Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
FH
0
1
Hapoel Haifa
0-1 Eliyahu Elbaz '68
02.08.2018  -  19:15
Kaplakriki
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður í kvöld. 13 stiga hiti, hægur andvari með sólarglennum. Völlurinn lookar geggjaður í dag.
Dómari: Sergei Tsinkevich (Hvíta Rússland)
Maður leiksins: Rennico Clarke
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson ('79)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford ('79)
7. Steven Lennon
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cedric D'Ulivo
8. Kristinn Steindórsson
11. Atli Guðnason ('79)
11. Jónatan Ingi Jónsson
18. Jákup Thomsen ('79)
22. Halldór Orri Björnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Robbie Crawford ('49)
Viðar Ari Jónsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Um leið og hornið klárast er flautað af.

Svekkelsi fyrir allan peninginn hér.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
+4

Horn og búið.
90. mín Gult spjald: Viðar Ari Jónsson (FH)
Kröftug mótmæli
90. mín
+2

Víti!?!?!?

Héðan úr blaðamannastúkunni leit það svo sannarlega þannig út.

Clarke steinliggur í teignum eftir viðskipti við varnarmann sem virðist klárlega taka hann niður en dómarinn gerir ekkert. Allt brjálað!!
90. mín
Það verða þrjár mínútur í uppbót...
90. mín
Inn:Risto Mitrevski (Hapoel Haifa) Út:Sakis Papazoglou (Hapoel Haifa)
Þetta er bara til að éta klukkuna...
87. mín
VAR ÞESSI INNI!?!?!?!?!?

Atli Guðna skallar inn í markteiginn, Lennon hendir sér í skallann en Setkus og varnarmaður klafsa þennan frá af línunni.

FH vildu mark en dómarinn ekki á því.
86. mín
Innkast heimamanna og nú horn.

Smá pressa að myndast.
83. mín
FH ná ekki alveg tökum á sóknarleiknum.

Hapoel komnir aftar á völlinn. Það vantar svolítið upp á ákafann og trú hjá heimamönnum.
81. mín
FH er komið í 4231.

Thomsen upp á topp með Lennon og Atla á köntum.

Guðmundur og Davíð í djúpri miðju og Brandur fyrir framan.
80. mín
Taktískar breytingar hérna...sjáum hvað verður.

Allavega komin 4ra manna vörn.
79. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
79. mín
Inn:Jákup Thomsen (FH) Út:Robbie Crawford (FH)
78. mín
Þá er Suðurevrópulögmálið hafið.

Þegar menn eiga séns...þá liggja þeir lengi.

Ísraelarnir virðast kunna það.
76. mín
Enn á ný er hann Papa að pirra menn.

Ég tæki hann ekkert með í bústað með okkur strákunum....skulum orða það þannig.
72. mín
Aðeins spark í nára heimamanna hérna.

Þeir þurfa að fara að færa sig ofar á völlinn...
68. mín MARK!
Eliyahu Elbaz (Hapoel Haifa)
Stoðsending: Gil Vermouth
HELV****

Vermouth kemst í gegn hægra megin í teignum og neglir inn í markteiginn þar sem Elbaz setur hann í netið.

Ferlegt...
66. mín
Brandur kemst á bakvið áðurnefndan Malul og inn í teiginn, á flott skot sem Setkus ver á nærstönginni.
66. mín
Malul fintar á vítateigslínunni og á skot rétt framhjá.

Sókn gestanna virðist vera að þyngjast.
64. mín
Inn:Eliyahu Elbaz (Hapoel Haifa) Út:Maxim Plakushchenko (Hapoel Haifa)
62. mín
Þá þurfti Nielsen loks að verja.

Vermouth köttaði inn á skot með vinstri sem var út við stöng en Gunnar sá við honum.
61. mín
Jafnvægislist í leiknum.

FH ná að halda boltanum fínt innan liðs núna, sækja ekki mikið.
58. mín
Inn:Guy Hadida (Hapoel Haifa) Út: Gal Arael (Hapoel Haifa)
Hrein skipting.
55. mín
Tamas leiddist þófið...og tók eitt af 40 metrunum.

Það fór langleiðina á Álfaskeiðið bara...engin hætta.
52. mín
Hapoel mikið með boltann en FH einfaldlega gefa engin færi á sér.
49. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
Henti sér í tæklingu á Kapiloto.

Rétt ákvörðun.

Elvar Geir Magnússon
46. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað á ný.

Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Frábær frammistaða FH-inga hér í fyrri hálfleik.

Hafa átt öll hættulegustu færin og Hapoel ekki náð neinni ógn. Aðrar svona 45 og þeir fara áfram!
45. mín
Dómaranum er kalt sennilega.

Bætir bara við einni mínútu í uppbót sem er blaður!

Flugeldurinn og slagurinn í teignum voru a.m.k. 4 mínútur.
45. mín
FH í skyndisókn, Lennon dregur til sín varnarmenn og leggur á Guðmund en hann með skot langt framhja.
43. mín
Kapiloto skallar framhjá úr ágætu færi upp úr horni.

Öll ógn gestanna er í kringum föst leikatriði.
37. mín
Það er klárlega "bad blood" í gangi á vellinum. Malul fyrirliði "ennaði" Lennon í kjölfar skrýtins aukaspyrnudóms á FH.

Gestirnir hlaupa utan í menn og djöflast þegar þeir geta.
35. mín
Leikurinn er í jafnvægi núna.

Liðin rúlla boltanum á milli sín, engir sóknartilburðir í gangi.


29. mín
Papa hendir sér í hraustlega tæklingu á Davíð Þór en sleppur við spjald.

Grikkinn hávaxni með "man-bun"-ið er að pirra menn á alla kanta hér í kvöld. Fær baul úr stúkunni.
26. mín
Áhlaup FH aðeins að dvína.

Hapoel farnir að stýra ferðinni aftur en FH virka solid varnarlega.
23. mín
Dómarinn ætlar lítið að flauta sýnist manni. Leikurinn flýtur vel...en það er alltaf hættuleg lína að fylgja.

Lýsi undun minni á litavali dómaratríósins. Alveg ljóst að íslenskir dómaraeftirlitsmenn gæfu mínis fyrir rautt og svart í litavalið. Held það sé allavega erfitt að greina þá frá Hapoelmönnum í sjónvarpi.
19. mín
FH færi!

Þríhyrningur hægra megin gefur Viðari skotfæri sem hann nýtir vel af vítateignum og enn ver Setkus!
18. mín
FH á flottri ferð.

Guðmundur leikur á tvo og nær skoti sem varnarmenn komast fyrir og bjarga í horn sem svo er skallað frá.
16. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Nú fara FH upp hægra megin, lagt út á Crawford sem fer af varnarmanni og dettur á markteiginn þar sem að Brandur fær hann aleinn en Setkus ver svakalega!
14. mín
Frábær FH sókn!

Fara hratt upp vinstra megin og Crawford á flotta sendingu á vítapunktinn þar sem Brandur á flott skot sem Setkus ver vel.

Það eru klárlega sóknarmöguleikar í þau svæði sem bakverðir Hapoel skilja eftir sig!

13. mín
Hér verður allt vitlaust inni í teig í um tvær mínútur, pústrar og hraustleg samtöl í gangi. Dómarinn og aðstoðardómarinn þurfa að ganga í málið en svo lýkur málinu án málalenginga.

Ekkert kemur út úr horninu.
11. mín
Fyrsta hornið er gestanna...


9. mín
Fyrsta færið kemur Hapoelmegin. Flott sending frá Ginsari inn í teig en Papazoglou (sem héðan af verður kallaður Papa í þessari lýsingu) skallar yfir.
6. mín
Lögð af á ný eftir reykjarmökkinn...
4. mín
Já!

Blysum hleypt af í stúkunni Hapoel megin og dómarinn þarf að stoppa leik í bili.

Þetta sést nú sjaldan á Íslandi og mun kosta bæði lið sektarpeninga. Fólk ansi ósátt!!!
2. mín
Hapoel þrýsta strax upp.

Bakverðirnir fara alla leið upp á sóknarþriðjunginn og FH eru klárlega með 5 manna vörn hér í upphafi.
1. mín
Leikur hafinn
Rúllum af stað!
Fyrir leik
Hapoel byrja með boltann hér.

FH sækja í átt að miðbænum, Hapoel sækja upp að frjálsíþróttavellinum.
Fyrir leik
Liðin koma inn á völlinn.

FH alhvítir eins og ég sagði, Hapoel dulbúa sig sem Víkinga...eins búningur.

Held að það ætti nú að hjálpa heimamönnum svona miðað við hvernig fór nýlega þegar Fossvogsbúar mættu í Krikann...ekki illa meint sko.
Fyrir leik
Verð að gefa "svarthvíta hetjan mín" shout out.

Legg þó til að FH fái Dúkkulísur til að endurgera lagið og láta það ver hvítsvarta hetjan. Það yrði algerlega epískt FH-lag.

Frikki gæti tekið bakrödd!
Fyrir leik
Silkibarkinn Frikki Dór fer af alúð yfir nöfn þeirra leikmanna sem hefja leik og það er að fyllast í stúkusætin. Nóg pláss ennþá samt!

Liðin eru í búningsklefunum að klára lokaundirbúninginn.
Fyrir leik
Það er svolítið þannig að þessar liðsuppstillingar eru ávísun á svæði til að verja og hlaupa inní.

Hafsentarnir þrír hjá FH verða Zonal og það þýðir að bakverðirnir þurfa að þétta "inn á völlinn". Miðjurnar eru þrír á þrjá sem þýðir að varnarlega þurfa FH bara einfaldlega að matcha það.

Sóknarséns heimamanna er að breika hratt á tvo öskufljóta og lipra sentera...en í uppsettum leik þurfa þá bakverðirnir hafnfirsku að koma upp á völlinn og teygja þannig á miðju Hapoel og síðan vörninni...

Svona er þetta á teikningunum...en íþróttin vinnst ekki og tapast þar.
Fyrir leik
Uppgefin liðsuppstilling UEFA á gestaliðinu er eftirfarandi:

Setkus

Malul - Tamas - Kapiloto - Dilmoni

Arael - Sjostedt - Plakuchenko

Vermouth - Papazoglou - Ginsari.
Fyrir leik
Það virðist algerlega ljóst að það lið sem vinnur viðureign kvöldsins mun mæta Atalanta.

Ítalirnir eru komnir í 0-4 í Bosníu eftir rúmlega hálftíma leik...sé ekki heimaliðið setja fimm mörk héðan frá.

Vonandi sjáum við þá í Krikanum í ágúst....


Fyrir leik
Eins og sést hér að neðan þá er bara talsverður hópur sem fylgir gestunum og þeir hafa hátt nú þegar.

Ætti að verða fjör á pöllunum!


Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl.

FH-ingar verða alhvítir í kvöld til að rekast ekki á svörtu stuttbuxur gestanna.

Intensív upphitun í gangi.
Fyrir leik
Dómaratríóið kemur frá Hvíta-Rússlandi, aðalmaðurinn og sá með flautuna heitir Sergei Tsinkevich.
Fyrir leik
Sigurvegararnir í þessari viðureign munu leika við sigurvegarann úr leik Atalanta og Sarajevo.

Fyrri leik þeirra lauk með 2-2 jafntefli á Ítalíu og er sá síðari í Bosníu í kvöld.

Sá leikur hefst á undan viðureigninni í Krikanum og því verður ljóst í leikslok í Hafnarfirði hver næsta viðureign verður.
Fyrir leik
Ísraelska deildin hefur þá reglu að einungis sex leikmenn í hverju liði mega vera "ekki-Ísraelar".

Þekktastur þessara leikmanna hjá Haifa er líklega Gabriel Tamas, rúmenskur varnamaður með 65 landsleiki að baki og feril víða um Evrópu, þ.á.m. með Watford og Cardiff í Englandi.

Stærsta ísraelska nafnið er líklega Gil Vermouth, reyndur kappi sem leikur á vængnum. Sá á 28 landsleiki að baki og lék með liðum eins og Kaiserslautern og Gent en kom til Hapoel frá erkifjendunum í Maccabi nú í sumar.
Fyrir leik
Hapoel liðið kemur frá borginni Haifa...eiginlega "hitt liðið" í borginni á eftir Maccabi.

Þeir unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að vinna bikarkeppnina í Ísrael liðið vor. Það var í fjórða sinn í sögu félagsins en liðið hefur einn meistaratitil í sínum fórum, frá 1999.
Fyrir leik
FH-ingar komust yfir í fyrri leiknum þegar Eddi Gomes skoraði eftir hornspyrnu en heimaliðið jafnaði í lok leiks.

Þetta þýðir að ef að ekkert mark verður skorað í Hafnarfirðinum komast heimamenn áfram. Það gefur Óla Kristjáns og félögum möguleika á að verjast og beita skyndisóknum.

Ég myndi telja það líklega útkomu þegar taktíkin á í hlut!
Fyrir leik
Við erum stödd í Kaplakrika þar sem heimamenn í FH taka á móti Hapoel Haifa frá Ísrael.

Staðan eftir fyrri leik liðanna er 1-1 svo að möguleikar heimamanna í Firðinum ættu að vera stórfínir!
Fyrir leik
Góða kvöldið og hjartanlega velkomin í textalýsingu okkar á leik í forkeppni Evrópudeildarinnar!
Byrjunarlið:
13. Ernestas Setkus (m)
2. Rasmus Sjostedt
4. Dor Malul
6. Gal Arael ('58)
7. Maxim Plakushchenko ('64)
10. Radu Ginsari
14. Gil Vermouth
18. Hen Dilmoni
19. Sakis Papazoglou ('90)
30. Gabriel Tamas
55. Nisso Kapiloto

Varamenn:
1. Ran Kadoch (m)
5. Roee Shukrani
11. Ness Zamir
17. Eliyahu Elbaz ('64)
23. Guy Hadida ('58)
51. Risto Mitrevski ('90)
99. Mamoon Qashoa

Liðsstjórn:
Nir Klinger (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: