Varmárvöllur
fimmtudagur 12. júlí 2018  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Dómari: Óliver Thanh Tung Vú
Maður leiksins: Janet Egyr
Afturelding/Fram 2 - 2 ÍA
1-0 Samira Suleman ('49)
1-1 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('63)
1-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('67)
2-2 Janet Egyr ('69)
Byrjunarlið:
12. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Selma Rut Gestsdóttir
3. Inga Laufey Ágústsdóttir
5. Samira Suleman ('60)
7. Valdís Ósk Sigurðardóttir (f)
8. Gunnhildur Ómarsdóttir
10. Sigríður Þóra Birgisdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir
18. Stefanía Valdimarsdóttir
20. Eydís Embla Lúðvíksdóttir
20. Janet Egyr

Varamenn:
1. Ana Lucia N. Dos Santos (m)
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
9. Margrét Regína Grétarsdóttir ('60)
11. Sigurrós Halldórsdóttir
15. Ólína Sif Hilmarsdóttir
19. Marsý Dröfn Jónsdóttir
25. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
30. Hrafntinna M G Haraldsdóttir

Liðstjórn:
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Ágúst Haraldsson
Sigrún Gunndís Harðardóttir
Matthildur Þórðardóttir
Rakel Lind Ragnarsdóttir
Þórdís Ólafsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
92. mín Leik lokið!
Leik lokið!

Þetta var fínasta skemmtun fyrir áhorfendur en liðin þurfa að sættast á jafnan hlut. Grunar að það sé engin hoppandi kát með þá niðurstöðu. Bæði lið vildu sigur og það vantaði ekki mikið upp á að þriðja markið kæmi öðru hvoru megin.

En við látum staðar numið hér í Mosó. Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
88. mín
Áfram neglir Bergdís á markið en hún er ekki að hitta rammann úr þessum langskotum.
Eyða Breyta
83. mín
Heimakonur ógna eftir aukaspyrnu en skalla rétt framhjá.

Stuttu síðar er Tori "cold as ice" undir pressu frá sóknarmanni, ákveður að taka létt sól áður en hún losar boltann.
Eyða Breyta
82. mín
Tæpar 10 mínútur eftir. Fáum við sigurmark?
Eyða Breyta
81. mín Karen Þórisdóttir (ÍA) Maren Leósdóttir (ÍA)

Eyða Breyta
81. mín Sigrún Eva Sigurðardóttir (ÍA) Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA)
Tvöföld skipting hjá ÍA.
Eyða Breyta
80. mín
Æi. Ekki gott. Bergdís og Eydís Embla skella saman og Bergdís liggur eftir. Vonandi ekki alvarlegt.

Bergdís stendur upp og getur haldið áfram.
Eyða Breyta
77. mín
FÆRI!

Mér sýnist það vera Bergdís sem reynir skot úr teignum sem varnarmenn Aftureldingar/Fram ná að henda sér fyrir á síðustu stundu.
Eyða Breyta
75. mín
Hafrún er að koma mjög sterk inn og spila liðsfélagana í sénsa. Nú var hún að leggja upp á Stefaníu sem skaut beint á markmann.
Eyða Breyta
74. mín
Bergdís er búin að eiga þónokkur markskot og heldur áfram að láta vaða. Í þetta skiptið utan teigs og vel framhjá.
Eyða Breyta
73. mín
SÉNS!

Hafrún með fína fyrirgjöf frá hægri og beint í hlaupið hjá Margréti Regínu sem hittir boltann illa og setur hann beint á Tori.
Eyða Breyta
72. mín Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA) Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA)
Það var gerð skipting hjá Skaganum í miðjum látunum áðan. Erla Karitas er komin á hægri kantinn.
Eyða Breyta
70. mín
Hér er mikill hasar og fjör og Júlli þjálfari er ennþá alveg brjálaður yfir öðru marki ÍA.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Janet Egyr (Afturelding/Fram), Stoðsending: Gunnhildur Ómarsdóttir
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!

Janet kemst í gegnum Skagavörnina og leggur boltann lipurlega framhjá Tori.

2-2!
Eyða Breyta
67. mín MARK! Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA)
MAAARK!

Bergdís Fanney er búin að koma Skaganum yfir en það var vægast sagt sterk rangstöðulykt af þessu marki!

Ég sá ekki hver negldi boltanum inn á hana en Bergdís kláraði vel.
Eyða Breyta
65. mín
Brotið á Stefaníu rétt utan teigs. Heimakonur fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Valdís Ósk tekur spyrnuna en í stað þess að negla bara á markið reynir hún sendingu með jörðinni og ÍA snýr vörn í sókn!
Eyða Breyta
63. mín MARK! Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA)
BERGDÍS FANNEY!

Hún gerir sér lítið fyrir og snýr boltann inn beint úr horni!

1-1!
Eyða Breyta
60. mín Margrét Regína Grétarsdóttir (Afturelding/Fram) Samira Suleman (Afturelding/Fram)
Margrét Regína leysir markaskorarann af. Ánægjulegt að sjá Margréti aftur á vellinum en hún er að stíga upp úr meiðslum.
Eyða Breyta
58. mín
Hættuleg hornspyrna hjá heimakonum en Janet skallar hátt yfir úr góðu færi!
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA)
Bryndís brýtur á Janet og fær gult. Var búin að safna fyrir hálfu spjaldinu í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
55. mín
Búmm!

Hafrún kemur inn með krafti. Sýnir flotta takta úti til hægri og á svo geggjaða skiptingu yfir til vinstri á Samiru sem hamrar á markið úr teignum en Eva María nær að komast fyrir skotið.

Boltinn aftur fyrir og horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
49. mín MARK! Samira Suleman (Afturelding/Fram), Stoðsending: Stefanía Valdimarsdóttir
Heimakonur komast yfir í fyrstu sókn seinni hálfleiksins.

Markið laglegt. Stefanía leggur boltann fyrir markið þar sem SAMIRA SULEMAN er mætt og klárar framhjá Tori.

1-0!
Eyða Breyta
46. mín
Skaginn á fyrsta skot seinni hálfleiksins. Bergdís reynir skot rétt utan teigs en Cecilía er örugg sem fyrr og ver þetta.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur.

Ásbjörn aðstoðardómari og Júlli voru enn að ræða málin þegar þeir mættu út á völl. Júlli gaf Ásbirni knús og Ásbjörn sagði bekknum að hann fengi einn séns til að haga sér.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ein skipting í hálfleik. Eva Rut fer útaf, hún hlýtur að vera eitthvað tæp. Hafrún leysir hana af.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er annars gaman að segja frá því að þrjár af snillingunum sem sóttu brons á Norðurlandamótinu með U16 í síðustu viku taka þátt í leiknum í kvöld.

Cecilía Rán og Hafrún Rakel leikmenn Aftureldingar/Fram og Skagamærin Sigrún Eva.

Cecilía er búin að standa sig vel á milli stanganna í fyrri hálfleik og það verður gaman að sjá hvort að Hafrún og Sigrún séu búnar að ná úr sér mótsþreytunni og fái mínútur í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jæja. Við virðumst hafa fengið niðurstöðu í stóra rifrildismálið. Þá ku einhver af Skagabekknum sem ekki er á skýrslu hafa kallað eitthvað á þjálfarateymi Aftureldingar/Fram.. Nú veltum við okkur ekki meira upp úr því en fáum kannski að heyra báðar hliðar í viðtölum eftir leik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Rifrildi þjálfaranna stal senunni hér í lokin en vonandi ná þau að klára sín mál í leikhléinu svo boltinn verði í aðalhlutverki.
Eyða Breyta
44. mín
Þetta er nú meira bíóið. Ég er að missa fókus á leiknum því nú er Ásbjörn aðstoðardómari að sussa á Júlla. Það eru einhver óafgreidd mál hér, það er nokkuð ljóst.
Eyða Breyta
43. mín
Leikurinn er ekki búinn að halda lengi áfram þegar Helena og Júlli fara að kíta á hliðarlínunni og Óliver þarf að stoppa leikinn aftur. Hann biður þjálfarana um að bíða með þessi orðaskipti fram að hálfleik.
Eyða Breyta
42. mín
Nú veit ég ekki hvað er að gerast en Óliver stoppar hér leikinn til að ræða við þjálfarana. Heyri því miður ekki hvað gengur á en það virðast vera einhverjar ásakanir á milli bekkja.
Eyða Breyta
41. mín
ÍA konur að bæta í sóknina eftir að hafa að mestu stuðst við skyndisóknir framan af leik.

Nú var Fríða að skalla í hliðarnetið eftir hornspyrnu. Við vorum þónokkur sem sáum þennan bolta inni!
Eyða Breyta
40. mín
Óþarfa brot hjá Bryndísi Rún sem keyrir inn í Cecilíu Rán eftir að hún greip fyrirgjöf. Glórulaust hjá Bryndísi sem er heppin að sleppa við spjald.
Eyða Breyta
39. mín
Aftur fær Skaginn aukaspyrnu. Í þetta skiptið langt úti á velli. Veronica smellir boltanum inn á teig en hann flýgur framhjá öllum pakkanum og aftur fyrir.

Föstu leikatriðin ekki að gefa liðunum enn sem komið er.
Eyða Breyta
38. mín
ÍA fær aukaspyrnu úti til vinstri eftir að Janet braut á Bergdísi. Maren setur boltann fyrir og mér sýnist það vera Fríða sem vinnur skallann. Hættulegur bolti í átt að marki en Cecilía er í stuði í dag og grípur þennan.
Eyða Breyta
35. mín
KLOBBI!

Gunnhildur klobbar Heiðrúnu en missir boltann svo reyndar útaf. Skemmtilegir taktar.
Eyða Breyta
33. mín
Aðeins að lifna yfir ÍA. Bergdís Fanney var að skjóta yfir úr þröngu færi úti vinstra megin.
Eyða Breyta
25. mín
Heimakonur eru betri þessa stundina. Búnar að eiga nokkrar fínar sóknir sem þær ná þó ekki að skapa sér hrein færi úr.

Valdís Ósk var að negla rétt framhjá eftir hornspyrnu og litlu mátti muna að Stefanía slyppi í gegn.
Eyða Breyta
17. mín
Þriðja horn heimakvenna. Í þetta skiptið leggur Eva Rut boltann út í skot á fyrirliðann Valdísi sem neglir rétt framhjá.

Fín tilraun.
Eyða Breyta
14. mín
Bæði lið að sækja. Maren var að reyna langskot fyrir ÍA sem olli táningnum engum vandræðum í markinu.

Nú var Afturelding/Fram að vinna horn. Eva Rut tekur og setur boltann aftur á fjær. Í þetta skiptið er Janet ekki nógu ákveðin og missir af boltanum.
Eyða Breyta
7. mín
Heimakonur frá horn. Eva Rut setur góðan bolta á fjær en þar er engin samherji og Skagakonur hreinsa!
Eyða Breyta
5. mín
STÓRHÆTTA!

Frábær sókn hjá Aftureldingu/Fram.

Sigríður Þóra brýst upp hægra megin og sendir svo baneitraða sendingu fyrir markið þar sem bæði Stefanía og Samira koma á hlaupinu en missa af boltanum!
Eyða Breyta
4. mín
ÍA fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Bryndís setur boltann inn á teig en Cecilía gerir vel og grípur fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
ÍA byrjar leikinn og það af krafti. Þær taka miðju og geysast í sókn sem endar á því að Maren skýtur í stöng!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í fjörið og byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Heimakonum er eflaust farið að klæja í tærnar en þær spiluðu síðast leik 27. júní. Þá töpuðu þær 4-1 fyrir Keflavík og Júlli þjálfari gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim leik.

Hin stórefnilega Cecilía Rán kemur í markið fyrir Didu. Þá kemur Samira Suleman inn í liðið fyrir Hafrúnu Rakel.

Hjá ÍA heldur Helena sig við sama lið og sigraði Hamrana 6-1 í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leik eru heimakonur í 7. sæti deildarinnar með 6 stig eftir 7 leiki. Skagakonur eru hinsvegar í 3. sæti með 15 stig en hafa leikið 8 leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Verið hjartanlega velkomin i beina textalýsingu frá leik Aftureldingar/Fram og ÍA í Inkasso-deild kvenna.

Flautað verður til leik í Mosfellsbænum á slaginu 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Tori Jeanne Ornela (m)
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
7. Unnur Ýr Haraldsdóttir (f)
9. Maren Leósdóttir ('81)
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('81)
11. Fríða Halldórsdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('72)
17. Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir
21. Eva María Jónsdóttir

Varamenn:
12. María Mist Guðmundsdóttir (m)
4. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
13. Elísa Eir Ágústsdóttir
19. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('81)
22. Karen Þórisdóttir ('81)
23. María Björk Ómarsdóttir
29. Erla Karitas Jóhannesdóttir ('72)

Liðstjórn:
Hjördís Brynjarsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Helena Ólafsdóttir (Þ)
Anna Sólveig Smáradóttir
Steindóra Sigríður Steinsdóttir
Aldís Ylfa Heimisdóttir
Unnur Elva Traustadóttir

Gul spjöld:
Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('56)

Rauð spjöld: