JÁVERK-völlurinn
miðvikudagur 18. júlí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Íslensk sumarklassík. Kalt og blautt.
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 269
Maður leiksins: Bergrós Ásgeirsdóttir
Selfoss 1 - 1 Valur
1-0 Erna Guðjónsdóttir ('32)
1-1 Pála Marie Einarsdóttir ('87)
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
0. Alexis Kiehl
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('90)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
22. Erna Guðjónsdóttir ('81)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
3. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('90)
8. Íris Sverrisdóttir
9. Halla Helgadóttir ('81)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@arnarmagnusson Arnar Helgi Magnússon
90. mín Leik lokið!
+4

GAME OVER!

Liðin sættast á jafntefli hér á JÁVERK-vellinum í kvöld. Sanngjörn niðurstaða.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss) Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
+3

Selfyssingar gera skiptingu.
Eyða Breyta
90. mín
Valskonur pressa áfram stíft.

Við erum komin í uppbótartíma!
Eyða Breyta
87. mín MARK! Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
MAAARK!!

Fanndís tekur aukaspyrnuna sem fer af varnarveggnum og út í teig og þar er Pála Marie búin að staðsetja sig vel og tekur algjöran bananabolta í átt að markinu og það virtist ekki vera nein hætta en skrítin snúningur á boltanum verður til þess að boltinn endar í netinu!

Ótrúlegt mark!
Eyða Breyta
87. mín
Hér er tækifæri fyrir Val.....

Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
85. mín
Fín sókn Valsara sem endar á því að Fanndís fær boltann inní teig og tekur skotið sem Caitlyn ver í stöngina og þaðan afturfyrir!

SO CLOSE!
Eyða Breyta
83. mín
Halla nýkomin inná og kemst í gott færi en nær engum krafti í skotið og það töluvert framhjá markinu.
Eyða Breyta
81. mín Halla Helgadóttir (Selfoss) Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Erna Guðjónsdóttir, markaskorari Selfyssinga fer útaf og uppsker mikið lófaklapp.
Eyða Breyta
79. mín Pála Marie Einarsdóttir (Valur) Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Síðasta skipting Vals.
Eyða Breyta
78. mín
Spyrnan ekki góð og varnarmenn Selfyssinga koma boltanum auðveldlega frá.
Eyða Breyta
78. mín
Hér fá gestirnir aukaspyrnu á STÓR-hættulegum stað sem Hallbera undirbýr sig að taka.
Eyða Breyta
75. mín
Aðdáunarvert að Selfyssingar eru ekkert fallnir í þá gryfju að ætla að fara að verja forystuna. Þær pressa stíft ennþá og ætla sér bara að bæta við!
Eyða Breyta
70. mín
Málfríður brýtur heimskulega á Magdalenu fyrir utan teig.

Magdalena tekur spyrnuna sjálf sem Sandra ver en missir hann aðeins frá sér og Karitas mætt á svæðið en Sandra snögg að átta sig og nær að handsama boltann.
Eyða Breyta
68. mín Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Hlín Eiríksdóttir (Valur)

Eyða Breyta
67. mín
Það er ansi stutt í pirringinn hjá Völsurum. Gengur lítið upp hjá þeim þessa stundina.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Thelma ekki lengi að næla sér í spjald!

Brýtur hér á Karitas sem er komin á meiri ferðina. Hárrétt.

Selfyssingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
Eyða Breyta
62. mín Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Thelma ætti að koma með kraft í þetta.
Eyða Breyta
62. mín
Gestirnir fá hér hornspyrnu og þá taka Valsmenn skiptingu.
Eyða Breyta
60. mín
Elín Metta fær hér frábæra sendingu innfyrir vörn Selfyssinga og varnarmenn Selfyssinga hætta í rauninni bara og biðja um rangstæðuna en aldrei fer flaggið á loft.

Elín Metta nær ekki að stilla boltann af og Caitlyn ver vel.
Eyða Breyta
57. mín
Magdalena og Hallbera fara hér enni í enni, grjóthart.

Enda síðan á því að labba frá hvor annari.
Eyða Breyta
55. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Valsara. Magdalena Anna tekur spyrnuna sem er góð en svífur yfir allan pakkann og þaðan afturfyrir.
Eyða Breyta
52. mín
Hlín Eiríksdóttir sleppur hér ein innfyrir vörn Selfyssinga en er að lokum dæmd rangstæð.

Línuvörður 2 lengi upp með flaggið þarna.
Eyða Breyta
49. mín
Valskonur byrja af sama krafti og þær hófu þann fyrri.

Vörn Selfyssinga gríðarsterk.
Eyða Breyta
46. mín
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur fótbolti.net síðan legið niður síðastliðin hálftíma og því ekkert sem hefur bæst í lýsinguna á þeim tíma.

Selfyssingar komust yfir á 32' mínútu með marki frá Ernu Guðjónsdóttur. Annað markvert gerðist ekki.

Við biðjumst velvirðingar á þessum truflunum. Síðari hálfleikur var að detta í gang..

Eyða Breyta
32. mín MARK! Erna Guðjónsdóttir (Selfoss), Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
MAAAAAAAAARK!

ERNA GUÐJÓNSDÓTTIR!!

Þetta byrjar allt á því að Magdalena kemst í frábært færi en Sandra ver vel, boltinn berst þaðan aftur á Magdalenu sem sér Ernu vera að koma í seinni bylgjunni, rennir boltanum á hana og hún setur hann í netið af 20 metrunum! FRÁBÆRT MARK!
Eyða Breyta
17. mín
Barbára er að vinna varnarvinnuna virkilega vel. Hef sérstakelga tekið eftir því. Spilar á hægri kantinum en er dugleg að koma niður og hjálpa til.

Hefur bjargað amk einu sinni mjög vel.
Eyða Breyta
15. mín
Crystal Thomas með skottilraun.

Langt framhjá markinu, aldrei hætta.
Eyða Breyta
13. mín
Elín Metta stórhættuleg þegar hún fær boltann innan teigs.

Nær að spóla sig frammúr tveimur varnarmönnum Selfyssinga áður en hún tekur skotið sem er varið og fer afturfyrir. Hornspyrna.
Eyða Breyta
10. mín
Blautt grasið að hafa þónokkur áhrif þessar fyrstu mínútur. Leikmenn enn að reikna það út hversu nákvæmlega krafturinn þarf að vera mikill uppá skoppið að gera.
Eyða Breyta
8. mín
Fanndís Friðriksdóttir er að stimpla sig vel inn Í Pepsi deildina.

Fær boltann fyrir utan teig Selfyssingar, snýr af sér varnarmann og tekur skotið sem er rétt yfir markið.
Eyða Breyta
5. mín
ÞARNA mæta Selfyssingar og þeir mæta með stæl.

Magdalena Anna með frábæran sprett upp vinstri kantinn, kemur með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina beint í fæturnar á Barbáru en Barbára hittir boltann illa og Sandra grípur auðveldlega.
Eyða Breyta
5. mín
Selfyssingar ekki enn mættir til leiks!

Valsarar átt nokkrar frábærar sóknir þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
3. mín
Valskonur fá fyrstu hornspyrnu leiksins og hana tekur Fanndís.

Fín spyrna en leikmaður Vals skallar boltann yfir.
Eyða Breyta
2. mín
DAUÐAFÆRI!

Fyrsta sókn leiksins og það er alvöru færi. Fanndís Friðriks upp hægri kantinn með fasta fyrirgjöf meðfram jörðinni á Elínu Mettu sem er í frábæru færi en Caitlyn ver!

Selfyssingar heppnir!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Valsstúlkur sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Tíbrá!

Góða skemmtun kæru vinir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn og þar er fremst í flokki er dómaratríóið að sjálfsögðu. Gunnar Freyr sem dæmir þennan leik!

Grasið er RENNBLAUTT sem ætti bara að verða til þess að við fáum hörku skemmtun hérna í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér hafa bæði lið lokið sinni upphitun og halda núna til búningsklefa þar sem ég vænti þess að leikmenn taki af sér upphitunarfatnaðinn.

Eftir það hefst fjörið!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið á fullu í sinni upphitun.

Það rignir vel og það er kalt. Alvöru íslenskt sumarkvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn!

Fanndís Friðriks röltir inn í byrjunarlið Vals. Engin Dagný Brynjars sýnileg.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið með RISA félagsskipti í vikunni og þeir sem fylgjast vel með boltanum vita nákvæmlega hvaða félagaskipti það voru.

Selfyssingar fengu Dagný Brynjarsdóttur til liðs við sig en hún er að koma til baka eftir barnsburð. Það verður spennandi að sjá hvort hún verði í leikmannahóp en það er öruggt að hún spilar ekki.

Valsskonur fengu Fanndísi Friðriksdóttur til liðs við sig en hún kom frá franska félaginu Marseille. Hún lýsir sinni dvöl þar sem stórfurðulegri. Þetta eru því hvalrekar fyrir þessi lið sem eru í harðri baráttu, á sitthvorum staðnum þó.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég ætla rétt að vona fyrir hönd Selfyssinga að þær séu búnar að gleyma fyrri leik liðanna í deildinni en þann leik vann Valur 8-0 í fyrstu umferð Pepsideildarinnar.

Í síðustu 5 viðureignum þessara liða hafa Selfyssingar unnið tvisvar en Valskonur þrisvar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Valskonur koma inn í þennan leik í kvöld en þær töpuðu í síðustu umferð fyrir Blikum, 1-0.

Þetta er algjör "must win" leikur fyrir Val ætli þær að halda í við toppliðin. Ef að þær ná ekki þremur stigum úr leiknum í kvöld má leiða líkur að því að Blikar og Þór/KA stingi af.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Selfyssingar aðeins verið að missa flugið undanfarnar vikur eftir nokkra góða leiki í röð. Liðið hefur núna tapað síðustu þremur leikjum en síðasti sigurleikur kom þann 25.júní sl. þegar þær unnu HK/Víking, 0-3.

Varnarleikurinn verið þeirra aðalsmerki í sumar en það er eins og í sumum leikjum komi stífla í sóknarleikinn og hafa þær aðeins skorað 8 mörk í deildinni, fæst allra ásamt Grindavík.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Hér ætlum við að fylgjast með því helsta úr leik Selfoss og Vals í 10.umferð Pepsideildarinnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir ('68)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('79)
21. Arianna Jeanette Romero
22. Dóra María Lárusdóttir ('62)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
12. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir ('79)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('68)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
27. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Mist Edvardsdóttir
Thelma Björk Einarsdóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Hildur Grímsdóttir

Gul spjöld:
Thelma Björk Einarsdóttir ('65)

Rauð spjöld: