Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
FH
0
0
Lahti
19.07.2018  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Espen Eskås (Noregur)
Maður leiksins: Eddi Gomes
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon ('76)
8. Kristinn Steindórsson
11. Atli Guðnason ('65)
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen ('86)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Robbie Crawford ('86)
11. Jónatan Ingi Jónsson
19. Zeiko Lewis ('65)
20. Geoffrey Castillion ('76)
22. Halldór Orri Björnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH komnir áfram þægilega í næstu umferð.
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
93. mín Gult spjald: Henri Anier (Lahti)
Brýtur á Viðari og fær gult fyrir of mörg brot í leiknum, síafbrotamaður.
91. mín
Þrem mínútum bætt við, FH komnir áfram.
87. mín
Inn:Eemeli Virta (Lahti) Út:Artjom Dmitrijev (Lahti)
Virta mættur inná, fáum við þrennu frá honum?
86. mín
Inn:Robbie Crawford (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
FH þétta miðjuna í lokin, Crawford kemur inná fyrir Brand.
85. mín
Þarna fá gestirnir fínt færi þar sem Sadat fær boltann við vítapunkt en skot hans laflaust beint á Gunna.
82. mín
Brandur tekinn niður með glímutaki á kantinum hérna, skrautlegt brot og aukaspyrna dæmd.
77. mín
Zeiko Lewis með skemmtilega takta aftur núna úti á kanti en neglir honum svo bara beint í innkast, vantar end product í hann.
76. mín
Inn:Geoffrey Castillion (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Lennon er bara hvíldur síðasta korterið og inná kemur Castillion, síðasti leikur hans í FH treyjunni þetta sumarið ef eitthvað er að marka slúðrið.
74. mín
Inn:Xhevdet Gela (Lahti) Út:Aleksi Paananen (Lahti)
74. mín
Zeiko Lewis með skemmtilega takta, tekur nokkur trix og skýtur svo rétt framhjá.
68. mín
Hostikka með skot fyrir utan, fín tilraun en fer yfir markið.
65. mín
Inn:Zeiko Lewis (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Atli Guðna fær mikið klapp þegar hann kemur útaf hér fyrir Zeiko Lewis.
65. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fer of hátt með fótinn hérna og fær gult spjald fyrir.
61. mín
Vá dauðafæri hérna, fyrirgjöf beint á pönnuna á Anier en skallinn hans hræðilegur.
61. mín
Inn:Fareed Sadat (Lahti) Út:Paavo Voutilainen (Lahti)
60. mín
Vá frábær sókn hjá FH, Viðar Ari með fasta fyrirgjöf á fjær þar sem Atli >Guðna er nánast inn í markinu en nær ekki að skora!
53. mín
Gestirnir komast ekkert áleiðis þegar þeir reyna það, Clarke og Gomes með Dabba og Gumma fyrir framan sig eru gríðarlega þéttir hérna.
47. mín
FH að fara mjög illa með gott færi hérna, Kiddi í góðri stöðu en í stað þess að snúa og skjóta leggur hann boltann út á Viðar sem á skot langt framhjá, með viðkomu í varnarmanni.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Steindauður fyrri hálfleikur.
45. mín Gult spjald: Artjom Dmitrijev (Lahti)
Fyrsta gula spjaldið kemur í uppbótartíma þegar Dmitrijev er alltof seinn í tæklingu á Davíð sem var búinn að senda boltann frá sér þegar hann varð fyrir tæklingunni.
45. mín
Norðmaðurinn er að dæma ódýrar aukaspyrnur í þessum leik, núna á Brand sem beygði sig undir Taimi og var dæmdur brotlegur fyrir.
39. mín
Aftur fer Brandur niður í teignum, núna bað hann ekki um neitt og fékk heldur ekkert.
39. mín
Viðar Ari reynir skot fyrir utan en það fer vel yfir markið.
37. mín
Hjörtur Logi með enn eina lélegu fyrirgjöfina úr fínni stöðu, tekið 3-4 lélegar í dag sem er ólíkt honum.
34. mín
Aukaspyrna á Lennon fyrir litlar sakir á hægri kantinum, var kominn í gegn annars.
32. mín
Mjög lítið að gerast í þessum leik, eiginlega bara ekki neitt.
23. mín
Brandur fer niður í teignum en fær ekki víti, hefði fengið víti í Þrándheimi en ekki hér!
20. mín
Viðar Ari með fína takta á hægri kantinum og reynir að setja hann uppi á nær en skotið framhjá.
16. mín
Vá Viatkin með svakalega takta hérna, fær Brand og Lennon í sig og tekur fullkominn Zidane snúning á milli þeirra og skilur þá eftir í rykinu!
13. mín
Eddi Gomes fer ansi auðveldlega niður í baráttu við Hostikka hérna vinstra megin á vallarhelmingi FH og fær aukaspyrnu, fannst þetta aldrei brot.
8. mín
Þarna munaði litlu að FH skoruðu fyrsta markið, barningur inn í teig sem endaði með skoti frá Lennon í varnarmann, þaðan kom boltinn á Atla Guðna sem setti hann líka í varnarmann þegar markið var nánast opið.
7. mín
Léleg fyrirgjöf hjá Hirti sem fer laflaust í átt að Forsman en einhvern veginn missir hann boltann í horn. Lennon fær boltann svo fyrir utan teig eftir hornið og bombar honum yfir markið.
5. mín
Hertsi í færi fyrir gestina en skot hans í Davíð Þór og í hornspyrnu sem kemur ekkert úr.
4. mín
Það eru þónokkrir Finnar í stúkunni og heyrist vel í þeim, syngja og eru glaðir. Hrós á þá að drífa sig til Íslands eftir 3-0 tap heima!
3. mín
Tahimi í fínu færi eftir horn en skot hans fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrja þennan leik.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá Gomes og Clarke saman í hjarta varnarinnar, gætu FH verið að finna hafsentaparið sitt loksins?
Fyrir leik
Finnska liðið er líka klárt hérna hægra megin við textann. Þar vekur svona fyrst athygli að þeir ná ekki að fylla í 18 manna hóp, eru 17 og með tvo varamarkverði.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið FH er klárt hér til hliðar. Tvær breytingar eru gerðar á liði FH frá fyrri leiknum sem FH-ingar unnu 0-3 ytra. Eddi Gomes kemur inn í miðvörðinn fyrir Pétur Viðarsson sem sest á bekkinn og þá kemur Kristinn Steindórsson inn fyrir Halldór Orra Björnsson.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri leikurinn fór fram í Finnlandi fyrir viku síðan og vann FH þann leik 0-3 og eru því í mjög góðri stöðu fyrir leikinn í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Lahti í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kaplakrikavelli.
Byrjunarlið:
88. Oskari Forsman (m)
3. Mikko Hauhia
5. Artem Viatkin
14. Henri Anier
16. Santeri Hostikka
19. Aleksi Paananen ('74)
22. Loorents Hertsi
23. Kalle Taimi
24. Paavo Voutilainen ('61)
73. Pavel Osipov
80. Artjom Dmitrijev ('87)

Varamenn:
1. Damjan Siskovski (m)
31. Joona Tiainen (m)
7. Fareed Sadat ('61)
8. Xhevdet Gela ('74)
26. Ville Salmikivi
34. Eemeli Virta ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Artjom Dmitrijev ('45)
Henri Anier ('93)

Rauð spjöld: