Fjölnir
1
1
ÍBV
Birnir Snær Ingason '38 1-0
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '71 , víti
22.07.2018  -  14:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic ('63)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson
26. Ísak Óli Helgason ('85)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Igor Jugovic ('63)
10. Viktor Andri Hafþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('85)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('43)
Igor Jugovic ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan !
Fjölnismenn líklega með súrt bragð í munni eftir þetta jafntefli á meðan Eyjamenn fara sáttari með stigið í burtu
93. mín Gult spjald: Priestley Griffiths (ÍBV)
brýtur hér á Torfa og er alls ekki sáttur að dæmt sé brot
91. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
91. mín
Uppbótartími eru 3 mín!
90. mín
Fjölnismenn liggja á Eyjamönnum þessa stundina og eru búnir að taka 3 horn í röð áður en Eyjamenn ná að hreinsa!
87. mín
Fjölnimenn komast í góða fyrirgjafastöðu en boltinn fer fyrir aftan Ægir Jarl og í bakið á honum og Eyjamenn hreinsa.

Þessar lokamínútur ætla að vera spennandi
85. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ísak Óli Helgason (Fjölnir)
83. mín
Þvílíkt FÆRI!
Kaj Leó á frábæra sendingu fyrir markið þar sem Breki Ómarsson nær að teygja sig í hann og boltinn fer í stöngina og út á Gunnar Heiðar sem á skot í varnarmann og útaf.
Þarna skapaðist hætta!
79. mín
Torfi Tímóteus á frábæran sprett inn í teig og er að munda fótinn í skot þegar hann er klipptur niður en dæmt horn, hefði verið hægt að dæma á þetta en ég sjálfur er ekki 100% þannig við leyfum dómaranum að njóta vafans þarna en mikið hlítur það að taka á taugarnar að vera Fjölnismaður þessa stundina
75. mín
Ég er orðinn asni smeikur um að þessi leikur gæti farið að leysast upp í einhverja vitleysu, boltinn fer núna augljóslega í hendina á David Atkinson út á velli en Ívar Orri dæmir ekki, boltinn hefði sent Fjölnismenn eina í gegn.
Hallar svolítið á Grafarvogsmenn þessar mínútur
73. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
71. mín Mark úr víti!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gunnar Heiðar skorar úr vítinu!
70. mín
Ég á ekki til eitt aukatekið orð !
Ívar Orri dæmir víti þegar það er augljóslega brotið á Kaj Leó fyrir utan teig!

Jahérna!
70. mín
SENUR!!! ÍBV fær víti!
Brotið er augljoslega fyrir utan teig en Ívar Orri dæmir á óskiljanlegan hátt VÍTI!
68. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV) Út:Dagur Austmann (ÍBV)
66. mín
Sótt á báða bóga en Sigurður Arnar átti hörku skot rétt yfir mark Fjölnismanna og nú átti Ægir Jarl skot sem lak rétt framhjá
63. mín
Inn:Igor Jugovic (Fjölnir) Út:Mario Tadejevic (Fjölnir)
58. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
57. mín
Atli Arnarson með gott skot rétt framhjá!
fékk skemmtilega hælsendingu frá Gunnar Heiðari
54. mín
Binni með flott skot sem Derby ver í horn!
Guðmundur Karl tekur hornið en ekkert varð úr því
52. mín
Eyjamenn að byggja upp sókn þegar Ívar Orri dómari stendur fyrir og hreinlega kjötar bara Felix og Fjölnismenn ná að bægja hættunni frá við litla hrifningu frá Felix
50. mín
Ísak Óli með flotta fyrirgjöf fyrir markið sem Eyjamenn misstu af en blessunarlega fyrir þá að þá gerði Binni það líka
46. mín
Þórir Guðjóns sparkar seinni hálfleik af stað!
45. mín
Hálfleikur
Fjölnismenn leiða 1-0 í hálfleik í boði Binna bolta.
44. mín
Binni með skot í stöng og útaf! Það hefur færst fjör í þetta eftir markið!
43. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Nælir sér í fyrsta gula spjald leiksins
40. mín
Eyjamenn taka miðju og eiga svo frábæra sókn sem á óskiljanlegan hátt skora ekki úr!
Kaj Leó alveg við endamörk með fyrirgjöf fyrir á Atla Arnarson sem á fast skot en fjölnismenn bjarga á línu og boltinn berst þá á Felix Örn sem á fast skot rétt yfir!
38. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Ægir Jarl veður upp völlinn og á skot sem Derby Carrilo ver en Binni bolti er fyrstur á frákastið og klárar vel!
32. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á flottum stað við vítateigshornið, brotið á Binna bolta sem tekur spyrnuna sjálfur og á lúmskt skot sem Derby ver
30. mín
Kaj Leó er nánast sloppinn einn í gegn en bíður eftir Gunnari Heiðari og þetta fjaraði svolítið undan þeim og Fjölnismenn komust inn í þetta.
Kaj Leó hefði alltaf átt að fara bara og reyna sjálfur þarna
28. mín
Alls ekki langt frá því en Ægir Jarl átti skalla rétt framhjá!
28. mín
Fjölnismenn með enn eina hornspyrnuna, ætli Binni bolti töfri eitthvað fram í þetta skiptið?
22. mín
Fjölnismenn komast í gott færi þar sem kemur fyrirgjöf fyrir markið á Hans Viktor sem fleytir honum inn í boxið en Beggi hittir ekki boltann!
Fjölnir hæglega getað komist yfir þarna!
21. mín
Beggi með flotta fyrirgjöf fyrir markið á Þórir Guðjóns er á fjær en skallinn dettur ofan á þaknetið.
19. mín
Priestley Griffiths með flott samspil við Gunnar Heiðar en á svo skot sem fer rétt yfir.
Eyjamenn að komast betur inn í leikinn.
15. mín
Fjölnismarkið virðist líklegra þessa stundina en Eyjamenn eru virkilega þéttir tilbaka
11. mín
Fjölnismenn hriiiiiiikalega óheppnir!
Eftir góða fyrirgjöf fyrir eiga einhverjir 3-4 tilraun á markið en alltaf komust eyjamennirnir fyrir!

Eyjamenn STÁLHEPPNIR! að lenda ekki undir þarna!
7. mín
Ægir Jarl á fyrsta skotið sem ratar á rammann í þessum leik en Derby nokkuð öruggur með það
5. mín
Nokkuð mikið um innköst á þessum fyrstu 5 mín, hvorugt liðið að ógna
1. mín
Það eru peyjarnir frá Eyjum sem byrja þennan leik!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl sem þýðir bara eitt!
Veislan fer að byrja!

Fyrir leik
#Celebvaktin fylgir Eyjamönnum í sumar og strax á bílastæðinu mætti ég Heimi Hallgríms því miður fyrrum landsliðsþjálfara.
Fyrir leik
Bæði lið koma til leiks særð eftir síðustu leiki.
Fjölnir eftir leikinn við Breiðablik þar sem þeir fengu á sig sigurmark í uppbótartíma 2-1 og ÍBV eftir einvígið við Sarpsborg 6-0 samanlagt í evrópukeppninni.
Fyrir leik
Elías Már Ómarsson spámaður umferðarinnar hafði þetta að segja

Fjölnir 1 - 1 ÍBV
Ég held þetta verði 1-1 jafntefli, liðin eru jöfn á stigum í tíunda og níunda sæti og þurfa bæði lið á þremur stigum að halda en þau fara bæði með einn punkt úr þessum leik.
Fyrir leik
Bæði þessi lið eru í bullandi fallhættu með 12 stig hvort eftir 12 leiki í 10.-9. sæti deildarinnar og gætu með tapi farið í fallsæti þar sem Fylkir er ekki langt undan í 11.sæti deilarinnar með 11 stig en þeir eiga leik við KA í þessari umferð.
Það má því segja að gamla klysjan 6 stiga leikur eigi hér alveg við.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar endaði með 1-1 jafntefli í vægast sagt gæðalitlum leik þar sem veðrið á eyjunni fögru þennan dag bauð upp á léttan storm sem erfitt var að spila fótbolta í en Valmir Berisha fyrrum sænska undabarnið skoraði mark Fjölnis og Ágúst Leó Björnsson jafnaði fyrir ÍBV.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik Fjölnismanna og Eyjamanna ÍBV þennan sunnudaginn i Pepsí deild karla.
Byrjunarlið:
22. Derby Carrillo (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann ('68)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('91)
8. Priestley Griffiths
11. Sindri Snær Magnússon
30. Atli Arnarson
77. Jonathan Franks ('58)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
11. Sigurður Grétar Benónýsson
12. Eyþór Orri Ómarsson
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson ('91)
18. Alfreð Már Hjaltalín ('68)
19. Breki Ómarsson ('58)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Priestley Griffiths ('93)

Rauð spjöld: