Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Selfoss
4
1
Njarðvík
Kristófer Páll Viðarsson '13 1-0
Gilles Ondo '48 2-0
Ivan Martinez Gutierrez '60 3-0
3-1 Magnús Þór Magnússon '67
3-1 Andri Fannar Freysson '70 , misnotað víti
Kenan Turudija '90 4-1
12.07.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fullkominn völlur og veðrið eins fínt og hægt er
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: Ég er búinn að telja. 275 stykki.
Maður leiksins: Ivan ,,Pachu" Martinez Gutierez
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson ('46)
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Gilles Ondo ('80)
12. Magnús Ingi Einarsson ('85)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('85)
9. Hrvoje Tokic
14. Hafþór Þrastarson ('46)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon

Gul spjöld:
Kenan Turudija ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss setur þrjú stig í pokann í öruggum sigri. Þetta var geggjaður leikur fyrir áhorfendur. Þá sér í lagi í seinni hálfleik. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín MARK!
Kenan Turudija (Selfoss)
Stoðsending: Ivan Martinez Gutierrez
Selfyssingar eru að loka þessu. Maður leiksins Pachu finnur hér Kenan á vítateigslínuni og Kenan snuddar hann með vinstri framhjá Robert Blakala í markinu.
85. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss)
Svavar Berg kemur inná síðustu fimm mínúturnar. Gott að sjá Svavar aftur á vellinum. Þar á hann heima.
80. mín
Inn:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stefán fer útaf og inná kemur Bergþór.
80. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Gilles Ondo (Selfoss)
Ondo orðinn þreyttur.
79. mín
Njarðvík nærri því að skora! Darraðadans í teig Selfoss! Fyrst ver Stefán Logi og svo bjargar Arnar Logi á línu.
75. mín Gult spjald: Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík)
Núna fær Brynjar Freyr gult fyrir brot á Arnar Loga. Það er hiti!
74. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Selfoss)
Kenan fær gult en ekkert annað gerist. Hér eru áhorfendur sannfærðir um að Stefán Birgir hafi átt að fá rautt en ég sá þetta ekki nægilega vel til þess að væna Stefán Birgi um eitthvað misjafnt.
73. mín
Það er sannarlega hiti í þessu. Ég held að Stefán Birgir hafi slegið til Ivan Pachu hérna. Guðmundur og Helgi eru að ræða málin sín á milli.
70. mín Misnotað víti!
Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Andri Fannar setur hann í slánna og niður en boltinn fór ekki inn. Njarðvíkingar fá svo horn og eftir hana bjarga Selfyssingar á línu. Það er líf í þessu!
69. mín
Víti! Njarðvíkingar fá víti Hafþór Þrastar brýtur hér á Arnóri Bjarnasyni og Helgi dæmir víti.
67. mín MARK!
Magnús Þór Magnússon (Njarðvík)
Miðvörðurinn marksækni Magnús Þór Magnússon er að minnka muninn hér! Smá darraðardans eftir hornspyrnu og Magnús er fyrstur að átta sig! Setur hann í stöng og inn.
64. mín
Inn:Arnór Björnsson (Njarðvík) Út:Helgi Þór Jónsson (Njarðvík)
Njarðvíkingar gera breytingu.
60. mín MARK!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Stoðsending: Kristófer Páll Viðarsson
3-0! Selfoss er að loka þessu virðist vera og það líka með sturluðu marki frá Pachu!
Kristófer Páll geystist upp vinstri kantinn og fann Pachu fyrir utan teig. Pachu fékk nægan tíma til að færa hann yfir á hægri og stilla miðið. Bang og mark! Óverjandi fyrir Robert Blakala.
53. mín
Dauðafæri! Stefán Birgir að setja hann yfir af sirka 2-3 metrum eftir að Kenneth Hogg nelgdi honum fyrir frá hægri. Hann var í erfiðri hæð en þetta hefði í raun átt að vera mark.
48. mín MARK!
Gilles Ondo (Selfoss)
Það er orðið 2-0! Ondo skorar hér mark! Ég átta mig lítið sem ekkert á þessu marki. Það skiptir ekki öllu. Robert Blakala liggur meiddur eftir þetta.
46. mín
Guðmundur Ársæll dómari hefur skipt sér hér útaf og inná kemur Helgi Ólafsson. Hann mun stjórna leiknum hér eftir.
46. mín
Inn:Hafþór Þrastarson (Selfoss) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
Selfyssingar gerðu eina breytingu í hálfleik. Hafþór Þrastar kemur hér inná fyrir Guðmund Axel.
46. mín
Leikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur! Við fáum okkur sjóðandi brennandi heitt kaffi!
37. mín
Stefán Logi að skapa smá hættu við eigið mark. Boltinn kom inn í teig eftir hornspyrnu og hann nær ekki að grípa boltann! Þarna skall hurð nærri hælum!
30. mín
Enn og aftur er Kenneth Hogg að komast bakvið vörn Selfoss eftir langa sendingu frá vörninni. Hann nær ekki góðu skoti í þetta skiptið. Þurfti að teygja sig aðeins í hann.
28. mín
Varsla aldarinnar! Robert Blakala með sturlaða vörslu frá Pachu! Pachu fékk boltann alveg dauðann í miðjum teig Njarðvíkur og á þetta líka fína skot en Robert Blakala dömur mínar og herrar. Þvílík varsla!
23. mín
Njarðvík að hóta! Boltinn barst út á vítategislínuna á Stefán Birgi sem átti skot en Guðmundur Axel nær að koma sér fyrir það. Njarðvíkingar eru direct og nokkuð hættulegir!
15. mín
Langur bakvið vörnina hjá Selfossi og Kenneth Hogg rétt nær í boltann en Stefán ver aftur!
13. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)
Stoðsending: Magnús Ingi Einarsson
Mark! Frábær sókn! Pachu og Maggi með skemmtilegt samspil! Magnús kemst upp að endalínu og setur hann í 45 gráðurnar þar mætir Kristófer Páll og smellir honum innanfótar í netið!
6. mín
Fyrsta tilraun Selfoss! Pachu af sirka 25m en Robert var ekki í vandræðum með þetta í marki Njarðvíkur!
3. mín
Kenneth Hogg í dauðafæri. Allt í einu kominn framhjá öllum og einn á móti Stefáni sem að varði svo slakt skot Kenneth.
1. mín
Leikur hafinn
Kristófer Páll byrjar leikinn hér með upphafspyrnunni. Selfoss leikur í átt að Stóra-Hól. Njarðvík að hinni goðsagnakenndu Tíbrá.
Fyrir leik
Liðin labba er hér inn undir ljúfum tónum! Þetta er að hefjast!


Fyrir leik
Már Ingólfur vallarþulur var að blasta Brain Police hér en vippar sér svo beint yfir í U2. Vonandi verða svona sviptingar í leiknum.
Fyrir leik
Ef að guð lofar, og nú er ég ekki mikill guðsmaður, þá mun Luka Jagacic spila hér á móti sínu gamla liði. Hann er leikmaður sem að mörgum stuðningsmönnum Selfoss þykir vænt um. Hann spilaði 56 leiki með Selfyssingum og skoraði í þeim 6 mörk. Luka er Króati og er væntanlega ennþá í sjöunda himni með sína þjóð á HM.
Fyrir leik
Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið í botnbaráttunni sem er farin að myndast. Eftir 10 umferðir í Inkassodeildinni eru Selfyssingar í 10 sæti með 8 stig en Njarðvíkingar eru í því 9. með 10 stig. Það er því ljóst að Njarðvíkingar geta skilið Selfyssinga eftir í reyk með sigri hér í kvöld. Með sigri geta Selfyssingar farið upp fyrir þá grænu og komist nær miðpakkanum í deildinni.
Fyrir leik
Gott og geggjað kvöldið! Hér mun fara fram textalýsing fyrir leik Selfoss og Njarðvíkur sem að mætast á JÁ-Verkvellinum hér á Selfossi í kvöld.
Byrjunarlið:
Brynjar Freyr Garðarsson
1. Robert Blakala
2. Helgi Þór Jónsson ('64)
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Sigurbergur Bjarnason
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('80)
8. Kenneth Hogg (f)
15. Ari Már Andrésson
22. Magnús Þór Magnússon
22. Andri Fannar Freysson
23. Luka Jagacic

Varamenn:
31. Unnar Elí Jóhannsson (m)
3. Neil Slooves
10. Bergþór Ingi Smárason ('80)
14. Birkir Freyr Sigurðsson
20. Theodór Guðni Halldórsson
30. Styrmir Gauti Fjeldsted

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Arnór Björnsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Brynjar Freyr Garðarsson ('75)

Rauð spjöld: