Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
0
4
Sarpsborg
0-1 Rashad Muhammed '58
0-2 Patrick Mortensen '66
0-3 Ole Jorgen Halvorsen '90
0-4 Amin Askar '90
12.07.2018  -  18:00
Hásteinsvöllur
Evrópudeildin
Aðstæður: Geðveikar aðstæður í Vestmannaeyjum í dag. Völlurinn frábær hjá Bedda og Eyþóri!
Dómari: Nicholas Walsh (Skotland)
Áhorfendur: 673
Maður leiksins: Kristoffer Zachariassen
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('77)
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi
11. Sindri Snær Magnússon
19. Yvan Erichot ('13)
30. Atli Arnarson ('64)

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('13)
12. Eyþór Orri Ómarsson
17. Ágúst Leó Björnsson ('77)
18. Alfreð Már Hjaltalín
77. Jonathan Franks ('64)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('45)
Priestley Griffiths ('45)
Felix Örn Friðriksson ('85)
Shahab Zahedi ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Leikurinn úti verður erfiður fyrir ÍBV, það er nokkuð augljóst.

Annars bara takk fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma inn eftir smá.
90. mín MARK!
Amin Askar (Sarpsborg)
Eftir darraðardans í teignum, neglir honum fast niðri af vítapunkti. Þetta er aldeilis búið.
90. mín MARK!
Ole Jorgen Halvorsen (Sarpsborg)
Stoðsending: Kristoffer Zachariassen
Leggur hann í markið eftir geðveika sendingu frá Zachariassen. Ef það var brekka áðan, þá er hún orðin að fjalli núna.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
89. mín
Priestley með skot hátt yfir markið eftir góðan undirbúning frá Kaj Leo.
86. mín Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
Fyrir dýfu og tók boltann síðan með hendinni.
85. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Nartaði aðeins í hælanna á Halvorsen. Uppskar gult spjald.
84. mín
Inn:Usman Muhammed (Sarpsborg) Út:Matti Lund-Nielsen (Sarpsborg)
77. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gamli maðurinn verið góður í dag, með mikilvæga reynslu sem skiptir miklu máli fyrir liðið. Inn kemur Marka Leó. Koma svo.
75. mín
Inn:Kristoffer Larsen (Sarpsborg) Út:Tobias Heintz (Sarpsborg)
Tobias er mjög hættulegur leikmaður ég get sagt ykkur það. Inn kemur Kristoffer Larsen.
75. mín
Atkinson með frábæra vörn eftir að Tobias komst einn í gegn. Náði að elta hann uppi og truflaði hann.
70. mín
Inn:Harmeet Singh (Sarpsborg) Út:Rashad Muhammed (Sarpsborg)
Muhammed stórhættulegur í þessum leik. Singh kemur inná.
69. mín
SHAHAB! Gerir virkilega vel og kemst framhjá varnarmönnum Sarpsborg. Neglir boltanum á 7000km/hr fyrir markið, en Jonathan nær ekki til knattarins og boltinn fer framhjá.
66. mín MARK!
Patrick Mortensen (Sarpsborg)
Stoðsending: Kristoffer Zachariassen
Kristoffer splúndraði upp vörn eyjamanna með geggjaðri sendingu beint á Patrick sem chippar boltanum framhjá Dóra í markinu, boltinn fer í stöngina og lekur yfir línuna inn. Nú er það svart fyrir eyjamenn. Áfram gakk.
64. mín
Inn:Jonathan Franks (ÍBV) Út:Atli Arnarson (ÍBV)
Atli sýnt góða baráttu, inn kemur Jonathan.
62. mín
EYJAMENN ÓHEPPNIR!! Shahab er með boltann fyrir utan teig og bíður eftir hlaupinu frá Kaj Leo. Shahab sendir síðan á Kaj sem klappar boltanum aðeins og sendir á Gunnar Heiðar sem var einn gegn 5 varnarmönnum Sarpsborg. Gunni leikur framhjá þeim og neglir boltanum í stöngina og út!! Þetta áttu eyjamenn að nýta sér betur.
58. mín MARK!
Rashad Muhammed (Sarpsborg)
Stoðsending: Ole Jorgen Halvorsen
Þetta hefur legið í loftinu. Ole Jorgen Halvorsen á sendingu innfyrir vörnina eftir að David rauk út í hann. Boltinn endaði á Rashad Muhammed sem gerði allt rétt og setti boltann framhjá Dóra í markinu. Núll. Eitt.
53. mín
Joonas hleypur fyrir Dóra þegar hann ætlaði að taka sparkið og fellir Dóra í leiðinni. Dómarinn sá það ekki, en allir aðrir dómarar, áhorfendur og leikmenn sáu þetta. Dómarinn stoppar en gefur Joonas ekki gult spjald. Merkilegt nokk.
49. mín
TÆPUR GLÆPUR! Gunnar með stungu sendingu inn á Shahab aðeins hægra megin í teignum, Shahab kemst framhjá markmanninum og endar alveg út við endalínuna og reynir að sneiða boltanum inn í markið, Amin náði að sparka boltanum útaf en var tæpur að setja boltann inn í eigið mark!
46. mín
HJÓLARI! Muhammed með hjólhestaspyrnu eftir sendingu frá Amin Askar en setur boltann rétt framhjá. Skemmtilegt.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn. ÍBV byrjaði í fyrri og það þýðir að Sarpsborg byrjar í seinni. Augljós staðreynd dagsins.
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkur endir á fyrri hálfleik. Höldum áfram með gleðina í seinni hálfleik. Sjáumst eftir smá!
45. mín
+12. Shahab kemst einn í gegn og fer í kapphlaup og er kominn upp við teig og er togaður niður!!! Dómarinn dæmir ekki neitt og leikurinn heldur áfram. ÞETTA ÁTTI AÐ VERA RAUTT SPJALD! HALLÓ!
45. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
+10. Sindri stöðvar sókn Sarpsborg áður en hún byrjar. Þrjú gul á innan við mínútu!!
45. mín Gult spjald: Ole Jorgen Halvorsen (Sarpsborg)
Tæklar Kaj illa.
45. mín Gult spjald: Priestley Griffiths (ÍBV)
Priestley með eina strangheiðarlega ''breska'' tæklingu og uppsker gult spjald. Elska svona tæklingar.
45. mín
+5 EYJAMENN STÁLHEPPNIR! Tobias tók hættulega spyrnu inn á teig úr aukaspyrnu sem endaði á kollinum á Zachariassen en hann stýrir honum framhjá. Engin dekkning þarna hjá eyjamönnum. Sarpsborg að banka á dyrnar þessa stundina.
45. mín
+4 Dóri ''kicksar'' boltann illa með þeim afleiðingum að hann bakkar aftur á línuna, á meðan tekur Mortensen boltann í fyrsta en langt framhjá markinu.
45. mín
+12 í uppbótartíma! Verð að viðurkenna. Það kemur ekkert á óvart.
45. mín
Dóri með mikilvæga vörslu!! Muhammed kemst í gegnum vörn ÍBV og vinnur einvígið við Sigurð Arnar. Muhammed missir boltann aðeins frá sér, Dóri kemur á móti boltanum og les hann vel. Eyjamenn stálheppnir!
40. mín
Tobias með skot langt yfir markið. Þarf miklu betra skot til þess að skora framhjá Dóra.
39. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Sendingar fram og eltingarleikur hjá báðum liðum. Nóg eftir.
30. mín
Skalli! Sarpsborg nær að sækja upp hægri vænginn og senda boltann fastann fyrir þar sem Mortensen nær að vinna Sigurð í skallaeinvígi, en boltinn framhjá.
26. mín
Ekkert kom úr spyrnunni.
25. mín
Kaj að dansa með boltann enn og aftur og krækir í hornspyrnu.
23. mín
Annað færi!! Gunnar Heiðar var með boltann fyrir utan teig, setur stungu á Atla Arnarsson sem var kominn einn gegn Falch. Falch sá við honum og varði. Eyjamenn betri þessa stundina.
18. mín
FÆRIII! Kaj Leo og Sigurður Arnar spila boltanum á milli sín hægra megin í teignum sem endar á að Siggi tekur hlaup inná teig. Á meðan dansar Kaj með boltann og sendir hann fyrir þar sem Sigurður er mættur en setur boltann rétt framhjá. Hefði verið gaman að sjá hann inni þarna!
14. mín
Leikurinn hafinn á ný. Halldór Páll sparkar boltanum fram.
13. mín
Segir svolítið mikið hversu alvarleg þessi meiðsli eru. Það eru liðnar hvorki meira en 10 mínútur síðan skallaeinvígið átti sér stað. Áfram Yvan. Áfram gakk.
13. mín
Inn:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) Út:Yvan Erichot (ÍBV)
Sjúkraflutningarmennirnir komnir inn á með börurnar og bera Yvan útaf. Leiðinlegt að sjá, en inn kemur kjúklingurinn Sigurður Arnar.
3. mín
Yvan liggur á vellinum eftir skallaeinvígi. Mér sýnist að Yvan geti ekki haldið leik áfram því miður. Sigurður Arnar er að hita upp. Mér sýndist hann fá skalla í hnakkann. Þetta er ömurlegt.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn! Eyjamenn byrja með boltann og sækja í átt að Herjólfsdal. Þetta verður svakalegur leikur. Ég lofa því.
Fyrir leik
Liðin komin inná völlinn. Þetta fer að hefjast!
Fyrir leik
#celebvakin. Margrét Lára og systir hennar Elísa, Viðarsdætur eru mættar á leikinn. Eyjakonur í húð og hár, gaman að sjá ykkur.
Fyrir leik
#celebvaktin. Landsliðsþjálfarinn, Eyjamaðurinn, Tannlæknirinn og kóngurinn Heimir Hallgrímsson er mættur á leikinn. Heimir er auðvitað fyrrverandi þjálfari ÍBV. #takkHeimir.
Fyrir leik
Þessi tvö lið eiga það sameiginlegt að hafa átt tvo leikmenn sem hafa spilað fyrir bæði lið. Það eru þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar og Guðmundur Þórarinsson leikmaður IFK Norrköping.
Fyrir leik
#celebvaktin. Rasmus Christiansen leikmaður Vals er mættur á leikinn. Rasmus er einmitt fyrrverandi leikmaður ÍBV. Óska honum góðs bata og hlakka til að sjá hann aftur á vellinum. Toppmaður.
Fyrir leik
Stuðningsmannasveit Sarpsborg er mætt alla leið frá Noregi. Það heyrist hátt í þeim og það eru allir í góðum gír. Geðveikt að sjá svona góðan stuðning. Býst við metmætingu hjá eyjamönnum. Ekki evrópuleikur á hverjum degi.
Fyrir leik
Gaman að sjá að vinur minn hann Breki Ómarsson er loksins hættur að vera meiddur og er mættur á bekkinn. Hef fylgst með endurhæfingunni hjá honum, og hann er sko búinn að vera duglegur. Kæmi mér ekkert á óvart að hann skori í dag. Skemmtilegt að segja frá því að Breki býr beint á móti mér og Halldór Páll býr við hliðina á mér. Vestmannaeyjar maður.
Fyrir leik
#celebvaktin á sínum stað auðvitað. Ég, Guðmundur Tómas og Arnar Gauti sjáum um hana og verðum með og fylgjumst með arnaraugum á hvaða celebs mæta í dag.
Fyrir leik
Byrjunarlið Sarpsborg hljóðar svona:

Byrjunarlið Sarpsborg:
31. Aslak Falch (m)
6. Joonas Tamm
7. Ole Jorgen Halvorsen
8. Matti Lund-Nielsen
10. Tobias Heintz
11. Joackim Jørgensen
16. Joachim Thomassen
17. Kristoffer Zachariassen
27. Rashad Muhammed
69. Patrick Mortensen
77. Amin Askar
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson gerir eina breytingu frá síðasta leik.

Atli Arnarsson kemur inn í liðið fyrir Jonathan Franks.

Byrjunarlið ÍBV:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi
11. Sindri Snær Magnússon (f)
19. Yvan Erichot
26. Felix Örn Friðriksson
30. Atli Arnarson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Fyrir leik
Eins og Sveppi Krull orðaði það í Svínasúpunni. MacDaginn, og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu á leik ÍBV og Sarpsborg í 1. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Byrjunarlið:
31. Aslak Falch (m)
6. Joonas Tamm
7. Ole Jorgen Halvorsen
8. Matti Lund-Nielsen ('84)
10. Tobias Heintz ('75)
11. Joackim Jørgensen
16. Joachim Thomassen
17. Kristoffer Zachariassen
27. Rashad Muhammed ('70)
69. Patrick Mortensen
77. Amin Askar

Varamenn:
21. Anders Kristiansen (m)
4. Bjorn Utvik
14. Usman Muhammed ('84)
18. Mikkel Fauerholdt Agger
19. Kristoffer Larsen ('75)
22. Jon Helge Tveita
23. Harmeet Singh ('70)

Liðsstjórn:
Geir Bakke (Þ)

Gul spjöld:
Ole Jorgen Halvorsen ('45)

Rauð spjöld: