Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur Ó.
0
0
HK
26.07.2018  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá gola. Skýjað en þurrt eins og er. Má búast við rigningu
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Vignir Snær Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
4. Kristófer James Eggertsson ('70)
5. Emmanuel Eli Keke
10. Kwame Quee
11. Alexander Helgi Sigurðarson
13. Emir Dokara ('65)
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson
27. Guyon Philips ('80)

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
6. Ástbjörn Þórðarson ('65)
7. Sasha Litwin
10. Sorie Barrie ('70)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
17. Brynjar Vilhjálmsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Emmanuel Eli Keke ('52)
Ignacio Heras Anglada ('75)
Vignir Snær Stefánsson ('88)
Kwame Quee ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Leik lokið með markalausu jafntefli. Sanngjarnt miðað við seinni háflleik.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms
90. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
+2

Reyna að espa Emmauel upp í einhverja vitleysu. Michael kom og ýtti honum frá og hraunaði yfir hann
90. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)
+1

Klárlega brotið á Gonzalo við miðjuna. Elías dæmdi ekki

Kwame tók Sigurpál og straujaði hann. Víkingar brjálaðir og hópuðust að Elíasi. Byrjaði leikinn fanta vel en búinn að dæma mjög skringilega síðusta korterið
90. mín
Emmanuel fór í öxl í öxl við Bjarna. Sterkari í þeirri baráttu en Elías dæmdi...

Orðið eitthvað ljótt grín hérna
88. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Sá ekki á hvað.
86. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
Önnur breyting gestanna
85. mín
þriðja skipti sem Elías dæmir á Emmanuel þar sem ekkert brot á sér stað. Tók boltan af Mána Austmann en eitthvað fannst Elíasi þetta gruggugt og ákvað að dæma. Víkingsliðið ekki sátt
83. mín
Kristinn Magnús í hörkufæri. Boltinn kom á móti honum og hann reyndi skot viðstöðulaust utarlega í boxinu. Rétt yfir markið
81. mín
Bjarni komst innfyrir Emmanuel hægra megin. Reyndi skotið í skoppinu. Mjög fast í hliðarnetið
80. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
Fyrsta breyting gestanna
80. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Guyon Philips (Víkingur Ó.)
Frumraun Guyon í íslenskum fótbolta lokið. Ágætur leikur en samherjar hans hefðu mátt vera duglegari að finna hann í loftinu
78. mín
Hörður Árna búinn að eiga fanta góðan leik í liði HK
75. mín Gult spjald: Ignacio Heras Anglada (Víkingur Ó.)
Sparkaði boltanum óvart í hausinn á Birki Val. Algjört óviljaverk og miðað við viðbrögðin frá Bjarna og Viktori Bjarka þá áttu þrjú gul að fara á loft en ekki bara eitt. Bjarni og Viktor ýtti mikið í Nacho og hann tók ekki vel í það
73. mín
Guyon með skot fyrir utan teig. Vel framhjá
70. mín
Inn:Sorie Barrie (Víkingur Ó.) Út:Kristófer James Eggertsson (Víkingur Ó.)
James búinn að vera góður í dag
69. mín
Bjarni Gunnars lét sig detta eftir smá baráttu við Emmanuel. Reyna að fiska Eli útaf? Aldrei brot að minnsta kosti
67. mín
Gonzalo á góðum spretti upp vinstra megin. Fékk sendingu innfyrir frá Guyon. Hefði átt að koma boltanum á fjær eða draga hann út. Reyndi sendingu beint í teiginn á Kwame. Auðvelt fyrir HK vörnina að eiga við sendinguna
65. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (Víkingur Ó.) Út:Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Emir fer meiddur af velli. Kristófer James fer í hans stöðu í miðvörðinn. Ástbjörn fer á hægri vænginn og Gonzi á þann vinstri
63. mín
Emir Dokara, fyrirliði Víkinga liggur eftir og Elías stöðvar leikinn. Búinn að vera kveinka sér allan seinni hálfleikinn. Lagðist niður og fékk aðhlynningu. Skipting í vændum
62. mín
Vignir Snær reyndi skot frá miðjunni. Fullheiðarleg tilraun. Vann boltann eftir misheppnað útspark frá Arnari og ætlaði að lyfta boltanum yfir hann. Gekk ekki
60. mín
Aftur skot frá Gonzalo. Í þetta skipti af löngu færi. Guyon skallaði boltan fyrir Gonzi sem reyndi skotið en hitti boltan ekki nógu vel. Vel framhjá markinu
58. mín
Gonzalo með slaka hornspyrnu en tók svo sprettinn og vann boltann aftur. Prjónaði sig framhjá 4 varnarmönnum HK og átti gott skot sem Arnar varði út í teiginn. Enginn Ólsari klár að fylgja eftir.
57. mín
Viktor Bjarki er duglegur í eyranu á Elíasi dómara. Aldrei verið þekktur fyrir tuða ekki í leikjum
55. mín
Víkingar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelming HK. Alexander kom með boltann fyrir í hlaupaleiðina fyrir Guyon. Náði ekki almennilegri snertingu og boltinn örugglega í hendur Arnars. Hefði bara þurt að ná stefnubreytingu á boltann
53. mín
Ásgeir Marteins með skottilraun af löngu færi. Langt yfir og langt framhjá
52. mín Gult spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Uppsafnað. Braut aftur á Brynjari
49. mín
Fyrsta sókn hjá HK í síðari hálfleik. Vignir og Emir fóru báðir of soft í boltann og Brynjar vann 50/50 boltann við þá báða. Fann Bjarna í svæðinu en hann kom með afleita fyrirgjöf
48. mín
Emmanuel Eli dæmdur brotlegur í þriðja skipti í leiknum eftir að hafa brotið á Brynjari. Hlýtur að fara styttast í spjaldið
47. mín
Bæði lið koma óbreytt úr hléinu
46. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn á ný.

Komasvo! Fáum mörk í þennan leik
45. mín
Hálfleikur
Víkingar hefðu átt að vera búnir að skora að mínu mati.

0-0 í hálfleik
45. mín
Ein mínúta í uppbót
43. mín
Hörkutækling hjá Alexander en boltinn var á leið beint til Ásgeirs. Ásgeir þrumaði svo í sólann á Alexander og aukaspyrna sem Víkingar fá. Heyrðist bara hár smellur í plastinu á skó Alexanders
42. mín
Brynjar Jónasson með frábæra vinnu og vann boltan af Emmauel. Reyndi svo skotið strax en yfir markið
40. mín
Víkingar fá aukaspyrnu úr fyrirgjafastöðu hægra megin eftir flott hlaup frá Michael.

Alexander tók spyrnuna og hún var góð en beint í hendur Arnars
38. mín
Emmanuel með flotta varnarvinnu. Brynjar hafði helling af plássi hægra megin og var á fleygiferð. Bjarni Gunnars var að koma á fjær og eina sem Brynjar þurfti að gera var að finna hann með næstu snertingu. Emmanuel var ekki á sama máli og komst fyrir og þrumaði boltanum í horn
36. mín
Elías Ingi féll í gryfju þarna!

Brynjar fékk Emmanuel í bakið og sá síðarnefndi potaði í boltann milli lappa Brynjars. Brynjar hennti sér niður með látum og fékk aukaspyrnuna. Var að vísu með betra sjónarhorn en Elías og sá vel að enginn snerting átti sér stað
35. mín
Komið meira jafnvægi milli liðanna núna. Víkingar eru ekki að fá langar sóknir eins og í byrjun hálfleiksins
32. mín
HK fékk aukaspyrnu við miðlínuna eftir að Emmanuel braut á Brynjari. Ásgeir kom með mjög góðan bolta fyrir markið en enginn náði að koma við boltann. Beint útaf
29. mín
Víkingar fá aukaspyrnu af ca 25 metra færi. Brotið á Gonzalo.

Hann og Alexander standa yfir boltanum.

Gonzalo reyndi fyrirgjöf en beint á fyrsta mann. Skallað frá beint á Emir sem fann Emmanuel sem síðar fann Guyon en hann átti skot beint á Arnar
27. mín
Birkir Valur með fyrsta skot gestanna. Tók skot fyrir utan teig með vinstri en beint á Fran
25. mín
Enn ein sóknin hjá Ólafsvík. Kwame og Vignir unnu mjög vel saman vinstra megin. Kwame fann Gonzalo sem sneri illa á Viktor Bjarka. Hafði miklu meiri tíma en hann hélt og tók skot með tánni beint á Arnar Frey
23. mín
Vignir Snær Stefánsson er allt í öllu í liði Víkinga. Mögnuð tækling á miðjum vellinum sem hann fylgdi eftir með frábærri sendingu innfyrir á Gonzalo. Gonzi lék á Guðmund og átti skot úr mjög þröngri stöðu í stöngina
22. mín
Enn og aftur mjög löng sókn hjá Víkingum. Þeir voru með boltann á vallarhelming HK í 2 mínútur. Endaði með skalla framhjá
18. mín
Áfram halda Víkingar að sækja. Löng sókn sem endar með skoti frá Kwame fyrir utan teig. Fínt skot en rétt yfir markið.
15. mín
Þórður Arnar aðstoðardómari hélt flaggi sínu á lofti í góðar 10 sekúndur áður en Elías Ingi tók eftir því. Öll stúkan var farin að kalla rangstaða
14. mín
HK gengur illa að finna leið að marki Víkinga í byrjun leiks. Víkingar fastir til baka. Hafa einungis fengið 9 mörk á sig í fyrstu 12 leikjum sumarsins og það sést afhverju miðað við þessa byrjun
11. mín
Guyon virkar bara ágætlega á mig svona til að byrja með. Stór og sterkur framherji sem nær að halda boltanum vel.
9. mín
Kristófer James með gott skot rétt fyrir utan teig. Arnar Freyr varði alveg út við stöng.
Nacho kom boltanum fyrir niðri. Guyon lét boltann fara en enginn tók við honum. Kwame náði til boltans. Fann James fyrir utan teiginn sem skaut í fyrsta
8. mín
Víkingsar byrja leikinn betur
6. mín
Gonzalo með fyrsta skot leiksins vel framhjá
4. mín
HK stilla upp í 4-2-3-1

Birkir-Guðmundur-Hörður Á-Leifur
Viktor Bjarki-Sigurpáll
Árni-Bjarni-Ásgeir
Brynjar
2. mín
Víkingar spila í 5-3-2 uppstillingu með Emir, Eli Keke og Michael í hafsent. Vignir og Nacho eru vængbakverðir.
Kristófer James, Alexander Helgi og Kwame eru á miðjunni. Kwame framar en hinir tveir
Guyon og Gonzalo eru fremstir
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og eru það HK-ingar sem byrja þennan leik og sækja þeir í átt að Gilinu í þessum fyrri hálfleik.

Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum og fjörugum leik.
Fyrir leik
Spá leiksins úr fjölmiðlaboxinu

.Net 1-1
MBL 2-1
Fyrir leik
Hörður Árnason leikur sinn annan leik fyrir HK en hann kom frá Stjörnunni í sumarglugganum. Hann er þá búinn að leika jafn marga leiki fyrir HK og hann lék fyrir Stjörnuna í sumar.

Sigurpáll Melberg byrjar sinn fyrsta leik fyrir HK í sumar en hann fékk ekki mikið að spila hjá Fjölni í sumar
Fyrir leik
Liðin mættust í annari umferð í Kórnum þar sem liðin skiptu milli sín stiga. Gonzalo Zamorano jafnaði fyrir Víkinga eftir að Kári Pétursson hafði komið HK yfir í leiknum. Kári er ekki með í dag vegna meiðsla
Fyrir leik
Kristófer James Eggertsson kemur til að leika sinn síðasta leik fyrir Ólsara í sumar en hann heldur út til Bandaríkjana eftir þennan leik í nám
Fyrir leik
Hjá HK eru tveir leikmenn sem komu í glugganum í byrjunarliðinu. Hörður Árnason sem kom frá Stjörnunni og Sigurpáll Melberg sem kom frá Fjölni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Hollenski sóknarmaðurinn Guyon Philips fer beint í byrjunarlið Ólsara en hann kom í vikunni. Philips er 24 ára og var síðast hjá Oss í hollensku B-deildinni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur fótbolta.net og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á stórleik 13. umferðar Inkasso-Deildar karla. Tvö efstu liðin mætast á Ólafsvíkurvelli. Víkingur Ólafsvík og HK
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson ('86)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
14. Hörður Árnason
20. Árni Arnarson ('80)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
8. Máni Austmann Hilmarsson ('80)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('86)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
18. Hákon Þór Sófusson
24. Aron Elí Sævarsson
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir

Gul spjöld:
Brynjar Jónasson ('90)

Rauð spjöld: