Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Selfoss
1
2
HK
0-1 Ásgeir Marteinsson '18
Hrvoje Tokic '20 1-1
1-2 Ásgeir Marteinsson '50
01.08.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fullkominn völlur og veðrið eins fínt og hægt er
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Ásgeir Marteinsson
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
6. Aron Ýmir Pétursson ('87)
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Hrvoje Tokic
18. Arnar Logi Sveinsson ('55)
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson ('70)
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('55)
12. Magnús Ingi Einarsson ('87)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon
Sævar Þór Gíslason

Gul spjöld:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('30)
Hrvoje Tokic ('42)
Kenan Turudija ('43)
Dean Martin ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri HK. Fengum frábæran leik hérna í kvöld og Selfyssingar voru hreinlega rændir stigi í dag. HK er áfram á toppnum og eru sannarlega vel að því komnir.
90. mín
HK geystist upp í sókn! Ásgeir Marteins fékk boltann á miðjum teignum og á þessa líka geggjuðu hælsendingu á Brynjar en Stefán Logi ver.
90. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
90. mín
Þetta er hreinlega kolrangur dómur. Miðað við þær myndir sem við sjáum á Selfoss TV.
90. mín
DRAMA! Tokic tekur aukaspyrnuna beint á Arnar Frey sem slær hann út í teiginn. Ingi Rafn var fyrstur að vettvang og smellti honum í netið. En það er flögguð rangstaða!
90. mín
Selfoss á aukaspyrnu á stóóóórhættulegum stað! Hrvoje Tokic stendur yfir boltanum.
87. mín
Inn:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss) Út:Aron Ýmir Pétursson (Selfoss)
Getur Magnús Ingi töfrað eitthvað uppúr hattinum?
81. mín Gult spjald: Árni Arnarson (HK)
Árni fær gult spjald fyrir brot úti á miðjum velli.
80. mín
#Celebvaktin Hérna situr Sigurður Eyberg sennilega besti hægri bakvörður í sögu Selfoss í stúkunni. Hann er í þykkustu 66°Norður úlpu sem ég hef séð. Engin kuldi á þessum bæ.
70. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)
Ingi Rafn kemur inná fyrir Kristófer Pál.
68. mín
Þarna skall hurð nærri hælum!

Birkir Valur með frábæran bolta fyrir sem Brynjar Jónasson nær næstum því að stýra á markið en hann náði ekki nægilega mikilli snertingu.
63. mín
Darraðadans alert!

Darraðadans í teig HK sem endar með að Pachu nær að táa boltann á markið en Arnar Freyr með allt á hreinu í marki HK.
58. mín
Hérna er vösk stuðningsmannasveit frá HK. Hún samanstendur af sirka 10-15 strákum. Meðalaldur sennilega um 10 ár en það skiptir engu. Þeir eru mættir með trommur og láta vel í sér heyra. Held að þeir kalli sig Rauðu Þrumuna. Risa hrós á þá!
55. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar Logi þarf að fara útaf í kjölfar þessarar tæklingar. Hvort það er vegna tæklingarinnar get ég ekki fullyrt um.
53. mín
Ólafur Örn fær hér tiltal frá Sigurði Hirti eftir að hafa tæklað Arnar Loga úti á miðjum velli. Arnar Logi liggur eftir. Stuðningsmenn Selfoss heimta gult á Ólaf Örn en hann sleppur með tiltal.
52. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
Brynjar Björn gerir skiptingu. Út kemur töframaðurinn Bjarni Gunnars og inná kemur Máni Austmann.
50. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
ÁSGEIR MARTEINS!

Jáhá! Skot er frekar ómögulegu færi rétt fyrir utan teig á vítateigshorninu. Boltinn fór í gegnum alla þvöguna og endaði í horninu fjær. Ég áætla að Stefán Logi hafi séð þennan mjög seint.
49. mín
Wow!

Ásgeir Marteins í einn á einn gegn Stefáni Loga eftir að Brynjar Jónasson setti hann í gegn. Stefán Logi gerði vel og varði hann í horn.
46. mín
Við erum farin af stað!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Dean Martin og Sævar Þór arka beint að Sigurði Hirti dómara og eiga við hann vel valin orð. Dean nokkuð æstari en Sævar sem tekur utan um hann og hvíslar eitthvað fallegt í eyra hans.

Ég ætla að fá mér sjóðandi brennandi heitt kaffi í hinni goðsagnakenndu Tíbrá. Sjáumst eftir korter.
44. mín Gult spjald: Dean Martin (Selfoss)
Núna fær Dean Martin gult spjald fyrir að láta ljós óánægju sína.
43. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Selfoss)
Núna fær Kenan gult spjald og Selfyssingar bilast. Miðað við endursýningar á Selfoss TV fór hann beint í boltann. Sigurður Hjörtur er ekki alveg með þetta í dag.
42. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Selfoss)
Tokic fær hér gult spjald fyrir að tuða í Sigurði Hirti dómara.
34. mín
Guðmundur Þór Júlíusson með þennan líka fína skalla eftir aukaspyrnu frá miðjum velli sem Stefán Logi ver í horn.
30. mín Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Þorsteinn Daníel fær gult spjald fyrir perfect tæklingu að mínu viti. Þetta var slappt hjá Sigurði Hirti.
20. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Ivan Martinez Gutierrez
Veisla!

Við höfum veislu. Selfoss svarar fyrir sig og það strax!

Pachu með geggjaða fyrirgjöf beint á kollinn á Tokic sem á hrikalega snyrtilegan skalla framhjá Arnari Frey í markinu.
18. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Jahérna hér!

Ásgeir Marteinsson með mark beint úr aukaspyrnu. Þetta var gjörsamlega ekkert skotfæri en Stefán Logi stóð gjörsamlega á fáranlegum stað. Ásgeir snuddaði hann bara innanfótar í yfir vegginn. Auðveldasta mark sem Ásgeir hefur skorað úr aukaspyrnu.
8. mín
Maður sér mögulega smá Dean Martin áhrif hér strax eftir 8 mín. Bjarki Leósson straujar Birki Val niður. Vel hressilegt. Sleppur með gult.
7. mín
Brynjar Jónasson er ósáttur með Sigurð Hjört dómara hér. Vildi meina að Arnar Logi hafi straujað sig niður. Sigurður hafði engan áhuga á þessu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Það er Hrvoje Tokic sem hefur leikinn.

Selfoss sækir í átt að Stóra-hól en HK að hinni goðsagnakenndu Tíbrá.
Fyrir leik
Már Ingólfur er að spila Skítamóral og það veit á gott segir hann. Liðin eru að labba út.
Fyrir leik
Hilmar Árni Halldórsson markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar spáði í 14. umferðina og hann hafði þetta um leikinn að segja:

Selfoss 1 - 2 HK
Selfyssingar byrja af krafti undir nýjum þjálfara en Brynjar Björn og félagar verða of stór biti fyrir þá. Hörður bakvörður laumar inn einu.

Við þetta má bæta að Már Ingólfur Másson, vallarþulur hér á Jáverk-vellinum spáir leiknum 3-1 fyrir Selfoss. Við þetta má bæta að Hrvoje Tokic skorar þrennu í hans draumi.
Fyrir leik
Dean Martin er ekkert að hrista alltof mikið upp í þessu. Aron Ýmir kemur inn, sennilega á hægri kantinn og út fer Gilles Ondo en hann byrjar fjögurra leikja bann í dag.

Athygli vekur að hinn síungi Sævar Þór Gíslason tekur aðstoðarþjálfarann í dag. Ég hef ekki fengið það staðfest að það sé varanlegt en sjáum til.
Fyrir leik
Félagskiptaglugginn á Íslandi lokaði í gær og hafa liðin bætt við sig leikmönnum undanfarið.

Selfyssingar bættu við sig Hrvoje Tokic sem skrifaði undir 2 ára samning við félagið og svo kom Aron Ýmir Pétursson til félagsins á láni frá ÍA.

HK hefur sýnt í glugganum að þeir hafa sannarlega metnað til þess að taka skrefið í átt að Pepsi-deildinni en félagið hefur fengið til sín 4 góða leikmenn. Félagið fékk til sín þá Hörð Árnason og Mána Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni. Sigurður Melberg Pálsson kom á láni frá Fjölni og nú síðast í gær hinn áhugaverði Zeiko Lewis til félagsins á láni frá FH.
Fyrir leik
Það hefur mikið gengið á í herbúðum Selfyssinga undanfarna daga en á föstudaginn síðastliðinn hætti Gunnar Rafn Borgþórsson störfum eftir tap gegn ÍR deginum áður. Selfyssingar voru fljótir til og réðu Dean Martin nokkrum dögum seinna. Það verður því einkar fróðlegt að sjá hvernig Selfyssingar svara fyrir sig.
Fyrir leik
Fyrir leik er staða liðanna gjörólík. Selfoss situr í 11. sæti með einungis 11 stig og þurfa þeir á öllum þremur stigunum að halda sem eru í boði hérna í kvöld.

Það verður þó hægara sagt en gert að leggja lið fólksins HK að velli en HK sitja í toppsætinu með 29 stig. Ekki nóg með það þá eru HK-ingar taplausir í sumar.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur fotbolti.net. Hér mun fara fram bein textalýsing fyrir leik Selfoss og HK. Leikurinn er liður í 14. umferð Inkasso deildarinnar.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('52)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Hörður Árnason
20. Árni Arnarson
23. Sigurpáll Melberg Pálsson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
8. Máni Austmann Hilmarsson ('52)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
18. Hákon Þór Sófusson
24. Aron Elí Sævarsson
26. Zeiko Lewis

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Viktor Bjarki Arnarsson
Sigurður Viðarsson

Gul spjöld:
Árni Arnarson ('81)
Ólafur Örn Eyjólfsson ('90)

Rauð spjöld: