Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
8' 0
1
Breiðablik
KR
1
3
HK/Víkingur
Katrín Ómarsdóttir '9 1-0
1-1 Hildur Antonsdóttir '11
1-2 Margrét Sif Magnúsdóttir '56
1-3 Margrét Sif Magnúsdóttir '57
11.07.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Fatma Kara
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Mia Gunter
4. Shea Connors ('85)
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Hassett
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('72)
21. Tijana Krstic

Varamenn:
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Ingunn Haraldsdóttir
8. Fanney Einarsdóttir ('85)
11. Gréta Stefánsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('72)
25. Freyja Viðarsdóttir

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið!

HK/Víkingar vinna gríðarlega mikilvægan sigur og skilja KR-inga eftir einmana á botninum.

Gestirnir komar með 10 stig og í fínni stöðu þegar mótið er hálfnað. Útlitið hinsvegar svart hjá KR-ingum sem sitja á botninum með 3 stig.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
88. mín
Ofsalega klaufalegt hjá HK/Víkingum. Varamennirnir í góðri stöðu til að spila sig í gegn 2v3 en þær ná ekki að samstilla sig og Þórhildur er dæmd rangstæð eftir sendingu Isabellu.
87. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
Tíminn vinnur með HK/Víkingum. Isabella kemur inn fyrir Lindu í lokin.
86. mín
BJÖRK!

Ver frábærlega frá Mia Gunter. Boltinn í horn sem gestirnir hreinsa í annað horn.

Smá titringur í teignum í seinna horninu en ákveðnar HK/Víkingskonur koma boltanum frá.

Þær eru að sigla þessu heim.
85. mín
Inn:Fanney Einarsdóttir (KR) Út:Shea Connors (KR)
Fanney kemur inn fyrir Shea.
84. mín
SÉNSAR! KR-ingar ná tveimur góðum sénsum í sömu sókninni. Fyrst hittir Shea ekki boltann úr teignum og svo neglir Þórunn yfir markið.
83. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Út:Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur)
Fyrsta skipting gestanna. Þórhildur kemur fersk úr landsliðsverkefni með U16 og spriklar síðustu mínúturnar.
83. mín
HILDUR!

Margrét Sif og Hildur spila sig inn í vítateig KR. Hildur kemst í skotfæri en það er mjög þröngt og Ingibjörg gerir vel í að verja í horn.

Stefanía Ásta tekur hornið en KR-ingar koma boltanum frá og bruna í sókn sem endar á því að Shea dúndrar yfir markið úr ágætu færi utan teigs.
80. mín
KR fær horn eftir laglegt samspil Katrínar og Betsy.

Katrín tekur hornið en Hildur skallar frá.
77. mín
Þarna munaði litlu að HK/Víkingar kæmust í hættulega skyndisókn.

Fatma vann boltann eftir hornspyrnu KR. Fór af stað af sinni alkunnu yfirvegun og fann svo Stefaníu Ástu sem tapaði boltanum til varnarmanns í stöðunni 2v2. Klaufalegt hjá Stefaníu sem hefði getað sent Fatma í gegn.
74. mín
SHEA!

Er allt í einu alein rétt utan vítateigs HK/Víkinga. Lætur vaða góðu skoti en boltinn rétt yfir.
72. mín
Inn:Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Út:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR)
Fyrsta skipting KR. Reynsla inn með Þórunni Helgu sem fer á miðjuna. Mér sýnist Betsy fara út til vinstri.
70. mín
Vúps. Þarna rennur Björk á rassinn í úthlaupi eftir boltanum. Nær að redda sér á síðustu stundu áður en Mia mætir.
68. mín
Vel gert hjá Móniku. Vinnur útspark frá Björk og byrjar gott þríhyrningsspil við Miu. Mia er hinsvegar algjör klaufi og skilar boltanum illa af sér í stað þess að búa til dauðafæri fyrir liðsfélagana.
64. mín
Smá lífsmark hjá KR. Katrín laumar boltanum inn á teig á Sheu en hún er dæmd rangstæð.

Spurning hvort KR-ingar nái að vinna sig inn í þetta?
60. mín
HK/Víkingar ganga á lagið gegn vonlitlum KR-ingum.

Vinna hornspyrnu sem Stafanía Ásta tekur. Linda Líf gerir vel í að vinna skallann en setur boltann rétt framhjá.
57. mín MARK!
Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
Margrét Sif skorar aftur eftir hræðileg mistök í vörn KR.

Lilja Dögg á afleita sendingu til baka á Ingibjörgu sem Margrét Sif kemst inn í. Leikur framhjá Ingibjörgu og skorar í tómt markið.

HK/Víkingar algjörlega búnar að snúa leiknum sér í hag.
56. mín MARK!
Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
VÁÁÁÁ!

KR-ingar búnir að vera með stórskotahríð þegar HK/Víkingar bruna í sókn.

Margrét Sif reynir skot rétt utan teigs og svoleiðis smellhittir boltann sem syngur í netinu.

Virkilega vel gert hjá Margréti en Ingibjörg var undarlega staðsett í markinu og hefði átt að gera betur.
55. mín
Mikill vandræðagangur hjá HK/Víkingum núna.

Mia Gunter nýtir sér galopna vörnina og fær frítt skot við vítateiginn en dúndrar í stöngina!

Sekúndum síðar má engu muna að Mónika nái skoti af markteig eftir fyrirgjöf.

HK/Víkingar anda léttar þegar Björk nær að handsama langskot Sofíu Elsie.
54. mín
FÆÆÆRI!

Vá! Betsy leikur inn á völlinn frá hægri og reynir vinstifótarskot sem er á leiðinni í fjærhornið þegar Björk hendir sér á eftir boltanum og nær að breyta stefnu hans með löngutöng.

Katrín Ómars mætir í kjölfarið á fjærstöngina en RÉTT MISSIR af boltanum!

Þarna mátti engu muna að KR-næði forystunni aftur.
49. mín
KR fær fyrsta horn síðari hálfleiksins. Hugrún Lilja tekur stutt á Betsy en gestirnir löngu búnar að lesa þetta og vinna af þeim boltann.

Skil ekki hvað þær eru að taka þessi stuttu horn.
45. mín
Leikur hafinn
Við erum farin að stað aftur. Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Vesturbænum. Staðan 1-1 en mörkin komu með 2 mínútna millibili. Bæði úr föstum leikatriðum.

Leikurinn hefur verið opinn og skemmtilegur þó ekki hafi verið mikið um færi úr opnum leik og ég er spennt fyrir seinni hálfleiknum.

Sjáumst eftir korter!
44. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Sofía Elsie straujar Margréti Sif á vítateigslínunni .

Fatma Kara tekur spyrnuna sem er nokkuð góð en Ingibjörg er vel staðsett og nær að koma höndum á boltann.
41. mín
Hinum megin á vellinum reynir Karólína Jack skot utan teigs. Það er fast en beint á Ingibjörgu og Karólína er hundsvekkt.
40. mín
Þarna áttu KR-ingar að gera betur. Betsy búin að skapa fínan séns. Kom boltanum á Móníku sem fann ekki almennilegt skot af vítateigslínunni.
32. mín
Þetta er enn teiganna á milli. Bæði lið að reyna að sækja en okkur vantar samt alvöru færi í leikinn.
26. mín
Þetta er stórskemmtilegur leikur á að horfa. Mikill hraði og vilji í leikmönnum.

Jóhanna var að stoppa Margréti Sif sem var að komast í skotfæri inná teig. Fatma Kara reyndi svo langskot stuttu síðar.
23. mín
Óbein aukaspyrna í vítateig HK/Víkings. Gestirnir stilla sér upp í þéttan vegg. Betsy pikkar boltanum og Katrín reynir að snúa honum framhjá veggnum.

Rétt framhjá!
22. mín
Ja hérna!

Björk er með boltann í höndunum og Elías Ingi dæmir á hana!

Þetta virtist ekki vera langur tími en hann hlýtur að hafa verið að dæma á svokallaða 6 sekúndna reglu.

Stórfurðulegt enda bara 22 mínútur á klukkunni og Björk sannarlega ekki að reyna að tefja. Bæði lið vilja nýta hverja sekúndu til að reyna að vinna þennan leik.

Reyndar líka möguleiki að Björk hafi eitthvað verið að drippla boltanum. Ég hreinlega sá það ekki.
21. mín
KR fær aðra aukaspyrnu. Í þetta skiptið úti til hægri. Shea reynir fyrirgjöf en HK/Víkingar bjarga í horn.

KR-ingar taka hornið stutt en reyna svo fyrirgjöf sem endar í höndunum á Björk.
20. mín
Lið HK/Víkings lítur svona út í dag:

Björk

Gígja - Margrét Eva - Laufey - Tinna

Fatma - Hildur

Karólína - Stefanía Ásta - Margrét Sif

Linda Líf
18. mín
HK/Víkingar eru duglegar að brjóta á KR-ingum á miðjum vellinum. Vilja ekkert hleypa þeim áleiðis. Held þetta hafi verið fjórða ef ekki fimmta aukaspyrnan sem KR fær við miðlínu.

Hugrún setur boltann inn á teig sem fyrr en aftur skallar Laufey frá.
17. mín
KR stillir svona upp:

Ingibjörg

Jóhanna - Lilja - Hugrún - Tijana

Sofía Elsie - Katrín

Shea - Betsy - Mónika

Mia
14. mín
Mia Guntar með veika tilraun fyrir KR. Á máttlaust skot af vítateigslínunni eftir ágætis uppspil.

Þetta er galopið.
12. mín
Og ég var að hafa áhyggjur af því að við fengjum ekki mörk!

Tvö mörk komin og bara 11 mínútur á klukkunni.

Áfram með fjörið! Meira svona!
11. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Þvílík svörun!

HK/Víkingar bruna í sókn. Vinna hornspyrnu sem Stefanía Ásta tekur. Hún smellir boltanum fyrir og Hildur Antonsdóttir hefur best í þéttum pakkanum og skallar boltann í fjærhornið!
9. mín MARK!
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Stoðsending: Hugrún Lilja Ólafsdóttir
KAAAATRÍÍÍN!

Þetta byrjar fjörlega og Katrín Ómarsdóttir er búin að koma KR yfir!

Karólína Jack braut á Katrínu á miðjum velli. Hugrún Lilja tók aukaspyrnuna, setti háan bolta inn á teig þar sem Katrín reis hæst og skilaði boltanum snyrtilega í netið með pönnunni.
7. mín
HK/Víkingar halda áfram að ógna. Losaragangur á KR-vörninni og Margrét Sif finnur sér pláss til að hlaupa í. Hún er nálægt því að komast í séns en Jóhanna nær að komast fyrir áður en Margrét finnur skotið.
6. mín
HÆTTA!

Linda Líf með kröfugt hlaup inn á teig og er að komast í hættulega stöðu þegar KR-ingar ná að komast fyrir.
4. mín
KR byrjar vel og fær horn.

Mikil hætta skapast eftir hornið en mér sýnist það vera Hildur sem nær að hreinsa áður en að einhver nær að pota stóru tá í boltann.
2. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu á miðjum velli. Hugrún setur háan bolta inn á teig en Laufey er sterk í loftinu og skallar boltann af hættusvæðinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað. KR byrjar og leikur í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Það eru örfáir mættir í stúkuna. Alveg galið að spila umferð í Pepsi-deildinni ofan í undanúrslit Heimsmeistaramótsins ef þú spyrð mig.. En ég hvet fólk til að drífa sig á völlinn því hér er að fara af stað einn mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Bojana gerir tvær breytingar á liði KR frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Jóhanna og Sofía Elsie koma inn fyrir Ingunni og Þórunni Helgu. Myndi halda að það væri vegna meiðsla, Ingunn og Þórunn mjög mikilvægir póstar í KR-liðinu.

HK/Víkingar stilla upp sama byrjunarliði og sigraði ÍBV í síðustu umferð enda algjör óþarfi að breyta sigurliði.
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt hér í Vesturbænum. Heldur grátt yfir en það er allt reynt og "Here comes the sun" með Bítlunum fær að óma yfir vallarsvæðið.
Fyrir leik
Það er ýmislegt spennandi við þessa viðureign en ég er spenntust fyrir því að sjá hvernig liðin ætla sér að sækja. Bæði lið geta varist vel en þeim hefur hinsvegar gengið illa að skora og hafa bæði bara gert 5 mörk.

Liðunum skortir báðum afgerandi markaskorara en mörkin fimm hafa dreifst á fimm leikmenn hjá báðum liðum.

Það er alveg á tæru að bæði lið munu leika til sigurs en hvort og þá hvernig verður blásið til sóknar verður áhugavert að sjá.
Fyrir leik
Liðin hafa aðeins mæst tvisvar áður í efstu deild og það var sumarið 2008. Þá höfðu KR-ingar betur í báðum viðureignum. KR endaði í 2. sæti það sumarið á meðan HK/Víkingar féllu.

Alls hafa liðin mæst 19 sinnum í mótsleik í meistaraflokki og tölfræðin með heimakonum sem hafa unnið 16 af þeim leikjum. HK/Víkingar hafa unnið í tvígang og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.

Liðin mættust síðast þann 5. apríl síðastliðinn í Lengjubikarnum og þá höfðu HK/Víkingar betur, 2-1.

Margt hefur breyst síðan þá og það verður gaman að sjá hvað gerist hér á eftir.
Fyrir leik
Góðan dag!

Í dag lýkur 9. umferð Pepsi-deildar kvenna með leik KR og HK/Víkings. Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum.

Það er mikið undir enda bullandi barátta og spenna á báðum endum deildarinnar. Fyrir leik eru heimakonur á botni deildarinnar með 3 stig en HK/Víkingar í 8. sæti með 7 stig.

Takist KR-ingum að sigra fá þær mikilvæga líflínu inn í seinni hluta mótsins. HK/Víkingar geta hinsvegar rifið sig vel frá botninum og upp um tvö sæti ef þær vinna leikinn.
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('83)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
13. Linda Líf Boama ('87)
26. Hildur Antonsdóttir
28. Laufey Björnsdóttir

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('87)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir ('83)
17. Arna Eiríksdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
23. Ástrós Silja Luckas
24. María Lena Ásgeirsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Andri Helgason
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: