Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Stjarnan
3
0
Nömme Kalju
Hilmar Árni Halldórsson '18 , víti 1-0
Baldur Sigurðsson '49 2-0
Guðjón Baldvinsson '70 3-0
12.07.2018  -  20:00
Samsung völlurinn
Evrópudeildin
Dómari: Radek P
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('58)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('56)
29. Alex Þór Hauksson (f) ('74)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('58)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('74)
20. Eyjólfur Héðinsson ('56)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Örnólfur Valdimarsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar hinn geðþekki Radek til leiksloka og Stjarnan leiðir 3-0 í þessu einvígi.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Gaui nálægt því að bæta við fjórða markinu en skot hans fer yfir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við. Stjarnan heldur boltanum vel og virðast vera að sigla þessu í land.
90. mín
Þar kom fyrsta marktækifærið. Liliu á hér lausan skalla sem að Haraldur á í smá vandræðum með. Ekkert búið að vera að gera hjá honum í 90 mínútur og því eðlilega kaldur.
86. mín
Nömme Kalju reynir hvað þeir geta að ná þessu mikilvæga útivallamarki en það gengur vægast sagt illa. Ekki ennþá átt marktækifæri í þessum leik.
82. mín
Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
81. mín
Eyjó brýtur á Subbotin rétt fyrir utan vítateigshornið. Subbotin tekur sjálfur.
80. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Fær gult spjald fyrir brot á Liliu. Mjög soft spjald.
75. mín
Eyjó reynir hér skot fyrir utan teig sem að fer í varnarmann og rétt yfir. Hornspyrna Hilmars endar svo á kollinum á Jóa Lax sem að skallar framhjá.
74. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar. Alex búinn að vera flottur.
73. mín
Nömme Kalju fá hér aukaspyrnu upp við hornfánann sem að Kaspar Paur tekur. Hún fer hins vegar aftur fyrir endamörk og markspyrna Stjörnunnar staðreynd.
71. mín
Inn:Kaspar Paur (Nömme Kalju) Út:Aleksandr Volkov (Nömme Kalju)
70. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Laxdal
STJÖRNUMENN KOMNIR Í 3-0!!!

Jói hreinsar boltann í burtu og úr hreinsunni verður þessi líka frábæra stungusending á Gaua sem að á ekki í vandræðum með að setja boltann framhjá Teles í markinu. Stjörnumenn í ansi vænlegri stöðu hér.
67. mín
Þórarinn Ingi nær hér frábærri stungusendingu upp völlinn á Baldur sem að er við það að sleppa í gegn en fær boltann í hælinn og færið fer forgörðum.
66. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Gestirnir halda boltanum vel en ná ekki að skapa sér neitt af viti.
61. mín
Þórarinn Ingi reynir hér skot á lofti fyrir utan teig en það fer yfir markið.
58. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stjörnumenn ætla ekki að fá á sig mark hér í dag enda myndi það gjörbreyta viðureigninni.
56. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn nældi í vítaspyrnu Stjörnumanna og má vera sáttur.
53. mín
Smá atgangur inní teig Stjörnumanna sem að endar með skoti frá Liliu en það fer beint í Brynjar Gauta.
49. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
STJÖRNUMENN ERU KOMNIR Í 2-0!!!!

Hilmar Árni tekur fasta aukaspyrnu yfir allan pakkann og í netið. Baldur Sigurðsson virðist hafa snert boltann örlítið og fær þetta mark því skráð á sig þangað til að annað kemur í ljós.
48. mín Gult spjald: William Gustavo Constancio (Nömme Kalju)
Fer aftan í Gaua og fær gult spjald að launum. Búinn að vera lúmskur fauti hérna í dag.
47. mín
Gaui Baldvins hérna með frábæran sprett inní teig Nömme en varnarmenn gestanna eru fljótir að átta sig og sparka boltanum frá. Þórarinn Ingi fær boltann í kjölfarið inní teig en skot hans er vonlaust og langt framhjá.
46. mín
Inn:Tjapkin Deniss (Nömme Kalju) Út:Rimo Hunt (Nömme Kalju)
Leikurinn er hafinn aftur. Nömme Kalju gerir eina breytingu á liði sínu.
45. mín
Hálfleikur
Hilmar Árni tekur aukaspyrnu inná teiginn sem er aðeins of há fyrir Guðmund Stein og endar í fanginu hjá Teles. Í sömu andrá flautar tékkneski dómarinn til loka fyrri hálfleiks. Stjörnumenn leiða 1-0 í hálfleik.
43. mín
Alex Þór kemur boltanum hérna í gegn en Baldur er ekki nógu snöggur og Marko Brtan kemst á undan honum í boltann.
42. mín
Nömme Kalju spilar einnig á gervigrasi í heimalandinu en völlurinn þeirra tekur 650 manns. Það er töluvert minna en ég bjóst við.
39. mín
Eistunum gengur illa að finna glufur á Stjörnuliðið og hafa ekki ennþá fengið ákjósanlegt færi. Stjörnumenn eiga honrspyrnu sem að Hilmar Árni spyrnir aftur fyrir endamörk.
34. mín
Marko Brtan brýtur hér á Baldri á miðjum velli og Stjarnan fær aukaspyrnu. Hilmar Árni fleytir honum beint á kollinn á Baldri sem að skallar út á Guðmund Stein en skot hans er framhjá. Þetta var gott færi og Gummi átti að gera betur.
33. mín
Igor Subbotin nær hér góðri fyrirgjöf og er Aleksandr Volkov nálægt því að komast í boltann, en því miður fyrir hann var Heiðar Ægisson fyrri til.
31. mín
Hilmar Árni kemst hér í fínt færi eftir góðan undirbúning Gaua Baldvins en skot hans er beint á Teles í marki Nömme Kalju.
28. mín
Trevor Elhi reynir hér skot fyrir utan teig sem að Halli á ekki í neinum vandræðum með.
27. mín
Stjörnumenn halda áfram að sækja og nú er það Þórarinn Ingi sem á skot en Teles er vel á verði og ver.
21. mín
Gaui Baldvins fær sendingu inná teiginn frá Þórarni Inga en nær ekki að pota boltanum í netið. Stjörnumenn sprækir fyrstu mínúturnar.
18. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Teles er í boltanum en skotið er einfaldlega of fast. Stjörnumenn leiða hér.
18. mín
STJARNAN FÆR VÍTASPYRNU!!!!

Guðmundur Steinn kemst í gegn og potar boltanum framhjá Vitali Teles sem að tekur hann niður. Hilmar Árni fer á punktinn.
13. mín
Hilmar Árni kemst í ágætis stöðu hérna eftir gott spil við Baldur Sigurðsson en skot hans fer í varnarmann. Eistarnir eru fastir fyrir og komu greinilega ekki hingað til að eignast vini.
9. mín
Boltinn hrekkur hér út á Marko Brtan sem að reynir skot langt utan af velli en það er hátt yfir.
7. mín
"Typpið mitt er blátt" syngur Silfurskeiðin í þessum töluðu orðum. Leyfi öðrum að dæma hvort að það sé snilldar banter eða vonlaus tilraun.
4. mín
Nömme Kalju fær hér aukaspyrnu á miðjum vellinum eftir að Daníel Laxdal brýtur á Igor Subbotin. Igor tekur spyrnuna sjálfur en hún er slök og Stjörnumenn koma boltanum frá.
3. mín
Guðjón Baldvinsson fær sendingu hér inná teiginn og reynir skot en það er yfir markið.
2. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu strax í upphafi en ná ekki að gera sér mat úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar tékkneski dómarinn leikinn á og Nömme Kalju byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völl og Silfurskeiðin hoppar af gleði. Gaman að segja frá því að ég fann stuðningsmenn Nömme Kalju en þeir flagga hér risastórum fánum hægra megin í stúkunni. Það er frábær stemmning hér á Samsung vellinum.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og Silfurskeiðin er búin að koma sér vel fyrir. Ég hef hins vegar ekki orðið var við neina stuðningsmenn Nömme Kalju hér á Samsung vellinum.
Fyrir leik
Samkvæmt heimssíðu UEFA er Samsung völlurinn í topp ástandi. Ég ætla hér með að staðfesta það, enda væri annað skrítið.
Fyrir leik
Dómarateymi leiksins kemur frá Tékklandi en það er hann Radek Prihdoa. Ég hef ekki trú á öðru en að hann sé toppdómari og mun standa sig með prýði hér í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér inn. Heimamenn í Stjörnunni gera eina breytingu á liði sínu en Þorsteinn Már Ragnarsson kemur inní liðið í stað Ævars Inga.

Hjá gestunum byrjar Ellinton Antonio Costa Morais, betur þekktur undir nafninu Liliu. Hann er markahæstur hjá Nömme Kalju en hann hefur skorað 22 mörk í 18 leikjum það sem að er af leiktíðar.
Fyrir leik
Fyrsta lagið sem boðið er uppá á Samsung vellinum í dag er cover af laginu Sound of Silence með Disturbed. Ekki jafn gott og upprunalega útgáfan að mínu mati en ætti vissulega að peppa upp mannskapinn.
Fyrir leik
Leikmenn Nömme Kalju eru mættir á Samsungvöllinn og virða fyrir sér teppið. Sé ekki betur en að þeir séu nokkuð ánægðir með það bara. Á sama tíma setur Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, niður keilur.
Fyrir leik
Leikmaður sem að Stjörnumenn þurfa að hafa sérstakar gætur á í dag er hinn 28 ára gamli Brassi Liliu. Þessi sókndjarfi miðjumaður hefur verið á eldi í eistnesku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er kominn með 22 mörk í 18 leikjum. Verður áhugavert að sjá hvernig að hann höndlar íslensku hörkuna.
Fyrir leik
Liðið sem að vinnur þessa viðureign mætir annaðhvort FCK frá Danmörku eða KuPS Kuopio frá Finnlandi. Sem harður stuðningsmaður íslenska fótboltans og ennþá harðari stuðningsmaður FCK væri draumur að sjá þessi tvö lið áfram. En það er bara mín skoðun.
Fyrir leik
Stjörnumenn sitja á toppi Pepsi-deildarinnar með 25 stig eftir tólf umferðir en þeir hafa skorað 29 mörk og fengið á sig 16 mörk. Markahæsti leikmaður liðsins er Breiðhyltingurinn Hilmar Árni Halldórsson en hann hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sumar og hefur skorað 13 mörk í 12 leikjum.
Fyrir leik
Ég ætla að vera fyrsti maður til að viðurkenna að ég veit nákvæmlega ekkert um eistneska boltann og get því með engu móti séð fyrir hvað verður boðið uppá í Garðabænum í dag.

Það sem að ég veit er að Nömme Kalju er í efsta sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar eftir átján umferðir. Markatala liðsins er vægast sagt sturluð en þeir hafa skorað 68 mörk og fengið á sig 21. Þetta þýðir að liðið skorar að meðaltali 3,78 mörk í leik. En eins og áður sagði þá þekki ég gæði deildarinnar ekki neitt.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Stjörnunnar og Nömme Kalju frá Eistlandi í Evrópudeildinni á Samsung vellinum.
Byrjunarlið:
1. Vitali Teles (m)
5. Maximiliano Ugge
7. Reginald Mbu-Alidor
11. Ellinton Antonio Costa Morais
15. Igor Subbotin
20. Aleksandr Volkov ('71)
22. Trevor Elhi
23. Marko Brtan
26. Andriy Markovych
33. Rimo Hunt ('46)
44. William Gustavo Constancio

Varamenn:
96. Pavel Londak (m)
4. Avilov Vladimir
6. Tjapkin Deniss ('46)
43. Kaspar Paur ('71)
99. Alex Matthias Tamm

Liðsstjórn:
Sergei Frantsev (Þ)
Juri Belogorodtsev
Reigo Jörsi
Sergei Terehhov

Gul spjöld:
William Gustavo Constancio ('48)

Rauð spjöld: