Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Valur
3
0
Santa Coloma
Sigurður Egill Lárusson '53 1-0
Bjarni Ólafur Eiríksson '63 2-0
Andri Adolphsson '93 3-0
02.08.2018  -  20:00
Origo völlurinn
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Toppur
Dómari: Senad Ibrisimbegovic (Bosnía)
Maður leiksins: Bjarni Ólafur Eiríksson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('90)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('67)
11. Sigurður Egill Lárusson ('80)
16. Dion Acoff
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('67)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
17. Andri Adolphsson ('80)
19. Tobias Thomsen ('90)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson

Gul spjöld:
Dion Acoff ('31)
Birkir Már Sævarsson ('42)
Haukur Páll Sigurðsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VALUR FER ÁFRAM OG MÆTIR SHERIFF Í NÆSTU UMFERÐ!
93. mín MARK!
Andri Adolphsson (Valur)
HANN KLÁRAÐI ÞETTA UPP Á 10/10!

Markvörður Coloma fór út úr teignum og skallaði boltann frá. Andri náði knettinum og skoraði með geggjuðu vippuskoti fyrir utan teig vinstra megin, í slá og inn.
92. mín
Coloma með skot töluvert framhjá en færið var drullugott! Stress í mönnum.
91. mín
Og við teljum.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Tobias Thomsen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
90. mín
Coloma fékk horn. Skallað frá.
89. mín
Spennan magnast... Coloma leggur allt í sóknina en liðið býr ekki yfir miklum gæðum.
85. mín Gult spjald: Robert Ramos (Santa Coloma)
Varamaður gestana fær gult fyrir að rífa kjaft á bekknum.
85. mín Gult spjald: Andreu Ramos (Santa Coloma)
Valur fær frekar ódýra aukaspyrnu... og gult já.
84. mín
Haukur Páll og Birkir Már verða í banni í fyrri leiknum í næsta einvígi ef Valsmenn ná að komast áfram. Verða þá ekki með í Moldavíu.
83. mín
Vó. Santa Coloma vill fá hendi og víti. Það var lykt...
81. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Santa Coloma er ekkert að ógna en Einar vallarþulur er samt að fá aðsvif af stressi.

Haukur Páll með eina fullorðins tæklingu.
80. mín
Inn:Iban Parra (Santa Coloma) Út:Aleix Cistero (Santa Coloma)
80. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
79. mín
Ha??? Augljóslega brotið á Kristni Frey rétt fyrir utan teig en Bosníðumaðurinn með flautuna dæmir ekkert. Bull.
76. mín
Hættuleg sókn Coloma. Torres sem betur fer með arfadapurt skot. Auðvelt fyrir Anton.
74. mín
Dion með sprett og fyrirgjöf frá hægri. GÓÐ fyrirgjöf...

Patrick Pedersen skallar í SLÁ!!! Þarna átti Valur að komast í 3-0.
70. mín
Patrick Pedersen tók aukaspyrnu á hættulegum stað en skaut hátt yfir.
69. mín
Staðan í einvíginu samtals 2-1... gleymum því ekki að ef það kemur mark frá gestunum eru þeir á leið áfram. Þetta er alls ekki búið.
67. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Sigurður Egill með skottilraun fyrir utan teig, talsvert langt framhjá.

Valsmenn gera breytingu á liði sínu.
67. mín
Inn:Chus Sosa (Santa Coloma) Út:Jaime Conde (Santa Coloma)
66. mín
Kristinn Freyr með skot rétt yfir.
63. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Dion átti hörkusprett, boltinn á Kristin Frey og brotið á honum rétt fyrir utan teig.

Bjarni Ólafur lætur VAAAÐA úr aukaspyrnunni og boltinn fer af varnarmanni og inn!

VALUR 2-1 yfir í einvíginu!
61. mín
Ildefons Lima með skot af löngu færi en beint á Anton.
57. mín
Valsmenn eina íslenska liðið sem er enn með í Evrópu. Vonandi haldast þeir í þessari keppni sem lengst. Því miður voru FH-ingar að tapa fyrir Hapoel Haifa.
56. mín
Staðan í einvíginu hnífjöfn. 1-1. Framlengt ef þetta verður svona eftir 90. Ég held samt að Valur klári þetta fyrir það... held og vona.
54. mín
Inn:André Azevedo (Santa Coloma) Út:Albert Mercade (Santa Coloma)
53. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
VALSMENN SKOOOOORAAA!!!!

Bjarni Ólafur Eiríksson með fyrirgjöf frá vinstri, Sigurður Egill með skot frá markteignum, boltinn fer af varnarmanni Coloma og lekur inn fyrir línuna!!!
51. mín
Haukur Páll með FLOTTA skottilraun fyrir utan teig en Casals ver, blakar boltanum frá.
50. mín
Haukur Páll með skemmtilega sendingu upp vinstri kantinn. Gestirnir stöðva það.

Valur hefur ekki skorað í fimm hálfleikjum í röð. Það er algjörlega úr karakter hjá þessu liði.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Vonandi nær Valur að skapa sér meira.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn miklu betri en þeir hefðu verið til í að skapa sér fleiri afgerandi færi.

Rétt fyrir hálfleikinn fékk Valur lofandi skyndisókn sem þeir fóru rosalega illa með.
45. mín Gult spjald: Marc Rebes (Santa Coloma)
Nóg af spjöldum! Þetta kemur upp fyrir mótmæli.

Erum við að fara að fá rautt í kvöld?
45. mín
Fjórði dómarinn gefur merki um 4 mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
44. mín Gult spjald: Albert Mercade (Santa Coloma)
Sjötta gula spjaldið í fyrri hálfleik!!!

Dómarinn hikar ekki við að leita í svörtu bókina.
43. mín Gult spjald: Juan Torres (Santa Coloma)
42. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Hindrar leikmann Coloma út við hliðarlínuna. Strangt að lyfta gulu.
40. mín
Gaui Lýðs með stungusendingu á Dion sem var að sleppa... Casals nær að trufla með úthlaupi og þröngvar Dion í erfitt færi. Skotð ekki á rammann.
38. mín
Santa Coloma fékk horn... mark liðsins í fyrri leiknum kom einmitt eftit horn. En þarna fengu þeir bara á sig sóknarbrot.
36. mín
Fín sókn Vals en Patrick skýtur svo hátt hátt yfir. Boltinn út á bílastæði.
34. mín
Leikurinn var stopp þokkalega lengi á meðan Casals markvörður þurfti aðhlynningu. Það var ekkert að honum. Það er verið að tefja og tefja.
31. mín Gult spjald: Dion Acoff (Valur)
Stunga frá Sigurði Agli á Dion, markvörðurinn á undan að handsama knöttinn og Dion fer svo í markvörðinn. Uppsker gult spjald.
27. mín
Hörkufæri! Hörkufæri! Patrick rennir boltanum á Sigurð Egil í teignum og hann á skot sem Casals ver.
24. mín
Sigurður Egill með skot frá vítateigshorninu en Casals í marki gestaliðsins ver af miklu öryggi.
23. mín
Leikmenn Santa Coloma hafa notað hvert tækifæri til að reyna að tefja og hafa gert það frá fyrstu mínútu leiksins.
20. mín Gult spjald: San Nicolas (Santa Coloma)
Togar Sigurð Egil niður og stöðvar hraða sókn.
19. mín
Valur fær tvær hornspyrnur í röð. Eftir þá seinni vilja Valsmenn fá dæmt víti fyrir hendi! Bosníumaðurinn ekkert á því að dæma.
17. mín
Fyrsta marktilraun Andorra. Juan Torres nær skoti fyrir utan teig en beint á Tona í markinu.
14. mín
Valur fékk hornspyrnu. Gaui Lýðs mætti á vettvang til að taka hornið. Haukur Páll skallar yfir eftir hornspyrnuna.
10. mín Gult spjald: Ildefons Lima (Santa Coloma)
Brotið hér á Dion og gult spjald.

Valsmenn einoka boltann hér í upphafi leiks. Það má kannski láta það fylgja að ef Valur slær Coloma út þá er mótherjinn Sheriff frá Moldavíu.
8. mín
Buron leikmaður Colona með laglegan sprett. Lenti þó í Eið Aron sem tók af honum boltann. Buron henti sér niður og emjaði úr sársauka. Dómarinn virtist hreinlega brosa að tilburðum Buron og Eiður lét hann vel heyra það. Trúlega ekki eitthvað fallegt sem Eiður sagði við hann.
6. mín
Sigurður Egill fer niður í teignum og vill víti! Ekkert dæmt.
3. mín
Birkir Már með fyrirgjöf sem varnarmaður Coloma sparkar frá. Kristinn Freyr nær svo að ógna en Casals í markinu handsamar knöttinn.
1. mín
Leikur hafinn
Dómari leiksins eitthvað spenntur og flautar leikinn á, áður en klukkan slær 20! Leikurinn hófst 3 mínútum á undan áætlun.

Valsmenn sækja í átt að Fjósinu í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík, er mættur í stúkuna. Virðist vera í sumarskapi. Dómari leiksins er landi hans frá Bosníu.
Fyrir leik
Styttist í leik. Síðasta tækifæri fyrir stuðningsmenn Vals að væta kverkarnar í Fjósinu þar sem ískaldur Heineken er á boðstólnum og borgarar frá Prikinu.
Fyrir leik
Þá er komið að spámönnum leiksins. Þeir fóru saman á Eurovision í Kænugarði í fyrra og halda báðir með Val.

Benedikt Bóas, Fréttablaðinu: Ég vaknaði í morgun og hugsaði: Þetta fer 3-0. Miðað við eldmóðinn í Kristni Frey í upphitun verður hann maður leiksins.

Stefán Árni Pálsson, Sýn: 4-0.
Fyrir leik
Meðal leikmanna í byrjunarliði Santa Coloma er spænski sóknarmaðurinn Juan Torres. Hann spilaði 8 leiki í Pepsi-deildinni árið 2013 með Víkingi Ólafsvík og skoraði eitt mark. Það mark gerði hann í 5-0 útisigri gegn ÍA.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð og má sjá þau hér til hliðar.

Valur gerir eina breytingu frá 0-0 leiknum gegn Fylki á mánudaginn. Sigurður Egill Lárusson kemur inn i byrjunarliðið í staðinn fyrir Andra Adolphsson.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals:
Ég held að við séum vel undirbúnir. Við erum 1-0 undir og þurfum að nálgast leikinn af varfærni líka því við megum ekki fá á okkur mark. Við verðum tilbúnir. Við höfum verið undir áður og erum núna á heimavelli svo ég óttast ekkert. Við spiluðum ekki vel úti og fengum það í bakið. Vonandi snúum við því við. Við teljum okkur vera betri en þeir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar fótbolta.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, tekur út fyrri leikinn í tveggja leikja banni sem UEFA dæmdi hann í. Ólafur fékk bannið fyrir framkomu sína eftir dómaraskandalinn í Þrándheimi þar sem Valsmenn féllu úr leik gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Fyrir leik
Santa Coloma vann fyrri leikinn á heimavelli sínum nokkuð óvænt. Eina markið kom úr hornspyrnu en Bjarni Ólafur Eiríksson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Patrick Pedersen var í banni í fyrri leiknum en snýr nú aftur. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli gegn Fylki í Pepsi-deildinni á mánudag en vonandi verða Hlíðarendapiltar á skotskónum í kvöld!
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Santa Coloma, seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Íslandsmeistararnir gegn Andorrameisturunum.
Byrjunarlið:
1. Eloy Casals (m)
2. San Nicolas
4. Andreu Ramos
5. Marc Rebes
6. Yago Perez
7. Lorenzo Buron
8. Aleix Cistero ('80)
11. Albert Mercade ('54)
17. Juan Torres
20. Jaime Conde ('67)
66. Ildefons Lima

Varamenn:
13. Andrés Benítez (m)
9. Iban Parra ('80)
16. Chus Sosa ('67)
19. André Azevedo ('54)
22. Juli Sanchez
24. Robert Ramos

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ildefons Lima ('10)
San Nicolas ('20)
Juan Torres ('43)
Albert Mercade ('44)
Marc Rebes ('45)
Robert Ramos ('85)
Andreu Ramos ('85)

Rauð spjöld: