Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
Fylkir
2
5
KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason '6
0-2 André Bjerregaard '7
Daði Ólafsson '15 1-2
1-3 André Bjerregaard '22
1-4 Pálmi Rafn Pálmason '29 , víti
Ásgeir Eyþórsson '86 2-4
2-5 Kennie Chopart '90
16.07.2018  -  19:15
Egilshöll
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 21 gráða og logn í Egilshöllinni
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 543
Maður leiksins: Kennie Chophart
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('57)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
23. Ari Leifsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('57)
17. Birkir Eyþórsson
20. Valdimar Örn Emilsson
24. Elís Rafn Björnsson
33. Magnús Ólíver Axelsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Þóroddur þennan fáránlega leik af og 5-2 sigur KR staðreynd.

Skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
90. mín
Inn:Adolf Mtasingwa Bitegeko (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
90. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
90. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Jæja þá er sjöunda markið komið!

Kennie fær boltann frá Bjerregaard og skýtur beint á Aron sem að ver en boltinn hrekkur aftur á Danann sem að lætur sér ekki segjast tvisvar og skorar örugglega.
90. mín
Daði sleppur hér inní teig KR en skot hans er beint á Beiti sem að grípur boltann.
86. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Eftir hornspyrnu. Sýndist það vera Ásgeir Eyþórsson . Fáum við spennandi lokamínútur?
82. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Jæja ninth time is the charm. Í þetta skiptið var þetta nú samt varla bort og Ragnar Bragi öskrar framan í Þórodd. Þetta er svo sannarlega skrítnasti leikur sumarsins.
78. mín
Albert Brynjar fær hér boltann á fjær og krækir boltann einhvernveginn í utanverða stöngina.
77. mín
Albert Watson í allskonar vandræðum hérna og munar ekki miklu að hann missi boltann til Ragnars Braga en nær á einhvern ótrúlegan hátt að negla honum útaf.
72. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Hér er allt að verða vitlaust. Brotið hér á Aroni Bjarka en Þóroddur dæmir ekkert. Rúnar lætur hann heyra það og fer svo að rífast við vallarþulinn. Fær svo gult spjald. Þetta er skrítið.
70. mín
Albert Brynjar hér með fasta fyrirgjöf ætlaða Hákoni Inga en Beitir er fyrri til og handsamar boltann.
68. mín
Valdimar reynir hér skot langt fyrir utan teig eftir horn en það fer langt framhjá.
66. mín
Hákon Ingi reynir hér að táa boltann á lofti en þessi skemmtilega tilraun fer framhjá markinu.
61. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Brýtur á Ásgeiri Berki og fær gult spjald við litla hrifningu Rúnars og hefur hann nokkuð til síns máls. Ragnar Bragi er búinn að brjóta af sér átta sinnum í þessum leik og á eftir að fá tiltal.
59. mín
Daði Ólafs er allt í einu einn á auðum sjó í vítateig KR en Kennie Chophart nær að renna sér fyrir skot hans. Óskar Örn ekki sinna varnarskyldu sinni þarna.
57. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
56. mín
Ragnar Bragi neglir spyrnu Óskars útí innkast og sóknin rennur út í sandinn.
55. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Óskar Örn ætlar að taka.
54. mín
Inn:Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Út:Morten Beck (KR)
Morten Beck getur ekki haldið leik áfram og Gunnar Þór kemur inn í hans stað.
52. mín
Morten Beck missir boltann hér klaufalega og Ragnar Bragi kemst í ágætis færi en Aron Bjarki kemst fyrir skot hans. Morten Beck liggur hér eftir og þarf aðhlynningu.
49. mín
Morten Beck reynir hér skot frá vítateigshorninu en það er laust og beint á Aron í markinu.
46. mín
Það liðu 20 sekúndur af þessum seinni hálfleik þangað til að Kennie Chophart komst í ágætis færi en skot hans er yfir markið.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju og byrja KR-ingar með boltann.

45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn komast í skyndisókn en skot Daða fer í hliðarnetið. Í sömu andrá flautar Þórddur til hálfleiks í þessum skrítna fótboltaleik þar sem að gestirnir leiða 4-1.
43. mín
KR-ingar eru gjörsamlega með öll tök á vellinum og eru mun líklegri að bæta við en Fylkir að minnka muninn. Styttist í hálfleik.
39. mín
Pálmi Rafn reynir hér hjólhestaspyrnu eftir fyrirgjöf Morten Beck. Hitti hann ekki. Stuttu seinna sleppur Finnur Orri einn í gegn en Aron Snær ver vel. ,,Hann getur ekki skorað þessi maður!" segir Rúnar við teymi sitt. Sem er satt.
33. mín
Þetta er alveg rosalega skrítinn fótboltaleikur. Beitir var að hreinsa eftir sókn Fylkis áðan og þá allt í einu var Kennie sloppinn í gegn. Ari leit ekki vel út og braut á Kennie klaufalega og ekkert annað í stöðunni enn að dæma vítaspyrnu.
29. mín Mark úr víti!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi skorar af miklu öryggi. Þá eru komin fimm mörk í þennan leik.
29. mín
KR FÆR VÍTI!!!

Ari Leifsson brýtur á Kennie eftir hreinsun Beitis. Pálmi tekur spyrnuna.
25. mín
Albert Watson skorar eftir aukaspyrnu Óskars Arnar en Þóroddur flautar aukaspyrnu. Sá ekki á hvað en dómarinn talaði um ólöglega blokkeringu. Treystum því.
22. mín MARK!
André Bjerregaard (KR)
Þetta er orðið fáránlegt.

Eftir fyrirgjöf Kristins biðja KR-ingar um vítaspyrnu á meðan að varnarmaður Fylkis skallar boltann í stöngina. Aftur er Bjerregaard fyrstur að átta sig og skorar þriðja mark KR-inga. Varnarmenn Fylkis litu vægast sagt illa út þarna.
17. mín
Hvað er að gerast hérna!?

Allt í einu er Bjerregaard sloppinn einn í gegn eftir fína sókn Fylkis en hann setur boltann framhjá. Stefnir allt í 10 marka leik hérna.
15. mín MARK!
Daði Ólafsson (Fylkir)
ÞETTA ER LEIKUR!!!!!!

Daði Ólafsson tekur spyrnuna og neglir henni niður í markmannshornið. Þjálfarateymi KR er ekki ánægt með varnarmenn sína þarna.
14. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir klaufalegt brot Alberts Watson. Hefði átt að fá gult þarna.
13. mín
Oddur nær fínni spyrnu beint á kollinn á Ásgeir Eyþórsson en skalli hans er laus og beint á Beiti.
12. mín
Fylkismenn halda boltanum ágætlega þessa stundina án þess að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. KR-ingar eru þéttir fyrir og erfitt fyrir heimamenn að brjóta þá á bak uppi. Fylkismenn eiga horn.
7. mín MARK!
André Bjerregaard (KR)
Já ég skal sko segja ykkur það.

Pálmi Rafn fær allan tíma í heiminum til að athafna sig og nær skoti fyrir utan teig sem að fer í varnarmann. Bjerregaard er fyrstur að átta sig og skorar annað mark KR. Þetta gerðist hratt.
6. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞENNAN LEIK!!!

Kenni Chophart með gott hlaup inní teig og rennir boltanum fyrir Pálma sem að á ekki í neinum vandræðum með að skora þarna.
2. mín
Pálmi Rafn á góða sendingu innfyrir vörn Fylkis á Kennie en Aron Snær er fljótur út og ver skot Kennie.
2. mín
Aukaspyrnan fer beint í vegginn og sóknin rennur útí sandinn.
1. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Finnur handleikur knöttinn. Daði ætlar að taka.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Þóroddur dómari leikinn á og Fylkismenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Jæja þá ganga liðin ganga á völlinn og það hefur aðeins bæst í áhorfendaskarann. Þarf allaveganna þrjár hendur til að telja vallargesti núna. Þetta fer að hefjast.
Fyrir leik
Fylkislagið með Birni Braga farið í gang hérna í Egilshöllinni. Ég hef heyrt það núna nokkrum sinnum í sumar og ég verð að segja að það venst mjög vel. BB King fær hrós fyrir frábært lag.
Fyrir leik
Nú er hálftími í að leikurinn hefjist og ég held að ég geti talið á annari hendi þá áhorfendur sem eru mættir. Fólk virðist ekkert vera að missa sig yfir því að mæta á fótboltaleik inní Egilshöll þegar að hitastig í Reykjavík fer loksins í tveggja stafa tölu.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn en gestirnir í KR stilla upp óbreyttu liði frá síðasta leik gegn Val.

Heimamenn gera hins vegar fjórar breytingar á liði sínu. Þeir Helgi Valur Daníelsson og Emil Ásmundsson eru í leikbanni en auk þeirra koma þeir Valdimar Þór Ingimundarson og Jonathan Glenn útúr liðinu en sá síðarnefndi er ekki í leikmannahópi Fylkis í dag. Þeir Oddur Ingi, Hákon Ingi, Andrés Már og Ragnar Bragi koma inní liðið.




Fyrir leik
Félagsskiptaglugginn er nú opinn á Íslandi og verður áhugavert að fylgjast með hvort að liðin í deildinni styrki sig eitthvað fyrir komandi átök. Fylkismenn hafa endurheimt Ólaf Inga Skúlason úr atvinnumennsku og er hann því löglegur með liðinu í dag. Arnar Már Björgvinsson er hins vegar búinn að leggja skóna tímabundið á hilluna og verður ekki meira með Fylki í sumar.
Fyrir leik
Fylkismenn fengu Víking R. í heimsókn í síðustu umferð en sá leikur tapaðist 3-2 þar sem að Jonathan Glenn sá um að skora bæði mörk Fylkismanna.

Síðasti leikur KR var fyrir ellefu dögum en þar fengu þeir Íslandsmeistara Vals í heimsókn í alvöru Reykjavíkurslag. Sá leikur endaði með 1-1 jafntefli þar sem að Kennie Chophart kom KR yfir snemma í leiknum áður en að Patrick Pedersen jafnaði rétt fyrir hálfleik.
Fyrir leik
Heimamenn í Fylki sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig á meðan að KR-ingar sitja í því áttunda með 14 stig. Deildin er gríðarlega þétt og jöfn og því nánast hver einasti leikur svokallaður sex stiga leikur. Þessi leikur er engin undantekning á því.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Fylkis og KR í Pepsi-deild karla.

Leikurinn fer fram við frábærar aðstæður í Egilshöllinni en Fylkir hefur leikið alla sína hér það sem að er af tímabili.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('90)
2. Morten Beck ('54)
4. Albert Watson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('90)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('90)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('54)
9. Björgvin Stefánsson
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko ('90)
26. Djordje Panic
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Halldór Fannar Júlíusson

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('61)
Rúnar Kristinsson ('72)

Rauð spjöld: