Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
2
1
Fram
Kwame Quee '19 1-0
Kristinn Magnús Pétursson '37 2-0
Alex Freyr Elísson '76
2-1 Guðmundur Magnússon '90 , víti
12.07.2018  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: smá gola. engin sól og engin rigning.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Kristinn Magnús Pétursson
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
Kristinn Magnús Pétursson ('86)
3. Michael Newberry
4. Kristófer James Eggertsson
5. Emmanuel Eli Keke
7. Sasha Litwin
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
11. Alexander Helgi Sigurðarson
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson ('78)

Varamenn:
2. Ignacio Heras Anglada
7. Ívar Reynir Antonsson ('78)
13. Emir Dokara
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('86)
17. Brynjar Vilhjálmsson
20. Hilmar Björnsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
23. Sigurjón Kristinsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('60)
Kristófer James Eggertsson ('90)
Ívar Reynir Antonsson ('90)

Rauð spjöld:
90. mín
**EFTIR LEIK**

Ívar Reynir, fyrrum Framari í ehv afköstum við leikmenn Fram. Vignir Snær stígur inní og dregur Ívar í burtu
Leik lokið!
+4

Atli Gunnar, markvörður Framara vann skallaboltann en þeir náðu ekki að gera sér neitt mat úr því.

Lokatölur eru 2-1 fyrir Víkinga
90. mín Gult spjald: Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
+4

Aukaspyrna á miðjum vallarhelming Víkinga. Atli Gunnar mættur í boxið!!
90. mín
+3

Víkingar mættir með boltan út við hornfána
90. mín Mark úr víti!
Guðmundur Magnússon (Fram)
+2

Ná Framarar að jafna leikinn?
90. mín Gult spjald: Kristófer James Eggertsson (Víkingur Ó.)
+1

Vildi meina að þetta hafi farið yfir markið. Jóhann Ingi ekki á sama máli
90. mín
+1

ÞAÐ ER VÍTASPYRNA SEM FRAMARAR EIGA!
89. mín
Aftur kemur kafli þar sem nákvæmlega ekkert er að ske í þessum leik. Víkingar verjast bara vel og sækja ekki mikið
86. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.) Út:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.)
Kiddi Maggi farinn af velli. Maður leiksins að mínu mati
84. mín
Guðmundur Magnússon búinn að vera mjög týndur í þessum leik. Einnig Helgi Guðjóns. Var að sjá Helga taka þátt í sókn Fram í fyrsta skipti núna fyrir stuttu í leiknum.

Gummi hefur verið óheppinn að fá ekki meiri aðstoð frammi
80. mín
Fram á aukaspyrnu rétt við vítateiginn

Fran kýlir frá
78. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Ívar Reynir kemur hérna inná. Kom aftur heim í Snæfellsbæ frá Fram fyrir þetta tímabil. Ingibergur haltrar útaf eftir brotið hjá Alex Frey
76. mín Rautt spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex Freyr alltof seinn í boltann. Hornspyrna hjá Fram var skölluð frá og Ingibergur stakk menn af og potaði boltanum framhjá Alex sem var aftastur í horninu. Tók Ingiberg út og fær réttilega rautt spjald. Óheppinn
75. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Mihajlo Jakimoski (Fram)
Önnur skipting Framara
73. mín
Nákvæmlega ekkert að gerast hérna núna.
66. mín
Kristófer Reyes færði sig yfir til vinstri þegar Unnar Steinn kom inná og Unnar er nú hægra megin í miðverði
65. mín
Mikið miðjumoð núna. Hvorugt lið nær að knýja fram sóknir. Jóhann Ingi er búinn að dæma nokkuð mörg brot á Framara síðustu 5 mínútur
64. mín
Sorie og Kwame með skemmtilegt spil upp vinstra megin. Kwame dróg boltann út úr teignum. Kristinn Magnús slæsaði skotið og langt framhjá
63. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram) Út:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram)
Nýkominn með spjald
62. mín Gult spjald: Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram)
50/50 skallabarátta við Ingiberg. Arnór var of seinn en ég veit ekki með spjald á þetta
60. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
Jóhann Ingi lét leikinn fljóta og spjaldaði Alexander eftirá. Vel dæmt
56. mín
Emmanuel brýtur klaufalega af sér út við hornfána og Fram á aukaspyrnu á hættulegum stað. Spyrnan ekki nægilega góð og Fran kýlir frá
53. mín
Kristófer hefur ekki átt mjög góðan leik. Alex Freyr er ekki náttúrulegur kantmaður og spilar í dag sem hægri vængbakvörður og hefur Kristófer verið að lenda í talsverðu veseni þegar Alex Freyr dregst úr leiknum
49. mín
Kwame Quee fíflaði Kristófer og Alex Frey uppúr skónum!

Kom boltanum fyrir á Ingiberg sem skaut framhjá af stuttu færi.

Alex Freyr kom með fáránlegan varnarleik og einhvernveginn henti sér niður með bakið á undan. Hlýtur að hafa dottið. Trúi ekki öðru
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný. Vindurinn búinn að detta niður en þá má vel búast við að það bæti í aftur
45. mín
Hálfleikur
Víkingar fara með tveggja marka forskot í hléið og fá vindinn í síðari hálfleik
45. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Mihajlo sem Michael rétt missti af. Boltinn var á of mikilli ferð fyrir Gumma Magg sem náði ekki að koma honum á markið
44. mín
Fram eru byrjaðir að sækja meira núna. Loksins byrjaðir að ógna vel að marki Víkinga
40. mín
ENN EIN SÓKNIN HJÁ VÍKING

Ingibergur sótti einn á tvo. Reyndi skot í fjær en töluvert framhjá markinu
38. mín
Víkingar halda áfram að sækja stíft. Ingibergur með hælsendingu í gegnum klofið á Mihajlo innfyrir á Kidda. Reyndi sendingu fyrir markið en á engan.
37. mín MARK!
Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.)
Hrikalega slysalegt mark!

Boltinn barst einhvernveginn á Kidda í boxinu sem táaði boltann. Í bakið á leikmanni Fram, sá ekki hverjum og í netið. Óheppnir frammarar
35. mín
Kwame Quee sloppinn einn í gegn. Flott sending hjá Ingiberg en færið var þröngt og Atli Gunnar varði í horn
32. mín
Mögnuð sending hjá Alexander Helga inní boxið. Fram vann skallaboltann en Víkingar héldu boltanum. Boltinn barst á Kristinn Magnús sem átti fínt skot en yfir markið
30. mín
FRÁBÆRT FÆRI HJÁ GUMMA MAGG!!!

Reyes með glæsisendingu upp kantinn og Alex Freyr með ennþá betri sendingu innfyrir sem Michael og Emmanuel misstu báðir alveg af. Gummi einn á móti Fran en Fran varði.
Þarna átti Ólsarinn í liði Fram að gera betur
26. mín
Vignir Snær með mjög góða tæklingu og Alex Freyr ákvað reyna við Óskarðsverðlaun og tók góða veltu snéri sér í tvo hringi áður en hann stóð bara upp og tók innkastið
22. mín
Fram hefur ennþá ekki átt góða sókn sem er nokkuð skrítið þar sem þeir hafa vindin með sér
19. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Kristinn Magnús Pétursson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞENNAN LEIK!

Kristinn Magnús fíflaði Mihajlo og kom með fallega sendingu á fjær þar sem Kwame kom boltanum í netið
18. mín
Fram er með vindinn hérna í fyrri hálfleik en Víkingar sækja meira
15. mín
Kristófer skallar frá aftur. Framarar koma hættunni frá.

Víkingar líklegri til að byrja með
14. mín
Horn sem Víkingur á. Reyes skallar frá og beint út á Vigni Snæ sem á ÞRUMUSKOT. Rétt yfir markið. Annað horn
13. mín
Alex Freyr liggur eftir. Virðist mikið þjáður
11. mín
Kominn ágætlega mikill vindur núna...
8. mín
Ekkert skot eins og er. Víkingar hafa átt eina sókn og Fram enga.
3. mín
Búið að bæta svolítið í vindinn síðan að ég mætti og leikmenn eru ennþá að venjast því. Gengur illa hjá báðum liðum að tengja saman sendingar
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Víkingar sem hefja leik og sækja þeir í átt að Gilinu hér í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Allt að verða klárt fyrir þennan leik
Fyrir leik
Nokkuð skemmtilegur leikur fyrir mig persónulega en ég á æskuvini í báðum liðum. Ég ólst upp með Vigni Snæ, fyrirliða Víkings og Kristófer Reyes, miðverði Framara. Enn þann dag í dag erum við allir mjög nánir vinir. Það verður því spennandi fyrir mig að sjá hvor þeirra muni fá montréttinn í næsta vinahitting.

Vignir Snær er árinu eldri en ég og Kristófer og var hann byrjaður að æfa knattspyrnu á undan okkur. Ég æfði svo í hálft ár þangað til ég náði að draga Kristófer með á æfingu. Saman spiluðum við allir þrír upp alla yngri flokkana þangað til Kristófer hélt til Fram
Fyrir leik
Víkingar hafa unnið 4 af síðustu 5 leikjum sínum en liðið gerði 1-1 jafntefli í útileik við Njarðvík í síðustu umferð.

Framarar hafa unnið 2 af síðustu 5 leikjum sínum en þeir eru með recordið 2-1-2 í þeim leikjum. Í síðustu umferð sigruðu þeir Magna 3-1 á Laugardalsvelli. Leikur sem undirritaður fylgdist með úr stúkunni.
Fyrir leik
Víkingar þurfa að breyta um leikkerfi í dag líkt og í síðasta leik gegn Njarðvík þar sem Emir Dokara, fyrirliði og Nachon Heras, varafyrirliði eru báðir meiddir. Ásamt því að vera tveir fyrirliðar liðsins þá eru þeir einnig mjög mikilvægir hlekkir í vörn liðsins en Nacho hefur verið að spila sem hægri vængbakvörður í 5 manna varnarlínu í sumar en liðið mun að öllum líkindum spila með 4 fyrir aftan og Kristófer James í hægri bakverði en hann er miðjumaður að upplagi
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á leik Víkings Ólafsvíkur og Fram í 12. umferð Inkasso deildar karla í knattspyrnu
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Helgi Guðjónsson
9. Mihajlo Jakimoski ('75)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('63)
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('63)
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Magnús Snær Dagbjartsson
23. Már Ægisson ('75)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Arnór Daði Aðalsteinsson ('62)

Rauð spjöld:
Alex Freyr Elísson ('76)