Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
HK/Víkingur
1
0
ÍBV
Fatma Kara '56 1-0
03.07.2018  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Fatma Kara
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('81)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
13. Linda Líf Boama ('69)
26. Hildur Antonsdóttir
28. Laufey Björnsdóttir

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('81)
14. Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir
23. Ástrós Silja Luckas
24. María Lena Ásgeirsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Andri Helgason
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Gígja Valgerður Harðardóttir ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK/Víkingur tekur stigin þrjú og komast uppí sjöunda sætið!
92. mín
Þetta var FÆRI!
Helena með frábæra sendingu fyrir og Birgitta nær til hans en á skotið rétt framhjá!
Þarna var ÍBV nálægt því að jafna!
90. mín
Rangstöðumark!
Margrét Sif með frábæran bolta inní á Karólínu sem leggur út á Ísabellu sem setur hann í markið en Karólína er rangstæð.
88. mín
Inn:Leila Cassandra Benel (ÍBV) Út:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Síðasta skipting ÍBV. Sóknarmaður fyrir varnarmann, ÍBV ætla að gefa í síðustu mínúturnar.
85. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (ÍBV) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Sesselja þarf að fara útaf vegna meiðsla. Þetta er önnur meiðslaskipting ÍBV í kvöld.
84. mín
Sesselja liggur úti við hliðarlínu og fær aðhlynningu, sá ekki hvað kom fyrir hana.
81. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur)
Stefanía búin að eiga fínan leik á miðjunni.
77. mín
Hildur Antons með góða stungu inná Margréti Sif sem nær skotinu en það fer framhjá.
71. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI!! Fatma Kara með geggjaða sendingu inná Margréti Sif og Guðný í markinu kemur út úr teignum og eltir hana. Margrét Sif nær að snúa og á geggjaða sendingu inní og Karólína nær góðu utanfótarskoti á markið en Guðný blakar honum yfir! Ekkert verður úr hornspyrnunni.
69. mín
Inn:María Lena Ásgeirsdóttir (HK/Víkingur) Út:Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
64. mín Gult spjald: Gígja Valgerður Harðardóttir (HK/Víkingur)
Gígja brýtur á Shameeku og fær gult spjald. Sóley tekur spyrnuna en leikmenn ÍBV ná ekki til boltans.
60. mín
Hildur með fínan sprett upp kantinn og vinnur horn. Stefanía tekur spyrnuna en ÍBV nær að hreinsa.
56. mín MARK!
Fatma Kara (HK/Víkingur)
Stoðsending: Margrét Sif Magnúsdóttir
MAARK!!
Margrét Sif með sendingu út í teiginn á Fatma Kara sem tekur fallega á móti honum og klárar frábærlega niðri í vinstra hornið!
53. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem Sóley tekur. Boltinn berst út í teiginn og Sigríður Lára með fast skot rétt yfir!
48. mín
Fatma Kara liggur eftir og virðist vera sárþjáð, sýndist hafa verið stigið á hana! Hún fer útaf í fylgd sjúkraþjálfara en haltrar aftur inná stuttu síðar.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Heldur tíðindalítill fyrri hálfleikur að baki, mikið jafnræði hefur verið með liðunum en lítið um hættuleg færi.
44. mín
Sigríður Lára fær sendingu út í teiginn en skotið máttlaust og beint á Björk í markinu. Strax í kjölfarið á Kristín Erna skot beint á Björk, ÍBV þarf að setja meiri kraft í skotin!
41. mín
Inn:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV) Út:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV)
Sýnist Díana vera eitthvað meidd.
36. mín
Karólína nær skotinu eftir gott samspil við Fatma Kara og Lindu Líf, flott sókn en hefði viljað sjá meiri kraft í skotinu!
34. mín
Vel gert hjá Sóleyju, hún vinnur boltann í bakverðinum, fer í overlappið og á frábæra sendingu fyrir en leikmenn ÍBV ná ekki til boltans.
31. mín
Hættuspark dæmt á Ingibjörgu, en hún fer með fótinn óþægilega nálægt hausnum á Laufeyju!
29. mín
Góð sókn hjá HK/Víking, Gígja Valgerður með góða fyrirgjöf og Margrét Sif nær skotinu en það fer yfir markið!
25. mín
Fatma Kara er búin að vera frábær á miðjunni hjá HK/Víking í þessum leik, alltaf á hreyfingu og stjórnar spilinu eins og herforingi.
24. mín
Rut Kristjáns með hættulegan bolta inn í teig en hann lekur í gengum alla og framhjá markinu!
21. mín
STÓRHÆTTA! Stefanía Tryggvadóttir með frábæra hornspyrnu og Laufey skallar á markið en ÍBV bjargar á línu!!
20. mín
Vel gert hjá Karólínu Jack, kemst framhjá einum varnarmanni ÍBV og vinnur hornspyrnu!
16. mín
Ingibjörg Lúcía vinnur boltann og miðjunni og brunar fram en Tinna Óðins nær að stoppa hana.
8. mín
Þetta var tæpt! Margrét Eva missir boltann aftast í vörninni en Björk er fljót að hugsa nær boltanum á undan leikmönnum ÍBV.
5. mín
Leikurinn er búin að vera mjög jafn hérna fyrstu mínúturnar, mikið um hálffæri hjá báðum liðum en ekkert hættulegt gerst ennþá.
3. mín
Sigríður Lára á fyrstu marktilraun leiksins en hún skýtur langt fyrir utan teig og Björk Björnsdóttir á ekki í vandræðum með þetta skot!
1. mín
Liðin stilla svona upp:

ÍBV
Guðný
Sesselja-Adrianne-Júlíana-Sóley
Díana-Rut-Sigríður Lára-Kristín
Ingibjörg
Shameeka

HK/Víkingur
Björk
Gígja-Margrét Eva-Laufey-Tinna
Fatma-Hildur
Margrét Sif-Stefanía-Karólína
Linda Líf
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Guðbjörg Gunnarsdóttir spáði í leiki umferðarinnar en hún spáir 2-0 sigri ÍBV hér í kvöld.

Fréttina má sjá hér :
Guðbjörg Gunnarsdóttir spáir í 8. umferð Pepsí-deildar kvenna.
Fyrir leik
HK/Víkingur gerir þrjár breytingar á sínu liði síðan í síðasta leik sem var 3-0 tap á móti Selfossi en þær Tinna Óðinsdóttir, Stefanía Tryggvadóttir og Linda Líf koma inn í stað Þórhildar Þórhallsdóttur,Örnu Eiríksdóttur og Elísabetar Þorvaldsdóttur.

ÍBV gerir fjórar breytingar á sínu liði síðan í 1-1 jafntefli við Grindavík í síðustu umferð. Guðný Geirsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Díana Helga og Ingibjörg Lúcía koma inn í stað Emily Armstrong, Caroline Slambrouck, Cloé Lacasse og Katie Kraeutner.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er ÍBV í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en HK/Víkingur situr í 8.sæti með 4 stig.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist í dag.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK/Víkings og ÍBV í 8.umferð Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir ('88)
5. Shameeka Fishley
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('85)
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('41)
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir ('85)
22. Katie Kraeutner
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('41)
23. Leila Cassandra Benel ('88)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Helgi Þór Arason
Richard Matthew Goffe
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: