Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
ÍBV
1
0
Selfoss
Sigríður Lára Garðarsdóttir '39 1-0
10.07.2018  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Flott veður í eyjum í dag, giska svona um 9 m/sek og völlurinn stórkostlegur hjá Bergvini vallastjóra.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: Í kringum 80
Maður leiksins: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Shameeka Fishley
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse ('90)
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('70)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir ('90)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('70)
24. Helena Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Richard Matthew Goffe
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('84)
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið! Eyjakonur með iðnaðarsigur á Selfossi í ''El Clasico of the south''

Takk kærlega fyrir mig. Skýrsla og viðtöl koma inn eftir smá.
-HJ
90. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Pirringsbrot á Adrienne. Glórulaust.
90. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (ÍBV) Út:Cloé Lacasse (ÍBV)
Cloé búin að vera rosalega dugleg meðað við að hafa verið tæp fyrir leik. Vel af sér vikið Cloé Lacase. Inn kemur Helena Hekla.
90. mín Gult spjald: Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Svakalegt klafs hjá Sísi og Karítas. Sísí var of sein í þetta einvígi og uppskar gult spjald.
88. mín
Magdalena með fastan bolta meðfram jörðu eftir hornspyrnu sem Kristrún setur rétt yfir markið af vítapunktinum. Eyjakonur stálheppnar, Selfoss-stelpur óheppnar.
84. mín Gult spjald: Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Togaði Höllu niður eftir að hún var á leiðinni framhjá Sessó.
83. mín
Inn:Halla Helgadóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Halla út, Anna inn. Áfram gakk.
82. mín
Sóley með geggjaðan bolta beint á Sísí sem flikkar honum á Rut sem tekur hann í fyrsta en varnarmenn Selfoss komast fyrir og boltinn fer aftur í horn. Ekkert kom síðan úr því horni.
81. mín
Eyjakonur fá hornspyrnu. Sóley stillir upp boltanum og...
79. mín
Inn:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss) Út:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)
Hrafnhildur skilað sínu í vörninni. Inn kemur Sunneva Hrönn. 10 mín eftir. Nú byrjar ballið.
77. mín
Sísí með skot langt yfir markið eftir darraðardans inná teig Selfoss. Hefði getað gert betur þarna.
74. mín
Ekki neitt. Áfram með leikinn.
73. mín
Kom ekkert úr henni nema hornspyrna. Hvað gerist?
72. mín
Obein aukarspyrna fyrir ÍBV. Veit ekki alveg hvað Selfyssingar voru að gera þarna?
70. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Út:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV)
Birgitta verið mjög dugleg. Inn kemur Clara. Tvær virkilega efnilegar.
67. mín
Adrienne með flotta skiptingu á Sóley sem var ein vinstra megin á vítateig Selfoss. Sóley náði ekki alveg nógu góðu skoti og setti boltann hátt yfir markið.
66. mín
Ætla ekki að ljúga að ykkur kæru lesendur, en það er ekkert í gangi. Við höldum áfram.
59. mín
Ætla að hrósa fólki fyrir frábæra mætingu á leikinn. Það er stórleikur á HM í gangi núna, en fólk lætur það ekki stoppar sig. Shoutout á Selfoss stuðningsmennina, topp fólk.
57. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Erna verið mjög góð fremst á vellinum, virkilega dugleg. Inn kemur Brynhildur Brá. Ætlar hún að breyta leiknum? Fylgstu með.
56. mín
Hornspyrna hjá Selfossi á stórhættulegum stað. Frábær bolti en ekkert gerðist.
55. mín
Er búinn að vera mjög hrifinn af Magdalenu í liði Selfossar. Átt tvö góð færi og berst eins og hundur. Grjóthörð.
53. mín
Lítið að gerast eins og er. Sólin ákvað að láta sig hverfa eins og svo oft í sumar og þið vitið ekki hvað mér er kalt hérna í blaðamannastúkunni. Íslenska veðrið maður.
49. mín
Cloé með góðan sprett upp völlin og dansar með boltann eins og ég í danstímunum í grunnskólanum í den. Sendir síðan boltann á Sísí sem á fast skot niðri með jörðu sem Caitlyn ver auðveldlega. Næsta mál.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. ÍBV byrjaði með boltann í fyrri hálfleik. Hvað þýðir það? Jú. Selfoss byrjar þá með hann í seinni. Skemmtilegt.
45. mín
Hálfleikur
Selfoss stelpurnar komnar inn á völlinn. Taka hring og Alli ræðir taktíkina framundan. Selfoss var sterkara í fyrri hálfleik, en hvað gerist í seinni?
45. mín
Hálfleikur
Spurði Sóley og Sísí um daginn hvað þær velja í bragðarefinn sinn. Sóley: Jarðaber, Þrist og Daim. Sísí: Jarðaber, Kökudeig og Þrist. Skemmtilegt.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur! Ekki mikið í gangi. En það er annar hálfleikur eftir smá.
42. mín
Það er sko stemning á pöllunum. Ungar stelpur ÍBV og Selfoss keppast á milli að styðja sitt lið með hrópum og köllum. Efniviður framtíðarinnar mættar að horfa á hetjurnar sínar. Geðveikt.
39. mín MARK!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Shameeka Fishley
MARRRK!! Hvað sagði ég? Þetta hlaut að fara að detta. Cloé dansaði með boltann vinstra megin á teignum og sendi sendingu beint á Shameeku sem tók hann á kassann, reyndi síðan nokkurskonar bakfallsspyrnu sem endaði beint á kollinum á Sísí sem skallaði boltann yfir Caitlyn í marki Selfoss. Eitt. Núll.
36. mín
Hættulegt! Magdalena með fastan bolta fyrir en enginn leikmaður Selfoss var tilbúin að negla boltanum inn. Gott færi í vaskinn.
28. mín
#celebvaktin. Gleðigjafarnir Gummi Pönk og Birgir Reimar eru mættir á leikinn. Styðja við sitt lið í blíðu og stríðu. Algjörir meistarar. Síðan er Nilli auðvitað mættur. Eyjamaðurinn góði!
25. mín
Cloé með fast skot langt framhjá. Ian Jeffs segir á góðri ensku ''On with the butter'' beinþýðing af íslenska frasanum ''Áfram með smjörið''.
20. mín
Shameeka með geggjaða sendingu fyrir markið sem fer framhjá allri vörn Selfoss, Ingibjörg náði ekki góðu contacti á boltanum en boltinn fór í varnarmann Selfoss og í horn. Ekkert kom síðan úr horninu, frekar en venjulega...
18. mín
Magdalena aftur í færi! Kristrún átti flotta sendingu yfir vörn ÍBV, þar sem Magdalena var á ein á auðum sjó. Sesselja komst fyrir skotið og setti boltann í horn. Ekkert kom síðan úr horninu. Áfram gakk.
16. mín
Selfoss með gott færi!! Spiluðu boltanum virkilega vel á milli sín sem endaði á því að Erna gaf boltann á Magdalenu sem átti fast skot sem fór rétt framhjá stönginni hægra megin. Selfoss með tvö bestu færin hingað til.
15. mín
Ekki mikið í gangi þessa stundina. Bæði lið að spila boltanum á milli sín. Þetta fer að detta.
4. mín
Kristrún Rut komst ein i gegn og ætlaði að lyfta boltann yfir Emily, en Emily náði að grípa boltann.
1. mín
Eyjakonur byrja vel, Shameeka komst upp hægri kantinn og sendi boltann fast fyrir þar sem Birgitta var í boltanum. En varnamaður Selfoss komst fyrir og boltinn fór í horn. Sísí átti síðan skalla rétt yfir markið eftir sendingu frá Sóley úr horninu. Þetta er hafið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn, ÍBV byrjar með boltann og sækir að Týsvelli.
Fyrir leik
Orðið pakkað í stúkunni! Fullt af stuðningsmönnum frá Selfossi. Geggjað!
Fyrir leik
Leikmenn komnir inn á völlinn. Selfoss vínrauðar. ÍBV hvítar. Shocker.
Fyrir leik
#celebvaktin. Matt Nicholas Paul Garner fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður stórveldisins KFS er mættur á leikinn. Fagmaður.
Fyrir leik
Meðalaldur leikmanna á varamannabekk ÍBV er 16,8 ár. Hins vegar er meðalaldur leikmanna á varamannabekk Selfoss 22,1 ár. Ungur nemur, gamall temur.
Fyrir leik
Liðin að labba inn í búningsherbergi. Leikurinn fer að hefjast. Eins og lagið með Á Móti Sól, ég er ''Spenntur''
Fyrir leik
#celebvaktin. Sindri Snær Magnússon og Atli Arnarsson eru mættir og sitja í bílnum hjá Sindra. Mér sýnist að þeir séu einnig að fylgjast með upphitun fyrir leik Belgíu og Frakklands á HM, sem er á sama tíma. Strangheiðarlegir.
Fyrir leik
Katie Krautner er á meiðslalista ÍBV. Hún er fyrir framan varamannabekkinn að halda á lofti. Ákvað að telja hjá henni og taldi 368. Metið mitt er sléttar 1000 á Shellmótinu 2006.
Fyrir leik
Er mikill fan af búningum Selfoss. Vínrauðir Jako búningar með hvítum línum á öxlunum. Ætla að kaupa mér svona búning og vera í honum á Þjóðhátíðinni. Jafnvel á Laugardeginum. Sjáumst þar.
Fyrir leik
Þjálfari kvennalið Selfoss hann Alfreð Elías Jóhannsson var einmitt aðstoðaþjálfari ÍBV í meistaraflokki karla árið 2016. Skemmtileg staðreynd.
Fyrir leik
#celebvaktin. Býst við metmætingu í dag, eins og er eru 25 mínútur í leik og það eru þrír mættir í stúkuna. Margrét Íris Einarsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmenn ÍBV sitja hérna hægra megin í stúkunni. Síðan er Berglind Sigmarsdóttir eigandi GOTT og Pítsugerðarinnar hérna í Vestmannaeyjum líka mætt að styðja við bakið á Clöru dóttur sinni. Hvaða önnur celeb heiðra okkur með mætingu í dag?
Fyrir leik
Eyjakonur töpuðu fyrir HK/Víking í síðustu umferð 0-1. Selfoss tapaði einnig í síðustu umferð gegn Breiðablik 0-1. Hvað gerist í dag?
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn maður. Næstu 90 mínútur plús uppbót ætla ég að lýsa fyrir ykkur leik ÍBV og Selfoss í 9.umferð Pepsi deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('83)
Erna Guðjónsdóttir ('57)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('79)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
8. Íris Sverrisdóttir
9. Halla Helgadóttir ('83)
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('79)
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('57)
21. Þóra Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('90)

Rauð spjöld: