Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Þór/KA
2
0
ÍBV
Arna Sif Ásgrímsdóttir '22 1-0
Hulda Björg Hannesdóttir '56 2-0
28.07.2018  -  13:30
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: 13 stiga hiti, logn og rigning
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 234
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
1. Stephanie Bukovec (m)
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir ('74)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f) ('89)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('45)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Helena Jónsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
5. Ariana Calderon ('45)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
14. Margrét Árnadóttir ('74)
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('89)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Johanna Henriksson
Anna Catharina Gros
Christopher Thomas Harrington

Gul spjöld:
Bianca Elissa ('64)
Sandra Mayor ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið í rigningu á Akureyri! Þór/KA fer á toppinn með 32 stig allavega fram á þriðjudag þegar Breiðablik spilar gegn HK/Víking. ÍBV er áfram í 5. sætinu en þarf núna að treysta á að önnur lið fyrir neðan þær vinni ekki sína leiki svo þær falli ekki niður töfluna
91. mín
Stuttu eftir að hafa varið á línu á Rut skot fyrir utan teig Þór/KA sem er beint í fangið á Stephanie
89. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Sandra María Jessen (Þór/KA)
89. mín
Mayor búinn að vera góð í dag fyrir Þór/KA. ÍBV ræður illa við hana, hér keyrir hún inn á teig ÍBV og kemst upp endamörkum og tekur þá utanfótarskot sem Emily þarf að hafa sig alla við að verja, boltinn berst út í teig á Huldu sem tekur skot en Rut kastaði sér fyrir boltann sem var á leið inn, hrikalega vel gert hjá Rut!
87. mín
Inn:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
84. mín
Stephanie svelköld í markinu, fær boltann niður. Cloé pressar vel á hana og er kominn alveg upp við hana þegar Stephanie tekur góða gaphreyfingu á hana og kom boltanum aftur í leik. Ekkert panic á þeim bænum. Búinn að vera hrikalega örugg í markinu í dag
82. mín Gult spjald: Sandra Mayor (Þór/KA)
Brýtur af sér út á velli, alveg óþarfi að fá á sig gult spjald þarna
81. mín
Lillý gerir mistök í vörn Þór/KA, Shameeka nær til boltans og er kominn ein á móti Stephanie sem gerir sig stóra og kemur í veg fyrir mark. Sókn ÍBV hélt áfram en ekkrt meira kom úr sókninni
79. mín
Inn:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Út:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
78. mín
Bianca með aukaspyrnu frá miðju sem ÍBV á ekki vandræðum með að skalla frá. Sókn Þór/KA heldur áfram, boltinn endar hjá Andreu Mist úti á hægri kantinum sem nær ekki nægjanlega góðri sendingu fyrir og þessi sókn fjarar út
76. mín
234 áhorfendur eru mætir til að horfa á þennan leik í dag, flestir með regnhlífina að vopni
75. mín
Anna Rakel með góða sendingu á fjærstöngina á Söndru Jessen sem er í þröngri stöðu og nær ekki að koma boltanum á rammann
74. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
73. mín
Arna með góða sendingu upp völlinn á Söndru Mayor en varnarlína ÍBV gerði vel í að gera Mayor rangstæða
69. mín
Shameeka nánast kominn inn fyrir en Stephanie kemur vel út úr markinu og neglir þessum í burtu. ÍBV á innkast
68. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Brýtur á Biöncu
68. mín
Shameeka allt í öllu fyrir ÍBV. Kemst upp að endamörkum og nær sendingunni fyrir en Cloe nær ekki til boltans sem var innarlega. Stórhættuleg sending
64. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Búið að færast meiri harka í leikinn. ÍBV orðnar grimmari eftir markið. Fá hér aukaspyrnu eftir tæklingu rétt fyrir utan vítateig hægra megin. Sóley reynir skotið en inn í pakkann og Þór/KA hreinsar. Júlíana nær skoti í kjölfarið en það er laflaust og fer framhjá marki Þór/KA
62. mín
Sandra Mayor aftur með frábæra sendingu inn fyrir vörn ÍBV. Andrea Mist var kominn á ferðina en Adrienne var vel vakandi og tæklaði boltann í burtu
60. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Fyrsta breyting ÍBV í þessum leik
59. mín
Hulda Björg með sendingu fyrir mark ÍBV en enginn úr Þór/KA nær til boltans og ÍBV á markspyrnu
56. mín MARK!
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MARK!!
Frábærlega útfærð hornspyrna Þór/KA. Andrea Mist setur boltann út á Önnu Rakel sem kemur með magnaðan bolta fyrir þar sem Hulda Björg nær góðum skalla sem syngur í netinu. Mjög vel gert!
55. mín
Stórfurðuleg sókn Þór/KA. Sandra Mayor labbar bókstaflega í gegnum alla vörn ÍBV en byrjaði þetta á sínum vallarhelming. Enginn úr ÍBV ákvað að fara í hana og þá meina ég enginn. Hún kemst alveg upp að marki ÍBV en skotið er úr þröngu færi. Emily þarf samt að hafa sig alla við að verja þetta skot og Þór/KA fær hornspyrnu
53. mín
Það mátti reyna! Frábært skot frá Örnu Sif langt utan af velli, þessi virtist vera á leiðinni inn en fer rétt yfir markið
51. mín
USS vel gert Caroline! Sandra Mayor með geggjaða sendingu inn fyrir á Söndu Jessen en frábær tímasending á tæklingunni kemur í veg fyrir frekari hættu við mark ÍBV
49. mín
Fínasta sókn hjá Þór/KA upp völlinn. Andrea Mist á svo afleidda sendingu í gegnum vörn ÍBV. Hún hafði nokkra betri valkosti í kringum sig og ekkert verður meira úr annars góðri sókn
46. mín
Fyrsta aukaspyrna seinni hálfleiksins á ÍBV við miðjuna en sendingin afleidd og Þór/KA fær boltann
45. mín
Þetta er hafið aftur og nú eru það heimakonur sem byrja með boltann
45. mín
Inn:Ariana Calderon (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta breyting Þór/KA kemur í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Þórsvellinum. Leikmenn líklega fegnir að komast aðeins inn, það er mígandi rigning á vellinum.

Katie er hins vegar eftir hér út á velli og er á skokkinu á vellinum
45. mín
Cloe pressar hér vel. Bianca með sendingu niður á Stephanie í markinu, Cloe heldur áfram að elta og kemur svo í veg fyrir að Stephanie geti neglt þessum út. Stephanie grípur svo boltann og því miður fyrir Cloe verður ekkert úr annars mjög góðri pressu
43. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni en Anna Rakel fær boltann aftur og kemur með aðra fyrirgjöf beint á kollinn á Lillý sem gerir vel og stýrir þessum á markið. Emily í markinu gerir hins vegar enn betur og kemur í veg fyrir að þessi fari í netið
42. mín
Þór/KA á aupkaspyrnu úti vinstra meginn. Bianca stendur yfir boltanum og kemur svo með boltann fyrir en það nær enginn að gera sér mat úr þessu og ÍBV kemur þessu í burtu. Þór /KA heldur samt sókninni áfram og næla sér í hornspyrnu
37. mín
Dauðafæri!! sem Þór/KA kemur sér í! Mistök í vörn ÍBV sem Sandra Mayor nýtir sér og kemst nánast ein á móti markmanni. Nafna hennar Sandra fylgir inn í teig en Mayor á lélega sendingu á Söndru og þetta fjarar út. Ótrúlegt að þessi bolti hafi ekki farið inn
35. mín
Gott spil hjá Þór/KA sem endar á sendingu á Andreu Mist sem tekur skot fyrir utan teig en boltinn flýgur yfir markið. Oft hefði þessi sungið í netinu hjá Andreu Mist
30. mín
ÍBV fær aukaspyrnu út á hægri vængnum inn á vallarhelming Þór/KA. Rut með fínan bolta fyrir en aftur er Stephanie að gera mjög vel í marki Þór/KA. Virkar mjög örugg í öllum sínum aðgerðum
29. mín
Leikurinn búinn að breytast mikið eftir markið. ÍBV hefur bakkað aftar á völlinn og er ekki að ná að skapa sénsa eins og áðan. Meira sjálfstraust komið í Þór/KA eftir slaka byrjun á leiknum
27. mín
Emily á ekki góða markspyrnu, boltinn berst á Söndru Mayor sem sótti hratt að marki ÍBV, Hulda Ósk var búinn að planta sér inn í teig en Sóley axlar boltann aftur til Emily sem kemur boltanum í burtu
24. mín
Þetta hlýtur að vera smá skellur fyrir ÍBV sem var búið að vera að skapa meira mínúturnar fyrir markið
22. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Andrea Mist Pálsdóttir
MARK!! Andrea Mist með hornspyrnuna sem Arna Sif stekkur manna hæst og skallar inn.
22. mín
Fín sókn frá Þór/KA, laglegt spil. Sandra Mayor kemur svo boltanum út á Láru en Adrienne tæklar þetta út af í horn
20. mín
Shameeka fær hér boltann frekar auðveldlega fyrir framan teig Þór/KA og tekur laglegt skot sem Stephanie þarf að hafa sig alla við til að koma þessum bolta yfir og ÍBV á hornspyrnu
19. mín
Sigríður með góðan bolta inn fyrir vörn Þór/KA á Katie en boltinn spýtist lengra vegna bleytu, þetta hefði orðið fullkominn sending. Katie nær til boltans en er kominn í mjög þrönga stöðu þegar hún tekur skotið en uppsker hornspyrnu
17. mín
Sandra Jessen dugleg og sækir innkast upp við hornfána ÍBV. Lára Einarsdóttir tók langt innkast inn á teig en það rataði beint í fæturnar á ÍBV og þær snúa í sókn
14. mín
ÍBV með aukaspyrnu á sínum vallarhelming. Caroline með góðan bolta inn í teig en Stephanie gerir vel í markinu
13. mín
Sandra Mayor leitar að skotfærinu fyrir utan teig ÍBV en fann engar glufur fyrir þetta skot
12. mín
ÍBV með aukaspyrnu út á hægri vængnum. Katie með laglegan bolta fyrir sem Stephanie þarf að kýla út, boltinn berst aftur á Katie sem skýtur en boltinn yfir markið
11. mín
Cloé keyrir hratt á vörn Þór/KA en tekur ekki eftir Katie sem brunaði upp vinstri vængin alveg ein og Þór/KA kemur í veg fyrir frekari hættu. Þarna átti Cloé að gera betur
8. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á eigin vallarhelming . Emily með langan bolta fram sem Þór/KA skallar frá
6. mín
Þessar fyrstu mínútur hafa verið fremur rólegar, bæði lið að reyna að finna taktinn
4. mín
Þór/KA á fyrstu aukaspyrnu leiksins út á velli. Bianca stendur yfir boltanum og setur hann fyrir. Fínasti bolti en enginn Þór/KA stelpa sem gerði sig líklega til að stökkva upp í hann
2. mín
Katie með frábær tilþrif! ÍBV fær innkast upp við hornfána Þór/KA, boltinn berst til Katie sem klobbar Andreu Mist. Hún kemur boltanum fyrir en það verður ekkert frekar úr því
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrjar leikinn og byrja þennan leik með að negla boltanum upp allann völlinn og beint á Stephanie í marki Þór/KA
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl, þetta fer að hefjast!
Fyrir leik
ÍBV mætir með fimm varamenn til leiks, þar af tvo markmenn. Í síðasta leik gegn FH var ÍBV einmitt með þrjá markmenn á bekknum.
Fyrir leik
Góðu fréttirnar eru að það er logn og 13 stig hiti. Verri fréttirnar er að það er mikill rigning. Það þýðir samt að völlurinn er vel blautur, það er aldrei verra.

ÍBV er farið inn í klefa. Þór/KA er ennþá út á velli og er að taka skotæfingu.
Styttist í skemmtunina sem ég er viss um að þessi leikur verði.
Fyrir leik
Sömuleiðis er ein breyting á liði ÍBV eftir sigurleikinn gegn FH í síðustu umferð og eins og hjá Þór/KA er það breyting á markvarðarstöðunni.

Emily Armstrong kemur inn í lið ÍBV í stað Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttir sem er ekki í hóp í dag. Bryndís varð einmitt Íslandsmeistari með Þór/KA á síðasta tímabili. Hún gekk til liðs við sitt uppeldisfélag í glugganum en er hins vegar ekki með í dag. Ástæðan þess að hún spilar ekki í dag er að hún kemur á láni frá Þór/KA.
Fyrir leik
Það er ein breyting á liði heimastúlkna frá sigrinum gegn HK/Víking í síðustu umferð. Nýi markmaður liðsins Stephanie Bukovec er kominn með leikheimild og spilar sinn fyrsta leik hér í dag fyrir Þór/KA

Hún er alveg mögnuð á boltann eins og sést í myndbandinu sem fylgir þessari frétt en hún var meðal þeirra sem sýndu listir sínar fyrir HM 2015 í Kanada.
Fyrir leik
Í síðustu fimm viðureignum þessara liða hefur Þór/KA unnið fjórum sinnum en ÍBV einu sinni, sá sigur kom 27. ágúst á síðasta ári.
Fyrir leik
ÍBV fer upp í 17 stig í fimmta sætinu vinni þær í dag. Það myndi þýða að þær væru aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni sem er í fjórða sætinu. Hins vegar tapi ÍBV fyrir Þór/KA geta önnur lið fyrir neðan þær farið upp fyrir þær með sigrum í sínum leikjum, það er því mjög stutt niður töfluna.
Fyrir leik
Þór/KA vann HK/Víking 2-5 í hörkuleik í síðustu umferð. Komi þær til með að sigra hér í dag fara þær upp í efsta sætið allavega fram á þriðjudag þegar Breiðablik spilar sinn leik. Beiðablik og Þór/KA hafa stungið hin liðin af í bili en níu stigum munar á milli Þór/KA í öðru sætinu og Vals sem er í þriðja.

Hins vegar munar aðeins stigi á milli Breiðabliks og Þór/KA í topp tveimur og því hörð barátta þar um Íslandsmeistaratitillinn sjálfan.
Fyrir leik
Liðin fagna mismunandi gengi í deildinni. Þór/KA situr í öðru sæti deildarinnar með 29 stig og hefur ekki tapað leik í deild á þessu tímabili. ÍBV er með 14 stig í 5 sætinu, þær hafa ekki náð að tengja tvo sigurleiki saman í sumar en það gæti gerst í dag sigri þær Þór/KA.
Fyrir leik
Góðan daginn! Velkominn í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og ÍBV í 12. umferð Pepsí-deildar kvenna. Leikurinn er spilaður á Þórsvellinum og byrjar 13:30. Frábær byrjun á annars góðum laugardegi.
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir ('79)
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
7. Rut Kristjánsdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('87)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('60)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('79)
10. Clara Sigurðardóttir ('60)
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('68)

Rauð spjöld: