Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
KR
2
1
Þór/KA
Tijana Krstic '16 1-0
Mia Gunter '69 2-0
2-1 Sandra Mayor '70
01.08.2018  -  18:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna
Maður leiksins: Katrín Ómarsdóttir
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Mia Gunter
4. Shea Connors ('84)
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Hassett
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('67)
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('76)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir
21. Tijana Krstic

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir
11. Gréta Stefánsdóttir ('84)
25. Freyja Viðarsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason
Þóra Hermannsdóttir Passauer

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÁÁÁÁ!

Ein ótrúlegustu úrslit sumarsins! KR vinnur Íslandsmeistarana 2-1!

Þór/KA sótti og sótti en það gekk nánast allt upp hjá skynsömum KR-ingum sem ná sér í 3 RISA stig í fallbaráttunni.

Ég er í hálfgerðu sjokki hérna en ætla að henda mér út í viðtöl og mixa svo einhverja skýrslu þegar taugarnar róast. Takk í bili.
95. mín
Karen María!

Ágætt skot rétt utan teigs en beint á Ingibjörgu!
94. mín
ARNA SIF!

Fær fyrirgjöf frá vinstri en hittir boltann ekki almennilega. STÓRHÆTTULEGT!
93. mín
HUGRÚN!

Nær að skalla boltann af hættusvæðinu.

KR-ingar í fjölmiðlaboxinu er að fara á taugum. Vilja sjá Elías flauta af. Ættu líklega að vera allavega 5 mínútur í uppbót.
92. mín
Við erum í uppbótartíma hérna. Háspenna lífshætta!
91. mín
INGIBJÖRG!

Vá. Er eldfljót út í teiginn og nær skopparabolta í hlaupaleið Margrétar.
90. mín
Fín pressa hjá KR. Freestyle-markvörðurinn Stephanie tekur smá boltasnilli en er svo í veseni með að losa boltann og setur hann útaf.
88. mín
Tvö horn í röð hjá Þór/KA en KR-ingar standa vaktina áfram.

Það er þvílík spenna hérna!
84. mín
Inn:Gréta Stefánsdóttir (KR) Út:Shea Connors (KR)
Þriðja skipting KR. Ferskir fætur fyrir Shea sem er búin að vera dugleg.
83. mín
HÆTTA!

Þór/KA á fyrirgjöf frá vinstri og inná teig þar sem Margrét er ALEIN en sendingin aðeins of löng.

Þetta verða laaaangar mínútur fyrir heimakonur.
83. mín
Það er engin miðja í leiknum lengur. Það eru fjórar uppi í efstu línu hjá Þór//KA og þvílíkt bil á milli lína.

Eitthvað sem Katrín Ómars getur nýtt sér til að vinna tíma fyrir KR.
81. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Donni setur annan senter inná fyrir miðjumann. Karen María búin að spila fyrir Hamrana í 1. deild í sumar en er nú mætt í Pepsi. Vann sér inn viðurnefnið "Bjargvætturinn" í fyrra þegar hún tryggði Þór/KA sigur á FH með sinni fyrstu snertingu í Pepsi. Sjáum hvað hún gerir í dag.
76. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Ég er svo æst hérna að ég tók ekkert eftir því hvenær þessi skipting var gerð. Nokkrar mínútur til eða frá. Anna Rakel er í nuddi fyrir utan völlinn. Hefur líklega fengið krampa.
76. mín
Inn:Freyja Viðarsdóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
Önnur skipting KR. Freyja lítur vel út í dag eins og aðra daga og kemur inn á miðjuna fyrir Sofíu. Katrín fer aðeins aftar og Freyja í holuna.
76. mín
Sóknarþungi Þór/KA gríðarlegur. Katrín Ómarsdóttir var að skalla enn eina hornspyrnuna í burt. Það er hjarta í þessu hjá KR-ingum en geta þær haldið þetta út gegn besta sóknarliði landsins?
75. mín
Þór/KA sækir og sækir en KR-ingar geta verið klókar og drifið sig í svæðin sem þær skilja eftir sig. Það er það sem Mónika var að gera en hún hafði nóg pláss á miðjunni en lét vaða rétt framhjá.
74. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Brot úti á velli.
70. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Ariana Calderon
MAYOR!

Gestirnir eru snöggar að minnka muninn. Það gera þær eftir skelfileg mistök Ingibjargar sem missir boltann frá sér og til Ariana í teignum. Ingibjörg nær að loka á skotvinkil Ariana sem setur boltann þá bara út í teig á Mayorinn í staðinn og hún þakkar fyrir sig með því að skila honum í netið framhjá nokkrum KR-ingum sem voru búnar að planta sér á marklínuna.

Hrikalega ódýrt hjá markmanninum en vel þegin líflína fyrir gestina.
69. mín MARK!
Mia Gunter (KR)
HVAÐ ER AÐ GERAST????

KR-ingar búnar að liggja í vörn allan hálfleikinn en eru að komast í 2-0!

Mia skorar með laglegu skoti utan af velli. Stephanie átti nú samt að gera betur þarna. Fékk hann full auðveldlega yfir sig.
68. mín
Fyrsta sókn KR í dágóðan tíma. Shea sendir Katrínu upp í horn. Katrín á svo stórhættulega fyrirgjöf til baka á Shea sem setur boltann rétt yfir!
68. mín
Vel gert Ingibjörg. Er fljót út í teiginn og handsamar boltann áður en að Sandra María nær að koma tánni í hann.
67. mín
Inn:Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR) Út:Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)
Fyrsta skipting KR. Hugrún Lilja fer í miðvörð og Lilja út í hægri bakvörð.
66. mín
Gestirnir fá heldur ódýra aukaspyrnu rétt utan teigs. Sandra Mayor tekur spyrnuna en setur boltann rétt yfir.

Það liggur helvíti þungt á KR-ingum núna.
65. mín
HULDA ÓSK!

Kemst framhjá varnarmanni og reynir skot en það er slakt og beint á Ingibjörgu. Þarna átti hún að skora!
64. mín
Mayor kemur langt aftur á völlinn til að sækja boltann. Setur boltann út til hægri á Huldu Björg sem smellir boltanum fyrir.

Þar myndast HÁSPENNA LÍFSHÆTTA. Vá, ég næ ekkert utan um þetta en þarna koma þrjár marktilraunir á nokkurra sekúndna kafla. Ingibjörg ver vel í tvígang og svo bjargar Lilja á línu!
62. mín
MAYOR!

Vá! Sandra Mayor að lifna við. Fíflar Jóhönnu áður en hún setur hárnákvæman bolta út í teig á Söndru Maríu. Sandra María er alltof lengi að athafna sig og mér sýnist það vera Sofía sem nær að henda sér fyrir og fær neglu í skrokkinn.
61. mín
Þetta er The Katrín Ómars show. Vááá! Hér tekur hún geggjaðan snúning og skilur andstæðing sinn eftir í svifrykinu.

Liðsfélagar Katrínar svo ánægðar með tilþrifin að þær gleyma að bjóða sig og KR missir boltann.
58. mín
Katrín klobbar Andreu Mist við hliðarlínuna á miðjum vellinum. Hulda Ósk kemur svo á straujinu og brýtur á klobbaranum. KR fær aukaspyrnu sem Katrín setur inn á teig en gestirnir vinna boltann og snúa vörn í sókn.
56. mín
Sú reddar sér!

Ingibjörg missti skot Ariana aðeins frá sér og beint fyrir fæturnar á gömmunum í sóknarlínu Þórs/KA. Nær hinsvegar að slæma höndinni einhvern veginn í boltann og koma hættunni frá.

54. mín
Gestirnir dæmdar brotlegar í horninu.
53. mín
MAYOR!

Hún er búin að vera pirruð enda lítið gengið upp hjá henni í dag. Nú nær hún að rífa sig framhjá varnarmönnum KR og mundar skotfótinn rétt utan teigs. Hittir boltann vel en Ingibjörg er eldfljót niður og ver í horn!

Geggjuð varsla!
52. mín
Katrín finnur svæðið á milli hafsenta og miðjumanna Þórs/KA, leikur að markinu en nær ekki alveg nógu góðu skoti og Stephanie handsamar boltann.
51. mín
Gestirnir byrja síðari hálfleikinn betur en eiga í basli meða að komast aftur fyrir sterka KR-vörnina.
47. mín
JESÚS Stephanie!

Hún kastar boltanum beint á Jóhönnu sem er heldur hissa að fá boltann svona rétt utan vítateigs Þórs/KA og nær ekki að finna skotið.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað.
45. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Ein breyting í hálfleik. Hulda Ósk í hægri framherja stöðuna og Anna Rakel til vinstri í vængbakvörð. Ariana og Andrea Mist saman á miðjunni.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Vesturbænum og staðan er 1-0 fyrir KR!

Alls ekkert ósanngjörn staða þó Þór/KA hafi verið mun meira með boltann. Bæði lið búin að fá sína sénsa en Íslandsmeistararnir hafa ekki komist á neina siglingu gegn baráttuglöðu og þéttu KR-liði.

Vallarþulurinn er búinn að skella Skímó í græjunar og við ætlum að njóta næsta korterið. Sjáumst svo í seinni hálfleik.
39. mín
FÆRI!

Sandra Mayor leggur boltann út í teig þar sem Anna Rakel kemur á ferðinni. Getur notast við vinstri fótinn í þetta skiptið en hittir boltann skelfilega og hann fer aftur fyrir.
35. mín
VÓ!

Hörkusókn hjá KR. Endar á því að Tijana reynir vinstrifótarskot úr teignum en það fer af varnarmanni og aftur fyrir. Stórhættulegt!

KR fær í kjölfarið hornspyrnu en Arna Sif hatar ekki háloftin og stangar boltann frá.
34. mín
Anna Rakel setur boltann fyrir í horninu en hver önnur en Katrín rís hæst og skallar frá. Katrín búin að hirða ALLT í loftinu til þessa.
33. mín
Skrítið. Þór/KA fær ansi mikinn hagnað þarna. Þær höfðu haldið áfram eftir brot, fengið sendingu en ekki fundið markskot.

Engu síður spólar Elías dómari vel aftur í tímann og dæmir aukaspyrnu við vítateigshornið.

Mayor tekur, setur stórhættulegan bolta á fjær þar sem Katrín sneiðir boltann rétt yfir eigið mark.
32. mín
Mia Gunter með ágæta skottilraun þegar hún köttar inn á völlinn frá hægri og lætur vaða með vinstri. Stephanie á þó ekki í vandræðum með þennan bolta.
28. mín
INGIBJÖRG!

Þarna reddar hún KR-ingum. Ver frá Mayor sem var komin inn fyrir eftir skelfilegan sendingafeil Þórunnar Helgu.
26. mín
Frábær vörn hjá Lilju. Tijana missti Söndru Mayor framhjá sér og á ferðina í átt að teignum. Lilja gerði virkilega vel í að stíga fyrir Mayor sem missti boltann frá sér í kjölfarið.

Leikmaður Þór/KA tók svo nett pirringsbrot og stöðvaði KR-inga í að bruna af stað upp völlinn.
24. mín
Fyrsta horn gestanna. Andrea Mist setur hættulegan bolta á fjær en drottningin í Vesturbænum, frú Katrín Ómarsdóttir skallar frá.
23. mín
Ingibjörg er aftur í basli með úthlaupin sín. Fer langt út í teig en missir af boltanum til Sandra Mayor sem nær þó ekki að finna markið úr þröngu færi.
16. mín MARK!
Tijana Krstic (KR)
MAAARK!

Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Boltanum var spilað aftur á Tijana sem virtist ætla að setja boltann fyrir en hann flýgur yfir Stephanie og endar í netinu!

Jahérna. 1-0 fyrir KR!
14. mín
KR vinnur fyrsta horn leiksins en þær ná ekki að gera sér mat úr því.
14. mín
INGIBJÖRG!

Þarna kemur hún vel út í teiginn og nær að hreinsa stungusendingu gestanna í burtu!
13. mín
Hvað ertu að gera kona?

Ingibjörg rýkur af stað út úr markinu að eltast við stungusendingu en missir af boltanum og Sandra María nær honum úti vinstra megin.

Ingibjörg er stálheppin því Sandra María setur boltann yfir úr þröngu færi.
10. mín
FÆRI!

Stórhætta við KR-markið. Anna Rakel fær boltann út í teig en þarf að notast við hægri fótinn og hittir boltann illa.
8. mín
MIA!

Flott sókn hjá KR og þarna munar engu!

Shea setur boltann fyrir á Mia sem er vel staðsett í teignum en skýtur rétt yfir.
5. mín
Fyrsti séns gestanna. Sandra María skallar að marki eftir fyrirgjöf frá hægri en nær ekki að stýra boltanum framhjá Ingibjörgu.
3. mín
KR á fyrsta skot leiksins. Sofía Elsie skoraði sitt fyrsta Pepsi-deildar mark á laugardag og freistar þess að bæta við öðru með langskoti. Boltinn þó vel yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Þór/KA byrjar og leikur í átt að íþróttahúsinu.
Fyrir leik
Örstutt í fjörið. Skammarlega fáir í stúkunni. Vonandi tafðist fólk í ísbúðinni eins og ég.

Andri Hjörvar, aðstoðarþjálfari Þórs/KA, fékk tveggja leikja bann eftir brottvísun í leik gegn HK/Víkingum á dögunum. Hann klárar leikbannið í stúkunni í dag og nýtur þess að sóla sig.
Fyrir leik
Það er annars brakandi blíða og 40 mínútur í leik. Ísbúð Vesturbæjar í 3 mínútna göngufæri frá Alvogen-vellinum og allt klárt fyrir þennan fyrsta leik 13. umferðar.
Fyrir leik
Af byrjunarliðum félaganna er það að frétta að Bojana stillir upp sama liði og valtaði yfir FH á laugardaginn.

Donni gerir hinsvegar eina breytingu á liði Þórs/KA sem vann 2-0 sigur á ÍBV á laugardag. Ariana Calderon kemur inn í liðið fyrir Huldu Ósk sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna var spiluð 23. maí á Akureyri. Þá hafði Þór/KA betur en Lillý Rut og Sandra Mayor skoruðu sitt hvort markið í 2-0 sigri.
Fyrir leik
Það er hrikalega mikið í húfi hjá báðum liðum. Heimakonur eru í harðri fallbaráttu á meðan Þór/KA eltir í tveggja hesta kapphlaupi um titilinn.

Eins og staðan er núna þá eru KR-ingar í 8. sæti, eru með 9 stig rétt eins og Grindavík en KR með töluvert betri markatölu.

Þór/KA er eina taplausa liðið í deildinni og er með með 32 stig, stigi minna en Blikar sem eru á toppnum. Þór/KA hefur skorað mest í deildinni og fengið fæst mörk á sig.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Þór/KA í Pepsi-deild kvenna.

Um er að ræða fyrsta leik í 13. umferð mótsins. Aðrir leikir umferðarinnar verða ekki spilaðir fyrr en eftir rúma viku en þessi leikur fer fram núna þar sem Íslandsmeistararnir eru á leið erlendis til að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Byrjunarlið:
1. Stephanie Bukovec (m)
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
8. Lára Einarsdóttir ('45)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('76)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Helena Jónsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('81)
14. Margrét Árnadóttir ('76)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Haraldur Ingólfsson
Johanna Henriksson

Gul spjöld:
Bianca Elissa ('74)

Rauð spjöld: