Norðurálsvöllurinn
fimmtudagur 05. júlí 2018  kl. 19:15
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Flottar aðstæður. Sól, hlýtt og smá vindur
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Arnór Snær Guðmundsson(ÍA)
ÍA 2 - 0 Selfoss
1-0 Arnór Snær Guðmundsson ('38)
2-0 Arnór Snær Guðmundsson ('45)
Myndir: Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
6. Albert Hafsteinsson ('72)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('72)
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('78)
19. Bjarki Steinn Bjarkason
22. Steinar Þorsteinsson

Varamenn:
1. Skarphéðinn Magnússon (m)
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('72)
10. Ragnar Leósson
13. Birgir Steinn Ellingsen
16. Viktor Helgi Benediktsson ('72)
20. Alexander Már Þorláksson ('78)
26. Hilmar Halldórsson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Sigurður Jónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson

Gul spjöld:
Ólafur Valur Valdimarsson ('66)

Rauð spjöld:
@BenniThordar Benjamín Þórðarson
93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri heimamanna. Viðtöl og skýrlsa á leiðinni
Eyða Breyta
93. mín
Þetta er að fjara út hjá okkur.
Eyða Breyta
90. mín
ALEXANDER!!!! ÞÞÞ með frábæra fyrirgjöf en Alexander setur hann framhjá. Verður að skora þarna
Eyða Breyta
88. mín
Selfyssingar fengu aukaspyrnu rétt innan við miðjulínuna á vallarhelmingi ÍA og Stefán Logi kom til að taka hana. Árni greip og þrumaði fram og Alexander við það að ná til boltans en Stefán Logi skrefinu á undan og hreinsar.
Eyða Breyta
87. mín
ÞÞÞ fer niður í teignum eftir baráttu við Guðmund Axel og vill fá víti. Held að þetta hafi bara verið hárrétt hjá Einari dómara.
Eyða Breyta
85. mín
Skagamenn mikið að komast upp hægra megin. ÞÞÞ núna með fyrirgjöf en Alexander dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
83. mín
Var að fá þær upplýsingar að Viktor Hegi hafi misst tönn þegar boltanum var þrumað í andlitið á honum áðan. Viktor tók víst tönnina og henti henni út fyrir og áfram gakk! Reyni að fá þetta staðfest á eftir.
Eyða Breyta
81. mín
Skagamenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað en ÞÞÞ með skotið í vegginn. Bjarki Steinn komst svo upp að endamörkum og sendir fyrir en Stefán Logi grípur.
Eyða Breyta
78. mín Alexander Már Þorláksson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Þá eru bæði lið búinn með allar sínar skiptingar.
Eyða Breyta
74. mín Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Kenan Turudija (Selfoss)
Turudija meiddist áðan og verður að fara af velli
Eyða Breyta
74. mín
ÞÞÞ með flotta fyrirgjöf sem Bjarki tekur á kassann en þrumar í varnarmann. ÞÞÞ fær svo boltann aftur í teignum en skotið framhjá.
Eyða Breyta
72. mín Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum
Eyða Breyta
72. mín Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Albert Hafsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
66. mín Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss) Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)

Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)

Eyða Breyta
65. mín
Árni með frábæra spyrnu fram á Steinar sem kemst einn inní teig og með skot/sendingu meðfram jörðinni en Stefán Teitur skrefinu og seinn til að pota í boltann.
Eyða Breyta
62. mín
Selfyssingar ná fínni sókn og fyrirgjöf frá vinstri sem Árni grípur og þrumar fram og Stefán Teitur í gegn, fer framhjá varnarmanni en skotið í annan varnarmann og Stefán Logi ver.
Eyða Breyta
59. mín
Bjarki Steinn svo nálægt því að skora! Fær sendingu á vinstri kantinn og leitar inná völlinn og með frábært skot sem Stefán Logi ver frábærlega.
Eyða Breyta
57. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á miðjunni og Stefán Teitur tekur hana strax og sendir Steinar í gegn, hann sendir fyrir á Bjarka en Stefán Logi ver frábærlega. Spurning hvort Steinar hefði ekki getað komið með botlann fyrr
Eyða Breyta
54. mín
Bjarki Steinn með fyrirgjöf með jörðinni og Stefán Teitur snýr í teignum og leggur hann fyrir Arnar Má sem þrumar í varnarmann og aftur fyrir. Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
53. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá hægri hjá Selfyssingum og Einar Logi í veseni að koma boltanum í burtu en tekst það á endanum.
Eyða Breyta
51. mín
Steinar með skotið en laust og Stefán Logi ver auðveldlega. Strax önnur sókn hjá ÍA en skallinn framhjá.
Eyða Breyta
51. mín
Skagamenn fá hérna aukapsynu á hættulegum stað. Þetta er skotfæri.
Eyða Breyta
50. mín
Þetta er svolítið enda á milli hérna í upphafi seinni hálfleiks en engina alvöru færi
Eyða Breyta
47. mín
Skagamenn byrja á hörkusókn og fá horn sem þeir taka hratt og Ólafur Valur með fyrirgjöf en Hafþór flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er þetta byrjað aftur og nú eru það Skagamenn sem hefja leik og sækja í átt að höllinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þetta var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleik. Kaffi og meðí og svo komum við aftur með seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!!!! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA??? Arnór Snær að skora aftur!!! Arnór er ekki búinn að vera neitt sérstakur í vörninni en hann er réttur maður á réttum stað sóknarlega. Hornspyrnar fer á nær og eftir klafs nær Arnór að pota honum aftur inn. Þrenna í uppsiglingu?
Eyða Breyta
45. mín
Úffff! Bjarki Steinn fer illa með bakvörð Selfyssinga og kemur með stórhættulega fyrirgjöf en enginn Skagamaður sem kemst boltann. Horn
Eyða Breyta
44. mín Gilles Ondo (Selfoss) Magnús Ingi Einarsson (Selfoss)
Selfyssingar henda hér í skiptingu rétt fyrir hálfleik. Hljóta að vera meiðlsi.
Eyða Breyta
43. mín
Selfyssingar vilja fá víti eftir að Kristófer fellur í teignum. Held að þetta hafi ekki verið víti.
Eyða Breyta
40. mín
Enn eru löngu innköstin að skapa usla í teig Skagmanna. Nú kemur skalli sem Árni þarf að slá yfir markið.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!! Heimamenn eru komnir yfir. Albert með aukaspyrnu fyrir markið og Stefán Teitur með skalla aftur fyrir sig og Arnór Snær potar honum yfir línuna.
Eyða Breyta
37. mín
Það er hiti í mannskapnum hérna. Jói Kalli lætur dómarann aðeins heyra það og Gunnar þjálfari Selfyssinga lætur Jóa Kall heyra það og uppsker gult spjald.
Eyða Breyta
35. mín
Selfyssingar spila sig skemmtilega út úr pressu heimamanna og reyna sendingu inn fyrir á Kristófer Pál en aðeins of föst.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Magnús Ingi Einarsson (Selfoss)
Rífur Bjarka Stein niður í skyndisókn. Hárrétt.
Eyða Breyta
31. mín
Enn langt innkast hjá Selfyssingum og boltinn berst á Magnús Inga í teignum en skotið slakt og framhjá.
Eyða Breyta
29. mín
Magnús Ingi heppinn að fá ekki gult þarna. Arnar Már fór framhjá honum og hann sparkaði hann niður.
Eyða Breyta
27. mín
Selfyssingar komast tveir á tvo en ná ekki að nýta það. Þetta er að hressast heldur betur.
Eyða Breyta
25. mín
STEFÁN TEITUR!!!! Steinar með frábæra sendingu inn fyrir á Stefán Teit sem fer fram hjá Stefáni Loga en fer of langt og ekkert verður úr þessu.
Eyða Breyta
23. mín
Skagamenn fá horn sem Steinar tekur og Stefán Logi í smá veseni. Boltinn berst svo á Steinar sem sendir á Stefán Teit sem reynið að hæla hann inn en Stefán Logi ver vel.
Eyða Breyta
21. mín
BJARKI STENN!!!! Albert með geggjaða sendingu inn fyrir vörn Selfoss en Bjarki með ömurlegt skot og Stefán Logi ver.
Eyða Breyta
19. mín
Skagamenn komast í skyndisókn eftir langt innkast hjá Selfyssingum og komast tveir á tvo en Stefán Teitur og Bjarki ná ekki að klára þetta. Áttu að gera betur þarna.
Eyða Breyta
16. mín
Skagamenn fengu aukaspyrnu útá hægri kantinum og Ólafur Valur með fyrirgjöfina en vörn Selfoss hreinsar
Eyða Breyta
10. mín
Þá kom loksins sókn hjá heimamönnum. Aftur Hörður Ingi með fyrirgjöf en Stefán Logi ekki í neinu veseni.
Eyða Breyta
9. mín
Aftur langt innkast frá Selfyssingum og boltinn lekur í gegnum allt og alla í teignum. Vantaði bara smá greddu í sóknarmenn Selfoss þarna.
Eyða Breyta
8. mín
Það hefur ekkert gerst í 4 mínútur. Selfyssingar öllu sprækari þó.
Eyða Breyta
3. mín
Turudija með hörkuskot af miðjum vallarhelmingi ÍA sem Árni Snær þarf að slá yfir.
Eyða Breyta
2. mín
Skagamenn beint í sókn og Hörður Ingi með fyrirgjöf en vörn Selfoss hreinsar.
Eyða Breyta
1. mín
Selfyssingar eiga fyrstu sókn leikins. Fá innkast til móts við teig heimamann og grýta honum langt en engin hætta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað hjá okkur. Það eru Selfyssingar sem byrja með boltann og leika í átt að höllinni. Skagamenn að sjálfsögðu gulir og svartir og Selfyssingar fjólubláir og hvítir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru rétt rúmar tíu mín í leikinn hjá okkur og allt klárt. Liðin farin uppí klefa í lokapepp. Ég vil hvetja alla til að mæta á lekinn, það er ekkert sem truflar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stórt prik á tónlistarstjórann á Norðurálsvellinum, alltaf plús þegar Kickstart my heart ómar í græjunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er nákvæmlega ekkert að aðstæðunum á Akranesi í kvöld. Það er sól, hlýtt og smá vindur, höfum sko séð það verra á Akranesi. Völlurinn fínn og allt til alls til að fá skemmtilegan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er hálftími í leik og liðin byrjðu að hita upp. Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar. Hjá heimamönnum vekur kannski athygli að Ragnar Leósson og Þórður Þorsteinn setjast á bekkinn. Það þarf samt ekki að koma á óvart þar sem þeir hafa bara ekki verið að sýna sínar bestu hliðar uppá síðkastið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja þá er maður sestur í blaðamannastúkuna í mekka fótboltans á Akranesi. Komst ekki inn strax þar sem Binni vallarvörður var ekki alveg með á nótunum og gleymdi að taka úr lás.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag heitir Einar Ingi Jóhannsson og honum til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Ingi Jónsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Twitter gott fólk, #fotboltinet og hvur veit nema valdar færslur birtist í lýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er hins vegar alls ekki eini leikur dagsins í Inkasso-deildinni. Það fara fram fjórir leikir í kvöld en umferðinni lýkur svo á laugardaginn þegar Fram og Magni mætast. Umferðin hófst hins vegar í gær þegar Þór Ak. vann Þrótt R. 3-1 fyrir norðan.

Leikir kvöldsins
Haukar-Leiknir R kl 18:30
ÍA-Selfoss kl 19:15
ÍR-HK kl 19:15
Njarðvík-Víkingur Ó. kl 19:15
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa nú þegar mæst einu sinni í sumar en það var í Mjólkurbikar KSÍ þann 30.apríl og þá hafði ÍA betur á Selfossi 1-4.

Liðin hafa mæst alls 15 sinnum keppnum á vegum KSÍ og þar hafa Skagamenn unnið 9, Selfyssingar unnið 5 og bara einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Ekki miklar líkur á 0-0 í kvöld góðir hálsar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Selfyssingar hafa hins vegar verið í bölvuðu basli í allt sumar og eingunigs unnið 2 leiki af 9. Síðasti sigur þeirra kom 3.júní og þeir hafa tapað 3 af síðustu fimm leikjum sínum og ætla sér eflaust sigur í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn hafa byrjað mótið vel og eru í toppbaráttu þegar mótið er við að verða hálfnað en þeir sitja í öðru sæti með 20 stig, stigi minna en HK. Fyrsta tap þeirra kom þó í síðustu umferð gegn Víking Ó og vilja heimamenn örugglega koma sér aftur á sigurbraut hérna í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur .net og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi þar sem fram fer leikur ÍA og Selfoss í 10.umferð Inkasso-deildarinnar 2018.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
10. Ingi Rafn Ingibergsson (f)
11. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
12. Magnús Ingi Einarsson ('44)
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson ('66)
24. Kenan Turudija ('74)

Varamenn:
32. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson ('66)
4. Jökull Hermannsson
9. Gilles Ondo ('44)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson
18. Arnar Logi Sveinsson ('74)
19. Þormar Elvarsson

Liðstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Arnar Helgi Magnússon
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Magnús Ingi Einarsson ('33)

Rauð spjöld: