Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Stjarnan
6
2
FH
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir '16
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '27 1-1
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '28 2-1
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '40 3-1
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir '51 4-1
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '73 5-1
María Eva Eyjólfsdóttir '88 6-1
6-2 Marjani Hing-Glover '90
04.07.2018  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Létt gola í allar áttir, skýjað og úi á köflum.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Telma Hjaltalín (Stjarnan)
Byrjunarlið:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('76)
4. Brittany Lea Basinger
6. Lára Kristín Pedersen ('83)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('65)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('65)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar hefur flautað til leiksloka í þessum mikla markaleik! Stjarnan vinnur sanngjarnan sigur 6-2 og krísa FH er vægast sagt orðin mikil í deildinni.
90. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (FH)
Megan aftur með skelfileg mistök og missti boltann á skelfilegum stað og Marjani bara tekur boltann og hamrar hann í slánna og inn yfir Birnu!
88. mín MARK!
María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Írunn Þorbjörg Aradóttir
Hvaða þrívíddar röngen sjón hefur Írunn Þorbjörg eiginlega? Á hérna aðra snuddu fallega sendingu inn fyrir á Maríu sem að fer framhjá Anítu í markinu og skorar.
86. mín
Vóó! Aníta komið flott inn í markið í dag og ver hérna skot frá Hörpu Þorsteins.
86. mín
Marjani Glover reynir skot en veggurinn Anna María kemst fyrir það.
84. mín
Guðný með geggjaðan bolta inn fyrir á Jasmín sem að reynir að leggja boltann fyrir markið en María Eva kemur á svæðið og hreinsar upp.
83. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Lára hefur átt bara rock solid leik eins og alltaf.
81. mín
Eva Núra reynir skot af löngu færi en beint í fangið á Birnu í markinu.

#Celebvaktin góðan daginn Logi nokkur Ólafsson er mættur í stúkuna ásamt Sölva Geir Ottosen. What a combo
79. mín
Telma er staðin upp fyrir utan völlinn en haltrar í fylgd Friðrik Ellerts. Þetta virðist vera ökklin hjá henni
78. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Harpa Þorsteins bombar boltanum á markið og Aníta gerir vel og lærar boltann í burtu!
77. mín Gult spjald: Guðný Árnadóttir (FH)
Það er komin pirringur í leikmenn FH og skiljanlega gengur ekkert upp. Guðný reynir bara rífa Hörpu úr treyjunni og verðskuldað gult spjald
77. mín
Leikurinn er komin af stað á ný
76. mín
Inn:Aníta Dögg Guðmundsdóttir (FH) Út:Tatiana Saunders (FH)
Tatiana sömuleiðis heldur um andlit sitt og þetta lítur alls ekki vel út.
76. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Ömurlegt að sjá þetta eftir svona frábæran leik hjá Telmu en hún virðist sárkvalin fyrir utan völlinn!
75. mín
Tatiana virðist sárkvalin og Telma líka. Það eru komnar tvær börur út á völlinn ég veit ekki hvað ég get sagt ykkur gott fólk en þær virðast báðar vera að fara útaf eftir þetta samstuð.
73. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Írunn Þorbjörg Aradóttir
Nei hættu í mér Telma Hjaltalín!! Hún er komin með fernu gott fólk. Írunn Þorbjörg kemur með svo fallegan bolta á milli varnarmanna FH og Telma Hjaltalín setur í 7 gír og nær boltanum á undan Tatíönu og vippar yfir hana og í markið fer boltinn. Þær lenda hinsvegar saman og liggja báðar eftir.

Þessi sending samt frá Írunni WOW!
70. mín
Úlfa reynir annað skot en framhjá fer það. Hún er skotóð þessa stundina.

Stjarnan fer í sókn hinum megin og spila flott á milli sín eins og í handbolta og færa boltan frá binstri til hægri sem endar´a því að Telma Hjaltalín setur boltann á Írunni en skot hennar er beint á Tatiönu í markinu.
70. mín
Jæja FH að sýna mikið líf síðustu mínútúr núna á Úlfa Dís gott skot en það fer framhjá markinu. Ná FH að minnka muninn?
68. mín
FH fá aðra hornspyrnu og Guðný tekur skokkið úr öftustu línu til að taka hana.

Geggjaður bolti inn á markteig þar sem Marjani og Birna í markinu fara upp í boltann og Birn slær hann aftur fyrir og FH fá annað horn. En sú spyrna fer í gegnum allan pakkan.
66. mín
FÆRRIIII!! Vá bara upp úr engu kemur færi hjá FH það kemur langur bolti inn fyrir vörn Stjörnunar og Hanna Marie Barker er mætt og á hörku skot sem að Birna ver í horn.

Það verður ekkert íur horninu og Stjarnan hreinsar frá
65. mín
Inn:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
64. mín
FH fá aukaspyrnu á hættulegum stað og þó sérstaklega hættulegum þar sem Guðný Árnadóttir er mætt að taka hana.

Skotið hennar er samt himinhátt yfir og enginn hætta af því.
62. mín
Ég væri til í að fá smá köll og skemmtun í stúkuna smá "Stjarnan, Stjarnan" eða "Fh, FH" treysti á fólkið í stúkunni að taka smá pepp
59. mín
Ég þreytist ekki á að horfa á Láru Kristínu spila fótbolta. Allt sem hún gerir virkar svo auðvelt og einfalt. Hún er ein af vanmetnari leikmönnum deildarinnar
57. mín Gult spjald: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH)
Arnar gefur hérna merki 1,2,3,4 brot á Úlfu og spjaldar hana.
55. mín
Ætli Friðrik Ellert sjúkraþjálfari Stjörnunar sé að hugsa á bekknum núna "Djöfull væri ég til í sólina í Moskvu" en hann er einmitt nýkominn heim frá Rússlandi eftir að hafa dvalið þar með landsliðinu.
53. mín
Í stað þess að ná að minnka muninn í 3-2 fá FH mark strax í andlitið og staðan er orðinn 4-1!
51. mín MARK!
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Brittany Lea Basinger
Það er bara allt að gerast hérna í Garðabænum! Þegar Ásgerður Stefanía er farinn að hamra boltanum í slánna og inn þá er partý í gangi!
Virkilega vel gert samt hjá Hollywood Basinger sem að keyrir upp að endalínu og leggur boltann út í teiginn á Öddu og hún smellhittir hann svo það heyrist upp í fjölmiðlaboxið og svo í slánna og inn!
48. mín
SLÁINNNNNNNNNN!! Mér sýndist Marjani eiga skotið en súlan í stúkunni var fyrir mér. Þarna voru Stjörnustelpur stálheppnar en Birna missti boltann klaufalega frá sér og beint út á Marjani en skotið af 3 metra færi fer í slánna!
46. mín
Úúúúú Stjarnan fer strax í færi og það er Katrín Ásbjörnsdóttir sem að fær það. Þórdís Hrönn á fyrirgöf á Hörpu sem að tekur hann vel niður og leggur út í teiginn á Katróinu en skotið hennar fer rétt framhjá markinu.
46. mín
Inn:Eva Núra Abrahamsdóttir (FH) Út:Hugrún Elvarsdóttir (FH)
FH gerði breytingu í hálfleik Eva Núra er mætt. Býst við tveimur til þremur geggjuðum tæklingum frá henni.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Sjokkerandi fréttir gott fólk. Eiður Ben er í aðhaldi og mun ekki fá sér hamborgara í dag. Á skemmtilegri nótunum lagaval vallarþularins er upp á 10,5 og er Guns N Roses blastað


45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Garðabænum og Stjarnan leiðir 3-1 sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt. Ég veit ekki hvað Telma Hjaltalín borðaði fyrir leik en ég vil fá þá uppskrift þar sem ég er að fara í bumbubolta á morgun og ég vil vera bestur þar!

Ég ætla finna Eið og fá mér burger með the Tactical Master
45. mín
Marjani með geggjaða skottilraun fyrir utan teig með vinstri en Birna ver þetta virkilega vel


45. mín
Það er komið að uppbótartíma ég býst við að hann sé um 3 mínútúr
43. mín
FH komast í góða sókn þar sem Hanna Marie Barker setur boltann fyrir en MEgan Dunnigan skallar boltann beint út fyrir teiginn þar sem Jasmín kemur og reynir skot en það fer í Marjani og línuvörðurinn flaggar rangstæður!
42. mín
Ég lofaði fjórum mörkum og voila það eru komin 4 mörk. Þetta er samt svolítið saga FH í sumar þær skora alltaf en fá á sig aragrúa af mörkum á móti.
40. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
QUEEN TELMA já ég sagði QUEEN TELMA!! Hún er kominn með þrennu í fyrri hálfleik ég segi það og skrifa!
Harpa Þorsteins vippar boltanum skemmtilega inn í hlaupaleiðina hennar og Telma á í engum vandræðum með að klára þetta færi. Hat trick Hero
38. mín
Stjarnan fær horn og hver mætir á svæðið jú að skjálfsögðu spyrnufræðingurinn Þórdís Hrönn.

FH ná að skalla boltann frá en ekki langt en sendinginn frá Katrínu aftur inn á teig er slök og fer aftur fyrir markið.
37. mín
Þórdís reynir annað skot sem er ekki gott vægast sagt og beint á Tatiönu í markinu.
36. mín
AHHHH Telma mín þarna þarftu að ná betra touchi! Lára Kristín Pedersen er með eina sjúklega fáranlega flotta sendingu yfir vörn FH og Telma er komin ein í gegn en Touchið henna er ekki nógu gott og hún missir boltann aftur fyrir. Þarna gat þrennan komið
35. mín
Sú þriðja kemur strax og ég hef lokið við að skrifa fyrri færslu. Þetta er á stórhættulegum stað og eru Katrín Ásbjörns og Þórdís Hrönn mættar að taka hana.

Þórdís er sú sem spyrnir en boltinn fer beint á Tatiönu í markinu.
34. mín
Jæja Guðný Thunderstruck er að fara taka aukaspyrnu frá miðju vallarins. Skemmtileg staðreynd þetta er önnur aukaspyrnan í leiknum á 35 mínútum.
31. mín
Ég er sveittur hérna að skrifa svo mikið er í gangi! Ég lofaði 4 mörkum og það eru kominn 3 mörk strax á fyrsta hálftímanum. Ég elska Pepsí deild kvenna stanslaust skemmtun!
28. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Ég ræð ekki við þetta bara sveimérþá! Staðan er 2-1 Stjarnan skorar tvö mörk á 1 mínútu og aftur er það Telma Hjaltalín! Núna er hún og Harpa bara allt í einu komnar tvær í gegn og Harpa rennir boltanum á Telmu sem að setur boltann í autt markið auðveldlega!
27. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
KVISS KVASSS og BOOM! Þvílík afgreiðsla hjá Telmu Hjaltalín sú smellhitti hann og boltinn í blááááhornið! Hún tekur boltann í fyrsta um leið og hann skoppar eftir að varnarmenn FH reyndu að skalla boltann frá. Þessi afgreiðsla ómælorddddd Telma 10/10
26. mín
Lára Kristín Pedersen setur hér höndina óvart í andlitið á Jasmín sem að þarf að fá aðhlynningu utan vallar.

Það kemur smá rifrildi í blaðamannastúkunni útaf þessu nokkur vel valinn orð látinn falla á milli manna. I love it
24. mín
Leikurinn varð stopp í nokkrar mínútur útaf meiðslum Helenu og liðin virðast reyna finna taktinn aftur.

Megan Dunnigan er með geggjað blátt hárband í stíl við treyju Stjörnunar. Hún gæti mögulega gefið Crystal Thomas leikmanni Vals nokkur hárbands tips yfir kaffi bráðlega.
22. mín
Inn:Hanna Marie Barker (FH) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
21. mín
Ég er skíthræddur um krossbandið hjá Helenu Ósk eins og þetta lítur út fyrir mér er hún sárkvalinn getur ekki staðið upp sjálf og það eru komnar börur á völlinn. Ég vona innilega að hún sé ekki illa meidd en þetta lítur bara alls alls alls ekki vel út!
Batakveðjur á þig Helena þú kemur sterkari til baka!
20. mín
Helena virðist hafa fengið slæmt högg á hnéð sýnist mér og steinliggur á vellinum. Ég vona það sé allt í lagi með hana.

Halla Marínós er að hreinsa hvítu skóna sína á meðan, mikilvægt að halda þeim white and clean
18. mín
Þetta mark kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti! Það þarf oft svo lítið til í boltanum og þarna sáum við hversu dýr ein mistök geta orðið í fótboltaleik. Stjarnan hefur stjórnað þessum leik fyrsta korterið og BAMM mark í andlitið eftir mistök.
16. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Stoðsending: Marjani Hing-Glover
Megan Dunnigan með HRÆÐILEG MISTÖK!! Setur boltann kæruleysislega beint í fæturnar á Jasmín sem að setur hann í hlaupaleiðina hjá Marjani og þær eru komnar í 2 á 1 stöðu á móti Önnu Maríu sem að nær að reka tánna í boltann en Megan er bara alltof lengi að skila sér til baka og Jasmín Erla fær boltann fer framhjá Birnu í markinu og setur hann í netið! 1-0 FH
15. mín
Update af Eiði Ben: Eiður virðist ekki ennþá vera búin að fá sér hamborgara en það styttist í það ég trúi ekki öðru.
13. mín
Stjörnuliðið virkar miklu tilbúnara í þennan leik heldur en nokkurn tíman FH liðið. Þær eru yfir allstaðar á vellinum
10. mín
Skot eftir skot eftir skot! Núna reynir Telma skot sem fer af varnarmanni og beint til Þórdísar sem reynir einnig skot en það er yfir markið!
8. mín
Stjarnan fer í sókn og hvað haldiði þær ná að skapa sér færi! Harpa Þorsteins er allt í öllu í byrjun leiks heldur hér varnarmanni fyrir aftan sig og leggur boltann út á Telmu Hjaltalín sem á fast skot en framhjá markinu fer það!
8. mín
#CELEBVAKTINN Eiður Ben er mættur gott fólk þið þekkið hann mögulega undir nöfnum eins og Eiður "Klopp", Tactical Master eða The Burger Guy!
7. mín
GEGGJUÐ VARSLAAA OG BJARGAÐ Á LÍNU!!

Vááá í sömu sókn ver Tatiana frábærlega frá Hörpu sem var kominn ein í gegn eftir geggjaðan bolta frá Þórdísi, Harpa reynir svo annað skot en Arna Dís bjargar á línu.

Ég verð bara segja það mér finnst mark liggja í loftinu hjá Stjörnunni.
5. mín
Frábært spil hjá Stjörnunni. Anna "Veggurinn" Baldursdóttir setur pressu á Marjani og Stjarnan vinnur boltann, Harpa kemur með frábæran bolta inn fyrr á Katrínu sem að reynir skotið en það er beint á Tatiönu í markinu!
3. mín
Úlfa Dís er greinilega aðdáandi Láru Kristínar því hún var við það að klæða hana úr treyjunni hérna strax í upphafi og Lára var ekkert parsátt með það.
1. mín
BÍDDU HA!! Harpa Þorsteins á skot í slánna eftir 46 sekúndna leik! Stjarnan er að byrja af þvílíkum krafti!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! FH byrja með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks og vallarþulurinn kynnir þau inn af stakri prýði! Það er high five partý í gangi hjá Stjörnunni á meðan FH stelpur labba beint út á völlinn.

Halla Marínósdóttir er í strangheiðarlegum hvítum skóm sem gætu orðið ansi skítugir á gervigrasinu en hún er greinilega daredevil!
Fyrir leik
Jæja það styttist í þessa pepsi VEISLU. Já það er í stórum stöfum því þessi leikur mun bjóða upp á lágmark 4 mörk og eitt spjald á bekkin.

Ég er að spá í að henda í smá #Celebvaktinn í kvöld ef ég sé skemmtilega einstaklinga í stúkunni. Kæmi mér lítið á óvart ef að lögfræðingurinn Stefán Daníel væri mættur í stúkuna enda grjótharður Stjörnumaður en einnig mikill aðdáandi IKEA.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp út á velli. Ef þið voruð að pæla í því samt þá er reitarbolta undrið og veggurinn að hita upp saman hjá Stjörnunni á meðan FH skella sér í halda bolta innan liðs á stuttu 7x7 svæði ef ég er ekki að misreikna mig.

Dómari leiksins er enginn annar en Lögmaðurinn (má ekki segja lögfræðingurinn þá gæti hann sett á mig rautt spjald) Arnar Ingi Ingvarsson. Flottur dómari á uppleið og ég er 97,8% viss um að hann dæmi allt hárrétt í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár dömur mínar og herrar!

Í liði Stjörnunar byrjar Veggurinn sjálfur Anna María Baldursdóttir ásamt reitarbolta undrinu Láru Kristínu Pedersen hef heyrt að hún fer aldrei inní í reit og bakverðinum með hollywood nafnið Brittany Lea Basinger!

Hjá FH byrjar túrbínan Helena Ósk Hálfdánardóttir ásamt Guðnýju "Thunderstruck" Árnadóttir og einum besta þríhyrnings spilara norðurlandanna Jasmín Erla Ingadóttir
Fyrir leik
Það ættu allir að vera byrjaðir að þekkja "Tölfræði" Gumma vin minn. Hann heyrði í landsliðsmarkverðinum Guðbjörgu Gunnars og bað hana að spá fyrir um komandi umferð í pepsí deild kvenna
Guðbjörg Gunnars spáir í 8 umferð pepsí-deildar kvenna

Stjarnan 2 - 2 FH
Ég spái að uppeldisfélagið mitt nái í eitt stig á þessum sterka útivelli í Garðabænum.

Mist Rúnarsdóttir fréttaritari hjá Fótbolti.net er að sötra rauðvín í bústaðnum as we speak henti í spá einnig

2-0 Fyrir Stjörnunni
Þetta verður hörkuleikur. Það verða batamerki á FH-liðinu en Stjarnan klárar sína svokallölluðu skyldusigra og freistar þess að halda í við liðin fyrir ofan.
Formúlan ekkert flókin. Katrín og Harpa með mörkin.

Þórarinn Ingi fyrrum leikmaður FH og núverandi leikmaður Stjörnunar

Spáir Stjörnunni 3-1 sigru og mörkin koma frá Telmu Hjaltalín og Hörpu Þorsteins.
Fyrir leik
Gamla góða pestin er búin að verja herja á mann undanfarið en maður lætur það ekki á sig fá bombar í sig tveimur góðum sprautum af "Pre cold" og einum hálsbrjóstsykri og áfram gakk! Ekki séns að ég sé að fara missa af þessum geggjaða leik!

Veðurspá kvöldsins: Létt gola í allar áttir, skýjað og úði á köflum...í stuttu máli same old sh** sem hefur verið í allt sumar.
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja liðin í fjórða og níunda sæti deildarinnar.

Stjarnan er í 4.sæti með markatöluna 15:14 og 13 stig á meðan FH liðið situr í því 9 með markatöluna 9:21 og einungis 3 stig.

En það er ekki þar með sagt að þetta verði auðveldur leikur fyrir Stjörnuna. FH liðið skorar í hverjum einasta leik og þurfa bara að fínpússa varnarleikinn sinn til að byrja safna stigum. Vörn FH er samt að fara eiga við nokkra af skemmtilegri sóknarleikmönnum deildarinnar í dag og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið mun koma til með að stilla upp í upphafi leiks til að verjast sóknarleik Stjörnunar.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í þessa beinu textalýsingu frá Samsung-vellinu í Garðabæ þar sem við eigast Stjarnan og FH í 8. umferð Pepsí-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
Halla Marinósdóttir
Tatiana Saunders ('76)
2. Hugrún Elvarsdóttir ('46)
4. Guðný Árnadóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('22)
15. Birta Stefánsdóttir
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir
27. Marjani Hing-Glover

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m) ('76)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
16. Diljá Ýr Zomers
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('46)
23. Hanna Marie Barker ('22)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Tómas Gunnar Tómasson

Gul spjöld:
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('57)
Guðný Árnadóttir ('77)

Rauð spjöld: