KR
3
2
ÍBV
0-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir '24
0-2 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir '47
Shea Connors '51 1-2
Shea Connors '53 2-2
Katrín Ómarsdóttir '73 3-2
17.07.2018  -  18:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Shea Connors
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m) ('30)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Mia Gunter
4. Shea Connors ('87)
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Hassett
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('72)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Tijana Krstic

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m) ('30)
11. Gréta Stefánsdóttir ('87)
13. Helga Rakel Fjalarsdóttir
15. Valgerður Helga Ísaksdóttir
18. Hekla Kristín Birgisdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('72)

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Katrín Ómarsdóttir ('18)
Lilja Dögg Valþórsdóttir ('21)
Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti heimasigur KR staðreynd!
90. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
88. mín
Katrín vill víti fyrir laflausa bakhryndingu í teignum, ansi bjartsýnt.
87. mín
Inn:Gréta Stefánsdóttir (KR) Út:Shea Connors (KR)
Tveggja marka maður leiksins fer út af
86. mín
KR er búið að vinna hvern einasta 50/50 bolta og skallaeinvígi síðustu mínútur.
83. mín
Mónika fær að taka boltann upp allan völlinn, vinnur horn og ekkert verður úr því.
80. mín
Tíu eftir, allt getur gerst.
77. mín Gult spjald: Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)
Er að reyna að dúndra í boltan en það smellur í löppinni á Rut og hljóðið er hátt.
73. mín MARK!
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Stoðsending: Betsy Hassett
KR ERU KOMNIR YFIR! Varnarmenn ÍBV voru steinsofandi þarna, Betsy með boltann rétt fyrir utan teiginn og sendir geggjaða sendingu inn í teig þar sem Katrín var ein og óvölduð, hún skýtur í fyrsta og skorar!
72. mín
Inn:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
70. mín
Inn:Leila Cassandra Benel (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
69. mín
Á þeim tíma sem það tók mig að skrifa síðustu færslu komust bæði lið í hættustöðu en vantaði loka touchið til að skapa færi
68. mín
Hvaða rugl er í gangi!? Næsta sókn, Shea sólar Hugrúnu uppúr úr skónum hægra meginn í teig ÍBV og vippar boltanum, en boltinn fer ofan á stöngina.
66. mín
Shameeka á skot í teig KR, sem hrekkur af varnarmanni og allir í stúkunni grípa andann á lofti... en boltinn skoppar í átt að Hrafnhildi sem nær að grípa hann.
65. mín
Tijana var annað hvort að reyna fyrirgjöf eða skot ársins af vinstri kantinum en hvort sem það var er það örfáum sentímetrum yfir.
62. mín
Hrafnhildur gerir mjög vel að koma langt útúr teignum og hreinsa boltann, en Klóe var komin í gegn og vantaði ekki mikið í að ná boltanum.
60. mín
KR fær tvær aukaspyrnur með stuttu millibili á miðsvæðinu, dæla báðum inn í teig og vantar bara herslu muninn að breyta þeim í dauðafæri. Allt annað að sjá KR liðið hérna á upphafs mínútum seinni hálfleiks
56. mín
Á meðan ég var að skrifa KR markafærslunar komust ÍBV í tvö fín færi og svo þurfti Emily að hafa sig alla við að verja skot úr aukaspyrnu KR.
53. mín MARK!
Shea Connors (KR)
Stoðsending: Betsy Hassett
"JA HÉRNA HÉR!" Er hrópað í blaðamannastúkunni. Betsy tekur geggjað hlaup og stingur boltanum inn í teiginn þar sem Shea býður og getur ekki annað en skorað!
51. mín MARK!
Shea Connors (KR)
Shea fíflar illa tvo varnarmenn ÍBV við teiginn og skýtur af markboganum og boltinn syngur í hliðarnetinu!
47. mín MARK!
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
KR byrjaði hálfleikinn á álitlegri sókn, svo vann ÍBV boltann og fór upp hægri kantinn, eftir smá basl var send há vippa á fjærstöngina þar sem Ingibjörg var gráðugust og nær að potta honum inn af stuttu færi.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Líflegt en vantað aðeins upp á fyrstu snertingar, leyfi mér að efast um markaþurð í seinni hálfleik.
45. mín
Hrafnhildur var annað hvort með geggjaða björgun eða algjöra töffara stæla. Fékk boltann með mann alveg ofan í sér og reddar því með að taka boltann til hliðar og hreinsa.
43. mín
Shameeka fer illa með Hugrúnu en sú síðarnefnda gerir vel að ná henni aftur og verja fyrirgjöfina í horn. Hrafnhildur grípur boltann en missir hann, brot dæmt á ÍBV.
39. mín
DAUÐAFÆRI! Hitt var bara semi-dauða færi, þetta verðskuldar hástafina. Aftur Betsy í góðri stöðu og aftur er það Adrianne sem nær að stoppar skotið
35. mín
Betsy kemst í DAUÐAfæri en Adrianne stoppar skotið með geggjaðri tækli.
30. mín
Inn:Hrafnhildur Agnarsdóttir (KR) Út:Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Sá hreinlega ekki hvað gerðist en Ingibjörg settist niður og gekk beint út eftir að hún stóð. Twitter dottningin kemur inn á.
24. mín MARK!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Hennar annað verk er að skalla fyrirgjöf Katie inn! ÍBV vann boltann á miðjunni og voru 4 á móti þremur varnarmönnum, skallinn í slánna og inn!
22. mín
Sigríður gerir það að fyrsta verki eftir að hafa komið inn á að setja aukaspyrnuna yfir.
21. mín Gult spjald: Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
Lilja brýtur á Klóe millimeter fyrir utan teiginn og fær spjald fyrir.
19. mín
Sigríður er að fá aðhlynningu á meðan leikur heldur áfram, Jeff í klemmu, án miðjumanna á bekknum.
18. mín Gult spjald: Katrín Ómarsdóttir (KR)
Heimskulegt brot og augljóst spjald
17. mín
KR ingar funda á meðan leikurinn er stopp, á einum tímapunkti benda þær allar upp hægri kantinn, spurning hvort næsta sókn komi þar.
17. mín
ÍBV vinnur horn eftir ágætis vörslu. Sigríður nær fyrirgjöfinni og skallar réttir yfir, en virtist skalla varnamann í leiðinni og liggur eftir.
13. mín
Shammeka og Clóe eiga ágætis skyndisókn boltinn fer aftur fyrir og KR á markspyrnu.
11. mín
Besty Hasset með óvitlausa stungu sendingu í gegnum vörn ÍBV en Ingibjörg nær boltanum.
8. mín
Shea vinnur boltann framarlega, snýr sér og reynir að vippa yfir Emily, boltinn laaaaaaaaak yfir slánna.
5. mín
ÍBV hefur þrisvar náð boltanum, þrisvar komist inn í teig með hann og þrisvar átt hálffæri þar.
2. mín
Adrianne fer illa með bakvörð KR og kemur boltanum fyrir, þær hreinsa en Rut nær boltanum og reynir bjartsýnt skot.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann (eftir einn lengsta pepp hring sem ég hef séð) og sækja í átt að húsinu.
Fyrir leik
Liðin rölta inn, nokkrir áhorfendur eru að týnast í stúkuna.
Fyrir leik
Það var verið að benda mér á að bekkur KR er heldur ekki fullmannaður.
Fyrir leik
Miðað við fjölda leikmanna ÍBV í upphitun er skýrslan rétt, áhugavert.
Fyrir leik
Svona ef einhver var að velta fyrir sér hvernig aðstæður séu í Vesturbænum, má sjá tíst hér að neðan.
Fyrir leik


Fyrir leik
Katie Kraetnur kemur inn í lið ÍBV fyrir Birgittu Sól. Samkvæmt rafrænu skýrslunni eru eyjastúlkur aðeins með fimm varamenn, þar af tvo markmenn. Þarf að athuga hvort það er rétt.
Fyrir leik
KR gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir HK/Víking, Þórunn Helga fyrirliði kemur inn fyrir Móniku Hlíf.
Fyrir leik
Bikarmeisturum ÍBV var spáð fimmta sæti fyrir mót og þar eru þær, með ellefu stig, ellefu skoruð mörk og hafa fengið á sig ellefu. Þær munu einnig vera með ellefu byrjunarliðsmenn á eftir, eins og venjan er.
Fyrir leik
KR-ingar eru búnir að vera í basli í sumar, þeirra einu stig komu í byrjun Maí á móti botnliði Selfoss. Þær eru samt ekki nema fimm stigum frá því að hýfa sig úr fallsæti, sigur í dag myndi hleypa miklu lífi í botnbaráttuna nú þegar byrjar að síga á seinni hluti móts.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan, velkominn í Frostaskjól á fallegum sumardegi. Hér klukkan 6 mun fara fram leikur í Pepsi deild kvenna, þar sem botnlið KR fær ÍBV í heimsókn.
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Shameeka Fishley
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('90)
7. Rut Kristjánsdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('70)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('90)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon
23. Leila Cassandra Benel ('70)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:

Rauð spjöld: