JÁVERK-völlurinn
þriðjudagur 31. júlí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Einn fallegasti völlur landsins. Veðrið til fyrirmyndar.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Harpa Þorsteinsdóttir
Selfoss 0 - 3 Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('66)
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('75)
0-3 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('84)
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
0. Hrafnhildur Hauksdóttir
0. Alexis Kiehl
3. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('72)
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
9. Halla Helgadóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir ('88)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
7. Anna María Friðgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir ('88)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('72)
22. Erna Guðjónsdóttir
25. Eyrún Gautadóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir
28. Ásta Sól Stefánsdóttir
61. Nadía Rós Emilíud. Axelsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:
Halla Helgadóttir ('43)
Brynja Valgeirsdóttir ('85)

Rauð spjöld:
@ingimarh Ingimar Helgi Finnsson
90. mín Leik lokið!
Stjarnan vinnur hér öruggan sigur á Selfoss. 0-3 lokatölur.

Skrýtin úrslit miðað við hvernig þetta spilaðist.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
Eyða Breyta
90. mín
Færi á báða bóga.

Fyrst átti Þórdís gott skot sem Caitlyn varði! Selfoss geystist í sókn og átti Alexis Kiehl fínt skot sem Berglind varði einnig.

Þessi leikur er að renna sitt skeið.
Eyða Breyta
88. mín
Selfoss fær aukaspyrnu úti á miðjum velli og klappa áhorfendur kaldhæðnislega fyrir því.
Eyða Breyta
88. mín Íris Sverrisdóttir (Selfoss) Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Þóra átti góðan leik í dag.
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Brynja Valgeirsdóttir (Selfoss)
Brynja fékk gult fyrir tæklinguna.
Eyða Breyta
84. mín MARK! Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Telma Hjaltalín setur hann í sama horn og Harpa gerði áðan. Mjög gott víti.
Eyða Breyta
84. mín
Víti!!! Stjarnan fær víti.

Telma slapp í gegn og Brynja tæklar hana þegar þær voru komnar inn í teig. Þetta leit út eins og góð tækling hjá Brynju en Kristinn Friðrik er á öðru máli.
Eyða Breyta
83. mín Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Harpa með gott dagsverk. 2 mörk! Viktoría Guðrúnardóttir kemur inn.
Eyða Breyta
79. mín
Selfyssingar vilja fá víti hér og verð ég að segja að það var talsverður vítafnykur af þessu.

Megan Dunnigan hitti ekki boltann og skoppaði boltinn inná teig þar sem Magdalena Reimus eltir boltann. Berglind Hrund kom á meiri ferðinni út úr markinu og skall saman við Magdalenu.

Áhorfendur heimta víti en Kristinn Friðrik er á öðru máli.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Vond sending útúr vörn Selfoss sem að Ásgerður Stefanía fær beint í lappirnar. Hún geysist upp og setur Hörpu Þorsteinsdóttur í gegn. Harpa klárar þetta fáránlega vel upp í nærhornið framhjá Caitlyn í marki Selfoss. 0-2!
Eyða Breyta
72. mín Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss)
Óttar og Alfreð hafa ákveðið að hrista upp í sínu liði. Unnur Dóra kemur hérna inná.
Eyða Breyta
72. mín Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
66. mín MARK! Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Harpa Þorsteinsdóttir bombar þessum í netið. Enginn séns fyrir Caitlyn Clem í marki Selfoss.
Eyða Breyta
66. mín
Víti! Þórdís Hrönn fellur hér eftir að Barbára bregður fyrir hana fæti. Ég held að Kristinn Friðrik hafi haft rétt fyrir sér í þessum dómi.
Eyða Breyta
62. mín Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan) Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Selfysska Stjörnukonan Guðmunda Brynja kemur hérna útaf fyrir Þórdísi Hrönn.
Eyða Breyta
60. mín
WOW! Selfoss ansi nálægt því þarna. Barbára með frábæran bolta úr djúpinu hægra megin frá. Magdalena Reimus kom í geggjuðu hlaupi frá vinstri en var hársbreidd frá því að ná til boltans.
Eyða Breyta
55. mín
Halla Helgadóttir með skot! Fékk boltann inná teig og snéri vel með boltann yfir á vinstri en skotið framhjá.
Eyða Breyta
47. mín
Rapp! Skot hátt yfir úr góðu færi eftir frábærlega útfærða sókn Selfoss.
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er komið af stað. Ég reikna með að Stjarnan reyni að setja á Selfoss hér í sinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kristinn Friðrik , ágætur dómari þessa leiks hefur flautað til hálfleiks. Staðan er 0-0 og hygg ég að Alfreð og Óttar séu mjög ánægðir með gang mála.

Ég ætla að fá mér sjóðandi brennandi heitt kaffi. Sjáumst eftir 15 mín.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Halla Helgadóttir (Selfoss)
Stoppar hraðasókn Stjörnunnar. Gott brot. Svokallað ,,professional foul"
Eyða Breyta
35. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem Selfoss á. Grace Rapp á heldur slaka spyrnu beint á Berglindi í markinu sem á í engum vandræðum með að grípa boltann.
Eyða Breyta
30. mín
Góð sókn hjá Selfoss. Spila sig í gegnum Stjörnuna og Magdalena Anna Reimus á góðan kross inná teig en Ásgerður Stefanía með góða björgun.
Eyða Breyta
26. mín
Þvílík tækling hjá Maríu Evu! Alexis Kiehl var kominn ein í gegn og inná teig hjá Stjörnunni og María Eva dömur mínar og herrar! Geggjuð tækling.
Eyða Breyta
21. mín
Selfyssingar eru að verjast gífurlega vel. Þær eru ákveðnari og þurfa þess. Stjarnan reynir mikið að lyfta honum bakvið vörn Selfoss og hlaupa í svæðina en það hefur ekki gengið hingað til.
Eyða Breyta
16. mín
Jæja fyrsta færi leiksins! Guðmunda Brynja fær boltann hérna á hægri kæntinum , köttar inn, sólar Hrafnhildi og á líka þetta ágæta skot með vinstri en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
6. mín
Lítið að gerast hingað til. Liðin að prufa sig áfram. Það markverðasta hingað til var þegar Alfreð Elías öskraði ,,Koma svo! Kveikjið á fokking hausnum" svo glumdi hér í öllu. Alvöru barki á Alfreð.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Selfyssingar sækja í átt að hinni goðsagnakenndu Tíbrá en Stjarnan sækir í átt að Stóra-hól.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er dúnalogn hér á Selfossi. Um að gera að drífa sig á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Athylgi vekur að Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar er ennþá í fríi og er Andrés Ellert Ólafsson þjálfari í hans stað í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nokkrir leikmenn Selfoss eru farnir til USA í háskólanám. Þar munar sennilega mest um Karitas Tómasdóttur sem hefur verið frábær í allt sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 8 liða úrslitum bikarsins hér um daginn í rafmögnuðum leik þar sem að Stjarnan hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leik er lið Selfoss í 7. sæti með 12 stig sem er einungis þremur stigum frá fallsæti. Stjarnan er í því 4. með 19 stig og getur farið upp fyrir Val með sigri í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur fótbolti.net um heim allan. Hér mun fara fram textalýsing fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar. Leikurinn er liður í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
0. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
0. Harpa Þorsteinsdóttir ('83)
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
8. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('62)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('72)

Varamenn:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
4. Brittany Lea Basinger
18. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('83)
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('72)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('62)
29. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir

Liðstjórn:
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Róbert Þór Henn
Ana Victoria Cate

Gul spjöld:

Rauð spjöld: