Þróttur R.
3
0
Njarðvík
Jasper Van Der Heyden '47 1-0
Viktor Jónsson '52 2-0
Kristófer Konráðsson '63 3-0
20.07.2018  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Grátt reykvískt sumarveður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Jasper Van Der Heyden
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('66)
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden
14. Hlynur Hauksson
23. Guðmundur Friðriksson ('73)
26. Kristófer Konráðsson ('80)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Finnur Ólafsson
6. Birgir Ísar Guðbergsson
8. Aron Þórður Albertsson ('80)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
11. Emil Atlason ('73)
20. Logi Tómasson ('66)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Paul Brassington
Gauti Kristjánsson
Nadia Margrét Jamchi

Gul spjöld:
Rafn Andri Haraldsson ('90)
Gunnlaugur Jónsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Þorvaldur Árnason til leiksloka og 3-0 sigur Þróttar staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín Gult spjald: Gunnlaugur Jónsson (Þróttur R.)
Fær gult spjald fyrir mótmæli.
90. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (Njarðvík)
Jasper Van Der Heyden tekur frábæran sprett og er við það að sleppa einn í gegn þegar að Magnús sparkar hann niður. Hefði getað fengið rautt þarna.
90. mín Gult spjald: Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Missir boltann klaufalega og brýtur strax í kjölfarið.
88. mín
Birkir Þór liggur hér eftir á vellinum. Þróttur eru búnir með skiptingarnar sínar og gætu því þurft að spila einum færri síðustu mínúturnar.
86. mín
Helgi Þór ekki langt frá því að minnka muninn hérna fyrir Njarðvík en Hreinn Ingi var á undan í boltann.
83. mín
Arnar Darri liggur hér eftir á vellinum eftir samstuð við samherja sinn Árna Þór.
81. mín
Logi nær fínni fyrirgjöf á kollinn á Emil en Robert er vel á verði og setur hann afturfyrir.
80. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Kristófer Konráðsson (Þróttur R.)
Kristófer búinn að vera frábær í dag og getur farið sáttur á koddann í kvöld.
78. mín
Helgi Þór nær hér skalla eftir fína fyrirgjöf Arnars Helga en hann fer yfir markið.
75. mín
Kristófer reynir hér að kontra boltann eftir góðan undirbúning Emils en boltinn fer langt framhjá. Þróttarar gjörsamlega með öll völd á vellinum.
74. mín
Logi nær hér skoti í átt að marki en Robert nær að handsama boltann. Logi búinn að vera mjög sprækur.
73. mín
Inn:Emil Atlason (Þróttur R.) Út:Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
Emil Atlason kominn inná við mikinn fögnuð áhorfenda.
72. mín
Boltinn hrekkur hér út í teiginn á Loga sem að skýtur í átt að marki en Robert nær að blaka boltanum yfir.
71. mín
Viktor Jónsson kemst í fínt færi eftir góðan undirbúning Kristófers en skot hans er yfir markið.
68. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
Síðasta skipting gestanna.
66. mín
Inn:Logi Tómasson (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
Lánsmaðurinn frá Víking að spila sinn fyrsta leik.
63. mín MARK!
Kristófer Konráðsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Daði Bergsson
ÞRIÐJA MARK ÞRÓTTAR!!!!

Daði Bergsson sendir boltann út á Kristófer sem að klárar með flottu skoti. Nú er brekkan orðin ansi brött fyrir Njarðvík.
62. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Njarðvík) Út:Theodór Guðni Halldórsson (Njarðvík)
Önnur skipting Njarðvíkur í dag.
58. mín
Kristófer kemst hérna einhvernveginn einn í gegn eftir frábæran undirbúning Jaspers en virðist ekki alveg fatta það og missir boltann aftur fyrir endamörk.
57. mín
Jasper reynir hér skot fyrir utan teig en það fer framhjá markinu.
56. mín
Njarðvíkingar geysast hérna uppí skyndisókn sem að endar með slakri fyrirgjöf Arnórs beint í fangið á Arnari Darra.
53. mín
Njarðvíkurmenn nálægt því að minnka muninn þarna. Laus hornspyrna niðri endar fyrir framan Arnar Helga en skot hans fer í varnarmann Þróttar.
52. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Kristófer Konráðsson
STAÐAN ER ORÐIN 2-0!!!

Kristófer Konráðsson á hornspyrnu sem að fer beint á kollinn á Viktori sem að skallar hann í netið.
50. mín
Það hefur lifnað yfir Þrótturum eftir þetta mark og ekki síst í stuðningsmönnunum. Þar fara leikararnir Gunni Helga og Halldór Gylfa fremstir í flokki og syngja hástöfum.
47. mín MARK!
Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
Já ég skal sko segja ykkur það!!

Boltinn hrekkur út á Jasper sem að tekur hann í fyrsta í hornið. Skotið var ekkert svo fast og Robert átti að gera miklu betur.
46. mín
Þá er leikurinn að hefjast að nýju og eru það Njarðvíkingar sem að eiga upphafsspyrnuna.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Þorvaldur til loka fyrri hálfleiks og staðan enn markalaus. Aðeins búið að lifna yfir þessu eftir viðbjóðslega leiðinlegar upphafsmínútur. Óska eftir marki í seinni hálfleik.
45. mín
Jasper reynir hér skot eftir fínan sprett en það fer í hliðarnetið.
41. mín
Kristófer með fínt skot fyrir utan teig en Robert nær að verja það aftur fyrir endamörk. Hreinn nær fínum skalla eftir hornspyrnuna sem að fer rétt yfir markið.
38. mín
Inn:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík) Út:Luka Jagacic (Njarðvík)
Stefán kemur inn í stað Luka sem getur ekki haldið leik áfram.
36. mín
Viktor Jónsson nær skalla eftir fyrirgjöf Rafns en hann fer framhjá. Luka er lagstur niður aftur og er að fara útaf.
36. mín
Aukaspyrna Kristófers fer í vegginn og útaf. Luka er kominn aftur inná.
34. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á fínum stað sem að Kristófer ætlar að taka. á sama tíma liggur Luka Jagacic og þarf að fá aðhlynningu.
32. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!

Kristófer Konráðs reynir skot sem að fer í varnarmann og hrekkur beint til Viktors sem að er einn á móti markmanni. Skot hans er hins vegar hörmulegt og fer langt framhjá. Þarna á framherjinn að gera miklu betur.
28. mín
Jasper hérna með skemmtilega takta og fer framhjá þremur Njarðvíkurmönnum. Endar svo á að taka skot en það fer í hliðarnetið.
27. mín
Rafn Andri tekur hornspyrnu sem að endar á kollinum á Viktori á fjær en skalli hans er laus og beint á Robert.
21. mín
Fínt spil hjá Þrótti þarna endar með sendingu út á Rafn Andra sem að virðist ekki þora að skjóta. Eftir það rennur sóknin út í sandinn.
19. mín
Hornspyrnan endar með skyndisókn Njarðvíkur en þeir ná ekki að gera sér mat úr því.
18. mín
Nú fær Þróttur hornspyrnu. Kristófer Konráðsson tekur.
13. mín
Hornspyrnan fer aftur fyrir línuna og markspyrna dæmd. Daprar fyrstu mínútur.
13. mín
Njarðvík fær hornspyrnu. Luka Jagacic tekur.
9. mín
Boltinn dettur hér fyrir Kenneth Hogg í vítateignum en skot hans fer beint í Hrein Inga og sóknin fjarar út.
7. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Bæði lið reyna að halda boltanum en gera enga sérstaka atlögu á síðasta þriðjungnum.
3. mín
Viktor Jónsson nær hér ágætis skalla eftir horn en Robert Blakala er vel á verði í markinu og grípur boltann.
2. mín
Þarna munaði litlu. Jasper á hér góða fyrirgjöf á kollinn á Daða en skalli hans fer í slánna. Lagleg sókn heimamanna þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Þorvaldur leikinn á og heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og mér sýnist á öllu að þessir áhorfendametsdraumar mínu verði ekki að neinu. En við skulum nú samt sem áður hafa gaman af þessu.
Fyrir leik
Nú þegar hálftími er í að leikurinn hefst eru liðin á fullu að undirbúa sig. Það er fámennt í stúkunni enn sem komið er en ég sé það heldur betur breytast á næstu mínútum og ætla að spá metmætingu á Eimskipsvöllinn. Fólk hefur ekkert betra að gera á föstudagskvöldi í miðjum júlí.
Fyrir leik
Gestirnir í Njarðvík gera fjórar breytingar á liði sínu. Út koma þeir Helgi Þór Jónsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Ari Már Andrésson og Sigurbergur Bjarnason. Í stað þeirra koma Neil Slooves, Theodór Guðni, Bergþór Ingi og Arnór Björnsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Þróttur gerir eina breytingu á liði sínu en Finnur Tómas Pálmason kemur útúr liðinu á kostnað Hlyns Haukssonar. Emil Atlason sem hefur verið að glíma við erfið meiðsli er á bekknum ásamt Loga Tómassyni sem að Þróttur fékk á láni frá Víkingi R.
Fyrir leik
Þróttur vann góðan 4-1 sigur á Skagamönnum í síðustu umferð þar sem að framherjinn knái Viktor Jónsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Daði Bergsson sá um afganginn.

Það var ekki alveg það sama uppá teningunum hjá gestunum í Njarðvík en þeir fóru í fýluferð á Selfoss og töpuðu þar 4-1. Magnús Þór Magnússon sá um að skora mark Suðurnesjamanna.
Fyrir leik
Það er fínt veður til fótboltaiðkunnar hér á teppinu á Eimskipsvellinum í dag. Það er vel skýjað og meiri líkur en minni að það muni dropa aðeins niður.
Fyrir leik
Það kom mörgum í opna skjöldu í gær þegar að tilkynnt var um það að Karl Brynjar Björnsson og Víðir Þorvarðarson hefðu verið leystir undan samningi hjá Þrótti. Karl Brynjar hefur leikið 123 leiki fyrir Þrótt og var fyrirliði liðsins undanfarin tvö ár. Víðir kom frá Fylki fyrir síðasta keppnistímabil og spilaði 30 leiki fyrir liðið.
Fyrir leik
Leikmannamarkaðurinn er opinn á Íslandi þessa stundina og hafa bæði lið látið til sín taka á honum. Heimamenn hafa fengið Loga Tómasson á láni frá Víking R. á meðan að gestirnir í Njarðvík fengu Pawel Grudzinski frá Víði Garði.
Fyrir leik
Heimamenn í Þrótti eru í sjötta sæti með sextán stig á meðan gestirnir í Njarðvík eru í tíunda sæti með tíu stig en það eru jafn mörg stig og ÍR sem eru í fallsæti.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Þróttar R. og Njarðvíkur í Inkasso deild karla.

Leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í sumarveðrinu.
Byrjunarlið:
Brynjar Freyr Garðarsson
Arnór Björnsson
1. Robert Blakala
3. Neil Slooves
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason ('68)
20. Theodór Guðni Halldórsson ('62)
22. Magnús Þór Magnússon
22. Andri Fannar Freysson
23. Luka Jagacic ('38)

Varamenn:
31. Unnar Elí Jóhannsson (m)
2. Helgi Þór Jónsson ('62)
6. Sigurbergur Bjarnason
6. Unnar Már Unnarsson
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('38)
14. Birkir Freyr Sigurðsson
15. Ari Már Andrésson ('68)

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Snorri Már Jónsson
Leifur Gunnlaugsson
Falur Helgi Daðason

Gul spjöld:
Magnús Þór Magnússon ('90)

Rauð spjöld: