Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Grindavík
0
2
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '28
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '89
24.07.2018  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 100
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun ('81)
6. Steffi Hardy
7. Elena Brynjarsdóttir ('77)
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Madeline Keane

Varamenn:
12. Dagbjört Ína Guðjónsdóttir (m)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
10. Una Rós Unnarsdóttir
14. Lísbet Stella Óskarsdóttir
15. Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir ('81)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('77)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Steffi Hardy ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Breiðabliks sem fer þar með aftur á topp deildarinnar.
90. mín Gult spjald: Steffi Hardy (Grindavík)
89. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Mark!

Berglind Björg að tryggja þetta fyrir gestina,Viviane missir af fyrirgjöf og Berglind fær auðveldan skalla af 50 cm færi.
87. mín
Berglind Björg að sleppa í gegn en Steffi bjargar með geggjaðri tæklingu. Agla síðan með skot vinstra meginn úr teignum sem Viviane tekur sjónvarpsvörslu á.

84. mín
Þvílíkt dauðafæri hjá Grindavík!!!!!!

Dröfn alein við markteig vinstra meginn eftir að skot Rio fer í varnarmann en hún hafði enga trú á því að hún væri að fara að skora og hittir varla boltann.
81. mín
Inn:Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir (Grindavík) Út:Linda Eshun (Grindavík)
81. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Hildur að spila sinn annan leik í sömu umferð,
81. mín
Agla María með skot úr aukaspyrnu hátt yfir
80. mín
Mikill barningur á vellinum og kappið að bera fegurðina ofurliði.
77. mín
Inn:Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík) Út:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)
75. mín
Grindavík að reyna. Eiga hér ágætis hornspyrnu og ná skalla en framhjá.
71. mín
Rio Hardy með skot af löngu færi en yfir.
66. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
önnur skipting Blika
65. mín
Það verður að segjast að leikurinn er afar rólegur eins og er.
59. mín
Dröfn í ágætisfæri fyrir Grindavík eftir að Rio flikkar löngu innkasti innfyrir en skotið er slakt og beint á Sonný.

Þær eiga alveg möguleika á að gera eitthvað hér.
57. mín
Agla María vinnur horn fyrir blika.
55. mín
Hornið beint í fyrsta varnarmann og afturfyrir annað horn en ekkert verður úr.
54. mín
Hræðileg sending frá Steffi Hardy til baka og Blikar fá annað horn.
53. mín
Viviane hikandi í úthlaupi og gefur blikum horn. Ekkert verður úr því.
50. mín
Fer rólega af stað hér í upphafi í seinni hálfleiks.
46. mín
Farið af stað á ný Blikar hefja leik hér í síðari.
45. mín
Hálfleikur
Kristinn flautar hér til hálfleiks.

Gestirnir leiða eftir mark Öglu Maríu eftir tæplega hálftíma leik.
45. mín
Grindavík fær horn
42. mín
Blikar halda áfram að pressa en ekki að skapa sér hættuleg færi.
38. mín
Lítið gerst hér síðustu mínútur. Í þeim orðum brýst Selma Sól upp hægri vænginn rennir honum á Andreu Rán sem á skot í stöng af stuttu færi.
31. mín
Berglind Björg kemst á sprettinn eftir að Steffi Hardy misreiknar boltann. Leikur upp að vítateig en á slakt skot beint á Viviane. Hefði betur lagt hann á Öglu vinstra meginn við sig sem var dauðafrí í hlaupinu.
28. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Einfalt fyrir Blika.

Uppspil Grindavíkur klikkar og boltinn berst á Berglindi á hægri vængnum sem rekur boltann að endalínu og leggur hann á Öglu sem rennir boltanum í fjærhornið.
23. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Heidís líklega eitthvað meidd
21. mín
Selma Sól með skot hægra meginn úr teignum en framhjá,
17. mín
Agla María sækir aukaspyrnu við vítateigslínu hægra meginn.

Spyrnan tekin stutt á Selmu Sól sem reynir skotið sem fer beint í andlitið á Helgu Guðrúnu sem steinliggur.
16. mín
Stórsókn hjá Blikum. Linda Eshun bjargar mjög vel með tæklingu í teignum
15. mín
Berglind Björg ein á auðum sjó í teignum en Viviane með frábært úthlaup sem lokar skotgeiranum og ver vel
14. mín
Madeline með skot af lööööngu færir fyrir Grindavík. Vel framhjá
12. mín
Alexandra Jóhannsdóttir með tíma og svæði reynir skotið af c.a 20 metrum en vel yfir markið,
9. mín
Blikar að taka aðeins yfir leikinn núna. Pressa Grindavík hátt á vellinum.

7. mín
Berglind Björg með skot í stöng af markteig eftir sendingu frá Selmu Sól.
4. mín
Fer rólega af stað, ekkert um færi og töluverð barátta á vellinum
2. mín
Rio Hardy með fyrirgjöf beint í fangið á Sonný
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn það eru heimakonu sem hefja leik og sækja til sjávar.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar undir Sweet Child of mine. Varla kjaftur í stúkunni enda líklega flestir farnir í Laugardalinn.
Fyrir leik
Mættur í boxið og allt að verða klárt.

Liðin ganga til búningsherbergja og fer að styttast í að leikurinn hefjast.
Fyrir leik
Gott kvöld lesendur góðir og verið velkominn í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Breiðabliks i Pepsideild kvenna sem fram fer á Grindavíkurvelli.
Byrjunarlið:
0. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
0. Ásta Eir Árnadóttir
0. Fjolla Shala
0. Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir ('23)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('66)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('81)
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('66)
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('23)
21. Hildur Antonsdóttir ('81)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: