Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fylkir
0
0
Valur
30.07.2018  -  19:15
Egilshöll
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Vökvað gras og aðstæður góðar.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 749
Maður leiksins: Ari Leifsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
5. Orri Sveinn Stefánsson ('58)
9. Hákon Ingi Jónsson ('71)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('88)
17. Birkir Eyþórsson
18. Jonathan Glenn ('71) ('88)
28. Helgi Valur Daníelsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ragnar Bragi Sveinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('44)
Ragnar Bragi Sveinsson ('66)
Elís Rafn Björnsson ('73)
Daði Ólafsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Komu upp smá tæknilegir örðuleikar og síðan datt út. Valsmenn fengu gott færi í lokin en náðu ekki að nýta það.

Viðtöl og skýrsla a leiðinni.
88. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Jonathan Glenn (Fylkir)
81. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Skotið það seinasta sem Andri gerir í þessum leik.
81. mín
VÁÁÁ!! Kiddi Finnur Andra í fætur sem að tekur geggjaðan snúning inn í teignum og fer beint í skotið en það fer rétt framhjá markinu!
80. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Tækni Gaui útaf og Glory Finsen inn á. Guðjón er alls ekki sáttur skiljanlega búin að eiga geggjaðan leik og hann neglir i varamanna skýlið af pirring.
77. mín
Ólafur Ingi SKúlason er kominn með krampa. Ég gef honum það samt að hann er kannski ekki í besta leikforminu og nýkominn úr góðu HM fríi.
76. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
Dion fer illa með hann og Daði togar bara í hann. Hárrétt aftur
74. mín
Það er að færast biluð harka í þetta! Daði Ólafsson kemur á fleygiferð í Dion sem er búin að senda boltann frá sér og Valur fær aukaspyrnu hægra megin við teiginn.
73. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Fyrir töf í innkasti. Virkilega kjánalegt
72. mín
Ásgeir Börkur situr á vellinum. Hann fær samt ekki aðhlynningu þarna ég veit ekki hvað þetta var.
71. mín
Inn:Jonathan Glenn (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Glenn kominn inn á ég myndi ekki veðja gegn því að hann skori!
70. mín
Geggjuð sókn hjá Val! Bruna fram í skyndisókn og færa boltann vel á milli kantanna. Sóknin endar svo á því að Bjarni Ólafur setur boltann fyrir á Patrick Pedersen sem að reynir skot í fyrsta en Ari Leifsson komst fyrir það!
70. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis.Boltinn kemur a fjær þar sem Haukur Páll skallar hann aftur inn á teig en Eiður nær ekki almennilegu touchi og Fylkir kemst í boltann.
68. mín
Ég trúi ekki öðru en það fari að detta inn mark hérna fljótlega! Það er rosalegt power í gangi þessa stundina og mjög hátt tempó.
66. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Straujar Dion niður sem var kominn á fulla ferð hárrétt dæmt.
65. mín
Geggjuð skyndisókn hjá heimamönnum. Þeir bera boltann hratt upp völlinn færa hann til hægri og aðan aftur yfir á miðjuna þar sem Emil Ásmunds reynir skotið en varnarmenn Vals ná að tækla fyrir það og Fylkir fær horn.

Spyrnan er stórhættuleg og virðist fara í gegnum allan pakkan en Þóroddur dæmir annað horn.
63. mín
Fylkir eru bar alíklegri þessa stundina og hafa verið flottir síðustu mínútur. Patrick Pedersen hefur lítið sést í sóknarleik Vals og þarf að koma sér meira inn í leikinn.
61. mín
Þvílíkur kraftur í Fylkir núna Albert Brynjar reynir fyrirgjöf eftir snarpa sókn og þeir uppskera horn. Stúkan tekur vel við sér þegar Daði býr sig undir að spyrna inn á teig. Guðjón Pétur Lýðs skallar boltann frá en beint fyrir lappirnar á Valdimar sem að reynir skot í fyrsta og það fer rétt yfir marki! Virkilega gott skot úr erfiðri stöðu
59. mín
Ég er að elska lætin hérna. Alvöru návígi og hörku barátta, bæði lið að leggja sig 100% fram. Núna fá Fylkir aukaspyrnu út á hægri væng en spyrnan er arfa arfa slök og kemur ekkert út úr henni.
58. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Ólafur Ingi er dottinn í miðvörðinn fyrir Orra og Ragnar fer ofar á völlinn.
56. mín
Valsmenn kalla eftir hendi þegar Eiður Aron skallar boltann eftir hornspyrnuna en ekkert er dæmt.
56. mín
Það eru margir skemmtilegir hlutir að gerast hérna. Sjúkraþjálfari Fylkis fór að redda Val handklæði og þá meiðist leikmaður Fylkis svo sjúkraþjálfari Vals hleypur inn á og hlúir að honum. Team work hjá sjúkraþjálfurum liðanna.
55. mín
DAUÐAFÆRI!!

Dion Acoff er kominn einn á móti Aroni eftir geggjaaðððððan bolta frá Guðjóni. Dion tekur skotið en Aron er með frábæra vörslu í markinu og Valur fær horn.
53. mín
Treyju fíaskóið heldur áfram. Valsmenn eru ekki með aðra treyju númer 77 og virðast ekki hafa auða treyju í töskunni. Kristinn Freyr er mættur og segir bara "Treyju 71 og teipum fyrir sjöu" en þeir finna loksins númers lausa treyju.
50. mín
Kiddi fær högg á höfuðið og það þarf að hlúa að honum. Virðist ver aí lagi en allur er varinn góður.

Það virðist hafa bkætt á treyjuna hans Kidda og Valsmenn skilja ekki upp né niður því klefarnir í Egilshöll eru læstir og treyjurnar eru þar inni svo þeir þurfa bíða eftir húsverðinum til að fá nýja treyju.
48. mín
Váá Hákon Ingi var allt í einu kominn bara í gegn þegar Eiður missir boltann klaufalega en Eiður og Sebastian hlaupa hann svo uppi. Hann reynir þá að renna boltanum í hlaupið hjá Emil en touchið hans Emils er slakt og þetta rennur út í sandinn. Þarna gátu Fylkismenn svo sannarlega refsað!
47. mín
Valsmenn byrja af krafti og uppskera hornspyrnu. Guðjón betur smyr boltann á kollinn á Eið Aron en skallinn hans er ekki góður og lítil hætta skapast.
46. mín
Ólafur Jóhannesson er alveg brjálaður ennþá og ræðir við aðstoðar dómarann þá líklegast yfir vítinu eða framkomu Helga áðan.
46. mín
Leikur hafinn
Jæja síðari hálfleikur er hafinn. Ég lofaði ykkur þremur mörkum og ég ætla að standa við það!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Egilshöllinni og staðan er 0-0. Valur hafa verið mun meira með boltann en eru ekki að skapa sér nóg af opnum færum. Fylkir hefur verið að verjast vel og hafa fengið nokkrar hættulegar skyndisóknir.

Ég hef það á tilfiningunni að Dion Acoff gæti gert stóra hluti í seinni hálfleik en Elís Rafn hefur átt í miklum erfiðleikum með hann.

Ég ætla detta í rapp spjall við Stinna vallarþul.
45. mín
Þung pressa hjá Val síðustu mínútur og þeir uppskera horn en spyrnan frá Gaua er arfaslök en þeir fá aðra hornspyrnu en Fylkismenn skalla frá.
44. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Brýtur á Dion og bekkurinn hjá Val tryllist og vilja meira en gult. Helgi Sig er að láta nokkur vel valin ljót orð falla í átt að Óla Jó.
43. mín
DAUÐAFÆRI! Guð minn góður Ásgeir Börkur þú átt að hitta þennan!

Fylkir fara upp í skemmtilega sókn þar sem þeir spila upp hægri kantinn og það kemur fyrirgjöf og Ásgeir Börkur er aleinn en hann hittir ekki boltann.
40. mín
Valur fær horn og í horninu lenda tveir leikmenn Fylkis saman. Mér sýnist það vera Ólafur Ingi og Ari Leifsson. Þeir fá aðhlynningu á vellinum og á meðan röltir Helgi til Óla Jó og segir laufléttan brandara og allir hlægja. Skemmtilegur hann Helgi
38. mín
Valur vill fá víti og ég svei mér þá veit ekki hvort þetta var víti eða ekki! Frábær spilamennska frá Val sem endar á sturlaðri sendingu frá Gaua inn fyrir á Dion Acoff sem er að komast í skotið en Orri og Elís ná honum rétt áður en hann kemst í skotið og Dion fellur. Bekkurinn hjá Val trylltist og vildu víti en Þóroddur dæmir ekkert. Ég ætla treysta Þóroddi
37. mín
Alltaf þegar Dion Acoff fær einn á einn stöðu á Elís öskrar Sigurbjörn "ONE ON ONE" og í hvert skipti fer Dion auðveldlega framhjá honum á hraðanum einum saman.
35. mín
Kiddi er búinn að vera geggjaðiur fyrstu 35 mín. Hann kemur með rosalegan bolta frá miðjunni inn fyrir vörn Fylkis á Bjarna Ólaf sem að reynir fyrirgjöfina í fyrsta en af varnarmanni og aftur fyrir.

Haukur Páll nær skallanum eftir hornspyrnuna en Þóroddur er búin að flauta brot.
33. mín
Andri Adolphsson kemst í fína stöðu við endalínu og reynir að vippa oltanum fyrir markið en Arno Snær í markinu grípur vel inn í og handsamar knöttinn.
32. mín
Þó að Valur sé mun meira með boltann þá eru þeir ekki að ná að skapa opin færi eða ógna að viti. Vantar sterkari hlaup á loka þriðjungnum.

Ég sár vorkenni Elís þegar Dion fer af stað einn á einn hann á ekki möguleika í þann ómennska hraða sem að Acoff býr yfir.
30. mín
það er að færast smá hiti í þetta og ég fýlaða! Fylkir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Vals. Spyrnan frá Daða er geggjuð en skallinn frá Orra fer yfir markið. Hann var síðan flaggaður rangstæður svo þetta hefði aldrei talið.
28. mín
Stúkan að lifna við! Fyrst tók Valsmenn smá kall og núna eru það stuðningsmenn Fylkis sem að taka smá klapp og pepp. Ég vil sjá og heyra meira af þessu!
25. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Valur)
Daði Ólafs tekur á rás eftir aukaspyrnuna og Andri brýtur á honum með því að taka hann niður. Eina rétta í stöðunni Andri að taka á sig spjaldið
24. mín
Það er brotið á Kristinn Frey og Valur fær aukaspyrnu á stór stór stór hættulegum stað fyrir soyrnumann eins og Guðjón Pétur. En spyrnan hans fer í varnarmann, á að gera betur í þessari stöðu.
23. mín
Elís Rafn með skottilraun en skotið er laflaust og beint í fangið á Antoni.

Fylkir er að byrja þennan leik miklu betur en undanfarna leiki í Egilshöllinni.
21. mín
Klaufalegt hjá Alberti á mjög slæma sendingu til baka sem endar á því að fara aftur fyrir og Valur fær hornspyrnu.

Vá ég hélt að þessi væri inni. Guðjón Pétur með geggjaða spyrnu sem að Haukur Páll ræðst á og skallar rétt yfir markið.
19. mín
Hvaða ruglaða touch var þetta váá! Kristinn Freyr fer illa með Ásgeir Börk þegar hann tekur boltann á lofti með hælnum og potar honum aftur fyrir sig hinum megin við Ásgeir og fer utan á hann. Skildi hann alveg eftir þarna geggjað move.
16. mín
Úff klaufalega brotið frá Bjarna Ólafi. Hann keyrir inn í Hákon sem snéri baki í markið og Fylkir fá aukaspyrnu á stór stór hættulegum stað.

Daði Ólafs tekur hana með sínum vinstri fót. Fínasta spyrna sem fer yfir markið en Anton var með þetta á hreinu í markinu.
15. mín
Valsmenn verið mun líklegri fyrstu 15 mínúturnar halda boltanum vel og er að skapa góðar stöður einn á einn. Þegar Fylkismenn breika á þá hinsvegar eru þeir mjög hættulegir.

Fylkir fær horn en Valsmenn skalla það auðveldlega frá.


11. mín
Það er bullandi líf í Dion Acoff núna er hann út á vinstri vængnum og Sigurbjörn öskrar á hann "ONE ON ONE ACOFF". Dion hlustar á þjálfarann og keyrir á Elís Rafn og nær skotinu en það fer rétt yfir markið.
9. mín
Valur fær aukaspyrnu hægra megin við vítateig heimamanna. Guðjón Pétur kemur með stórhættulegan bolta sem er skallaður burt og Fylkir keyra fram og eru komnir í kjörstöðu. En Birkir Már er mættur og nær að tækla fyrir sendinguna sem betur fer því annars væri Albert Brynjar kominn einn í gegn.
7. mín
Valur fær horn sem að spyrnusérfræðingur Íslands GPL #10 tekur en varnarmenn Fylkis skalla boltann frá. Sóknin hjá Val heldur áfram og endar með því að Dion Acoff reynir að setja boltann fyrir markið en fyrirgjöfin fer í fyrsta varnarmann.
6. mín
Valsmenn eru að halda boltanum gífurlega vel og Fylkismenn ná varla að klukkan hann. Eftir góðar 2 mínútur mmeð boltann kemst Ólafur Ingi í hann og Patrick brýtur á honum.
5. mín
Valur pressar mjög ofarlega þegar Fylkismenn eru með boltann. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr leiða pressuna.

Fylkis liðið er að spila 4-3-3 í dag og Ólafur Ingi er djúpur á miðjunni.
3. mín
Valsmenn i sókn hinum megin eftir sterkan varnarleik frá Eiði Aron. Boltinn fer út á kantinn á hinn eldsnögga Dion Acoff en sendinginn hans fyrir markið er of há og svífur yfir allan pakkan. Mikið tempó í þessu.
2. mín
Fylkismenn komast í fína stöðu þegar Elís Rafn vinnur boltann hann setur hann á Hákon Inga en sendinginn hans á Albert er vægast sagt slök.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Fylkir byrjar með boltann
Fyrir leik
Það er öllu tjaldað til í Egilshöllinni Rottweiler hundurinn Þorsteinn Ragnarsson mundar mækinn og kynnir liðin er þau ganga til leiks þetta er enginn smá rödd.

Það mætti vera ögn meiri stemning í stúkunni svo ef stúkan sér þetta þá væri ég til í gott chant!
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og Fylkis lagið ómar um Egilshöllina.

Það væri gaman að fá að heyra ykkar skoðanir á twitter enda margt hægt að ræða í kringum þennan leik. Myllumerkið er #fotboltinet
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl til að hita upp og áhorfendur eru farnir að tínast inn á völlinn sýnist stefna í góða mætingu í kvöld!
Fyrir leik
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna spáði í leiki umferðarinnar.

Fylkir 1 - 2 Valur

Fylkismenn mæta brjálaðir til leiks og munu selja sig mjög dýrt í þessum leik, en Valsmenn eru bara of sterkir fyrir þá og eru ekki að fara að gefa neitt eftir í titilbarráttunni. Valur vinnur sterkan útisigur þó hann verði spilaður innandyra. 1-2 fyrir Val, Ólafur Ingi skorar fyrir Fylki og stimplar sig inn. Bjarni Ólafur skorar eftir aukaspyrnu þar sem hann tekur seint hlaup inn í teig og Patrik Pedersen skorar sigurmarkið.
Fyrir leik
Ég er ekki vanur að henda í mikið af #Celebvaktinn en halló halló gott fólk Hrafnkell Freyr A.k.A Keli Passion er mættur í blaðamanna aðstöðuna það gerist ekki mikið stærra en það.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og eru stærstu tíðindin að Ólafur Ingi Skúlason byrjar þennan leik og er þar að auki fyrirliði! Get ekki beðið eftir að sjá hann spila ég iða í skinninu.

Helgi Sig gerir margar breytingar frá seinasta tapleik gegn KA fyrir norðan. Emil Ásmundsson, Hákon Ingi , Valdimar Þór og Ólafur Ingi skúlason koma inn. Þeir Helgi Valur, Jonathan Glenn, Ragnar Bragi og Oddur Ingi eru allir bekkjaðir enda frammistaða liðsins í seinasta leik ekki boðleg. Ásgeir Eyþórsson fékk tvo gul og þar með rautt á móti KA og er í leikbanni.

Valsmenn gera eina breytingu en Eyja undrið Eiður Aron Sigurbjörnsson er í liðinu á ný eftir leikbann og aukaspyrnu Ívar dettur út.




Fyrir leik
Það er strangheiðarleg vökvun í gangi á vellinum. Það standa sex herramenn frá Fylki með garðslöngu og úða hvern krók og kima á vellinum.

Bæði lið hafa rölt um völlinn og kíkt aðeins á grasið og aðstæður. Ég ræddi aðeins við Patrick Pedersen og hann sagði við mig "Is this a troll?" um að leikurinn sé leikinn inni.

En við ætlum að vera jákvæð í dag! Þetta verður án efa topp fótbolta leikur og það munu vera mörk í þessum leik þrjú mörk að lágmarki ég lofa því!
Fyrir leik
Stórvinur minn og lesanda Gummi "Tölfræði" henti í stutta skoðunarkönnun hvort fólk væri ánægt eða óánægt með að leikurinn væri leikinn inn í Egilshöllinni. 3% voru ánægð en 97% óánægð og fór þar Elvar Geir samstarfsfélagi okkar á fótbolti.net fremstur í flokki.
Fyrir leik
Staða liðanna í töflunni er gjörólík en bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri og þremur stigum að halda.

Fylkismenn sitja í 11 sæti með 11.stig eða tveimur stigum frá Fjölnir og öruggu sæti. Þeir hafa tapað 5 leikjum í röð og fengu skell fyrir norðan gegn KA í seinustu umferð þegar þeir töpuðu 5-1 afar sannfærandi.

Valsmenn stija hinsvegar í öðru sæti deildarinnar og með sigri endurheimta þeir toppsætið. Þeir eru nýkomnir heim eftir leik í Andorra sem tapaðist 1-0 gegn Santa Coloma.
Fyrir leik
Líklegt að Ólafur Ingi spili gegn Val

Það kom fáum á óvart að Ólafur Ingi ákvað að skrifa undir hjá Fylkir eftir hann kom heim úr atvinnumennsku enda uppalinn Árbæingur. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik í sumar og eftir HM í dag á móti Valsmönnum.
Fyrir leik
Fylkisvöllur ekki klár fyrir mánudag

Upprunarlega stóð til að þetta yrði fyrsti heimaleikur Árbæinga á nýja gervigrasinu en það er ljóst að það er ekki orðið klárt og verður því leikurinn spilaður inn í Egilshöllinni í lok Júlí mánaðar.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik í 14.umferð Pepsi-deildar karla þar sem við eigast Fylkir og Valur.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('80)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson ('81)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('81)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
71. Ólafur Karl Finsen ('80)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Andri Adolphsson ('25)

Rauð spjöld: