Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Leiknir R.
0
0
ÍA
19.07.2018  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Eyjólfur Tómasson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('46)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('85)
8. Árni Elvar Árnason ('63)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
23. Anton Freyr Ársælsson
27. Miroslav Pushkarov

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
2. Jamal Klængur Jónsson
5. Daði Bærings Halldórsson ('46)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Ryota Nakamura ('63)
17. Aron Fuego Daníelsson ('85)
19. Ernir Freyr Guðnason

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Ásbjörn Freyr Jónsson

Gul spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Síðasta skot leiksins er Skagamanna og það er yfir. Stefán Teitur á það. Markalaust jafntefli niðurstaðan.
91. mín
Skagamenn með hættulegan bolta inn úr innkasti sem endar hjá Eyjólfi í markinu. Hættulegur bolti!

Það eru 4 mínútur í uppbót.
89. mín
Lítið að frétta þessa stundina. Hvorugt liðið að skapa mikið.
85. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
84. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Þetta var gróft! Arnar neglir Erni niður á miðjum vellinum og fær gult spjald. Ernir liggur eftir. Menn í blaðamannastúkunni tala um appelsínugult spjald.
83. mín
Skagamenn brjálaðir! Vilja aukaspyrnu þegar Miro fellir Stefán Teit við vítateiginn.

"Jesús minn almáttugur!" heyrist í Jóa Kalla mínútu seinna þegar dómarinn dæmir aukaspyrnu á gestina á miðjum vellinum.
81. mín
Inn:Hilmar Halldórsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
80. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Ragnar Leósson með hættulegan bolta inn á teiginn en boltinn siglir í gegnum allan pakkann og Eyjólfur handsamar boltann örugglega sem fyrr í leiknum.
77. mín Gult spjald: Viktor Helgi Benediktsson (ÍA)
Teikar Daða Bærings á miðjunni.
75. mín
Gott færi gestanna!

Stefán Teitur leggur boltann skemmtilega út á Steinar Þorsteinsson sem á skot úr góðu færi rétt fyrir innan teig en skot hans fer rétt framhjá.
73. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
72. mín
Anton með skot rétt framhjá úr þröngu færi eftir fínt spil Leiknismanna. Leiknismenn hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið.
68. mín
Það er að færast nokkur hiti í leikinn. Maður hefur það á tilfinningunni að dómarinn sé við það að missa tökin á leiknum.
65. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
ÞÞÞ inn fyrir ÓVV.
63. mín
Inn:Ryota Nakamura (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
62. mín
Þvílík markvarsla!!!

Stefán Teitur Þórðarsson á geggjað skot sem stefnir í fjærvinkilinn en Eyjólfur ver stórkostlega í horn!
60. mín
Dauðafæri!

Árni Elvar á góða sendingu fyrir markið á Sævar Atla sem fær boltann með mann í sér milli markteigs og vítateigs, boltinn skoppar upp en skot Sævar er rétt yfir.

Besta færi Leiknis í leiknum!
58. mín
Það er rólegt yfir þessu fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik. Skaginn er ekki að pressa jafn stíft og í fyrri hálfleik og hvorugt liðanna er að skapa sér neitt að ráði.
55. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Vel dæmt. Kristján Páll teikaði Bjarka Stein fyrir ca. 2 mínútum. Dómarinn lét leikinn halda áfram en spjaldar þegar leikurinn stoppaði.
50. mín
Úff þarna munaði mjóu! Leiknismenn spila út frá Eyjólfi í markinu, boltinn endar hjá Sævari Atla sem ætlar að gefa boltann yfir á Kristján Pál sem hefði þá verið kominn einn í gegn en Arnór Snær gerði vel og blokkaði sendinguna hans Sævars.
47. mín
Leiknismenn koma boltanum innfyrir en dæmd rangstaða. Flott spil Leiknismanna endar á fyrirgjöf sem Anton tekur listilega niður og skorar en eins og áður segir, rangstaða.
46. mín
Leikurinn farinn af stað.
46. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Sólon Breki hefur lokið keppni hér í kvöld. Hann hélt um öxlina þegar hann labbaði inn í búningsherbergi.

Hér er enginn frá Ólafsvík til að taka á honum og því spilar hann ekki meira í dag.

Daði Bærings kemur í hans stað.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í frekar fjörugum leik samt sem áður.

Mér sýnist á öllu að Sólon þurfi að fara útaf eftir tæklinguna áðan. Það kemur í ljós á eftir.
44. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Brot á Sólon sem var kominn á siglinu upp kantinn. Professional foul og klárt gult spjald.
42. mín
Þjálfarar gestanna láta vel í sér heyra á hliðarlínunni. Það er örugglega ekkert grín að dæma leik með Jóa Kalla og Sigga Jóns á bakinu á sér allan leikinn.
35. mín
Dauðafæri hjá Skagamönnum!

Stefán Teitur á skot fyrir utan teig sem Eyjólfur ver útí teig, þar hirðir Steinar Þorsteinsson frákastið í markteignum en Eyjó gerir vel og ver aftur.

Stuttu seinna fær Viktor Helgi frítt skallafæri úr miðjum teignum.

Það er í raun ótrúlegt að staðan sé ennþá 0-0.
32. mín
Eyjólfur heppinn þarna.

Eyjó var á leðinni að sparka boltanum út, missti boltann í miðjum klíðum, tekur boltann upp aftur og sparkar fram.

Samkvæmt mínum heimildum er þetta klár óbein aukaspyrna en ekkert dæmt.
30. mín
Gott færi hjá heimamönnum!

Sólon fær boltann við miðjan vítateiginn, leggur hann til hliðar á Árna Elvar sem á fínt skot en Árni Snær er vel staðsettur í markinu og ver hann yfir.

Stuttu áður átti Steinar Þorsteinsson skot beint á Eyjólf í markinu úr fínu skotfæri.
28. mín
Skyndisókn hjá Leiknismönnum sem koma boltanum á Sólon sem rekur hann inní teiginn en Skagamenn ná að koma í veg fyrir fyrirgjöf eða skot hjá honum. Hefði getað verið hættulegt. En sem fyrr ná Leiknismenn ekki að klára sóknirnar sínar.
27. mín
Árni Snær með háan bolta langt fram á völlinn sem endar með því að boltinn lekur framhjá stönginni eftir misheppnaða móttöku/skot hjá Arnóri Snæ. Sérstakt móment.
24. mín
Flott sókn upp vinstri vænginn hjá heimamönnum. Eyjólfur á flotta sendingu á Ósvald sem á góða sendingu upp kantinn á Ingvar sem vinnur hornspyrnu sem ekkert verður úr.

Það hefur heldur hægst á leiknum. Skagamenn halda þó áfram að pressa en Leiknismenn eru farnir að ná aðeins meira valdi á miðjunni en áður.
17. mín
Anton Freyr með nokkuð hættulegan bolta úr aukapyrnu inná teig Skagamanna en Árni Snær kýlir boltann í horn. Leiknismenn fá hornspyrnu en Skagamenn hreinsa hættuleg spyrnu Ingvars frá.
15. mín
Skagamenn mikið betri fyrstu mínúturnar. Þeir eru með hápressu á heimamenn og gefa þeim engan tíma á boltann.
10. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Stefán Teitur fær frían skalla inní markteig eftir flotta sendingu frá Bjarka. Eyjólfur Tómasson nær á einhvern ótrúlegan hátt að verja boltann með reflex markvörslu, boltinn fer útí teig og Stefán Teitur á skot sem hafnar í varnarmanni.

Skagamenn fá hornspyrnu og eftir klafs í teignum endar boltinn í stöng Leiknismanna þegar Kristján Páll ætlaði að láta boltann fara.

Skagamenn ættu að vera komnir yfir.
6. mín
Kristján Páll með gott skot nokkuð fyrir utan teig yfir mark gestanna. Byrjar nokkuð vel hérna í Breiðholtinu.
5. mín
Skagamenn fá hornspyrnu sem endar á Arnari Má sem er aleinn í miðjum teignum en skalli hans fer í varnarmann, þaðan á Viktor Helga sem á skot sem hafnar hjá Steinari Þorsteins sem á skot sem siglir framhjá.
1. mín
Leikurinn kominn af stað. Skagamenn byrja með boltann og sækja í átt að Brieðholtslauginni.
Fyrir leik
In the ghetto komið á fóninn. Liðin ganga á völlinn. Vekur athygli að markmenn beggja liða eru fyrirliðar.

Við í blaðamannastúkunni fáum sólina beint í andlitið og er hitinn hérna inni líklega í kringum 50 gráðurnar.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn eftir kröftuga upphitun. Eins og áður segir eru aðstæður til fyrirmyndar. Vonandi fáum við flottan leik í kvöld!
Fyrir leik
Leiknismenn bjóða uppá nýjan aðstoðarþjálfara í dag. Sigurður Höskuldsson mun aðstoða Vigfús Arnar út tímabilið.
Fyrir leik
Liðin eru mætt að hita. Veðrið og aðstæður eru til fyrirmyndar hérna í Breiðholtinu. Rennisléttur völlur, allt að því blankalogn og sólin skín eins og hún fær borgað fyrir það.

Það er bongó!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn.

Leiknismenn gera tvær breytingar á liði sínu frá síðustu umferð. Sólon Breki og Árni Elvar koma inn í byrjunarliðið en þeir Aron Fuego og Daði Bærings fá sér sæti á bekknum.

Það skal engan undra að ÍA geri breytingar á sínu byrjunarliði frá tapinu í síðustu umferð.
Þórður Þorsteinn Þórðarson, Ragnar Leósson og Hafþór Pétursson fara á bekkinn en í byrjunarliðið fyrir þá koma þeir Ólafur Valur Valdimarsson, Viktor Helgi Benediktsson og Bjarki Steinn Bjarkason.
Fyrir leik
Dómari leiksins heitir Bjarni Hrannar Héðinsson og honum til aðstoðar eru þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Sævar Sigurðsson.

Og af því að ég veit að ALLIR eru að pæla í því þá tilkynnist það hér að Þórður Ingi Guðjónsson er eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Bæði lið fóru stigalaus frá síðustu umferð. Leiknismenn töpuðu heima gegn Þórsurum, 0-1, en Skagamenn töpuðu nokkuð óvænt, 4-1, gegn Þrótturum í Laugardalnum.

Skagamenn hafa ekki verið að fá mikið af mörkum á sig og því kom þetta stóra tap í síðustu umferð á óvart. Fyrir þann leik höfðu Skagamenn aðeins fengið 5 mörk á sig í deildinni.

Leiknismenn hafa ekki verið að skora mikið í ár. Þeir hafa aðeins skorað 14 mörk og ég held að ég ljúgi engu að ykkur þegar ég segi að aðeins tveir leikmenn hafa skorað öll þau mörk, þeir Sólon Breki og Sævar Atli.
Fyrir leik
Heimamenn í Leikni eru í 7. sæti með 13 stig, þremur stigum frá fallsæti, en Skagamenn eru sem stendur í 2. sæti á markatölu með 23 stig.

Það er því ljóst að þessi leikur er ansi mikilvægur fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Leiknis og ÍA í 12. umferð Inkassodeildarinnar í Knattspyrnu.

Seinni umferðin er að hefjast og því ljóst að hver sigur og hvert stig telur ansi mikið fyrir liðin sem eru bæði í baráttu í deildinni, þó í sitthvorum enda deildarinnar.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('81)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('65)
16. Viktor Helgi Benediktsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('73)

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('65)
10. Ragnar Leósson ('73)
13. Birgir Steinn Ellingsen
15. Hafþór Pétursson
26. Hilmar Halldórsson ('81)
27. Stefán Ómar Magnússon

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('44)
Viktor Helgi Benediktsson ('77)
Arnar Már Guðjónsson ('84)

Rauð spjöld: