á Steffi
82. mín
Steffi Hardi með góða sendingu upp vinstri kantinn á Elenu, þarna verður Elena að vera sterkari og vinna betur úr þessu
80. mín
Grindavík með góða sókn, fín sending út frá hægri en Sandra grípur þennan
79. mín
Ásdís með ágætisskot en þetta flýgur framhjá fjærstönginni
77. mín
Inn:Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík) Út:Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir (Grindavík)
71. mín
Hlín leikur sér að Rilany hérna hægra megin. Laufléttur heilsnúningur. Nær góðum bolta inn. Crystal nær að koma þessu á markið á fjærstöngina en Viviane er vel vakandi og skutlar sér í þennan
69. mín
Sérstök sending frá Rilany aftur á Viviane,eiginlega alveg skelfing, Crystal setur pressu á þetta og sem betur fer fyrir Rilany verður ekkert úr þessu
68. mín
Valur er að reyna rugla þær gulu. Elín er komin út hægra megin. Hlín er fremst og Crystal vinstra megin. Um að gera
68. mín
Hallbera með góða hornspyrnu, Viviane kýlir þetta frá
67. mín
Fríða með góða háa stungu inn á Hlín, gegnum miðjan völlinn. Hún nær skoti en einsog fyrr, henda þær gulu sér fyrir þetta
66. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur)
Pétur vill meira frá sínum konum. Dóra komin inn. Hann er sammála mér, þetta er tæpt
66. mín
Ásdís Karen með sendingu inn á Guðrúnu Karitas. Viviane kemur vel út á móti og hirðir hann af tánum á henni
65. mín
1. deildar liðið Fylkir búið að slá út ÍBV. Það getur greinilega allt gerst!
64. mín
Kæruleysi í vörn Vals þarna! Rio nær boltanum og er í ágætis stöðu til að komast í gegn. Reynir skot en það er laflaust og Sandra grípur þetta
63. mín
Elísabet með góðan bolta út til vinstri á Maríu Sól, hún tekur góðan sprett upp vinstra megin og vinnur svo innkast. Grindavík heldur boltanum núna og sækir. Rilany nær sendingu inn í en þetta grípur Sandra vel
62. mín
Elena reynir skot af löngu færi, þetta er bjartsýni
60. mín
Elín snýr á þær þrjár inn í teignum! Nær svo skoti og þetta ver Viviane vel! Boltinn hrekkur svo út í teiginn, Hlín nær skoti og þetta er yfir!
60. mín
Guðrún Karitas inn í teignum með boltann, skjóttu kona! Hún getur ekki hugsað sig svona lengi um, heill her af gulum konum búnar að króa hana af! Góð vörn þarna hjá Grindavík, þær ætla ekki að gefa þetta
59. mín
Ásdís Karen skiptir honum fínt yfir til hægri út á Hlín og hún nær fyrirgjöf. Viviane kemur út í þetta og missir hann, rétt nær honum aftur áður en Guðrún Karitas mætir þangað!
54. mín
OKEI geggjuð sókn! Dröfn með geggjaða sendingu út frá hægri kanti beint á kollinn á Rio Hardy!! Þessi fór rééétt framhjá!!
50. mín
Rilany liggur eftir eftir samstuð við Hlín
47. mín
Inn:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Fyrsta skiptingin hjá Val
Ásdís hefur skorað nokkur í sumar, Pétur vill greinilega fleiri mörk
47. mín
Efnileg sókn hjá Grindavík, ágætis færi
46. mín
Valur er búið að setja hárbandið á Crystal og hafa losað hana við hanskana. Aldrei að vita hverju það skilar. Crystal var hinsvegar mjög góð í fyrri hálfleik, verður kannski bara enn betri í seinni
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Út:Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík)
Ein skipting hjá Grindavík. Hlín fór ansi illa með Guðnýju og nú sýnist mér að Rilany eigi að leysa það. María Sól á kantinn
45. mín
Hálfleikur
Valur er búin að vera miklu meira með boltann en 1-0 er enginn forrysta í bikarleik. En færin hafa þær fengið, Viviane hefur haft í nógu að snúast. Fremstu menn hafa verið mjög hreyfanlegar og eru að reyna finna svæði og draga Grindavík út úr stöðum.
Að leik Grindavíkur, þær eru allar að verjast fyrir aftan miðju með Rio sem bíður frammi og spila t.d. með Elísabetu Ósk lausa fyrir framan vörnina. Þær hafa átt nokkrar ágætar skyndisóknir og aldrei að vita nema þær ná að jafna þennan leik ef Viviane ákveður að loka markinu í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hallbera með aukaspyrnu úti vinstra megin sem Viviane þarf að kýla burt. Svo ákveður dómarinn að flauta þetta af og leyfa fólkinu að fara fá sér hamborgara
45. mín
Rilany með góða sendingu út til hægri á Elenu sem kemur svo með geggjaða þversendingu inn á Rio, Rio komin í dauðafæri!NEI rangstöð. "ÞETTA VAR ALLTOF LÍTIÐ" heyrist úr stúkunni
44. mín
Hlín með hundraðasta sprettinn upp kantinn, nær skoti en þessi fer í hliðarnetið!
43. mín
Elín með sprett upp vinstra megin, Helga Guðrún rennir sér í þetta og virðist ná boltanum. Elín Metta er hinsvegar miklu fljótari að standa upp og tekur á rás inn í teig með boltann. Nær skoti á markið og þetta fer í slána og yfir!
41. mín
Hlín er með frábæran sprett upp hægra megin með þrjá á hælunum, setur góðan bolta niðri út á Guðrúnu Karitas. Hún þrengir færið hinsvegar fyrir sig en nær skoti. Linda fer fyrir og kemur þessu í horn
38. mín
Ariana með boltann inní, Linda skallar hann burt. Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skiptið
37. mín
Enn ein Valssóknin. Hlín nær skoti úti hægra megin en Viviane grípur þetta örugglega
35. mín
Valur heldur boltanum ágætlega. Grindavík eru vel skipulagðar, það verður ekki tekið af þeim.
34. mín
Hlín spólar framhjá Guðný Evu þrisvar og þær ná svo að henda sér fyrir þetta!
33. mín
Linda liggur eftir eftir þessa skotárás Valsmanna, það er verið að hlúa að henni
32. mín
Hallbera kannski full óþolinmóð og bombar þessu á markið langt fyrir utan teig, þetta fer yfir.
32. mín
Þetta hlýtur að enda með marki hjá Valskonum!! Þvílík pressa
31. mín
Lekkert þríhyrningspil hér úti vinstra megin, Hallbera með sendingu út í teiginn niðri. Barist um boltann og Grindavík kemur honum frá!
30. mín
Ariana með geggjaða sendingu vinstra megin úr vörninni alla leið yfir í teiginn á Crystal. Crystal tekur hann á kassann og bombar þessu á nærstönginna. Viviane skutlar sér og ver þetta vel!
26. mín
Gott færi frá Grindavík, Rilany nær skoti á markið og þær vinna hornspyrnu! Mjög góð sókn hjá Grindavík!
24. mín
Þetta líkar mér! Valskórinn byrjaður og lætur vel í sér heyra. Mamma giftir sig næstu helgi, aldrei að vita nema ég panti þá bara í þá veislu! STÓRGÓÐIR!
22. mín
Útsala, allt að 170%, úti vinstra megin hjá Guðný Evu. Crystal labbar framhjá henni og setur hann inn í teiginn á Guðrúnu Karitas sem er komin í mjöööög gott færi! Fær nægan tíma til að bomba þessu á markið, rétt framhjá!
22. mín
Elín með boltann úti á endamörkum vinstramegin, setur hann út á Crystal sem leikur sér aðeins með boltann. Setur hann svo lengra út á Thelmu og hún bombar þessu á markið, rétt yfir!!
20. mín
Já !!Ágætis færi hjá Grindavík. Valsskonur tapa boltanum og Rio brunar með hann fram, með varnarmann á hælunum. Drífur sig að skjóta og þetta fer töluvert framhjá fjærstönginni fjær
19. mín
Í Valssvörninni eru Fríða, Ariana og Málfríður Anna. Hlín og Hallbera eru svo í vængbakvörðum
18. mín
Rilany keyrir upp völlinn og sýnist hún bara sjá markið, ákveður að skjóta 10 metra fyrir undan og beint í bakið á varnarmann Vals. Jæja um að gera!
16. mín
Darraðadans í teignum hjá Grindavík. Hlín nær mjög föstu skoti sem Viviane nær ekki að grípa hann, fær hann í bringuna. Svo kemur Linda, kollegi hennar úr Grindavík, og tæklar hana niður. Dómarinn ákveður að dæma brot. Þetta var furðulegt!
15. mín
Thelma með stungu inn á Elínu Mettu, Linda stígur hana út og setur þennan í horn
13. mín
Þessi bolti svífur yfir allt og Valur vinnur hann aftur
13. mín
Crystal, sem er hefur nú skipt út hárbandinu sínu fyrir hjólahanska, hjólar aftan í Rio Hardy. Þær fá aukaspyrnu sem Elísabet tekur.
11. mín
Miða við hvað Grindavík pressaði ekki á hana efast ég að þær hafi séð það mark
10. mín
Þessa stundina heldur Valur boltanum vel og er að reyna færa boltann á milli. Guðrún Karitas fær boltann síðan fyrir utan teig og lætur vaða á markið. Góð tilraun og rétt yfir!

Fyrir nákvæmlega tveimur vikum sat ég hér á sama stól meðan Guðrún Karitas klíndi honum upp í skeytin af nákvæmlega sama færi.

7. mín
Grindavík reynir að spila upp, Valur pressar þær framarlega og vinna boltann aftur
5. mín
Góð sending inn fyrir hjá Elínu,sem vinnur boltann vel á miðjunni,upp á Hlín, þetta átti Helga Guðrún að lesa. Hlín stingur hana af og svo vilja Valsarar fá brot en ekkert dæmt
4. mín
Guðrún Karitas fær boltann úti hægra megin, nær ágætis sendingu inn í sem Viviane stekkur í og kýlir út! Það er svo önnur stórsókn ofan í það sem Viviane kýlir aftur burt.

Það verður nóg að gera hjá Viviane í vinnunni í dag það er nokkuð ljóst
2. mín MARK!
Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
FYRSTA SÓKN VALS! Valskonur byrja þetta af heilmiklum krafti. Spila í öftustu línu boltanum á milli sín og Grindavík liggja allar til baka nema Rio Hardy. Valur fær innkast úti vinstra megin. Hallbera fær boltann úti vinstra megin við hornfánan með sendingu inn í. Stefanía er nánast ein og óvölduð. Að minnsta kosti enginn að stressa sig í kringum hana! Og hún nær snertingu og setur hann laust í fjærhornið!
Þetta var auðvelt!! Leit á klukkuna þegar markið kom og það var ein og hálf mínúta.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!!
Fyrir leik
Spennan er orðin óbærileg! Liðin eru mætt út á völlinn og liðin hafa stillt sér upp. Þetta er að byrja! ÉG ER ORÐIN SPENNT
Fyrir leik
Þetta fer að byrja... staðan í hjá Fylki og íBV er 1-1
Fyrir leik
Mæli með að fólk standi upp úr grámygluveðrinu heima hjá sér og skelli sér á Hlíðarenda. Fálkarnir eru byrjaðir að grilla og allt í orden. Finn á mér að hér fáum við 20 gráður, sól og fjörugan fótboltaleik! Allavegana eitthvað af þessu
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús!!

Valur gerir enga breytingu frá síðasta deildarleik en Grindavík gerir eina breytingu. Helga Guðrún kemr inn í liðið og Margrét Hulda út
Fyrir leik
Daði Rafnsson:

Valur - Grindavík (klukkan 19:15 í kvöld)


"Það er orðið "standard" hjá Val að skora fjögur mörk í leik. Elín Metta er sjóðheit og Crystal Thomas er spennandi leikmaður. Valur er elsta og mögulega reynslumesta lið landsins og hlýtur að stefna á að enda bikarþurrð sem hefur plagað þær rauðu síðan 2011. Handbragð Péturs Péturssonar er að koma betur í ljós og Valsarar verða stöðugri með hverri viku.

Grindavík er baráttuglatt lið og hefur troðið sokk upp í sérfræðingana með mun betri stigasöfnun en búist var við. Markvörðurinn Viviane Holzel fær vonandi launin sín greidd í gullstöngum. Með Rio Hardy fram á við er ýmislegt hægt en Valur er of stór biti, sérstaklega á heimavelli. Elín Metta skorar og pottþétt ein af hinum ungu og efnilegu leikmönnum Vals."

Spá Daða: 4-0 fyrir Val.
Fyrir leik
Þetta verður fróðlegur leikur í kvöld og vonandi fáum við mikla skemmtun!
Meðan Valur hefur skorað langmest í deildinni, 25 mörk þá hafa þær verið að skipta þeim vel á milli sín. Það eru 7 leikmenn komnir á blað hjá þeim í sumar og Elín Metta með ein 9 stykki.

Grindavík hefur skorað 6 í sumar og þar er Rio Hardy með 4 stykki! Það er því nokkuð ljós að þær þurfa hafa hana í stuði í kvöld.
Fyrir leik
Það eru tveir aðrir leikir í gangi í 8liða í kvöld

Fylkir-ÍBV
Selfoss-Stjarnan

Og svo er ÍR-Breiðablik á morgun.

Fyrir þá sem eru að skima eftir leik Þór/KA þá gleymdist hann ekki hjá mér heldur sló Stjarnan þær út í 16 liða 2-0.
Fyrir leik
Jæja 8 liða úrslit í Mjólkurbikarnum! Ekki amalegt það

Leiðin í 8 liða:

Grindavík vann Fjarðabyggð/Hött/Leikni 4-0

Valur vann svo FH 4-1

Liðin eru í heldur ólíkum stað í deildinni. Valur er í 2.sæti með 18 stig en Grindavík með 6 stig í 7.sæti
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
6. Steffi Hardy
7. Elena Brynjarsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f) ('45)
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
15. Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir ('77)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('89)

Varamenn:
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('45)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('89)
21. Telma Lind Bjarkadóttir
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('77)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic
Einar Guðjónsson

Gul spjöld:
Steffi Hardy ('83)

Rauð spjöld: