Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
71' 0
1
FH
Valur
1
0
Rosenborg
Eiður Aron Sigurbjörnsson '84 1-0
11.07.2018  -  20:00
Origo völlurinn
Meistaradeild Evrópu - Forkeppni
Dómari: Rade Obrenovic, Slóvenía
Áhorfendur: 1088
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
19. Tobias Thomsen ('85)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('73)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('85)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('73)
17. Andri Adolphsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur sigrar Rosenborg með einu marki gegn engu í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar!

Þetta eru aldeilis úrslit sem við Íslendingar getum verið stolt af!
90. mín
Uppbótartíminn: Þrjár mínútur
85. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Tobias Thomsen (Valur)
84. mín
Það var brotið á Guðjóni í aðdraganda marksins, hann átti aukaspyrnu sem var skölluð til baka aftur á Guðjón sem gerði vel og kom boltanum aftur inn í teiginn.

Þetta gefur Valsmönnum mikið!
84. mín MARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Stoðsending: Tobias Thomsen
Guðjón Pétur átti sendingu inn í teig sem endar á fjærstönginni, þar er Tobias Thomsen sem sendir boltann fyrir á Eið Aron sem skorar framhjá Andre Hansen í markinu!
81. mín
Nicklas Bendtner með skot utan teigs framhjá markinu.

Hann var ekkert feiminn við það að biðja um hornspyrnu þrátt fyrir að allir á vellinum og gott betur en það, sáu að boltinn fór beinustu leið útaf.
80. mín
Pressen sem var að aukast með hverri mínútu frá Rosenborg áður hefur nú minnkað töluvert.

Tíu mínútur til leiksloka. Ná Valsmenn að halda núllinu?
78. mín
Alexander Söderlund með skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu frá Mike Jensen.
73. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Ólafur Karl Finsen (Valur)
Fyrsta skipting Vals.
69. mín
Það er ansi þung pressa á Völsurum þessa stundina.

Eða réttara sagt, hún er að þyngjast.
67. mín
Vá! Þetta leit ekki vel út fyrir Valsmenn.

Hornspyrnan frá hægri og þar fer Anton Ari út í boltann en nær ekki til boltans og varmaðurinn, Marius Lundemo er undan í boltann. Hann fær hann þó einhvernvegin bara í sig og boltinn skoppar framhjá fjærstönginni.
66. mín
Marius Lundemo með skot utan teigs í varnarmann Vals og boltinn lendir ofan á þaknetinu.
63. mín
Inn:Alexander Söderlund (Rosenborg) Út:Erik Botheim (Rosenborg)
Fyrrum leikmaður FH er kominn inná!
62. mín
VÁ!!! Stangarskot frá Tobias Thomsen fyrir utan teig!
58. mín
Bendtner með fyrirgjöf frá hægri sem Eiður Aron nær til, en hann er stálheppinn að skora ekki sjálfsmark. Sem betur fer, endaði boltann bara beint hjá Antoni Ara sem var réttur maður á réttum stað í markmannshönskunum.
54. mín
Sigurður Egill með stórhættulega fyrirgjöf sem hvorki Tobias né Arnar Sveinn náði til. Þarna mátti litlu muna.
53. mín
Sigurður Egill reynir fyrirgjöf frá vinstri sem fer í Erlend Reitan og aftur fyrir. Valur fær hornspyrnu.
48. mín
Haukur Páll fellur innan teigs eftir innkast frá Sigurði Agli en dómarinn segir Hauki að standa bara upp.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Áhorfendatölur: 1088
45. mín
Hálfleikur
Fyrsta lagið sem Einar Gunnarsson vallarþulur býður upp á í hálfleik er lagið "Leigubílstjórinn" með Guðmundi Þórarinssyni sem er einmitt fyrrum leikmaður Rosenborg.
45. mín
Hálfleikur
Slóveninn hefur flautað til hálfleiks. Markalaust hér á Origo-vellinum.
45. mín
Valsmenn fengu þarna þrjár hornspyrnur þarna á einu bretti.

Endaði með því að Patrick Pedersen átti viðstöðulaust skot himinhátt yfir markið.
45. mín
Uppbótartíminn: 1 mínúta
45. mín
Arnar Sveinn hótar löngu innkasti, kastar síðan stutt á Óla Kalla sem reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann Rosenborg og aftur fyrir. Valsmenn fá hornspyrnu hér rétt fyrir hálfleik.
43. mín
Aftur fellur Erik Botheim innan teigs en Rade Obrenovic segir honum bara að hunskast á fætur. Spurning hvort hann hefði ekki getað fengið spjald fyrir leikaraskap þarna. Þetta var ljótur leikur.
41. mín
Inn:Marius Lundemo (Rosenborg) Út:Vegar Hedenstad (Rosenborg)
Fyrsta skipting leiksins.

Vegar Hedenstad haltrar af velli.
37. mín
Haukur Páll með mislukkaða sendingu á miðjum vellinum, gestirnir sækja hratt upp og Erik Botheim fellur innan teigs en ekkert dæmt.
33. mín
Bendtner fær boltann fyrir aftan vörn Vals, Anton Ari ætlaði að reyna ná boltanum á undan en náði því ekki, Bendtner reynir síðan að senda boltann inn í vítateiginn en Birkir Már kemur á fleygiferð og dúndrar boltanum alveg yfir á Atlantsolíu.

Þarna var Anton Ari kominn langt útúr markinu og því hefði verið auðvelt fyrir Rosenborg að skora, ef sending Bendtner hefði skilað sér á réttan mann.
32. mín
Miðvörðurinn, Tore Reginiussen skallar yfir markið eftir hornspyrnuna.
31. mín
Anders Trondsen fann fyrirliðann, Mike Jensen í lappir inn í teig Vals, Jensen skyndilega kominn einn gegn Antoni sem gerir vel, kemur á móti Jensen og ver og boltinn aftur fyrir.

Vonandi var þessi lýsing skiljanleg. Í stuttu máli, þetta var hættulegt færi en Anton gerði vel.
30. mín
Hættulaus hornspyrna og Valsarar fá markspyrnu.
29. mín
Anders Trondsen á hörkuskot utan teigs sem fer rétt framhjá stönginni. Gestirnir fá horns og því hefur boltinn farið í varnarmann Vals á leiðinni.
28. mín
Sigurður Egill tók hornspyrnuna, sem Andre Hansen sló út fyrir teiginn, þar kom Kristinn Freyr á hlaupinu og átti skot himinhátt yfir markið.
27. mín
Arnar Sveinn sendir boltann í Hedensted og boltinn aftur fyrir. Valur fær sitt fyrsta horn í leiknum.
25. mín
Arnar Sveinn gerði vel, það kom sending fram á við hjá gestunum sem Arnar Sveinn komst inn í og skallaði boltann til Tobias.

Valsarar sneru því vörn í sókn en Tobias var of lengi með boltann áður en hann fann Arnar Svein á hægri kantinum, sem átti fyrirgjöf beint í hendurnar á Hansen í marki Rosenborg.
24. mín
Eiður Aron er eitthvað slæmur og krýpur. Dómarinn stoppar leikinn og talar aðeins við hann áður en leikurinn getur haldið áfram.
19. mín
Jonathan Levi með máttlaust skot innan teigs beint á Anton Ara sem grípur boltann auðveldlega.
17. mín
Sigurður Egill með langt innkast inn í teig þar sem Haukur Páll flikkar boltanum aftur fyrir sig, boltinn dettur fyrir Tobias sem er í baráttu við varnarmann Rosenborg og nær ekki að stýra boltanum á markið.

Smá hætta, ekki meira en það. Ágætis tilraun.
13. mín
Þetta er rólegt hérna fyrstu 13 mínútur leiksins. Rosenborg voru meira með boltann til að byrja með en núna eru Valsarar hægt og bítandi að vinna sig meira inn í leikinn.
11. mín
Það kom ekkert úr hornspyrnu gestanna.
10. mín
Gestirnir fá aðra hornspyrnu, Trondsen reynir sendingu fyrir sem fer í Birki Má og aftur fyrir.
8. mín
Vegar Hedenstad tekur spyrnuna fyrir Rosenborg, Arnar Sveinn skallar aftur fyrir en Obrenovic dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu sem Valur fær.
7. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
3. mín
Jonathan Levi reynir fyrirgjöf frá endalínunni en boltinn fer í Briger Meling og aftur fyrir. Engin hætta þannig séð.
2. mín
Nicklas Bendtner er með hanska í fremstu víglínu Rosenborg.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Leikur Englands og Króatíu fer í framlengingu og það er spurning hvort það hafi áhrif á mætinguna á völlinn í kvöld.
Fyrir leik
12 mínútur í leik og bæði lið eru farin inn í klefa.

Mér skylst að það séu seldir í kringum 1000 miðar á leikinn en það er heldur fámennt í stúkunni enn sem komið er.
Fyrir leik

Fyrir leik
Kåre Ingebrigtsen þjálfari Rosenborg stillir upp sama byrjunarliði og vann Tromsö í síðustu umferð í norsku úrvalsdeildinni 7. júlí 2-1.
Fyrir leik
Valur lék síðast gegn KR og gerði þar jafntefli 1-1.

Ólafur Jóhannesson gerir þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik.

Ólafur Karl Finsen, Tobias Thomsen og Arnar Sveinn Geirsson koma allir inn í byrjunarliðið fyrir Ívar Örn Jónsson, Andra Adolphsson og Einar Karl Ingvarsson.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár.

Byrjunarlið Vals:
Anton Ari Einarson
Birkir Már Sævarsson
Haukur Páll Sigurðsson
Sigurður Egill Lárusson
Patrick Pedersen
Arnar Sveinn Geirsson
Tobias Thomsen
Bjarni Ólafur Eiríksson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Ólafur Karl Finsen
Kristinn Freyr Sigurðsson

Byrjunarlið Rosenborg:
André Hansen
Vegar Hedensted
Birger Melsted
Tore Reginiussen
Mike Jensen
Nicklas Bendtner
Anders Trondsen
Even Hovland
Jonathan Levi
Erlend Reitan
Erik Botheim
Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Slóveníu og heitir Rade Obrenovic. 27 ára að aldri og miðað við tölfræðina hans þá er hann ansi spjaldaglaður.
Fyrir leik
Kåre Ingebrigtsen þjálfari Rosenborg telur að þetta verði hörkuleikur og sagði að þeir hefðu gjarnan viljað mæta einhverju öðru liði en sterku liði Vals í fyrsta leik.

,,Við þurfum að spila okkar besta fótbolta og í fyrsta lagi verðum við að ná góðum úrslitum gegn góðu liði. Valur hefur verið besta lið Íslands í dágóðan tíma og ég get ekki sagt að þetta hafi verið draumadráttur en við verðum að mæta bestu liðunum til að komast í bestu keppni heims. Við erum tilbúnir í leikinn og vitum að þetta verður erfiður leikur."
Fyrir leik
Fyrirliði Rosenborg er Mike Jensen þrítugur Dani sem leikið hefur með Bröndby og Malmö.

,,Við erum spenntir fyrir þessu, við hlökkum alltaf til þessa tíma árs og vitum að í þessari keppni verðum við að vera uppá okkar besta. Við vonumst auðvitað til að komast í annað hvort Meistaradeildina eða Evrópudeildina. Við stefnum á að komast í Meistaradeildina sem er draumur okkar en vitum að það er ótrúlega erfitt og við verðum að vera mjög einbeittir til þess að geta náð því."

Hann á að baki fimm leiki með danska landsliðinu.
Fyrir leik
Á meðal leikmanna Rosenborg er Nicklas Bendtner, fyrrum framherji Arsenal.

,,Við höfum ekkert farið sérstaklega í neina leikmenn frekar en aðra. Við tókum videofund um Rosenborg og vitum vel hvað við erum að fara út í. Allir leikmennirnir í liðinu eru góðir fótboltamenn og einhverjir af þeim eiga landsleiki," sagði Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals þegar hann var spurður að því hvort Valsarnir væru búnir að fara sérstaklega fyrir Bendtner.
Fyrir leik
Matthías Vilhálmsson er eini Íslendingurinn í liði Rosenborg á þessu tímabili en hann er að koma til baka eftir krossbandameiðsli og er ansi ólíklegt að hann taki þátt í leikjunum tveimur gegn Val.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo vellinum að Hlíðarenda.

Hér í kvöld taka Íslandsmeistarar Vals á móti Noregsmeisturum, Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Andre Hansen (m)
2. Vegar Hedenstad ('41)
3. Birger Meling
4. Tore Reginiussen
7. Mike Lindemann Jensen
9. Nicklas Bendtner
15. Anders Trondsen
16. Even Hovland
17. Jonathan Levi
21. Erlend Reitan
34. Erik Botheim ('63)

Varamenn:
12. Alexander Hansen (m)
14. Alexander Söderlund ('63)
22. Morten Konradsen
25. Marius Lundemo ('41)
26. Besim Serbecic
35. Emil Konradsen Ceide
36. Olaus Skarsem

Liðsstjórn:
Kåre Ingebrigtsen (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: