Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
ÍA
5
0
Þór
Arnór Snær Guðmundsson '38 1-0
Arnór Snær Guðmundsson '49 2-0
Arnar Már Guðjónsson '64 3-0
Einar Logi Einarsson '80 4-0
Steinar Þorsteinsson '87 5-0
27.07.2018  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Geggjaðar. 16 stig, glampandi og nánast logn.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Arnór Snær Guðmundsson(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('82)
17. Jeppe Hansen ('76)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('75)

Varamenn:
10. Ragnar Leósson ('82)
15. Hafþór Pétursson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('75)
20. Alexander Már Þorláksson
26. Hilmar Halldórsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('76)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('29)
Arnar Már Guðjónsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með stórsigri heimamanna! Skýrsla og viðtöl á leiðinni
90. mín
Tvær mínútur í viðbótartíma
87. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARK!!!!!!! NIÐURLÆGINGIN ER FULLKOMNUÐ!!!! STEINAR ÞORSTEINS!!! Boltinn berst inn fyrir á Steinar sem er með skot/sendingu sem lyftist yfir Aron í bláhornið!!! Rútuferðin verður bara verri og verri!

87. mín
Bjarki Þór með skot úr teignum en framhjá.
85. mín
ÞÞÞ með skot á lofti utan teigs en vel yfir. Skagamenn nær því að bæta við en Þórsarar að minnka muninn
83. mín
Garðar að reyna að toppa Arnar. Tekur klippu af 20+ metrum en beint á Aron í markinu.
82. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
80. mín MARK!
Einar Logi Einarsson (ÍA)
MAAAAAAAAAAAARK!!!!!! EINAR LOGI EINARSSON!!!! Skagamenn að gera lítið úr norðanmönnum í toppslagnum! Skagamenn fengu horn og Einar Logi stökk mun hærra en sést hefur áður og með geggjaðan skalla í fjærhornið. Erfið rútuferð heim í kvöld hjá Þórsurum
78. mín
Arnar Már í fínu færi en Aron ver. Strax í kjölfarið Ólafur Valur með skot en Aron ver í horn!
76. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Jeppe Hansen (ÍA)


75. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
74. mín
Steinar Þorsteins með skot en framhjá.
72. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (Þór ) Út:Loftur Páll Eiríksson (Þór )
72. mín
Alvaro í dauðafæri!!!!! Arnór Snær mætir og ver frábærlega.
71. mín
Skyndisókn hjá ÍA og Steinar með stórhættulega fyrirgjöf en enginn mættur.
70. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (Þór )
70. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)




64. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!! ARNAR MÁR MEÐ RUGLAÐ MARK!!!!! STÓRBROTIÐ!!!! Skagamenn fengu aukaspyrnu inní miðjuboganum rétt fyrir aftan miðju og Arnar bara tekur spyurnuna strax og yfir Aron Birki í markinu!!!!! Geggjað mark hjá Arnari! Game over??
63. mín
Hörður Ingi með langt innkast inní teig og Skagamenn með tvo skalla en engin hætta
62. mín
Fín sókn hjá Þór og fyrirgjöf á Montejo en skotið er arfaslakt og hátt yfir.
60. mín
Stefán Teitur með skot fyrir utan teig eftir vesen í vörn Þórs en skotið er slakt og Aron ver.
54. mín
STEFÁN TEITUR!!!!!! Jeppe setur Stefán einn í gegn en hann fer alltof nálægt og Aron Birkir ver skotið. Þarna átti Stefán að klára leikinn!!!!
49. mín MARK!
Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
MAAAAAAAARK!!!!!!! ARNÓR SNÆR!!! HVAÐ ER AÐ GERAST MEÐ MANNINN???? Skagamenn með langt innkast sem Þórsarar hreinsa út en boltinn á Hörð Inga sem sendir á Steinar sem gefur fyrir og aftur er Arnór ALEIN OG ÞÁ MEINA ÉG ALEINN í teignum og potar honum inn! 2-0!!
48. mín
ÚFFFFF! Þórsarar fá horn og boltinn skallaður út fyrir teig þar sem Sveinn Elías tekur hann í fyrsta en rétt framhjá.
46. mín
Skagamenn strax í sókn og Jeppa hársbreidd frá að koma boltanum inná Stefán Teit
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og reglum samkvæmt hefja Skagamenn leik núna og sækja í átt að höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Akranesi og það eru heimamenn sem leiða 1-0. Kaffi og meðí og svo komum við aftur.


38. mín MARK!
Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!!!!! SKAGINN ER KOMINN YFIR!!! Skagamenn búnir að vera í sókn og í smá tíma. Hörður tekur innkast sem Þórsarar hreinsa frá Óli Valur sendir til baka á ÞÞÞ sem kemur með frábæra fyrirgjöf og Anrór var ALEINN í teignum og fékk frían skalla og setur hann í fjærhornið. Virkilega vel klárað. Maðurinn skorar bara og skorar!
36. mín Gult spjald: Nacho Gil (Þór )
33. mín
Jeppa fer niður í teignum og einhverjir Skagamenn vilja víti en held að þetta hafi verið kórrétt hjá Helga.
31. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Jónas Björgvin gat ekki haldið áfram eftir tæklingu Harðar áðan.
31. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (Þór )
29. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
26. mín
Þórsarar spila sig frábærlega útúr pressu Skagamanna en ná ekki að koma sér í færi. En virkilega huggulegt spil
23. mín
Þórsarar með flotta sókn hérna og boltinn fyrir á Montejo en Hörður INgi vel vakandi og hreinsar í innkast.
20. mín
Fín sókn hjá gestunum sem endar með fyrirgjöf frá Sveini Elíasi en hún er slök og Árni nær boltanum.
17. mín
Skallatennis við vítateig Skagamanna og boltinn berst á Orra Sigurjóns en skotið frá honum er vel yfir markið.
14. mín
Flott skyndisókn hjá ÍA og Jeppe leggur boltann út en skotið í varnarmann. Sóknin heldur áfram og Stefán Teitur með skall en rétt yfir markið! Aðeins að lifna við.
12. mín
Þórsarar áttu hérna ágætis sókn sem endaði með hornspyrnu sem ekkert varð úr. Annars frekar rólegt.
8. mín
Það hefur nákvæmlega ekkert gerst fyrstu 8 mínútur leiksins!


2. mín
Fyrsta skot að marki er heimamanna. Skalli frá Arnór yfir eftir aukaspyrnu frá Alberi. Aldrei hætta
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað og það eru Þórsarar sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni! Skagamenn gulir og svartir og Þórsarar hvítir og rauðir. Allt eins og það á að vera.


Fyrir leik
Það eru tæpar 10mín í leikinn hjá okkur og spennan magnast! En hvar er fólkið? Það er vægast sagt skelfileg mæting!
Fyrir leik
Það eru ca 35 mín í leik og liðin byrjuð að hita uppa. Það er vel létt yfir mannskapnum enda engin ástæða til annars.
Fyrir leik
Það er nákvæmlega engin afsökun fyrir því að mæta ekki á völlinn í kvöld. Það er toppslagur framundan og veðrið uppá 10! Það er glampandi sól, 16 stiga hiti og nánast logn. Skyldumæting.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús en þau má sjá hér til hliðar. Það er ekki mikið sem kemur á óvart nema kannski það að Jeppe Hansen nýjasti leikmaður ÍA kemur beint inní byrjunarliðið. Spurning hvort Jói Kalli sé ekki að henda í strang heiðarlegt 442 í kvöld.
#fotboltinet fyrir skemmtilegar færslur í kringum leikinn. Valdar færslur birtast í lýsingunni.
Fyrir leik
Það er ekkert annað í boði fyrir mannskapinn en að mæta á völlinn í kvöld! Geggjað veður og geggjaður fótbolti!
Fyrir leik
Það fóru fram fjórir leikir í 13.umferðinni í gær. Eins og áður hefur komið fram þá gerðu Víkingur Ó og HK markalaust jafntefnli í Ólafsvík. Fram og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli á meðan Njarvík vann Leikni R 1-0 suður með sjó og ÍR-ingar skelltu Selfyssingum 3-2 í Breiðholtinu. Umferðin klárast svo á morgun þegar Magni tekur á móti Haukum á Grenivík.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvort nýjasti leikmaður ÍA, Jeppe Hansen byrji leikinn en sagan segir að svo sé. Og þá er spurning hver sest á tréverkið í staðinn en byrjunarliðin detta inn rétt uppúr 17:00
Fyrir leik
Dómari dagsins er Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar eru Gylfi Tryggvason og Ragnar Þór Bender. Varadómari er Jóhann Ingi Jónsson og eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason.
Fyrir leik
Leiðin mættust í annari umferð Inkasso-deildarinnar fyrir norðan þann 10.maí og þar hafði Skaginn betur 0-1 með marki frá Steinar Þorsteinssyni.

Alls hafa liðin mæst 45 sinnum í leikjum á vegum KSÍ og þar hafa Skagamenn haft töluvert betur. Þeir hafa unnið 26 á meðan Þórsarar hafa unnið og 13 leiki. 6 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er 87-54 Skagamönnum í vil. En eins og við vitum öll þá vinnur tölfræði ekki leiki :)
Fyrir leik
Þórsarar koma inní þennan leik með alveg bullandi sjálfstraust eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð og ætla sér ekkert annað en sigur. Og með sigri skilja þeir heimamenn svolítið eftir og skella sér upp að hlið HK á toppnum eftir leikinn í gær. Tapi þeir hins vegar missa þeir Skagamenn upp fyrir sig aftur.
Fyrir leik
Skagamenn sitja í fjórða sæti deildarinnar og hafa verið að gefa aðeins eftir í síðustu leikjum en þeir hafa tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum og þurfa virkilega á sigri að halda í dag.Með sigri fara þeir upp fyrir bæði Þór og Víking Ó eftir að Víkingur og HK gerðu jafntefli í gærkvöldi. Tap hjá þeim í dag yrði mjög slæmt fyrir þá.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Og það er enginn smá leikur, toppslagur ÍA og Þórs frá Akureyri í 13.umferð Inkasso-deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
Orri Sigurjónsson
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
5. Loftur Páll Eiríksson ('72)
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('31)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason
4. Aron Kristófer Lárusson ('72)
12. Aron Ingi Rúnarsson
14. Jakob Snær Árnason
15. Guðni Sigþórsson ('31)
18. Alexander Ívan Bjarnason

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Óðinn Svan Óðinsson
Sölvi Sverrisson
Elín Rós Jónasdóttir
Birkir Hermann Björgvinsson
Gestur Örn Arason

Gul spjöld:
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('31)
Nacho Gil ('36)
Alvaro Montejo ('70)

Rauð spjöld: