Laugardalsvöllur
laugardagur 07. júlí 2018  kl. 16:00
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Helgi Guðjónsson (Fram)
Fram 3 - 1 Magni
0-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('4)
1-1 Helgi Guðjónsson ('8)
2-1 Guðmundur Magnússon ('56)
3-1 Mihajlo Jakimoski ('70)
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Mihajlo Jakimoski ('89)
10. Orri Gunnarsson
11. Alex Freyr Elísson ('82)
14. Hlynur Atli Magnússon
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
21. Fred Saraiva
22. Helgi Guðjónsson ('74)

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Mikael Egill Ellertsson ('89)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('74)
15. Daníel Þór Bjarkason
18. Magnús Snær Dagbjartsson
23. Már Ægisson ('82)

Liðstjórn:
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Heiðar Geir Júlíusson
Pedro Manuel Da Cunha Hipólito (Þ)
Adam Snær Jóhannesson
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
94. mín Leik lokið!
Game over!

Frammarar sigla þessum 3 stigum hér í dag.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
91. mín
Magnamenn senda boltann inná teiginn og GÖ tekur hann á kassann, Kristó keyrir í bakið á honum og GÖ fellur, Magnamenn vilja víti en ekkert dæmt!
Eyða Breyta
89. mín Mikael Egill Ellertsson (Fram) Mihajlo Jakimoski (Fram)
Frammarar að drepa leikinn...
Eyða Breyta
88. mín
Ívar með fyrirgjöf og GÖ með skalla yfir!
Eyða Breyta
86. mín
Hættuleg sókn hjá Magnamönnum sem endar með skothríð frá Ívari og Krissa...

Boltinn endar yfir markinu og í markspyrnu.
Eyða Breyta
83. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Fram en Stubbur grípur inní á síðustu stundu.

Gummi var eins og refur fyrir aftan klár í að pota boltanum inn.
Eyða Breyta
82. mín Már Ægisson (Fram) Alex Freyr Elísson (Fram)

Eyða Breyta
80. mín Kristján Atli Marteinsson (Magni) Brynjar Ingi Bjarnason (Magni)

Eyða Breyta
79. mín
Magnamenn að sækja svolítið þessar mínúturnar en lítið af færum samt.
Eyða Breyta
74. mín Unnar Steinn Ingvarsson (Fram) Helgi Guðjónsson (Fram)

Eyða Breyta
73. mín Ívar Sigurbjörnsson (Magni) Baldvin Ólafsson (Magni)

Eyða Breyta
70. mín MARK! Mihajlo Jakimoski (Fram)
MARK!

Mihajlo fær draumabolta frá miðjunni upp í vinstra hornið, skilur Baldvin eftir og hleypur inn á teiginn, pikkar boltanum svo með vinstri stóru tánni í fjærhornið.

Róðurinn þungur fyrir Magnamenn.
Eyða Breyta
69. mín Agnar Darri Sverrisson (Magni) Jakob Hafsteinsson (Magni)

Eyða Breyta
68. mín
Færi!!

Krissi Rós nær að snúa inná teignum og hamrar á nær, Atli Gunnar nær að setja löppina í boltann.
Eyða Breyta
61. mín
Kristófer Reyes að leika sér að eldinum hérna í vörninni og tapar boltanum, hann má þakka Gunnari Örvari fyrir að hafa átt lélega sendingu í gegn á Ívar.
Eyða Breyta
60. mín
Magni með aukaspyrnu úti vinstra megin og frá mér séð er Brynjar rifinn niður í teignum, Helgi flautar og ég held að hann sé að dæma víti en hann dæmir á Brynjar. Það koma svosem ekkert mikil mótmæli frá Magnamönnum en þó einhver.
Eyða Breyta
56. mín MARK! Guðmundur Magnússon (Fram), Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Mark!

Tuska í smettið á Magnamönnum...

Helgi keyrir inn á teiginn og sendir boltann fyrir á Gumma sem nær að pota boltanum inn á nær.
Eyða Breyta
53. mín
Nú gott færi, Siggi sendir GÖ í gegn sem tekur skotið með vinstri, beint á Atla.

Hlýtur að fara að koma mark hérna...
Eyða Breyta
52. mín
AFTUR DAUÐAFÆRI!!

Magnamenn koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn, núna á Siggi Marinó draumabolta á kollinn á Gunnari Örvari sem skallar hann bókstaflega í hendurnar á Atla í markinu, 5cm stefnubreyting til eða frá og þetta hefði verið mark.
Eyða Breyta
49. mín
DAUÐAFÆRI!

Baldvin Ólafs sendir flottan bolta inná teiginn beint fyrir framan markið þar sem Siggi mætir og hendir sér á boltann sem fór yfir!
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er komið af stað aftur, Gummi Magg sendir boltann á Tiago.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Leikurinn byrjaði vel, dó svo í hálftíma áður en hann lifnaði aftur við síðustu 5!
Eyða Breyta
45. mín
+1

Sennilega síðasta færi fyrri hálfleiks, Ívar kemur með fyrirgjöf sem Frammarar skalla útúr teignum beint á Sigga Marinó sem fær tíma til að taka boltann niður, bakka aðeins og þruma boltanum, framhjá!

Þarna hefði ég viljað sjá Sigga gera betur.
Eyða Breyta
43. mín
Magnamenn fengu aukaspyrnu á miðjunni, tóku langan bolta fram og fengu horn. Hvað gerist nú?

Mikill darraðadans!

Magnamenn koma boltanum ekki inn en vilja hendi, Helgi dæmir ekkert og Magnamenn koma öðrum bolta fyrir sem Frammarar skalla frá.
Eyða Breyta
41. mín
Alex orðinn þreyttur á færaleysinu og hleypur inn völlinn og skýtur með vinstri af svona 30 metrum, aftur út á Þróttaravöll...
Eyða Breyta
36. mín
Magnamenn setja smá pressu á Frammara og þeir reyna að spila í gegnum það, Tiago tekur heimskulega sendingu til baka sem Krissi kemst inní, sendir á Ívar sem sækir horn.

Frammarar koma hættunni frá.
Eyða Breyta
34. mín
Alex Freyr kemst hérna í góða stöðu úti hægra megin en ákvað að senda boltann út á Þróttaravöll.
Eyða Breyta
33. mín
Fram fær hér hornspyrnu.

Magnamenn koma boltanum burt.
Eyða Breyta
29. mín
Fram með langt innkast inn á teiginn og Gummi Magg nær skallanum sem Stubbur grípur, svo er dæmt vitlaust innkast á Fram, skemmtilegt!
Eyða Breyta
20. mín
Frábært spil hjá Fram upp völlinn þar sem Tiago tók þríhyrninga við nánast alla í liðinu en var rangstæður í síðustu sendingunni þegar hann var kominn í færi, gæði í þessum gæja!
Eyða Breyta
16. mín
Aðeins róast yfir þessu hérna eftir mörkin tvö en bæði lið að koma með fyrirgjafir og eitthvað sem lítið verður úr.
Eyða Breyta
8. mín MARK! Helgi Guðjónsson (Fram), Stoðsending: Mihajlo Jakimoski
MARK!

Þetta byrjar heldur betur vel fyrir áhorfendur.

Helgi fær færi eftir sendingu frá Alex, Brynjar Ingi kemst fyrir skotið og boltinn berst á Mihajlo sem finnur Helga aftur í boxinu og núna skorar hann!

Stubbur með hönd í boltanum en sláin inn fer hann.
Eyða Breyta
6. mín
Gummi Magg í dauðafæri!!

Alex Freyr sendir bolta inn á teiginn af löngu færi sem Brynjar Ingi virðist vera með en aftur klikkar hann á tæklingunni og boltinn berst á Gumma sem er einn gegn Stubb en Stubbur ver!

Magnamenn bruna svo í skyndisókn og Krissi Rós leggur boltann út á Sigga Marinó sem tekur skotið en beint á Atla Gunnar.
Eyða Breyta
5. mín


Eyða Breyta
4. mín MARK! Gunnar Örvar Stefánsson (Magni), Stoðsending: Ívar Örn Árnason
MARK!

Ívar Örn fær boltann úti vinstra megin og lyftir boltanum inn á teiginn þar sem Atli ætlar að vaða út í boltann en hikar þegar Gunnar Örvar hoppar upp og Gunni skallar boltann í markið.

Atli hefði mátt gera betur bæði með úthlaupið og marktilraunina þarna sem fór eiginlega beint á hann.
Eyða Breyta
3. mín
Gummi Magg fær sendingu bakvið vörn Magna sem Brynjar Ingi virðist vera með en klúðrar tæklingunni og Gummi kemst í færi en neglir yfir!

Leikurinn byrjar vel.
Eyða Breyta
2. mín
JÁ!

Það kemur langur bolti inn á teiginn sem Atli Gunnar kýlir frá, Krissi Rós fær hann og kemur honum á Sigga Marinó sem reynir að lyfta honum yfir Atla sem tekst en boltinn rétt framhjá!

Þarna munaði litlu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Allt klárt, þettta er komið af stað!

Magni byrjar með boltann og sækir í átt að Laugardalslaug.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stutt í leik.

Fyrir leik munu Frammarar afhenda Magnamönnum fána til minningar um Valtýr Guðmundsson, Valtýr Guðmundsson spilaði fyrir bæði Fram og Magna og varð Íslandsmeistari með Fram 1946 og 1947.
Einnig má geta þess að Valtýr Guðmundsson heitinn er faðir Valtýs Björns.

Einnig er þetta í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í deildarkeppni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég ætla að leyfa mér að spá hörkuleik hér í dag, hvorugt liðið má við því að tapa þessum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar!

Einnig skemmtilegt myndband frá Magnamönnum hér fyrir neðan.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn hafa tapað síðustu tveim leikjum á meðan að magnaðir Magnamenn tóku mikilvæg þrjú stig gegn Njarðvík á Grenidorm í síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Magna í Inkasso deild karla!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
0. Jakob Hafsteinsson ('69)
0. Davíð Rúnar Bjarnason
2. Baldvin Ólafsson ('73)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
15. Ívar Örn Árnason
17. Kristinn Þór Rósbergsson
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
26. Brynjar Ingi Bjarnason ('80)
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
123. Hjörtur Geir Heimisson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
8. Arnar Geir Halldórsson
10. Lars Óli Jessen
18. Ívar Sigurbjörnsson ('73)
19. Kristján Atli Marteinsson ('80)
21. Oddgeir Logi Gíslason
30. Agnar Darri Sverrisson ('69)
77. Árni Björn Eiríksson

Liðstjórn:
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Andrés Vilhjálmsson
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Anton Orri Sigurbjörnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: