Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
2
1
ÍA
Alexander Helgi Sigurðarson '15 1-0
Gonzalo Zamorano '78 2-0
2-1 Steinar Þorsteinsson '90
29.06.2018  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Enginn sól en það er blankalogn.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 490
Maður leiksins: Emir Dokara
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
11. Alexander Helgi Sigurðarson ('76)
13. Emir Dokara
19. Gonzalo Zamorano ('88)
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson

Varamenn:
7. Ívar Reynir Antonsson
7. Sasha Litwin ('88)
17. Brynjar Vilhjálmsson
20. Hilmar Björnsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
23. Sigurjón Kristinsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Michael Newberry ('48)
Emmanuel Eli Keke ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+7

Leik lokið með sigri Víkinga sem minnka forskot Skagamanna
90. mín
+7

Ólsarar fá hér sitt fimmta innkast í röð. Reyna að éta upp tímann
90. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
+5

SKAGAMENN MINNKA MUNINN!!

Steinar fékk boltann einn í boxinu eftir aukaspyrnu og hamraði í netið.

NÁ ÞEIR JÖFNUNARMARKINU???
90. mín Gult spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
+4

Knúsaði Kristinn Magnús aftanfrá sem var á miklum hraða upp völlinn
90. mín
+1

Skagamenn freista þess að jafna leikinn og spila mjög ofarlega.... Skiljanlega
90. mín
Ég veit ekki alveg hvaðan Egill er að fá þessar aukamínútur til að bæta við...

Ein hefði verið nóg í fyrri en þá voru tvær í uppbót.. 4 hefði verið nóg og 5 of mikið að mínu mati hér í seinni hálfleik en það er heilum SJÖ mínútum bætt við..já 7
88. mín
Inn:Sasha Litwin (Víkingur Ó.) Út:Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Annar markaskorari útaf hjá Víkingum. Miðjumaður inn fyrir sóknarmann
87. mín
Skagamenn halda áfram að sækja og vilja vítaspyrnu en fá aukaspyrnu sentimetrum fyrir utan hlið teigsins. ÞÞÞ tekur

Ætlaði að lyfta boltanum á fjær en enginn náði til hans..útspark
87. mín
ÚFF... þessi spyrna verður seint sögð góð. Reyndi skot af 35 metra færi í stað þess að koma með hann fyrir markið. Lengst yfir markið
86. mín Gult spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Mikill hraði í leiknum núna sem er bara gaman. Emmanuel stoppar hraða sókn.

Aukaspyrna á góðum stað fyrir spyrnumann eins og Þórð Þorstein
85. mín
Mikill hiti milli Gonzalo og Harðar Inga. Ýta hvor öðrum þegar dómarinn sér ekki til.
84. mín
Inn:Birgir Steinn Ellingsen (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Hefur ekki fundið sig nægilega vel í dag Steifán Teitur. Leikmaður sem getur mikið meira
81. mín
BOLTINN Í SLÁNNA!!!

Gonzalo heimtar mark en fær ekki. Boltinn í slánna og niður fyrir aftan Árna. Virðist ekki hafa farið yfir línuna. 2-0 ennþá
80. mín
Langt síðan ég hef séð þetta... Markmaður tekur ekki sín eigin útspörk. Emir Dokara spyrnir boltanum frá marki Víkings en ekki Fran
78. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Emmanuel Eli Keke
MÖGNUÐ AFGREIÐSLA 2-0!

Löng sending fram hjá Emmanuel og Arnór Snær missti af boltanum. Árni Snær fór út og Gonzalo lyfti boltanum glæsilega yfir hann fyrir utan teiginn
76. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
Markaskorari leiksins fer af velli. Hefur átt mjög góðan leik í dag
75. mín
Annað skiptið í leiknum sem Vignir Snær virðist vera finna fyrir miklum óþægindum. Heldur hins vegar áfram
73. mín
Inn:Hilmar Halldórsson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Önnur skipting gestanna
71. mín
Ekki bara hiti í leikmönnum heldur er stúkan farin að láta vel til sín taka. Mega vera prúðari Ólsaranir en sem Ólsari sjálfur þá veit ég að þeir hafa aldrei verið þekktir fyrir að vera skaplitlir
69. mín Gult spjald: Viktor Helgi Benediktsson (ÍA)
Klippti Gonzalo hressilega aftanfrá sem var á fleygiferð. Appelsínugult spjald en hárrétt að gefa bara gult að mínu mati
68. mín
Fran liggur eftir og biður um aðhlynningu. Sá ekki nægilega vel hvað skeði en ef hann þarf að yfirgefa völlinn þá eru Víkingar í mjög miklum vandræðum vægast sagt þar sem þeir hafa engan varamarkvörð
65. mín
Virðist vera kominn smá pirringur í gestina. Víkingar hafa fengið 4 aukaspyrnur síðustu mínútuna við miðju vallarins
63. mín
HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM SPJALDAR HANN EKKI ÞÓRÐ ÞORSTEIN???

fékk dæmda aukaspyrnu. Vignir Snær stóð hjá boltanum og ÞÞÞ ýtti honum hressilega frá sér. Myndaðist hrúga í kringum þetta fíaskó þar sem leikmenn Víkings voru allt annað en sáttir. Ekkert spjald samt
62. mín
Skagamenn í langri sókn sem innihélt þrjár eða fjórar fyrirgjafir en engin þeirra alltaf komu Víkingar boltanum í burtu auðveldlega
60. mín
Víkingar beint upp í sókn og Ingibergur plataði Arnór Snæ ekki bara einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar áður en skot hans hafnaði í hliðarnetinu
59. mín
Albert Hafsteinsson með skot úr góðri stöðu fyrir utan teig. Hitti boltan ekki nægilega vel og beint á Fran
57. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
Jói Kalli greinilega ekki alveg nógu sáttur með sóknarleik sinna manna. Fyrsta breyting leiksins
56. mín
Góð sókn hjá Skagamönnum. Michael hendir sér fyrir skot Ragnars... hornspyrna

Slök spyrna hjá ÞÞÞ alla leið á fjær þar sem Bjarki Steinn tók mjög heiðarlega tilraun hjólhestarspyrnu en hitti ekki boltan
53. mín
Heimamenn byrja þennan seinni hálfleik af krafti. Vantar aðeins uppá tenginguna milli Gonzalo og Ingibergs. Sendingar milli þeirra ekki alveg að smella
50. mín
Heimamenn fá fyrstu hornspyrnu seinni hálfleiks en Gonzalo með slaka spyrnu og ekkert varð úr því
48. mín Gult spjald: Michael Newberry (Víkingur Ó.)
Fyrsta gula spjaldið komið í leikinn og það fer alla leið til Norður Írlands. Egill týndi spjöldunum fyrir leik og fann þau neðst í töskunni sinni í hléinu. Gott að þau séu fundin

Eitthvað sem segir mér að þetta sé ekki síðasta spjaldið sem við fáum í leiknum. Gæti vel trúað því að frændi þess gula láti sjá sig í leiknum. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um það rauða
47. mín
Emir fær strax höfuðhögg og liggur eftir.

Stendur sem betur fer upp og virðist ekki vera mjög þjáður
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða 1-0 í hálfleik. Fjörugur leikur
45. mín
+2

Hvernig er Egill ekki að spjalda ÞÞÞ núna????

Egill var búinn að dæma brot á Stefán Teit fyrir brot á Emir, þá kom ÞÞÞ á fleygiferð og henti sér á Vigni og lenti á höfðinu á honum. Trúi Þórði ekki fyrir því að hafa gert þetta viljandi en viljandi eður ei þá var þetta spjald í mínum bókum
45. mín
Tveim mínútum bætt við
44. mín
Hvorugt liðið að ná að skapa sér nein færi í augnablikinu.
39. mín
Skagamenn eru að spila virkilega fallega knattspyrnu. Það vantar bara aðeins uppá lokasendinguna innfyrir vörnina
35. mín
Stórsókn. Vignir varði skot frá Viktori Helga frábærlega áður en Fran gerði vel til að verja skot ÞÞÞ frá markinu en 5 Skagamenn biðu inní boxinu eftir frákasti
30. mín
Stúkan er alveg brjáluð!!! Vignir Snær liggur eftir og heldur um andlitið. Ég sá ekki hvað skeði en Vignir er ekki sáttur að sjá ekki spjald á Skagamann. Atvikið átti sér stað beint fyrir framan aðstoðardómarann.

ÞÞÞ fær svo dæmt á sig vitlaust innkast í kjölfarið og dúndrar svo boltanum í burtu. Egill ákvað að spjalda ekki fyrir það sem fauk ennþá meira í vallargesti
27. mín
Emir Dokara með stórfínt skot utan af teig með vinstri löppinni rétt yfir slánna. Tók svo sprettinn til baka og hreinsaði eftir að Árni tók útsparkið snöggt
26. mín
Byrjað að færast smá jafnvægi í leikinn. Egill Arnar byrjaður að flauta fullmikið fyrir minn smekk
22. mín
Vignir Snær ákvað að vinna sér bara strax inn lélegasta skot dagsins. Reyndi skot langt utan teigs. Endaði á því að kicksa boltann illa og beint í innkast
20. mín
Klaufalegt brot hjá Nacho út við hornfána. Ætlaði að reyna skýla boltanum frá Ragnari en fór alltof harkalega í hann. Skil ekki alveg hvernig hann er að mótmæla þessum dómi.

Hættuleg spyrna hjá ÞÞÞ sem Fran ætlaði að grípa en missti boltan. Náði honum samt aftur en ef skagamaður hefði komið tánni í boltan þarna hefðu það skrifast sem ansi klaufaleg mistök hjá Fran
19. mín
Heimamenn eru í rauninni ekki að spila með neinn framherja, þar að segja það er engin nía hjá þeim. Gonzalo og Ingibergur sem eru að spila sem fremstu menn leita báðir mjög mikið á kantana. Kwame er duglegur að koma inn á milli þeirra í skyndisóknum
17. mín
Hvernig ná Skagamenn að svara núna. Búnir að vera mjög ógnandi en ekkert náð að trufla Fran í marki Víkinga almennilega ennþá
15. mín MARK!
Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!

Eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þvílík NEGLA!

Boltinn datt fyrir Alexander Helga fyrir utan teiginn sem náði að laga hann fyrir sig og hlaða í. Sá hitti boltan vel. Gullfallegt mark gegn gangi leiksins
13. mín
Gestirnir halda áfram að ógna. Stefán Teitur fær boltan í lappir frá Ragnari og nær skoti. Auðvelt hinsvegar fyrir Fran í markinu
11. mín
Skagamenn spila með mjög sókndjarfa bakverði og gætu náð að stríða vængbakvörðum Víkinga töluvert í leiknum. ÞÞÞ er duglegur að koma upp og setja pressu á Vigni Snæ, vinstri bakvörð Víkinga
9. mín
Skagamenn í mjög fínni sókn. ÞÞÞ kom með krafti upp hægri hliðina og kom boltanum fyrir markið. Stefán Teitur náði ekki að hemja boltann og Emmanuel náði að pota í boltann en þar beið Bjarki Seinn sem freystaði sér að taka boltann viðtöðulaust en beint á Fran
7. mín
Ingibergur Kort eitthvað að kveinka sér eftir tæklingu. Tæklingin var hinsvegar fullkomlega lögleg
5. mín
Gonzalo krækir í aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna.

Fín sending á Emmanuel sem reyndi að skalla boltan fyrir markið frá fjærstöng en beint í hendur Árna
2. mín
Léleg spyrna hjá Ragnari Leóssyni, beint á fremsta mann
2. mín
Skagamenn eiga hornspyrnu
1. mín
Víkingar byrja leikinn í 5 manna varnarlínu líkt og gegn Þór í síðustu umferð með Emir, Emmanuel og Michael í hafsent og Vigni Snæ og Nacho Heras í vængbakvörðum. Svo koma þeir Sorie Barrie, Alexander Helgi og Kwame á miðjunni og Gonzalo og Ingibergur eru saman frammi
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem byrja með boltan og sækja þeir í átt að Sundlauginni í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Liðin féllu saman úr Pepsi-deildinni í fyrrasumar þar sem Skagamenn enduðu neðstir með nágranna sína fyrir ofan sig. Víkingar féllu í lokaumferðinni á Akranesi þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. Í Ólafsvík fór leikur liðanna 1-0 fyrir Víking
Fyrir leik
Eins og staðan er í dag þá er einn leikur búinn í þessari 9. umferð þar sem HK bar sigur úr býtum gegn Fram á miðvikudaginn. Liðin tvö sem mætast hér í dag eru í 2. og 3. sæti og Skagamenn þar fyrir ofan. Þeir geta endurheimt toppsætið með því að fá stig úr þessum leik. Víkingar geta hins vegar aðeins fært sig um sæti ef þeir tapa leiknum og ef Þór sigrar Selfoss á morgun. Með sigri í kvöld loka þeir hinsvegar á bilið milli sín og sætana sem tryggja þáttöku í Pepsi deild að ári. Þá verður staðan Víkingur með 19, ÍA með 20 og HK með 21
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár.

Víkingar gera enga breytingu frá 2-0 útisigri á Þór á Akureyri þann 20. júní.
Þann dag unnu Skagamenn magnaðan 5-0 heimasigur á botnliðinu, Magna en einu stigin sem Grenivíkurliðið hefur nælt sér í hingað til komu þegar þeir sigruðu Víkinga.
Skagamenn gera eina breytingu á sínu liði. Arnar Már Guðjónsson, sem fór meiddur af velli í leiknum gegn Magna kemur út og Viktor Helgi sem kom inná sem varamaður fyrir Arnar Má í síðasta leik kemur inní byrjunarliði í stað hans
Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á stórleik 9. umferðar Inkasso deildarinnar.
Vesturlandsslagur af bestu gerð milli Víkings Ólafsvíkur og Íþróttafélags Akranes
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('57)
15. Hafþór Pétursson
16. Viktor Helgi Benediktsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('84)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('73)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
13. Birgir Steinn Ellingsen ('84)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('57)
26. Hilmar Halldórsson ('73)
27. Stefán Ómar Magnússon

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Einar Logi Einarsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:
Viktor Helgi Benediktsson ('69)
Ólafur Valur Valdimarsson ('90)

Rauð spjöld: