Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
1
0
Leiknir R.
Ágúst Freyr Hallsson '4 1-0
09.08.2018  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá vindur og skýjað
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('82)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('72)
9. Ágúst Freyr Hallsson ('76)
16. Axel Sigurðarson
22. Axel Kári Vignisson
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
29. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
8. Aleksandar Alexander Kostic
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
13. Andri Jónasson ('76)
15. Teitur Pétursson
17. Jesus Suarez Guerrero ('82)
19. Brynjar Óli Bjarnason

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Styrmir Erlendsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Gísli Martin Sigurðsson ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍR eru komnir fyrir ofan Leikni í deildinni eftir sigur í hrútleiðinlegum leik. Meira síðar.
93. mín
ÍR geta klárað leikinn!!! Andri og Jón Gísli tveir á móti markmanni en Andri gefur vonlausa sendingu til hliðar beint á Eyjó.
90. mín
Uppbótartíminn er FIMM mínútur!
89. mín
Sævar Atli með skot sem Helgi ver út í teig en nær að handsama boltann áður en Leiknismenn ná til.
88. mín Gult spjald: Miroslav Pushkarov (Leiknir R.)
85. mín
NAUUUUHH Styrmir með bombu í skeytin!!!
84. mín
Hætta inná teig ÍR eftir langa aukaspyrnu en Leiknismenn ná ekki að gera árás á boltann og hann skoppaði beint í fangið á Helga.


82. mín
Inn:Jesus Suarez Guerrero (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
77. mín
Gísli Martin með skot sem Eyjó ver auðveldlega. Lítið hægt að klaga Eyjó í þessum leik.
76. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
76. mín
Inn:Andri Jónasson (ÍR) Út:Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
75. mín
Boltinn kemur inn á teig ÍR og Ingvar fær boltann á ferðinni en skýtur framhjá úr erfiðri stöðu.
72. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (ÍR) Út:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Hinn íslenski, vinnusami Deco kominn inn.
71. mín
Ágúst með sendingu inn á teig Leiknismanna á Bjögga sem tekur hann á kassann en gleymir að halla sér yfir hann og skotið yfir.
68. mín
Lítið að gerast þessa stundina, Bjöggi liggur í grasinu eftir samstuð og sjúkraþjálfari ÍR er mættur inná.
63. mín
Gott spil hjá ÍR sem endar með skoti frá Ágústi langt yfir.
61. mín
ÍR eru í hálfgerði nauðvörn og Leiknismenn eru farnir að ógna af krafti.
57. mín
Ingvar með tvær góðar hornspyrnur fyrir Leiknismenn sem þeir ná ekki að nýta sér.
55. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
53. mín
Stebbi Páls með skot/sendingu sem endar rétt framhjá, Eyjó var ekki alveð með þennan á hreinu.
49. mín
Leiknismenn í hörkufæri. Kristján Páll með góða sendingu beint á varamanninn Aron Fuego sem skallar rétt framhjá.
47. mín
Ágúst með sprett upp völlinn og á hörkuskot sem Eyjó ver vel.
46. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn og Leiknismenn hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
+2

Egill flautar til hálfleiks, líklega verðskulduð forrusta en Leiknismenn hafa verið að sækja á.
45. mín
+2
Dauðafæri!! Ingvar Ásbjörn rennir boltanum inn í teig á Vuk sem á hárnákvæmt skot rétt framhjá.
45. mín
Gísli Martin með góðan sprett og þræðir hann á Björgvin Stefán sem á skot sem lítur ágætlega út en fer langt yfir.
41. mín
ÍR að komast í hættu en Ernir tæklar Jón Gísla og meiðir sig í tæklingunni og rekur upp skaðræðisóp. Aftur fellur Egill í gryfjuna og dæmir aukaspyrnu.
40. mín
Vuk með skalla í teignum sem er jafnvel á leiðinni inn en er ekki nógu fastur og ÍR skalla frá.
37. mín
Ágúst reynir skot beint úr aukaspyrnunni sem Eyjó kýlir frá.
35. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Fer með löppina í andlitið á Jónatan og hárrétt gult spjald. ÍR fá aukapyrnu á hættulegum stað við endalínu.
33. mín
Menn í báðum liðum er að fara rosalega auðveldlega niður og Egill er að falla í þá gryfju. Það er rosalega leiðinlegt fyrir alla aðila. Sérstaklega fyrir mig, þoli ekki svona aumingjaskap.
29. mín
Ágúst er kominn einn í gegn við miðju en er flaggaður rangstæður, líklega réttur dómur.
26. mín
Dauðafæri!!! Sturluð sending innfyrir vörn Leiknis, Axel tekur á móti honum og rennir honum út í teig á Ágúst sem er aleinn en hittir hann ekki og ÍR fá horn sem kemur ekkert út úr.
24. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (ÍR)
Brýtur á Vuk sem er búinn að fara illa með hann nokkrum sinnum í leiknum.
22. mín
Óli Hrannar fær boltann í teignum og á skot sem Helgi lendir ekki í miklum vandræðum með og stúkan byrjar í kjölfarið að kyrja Áfram Leiknir.
21. mín
ÍR komast í ákjósanlega stöðu en Jón Gísli kemur með herfilega fyrirgjöf sem fer í innkast.
20. mín
Töf á leiknum á meðan boltasækjararnir sækja boltann, auka boltinn virðist hafa horfið.
17. mín
Óli Hrannar ausar yfir Egil dómara. Óli er með Leiknis tattoo og Leiknir að tapa skiljanlega ósáttur.

Annars er lítið að gerast í þessum leik.
14. mín
Stebbi Páls fær bjartsýniskast á vellinum og reynir skot af 35 metrunum sem fer himinhátt yfir.
12. mín
Vuk með skemmtilegan sprett upp vinstri vænginn og gerir vel að renna boltanum út í teiginn þar sem enginn Leiknismaður er klár í að skjóta.
11. mín
Leiknir eru aðeins farnir að sækja í sig veðrið, en ÍR með Ágúst markaskorarann í fararbroddi eru að pressa hátt. Sá er mótiveraður.
8. mín
Leiknismenn virðast skelkaðir og Axel er að fara illa með þá trekk í trekk.
4. mín MARK!
Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
Stoðsending: Axel Sigurðarson
Ágúst skorar!!!! Á móti gömlu félögunum, kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti, mér sýndist Axel eiga fyrirgjöf sem ratar beint á Ágúst sem setur hann öruggt upp í hornið.
2. mín
ÍR fá aukaspyrnu út á kanti sem svífur yfir allan pakkann. Markspyrna.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og stúkan er dauð.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, ÍR eru að frumsýna nýja búninga, hvítir með bláum ermum. Þetta er geggjuð uppfærsla!
Fyrir leik
Rúmlega 5 mínútur í leik og og það er ENGIN mæting, veðrið sleppur þó að það sé heldur kalt, drífa sig gott fólk.
Fyrir leik
Leikmenn sem ég ætla að fylgjast sérstaklega vel með í dag:

Sævar Atli Magnússon

Uppalinn Leiknismaður fæddur árið 2000. Sævar hefur farið mikinn undanfarið í deildinni og er lang mesta ógn Leiknismanna fram á við. Er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 8 mörk í 14 leikjum.

Már Viðarsson

Límið í vörn ÍR og blæði bláu. Meiddist snemma í síðasta leik og ÍR fengu á sig 6 mörk í fjarveru hans, mikilvægi hans er gríðarlegt. Mási eins og hann er kallaður er nett klikkaður inná vellinum og ég spái annaðhvort marki eða rauðu spjaldi frá honum í dag. Spennið beltin.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Leiknismenn gera tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Fram. Daði Bærings og Anton Freyr Ársælsson detta út í þeirra stað koma þeir Ernir Bjarnason og Tómas Óli Garðarsson.

Hjá ÍR eru þrjár breytingar, Guffi, Andri Jónasson og Skúli Sigurz detta út og inn koma Björgvin Stefán, Jónatan og Halldór Jón.
Fyrir leik
Liðunum gekk misjafnlega vel í síðustu umferð. Leiknismenn gerðu 2-2 jafntefli við Fram og vildu meira úr þeim leik.

Á meðan voru ÍR niðurlægðir 6-1 af Þrótti í laugardalnum, það er spurning hvort ÍR mæti brotnir eða hungraðir eftir þann leik.
Fyrir leik
Liðin mættust í 4. umferð deildarinnar á Efra-Breiðholtinu þar sem Leiknir unnu öruggan 3-1 sigur. Sævar Atli og Sólon Breki skoruðu mörk Leikni í þeim leik ásamt því að Axel Kári leikmaður ÍR lagði í púkkið með sjálfsmarki. Bjögvin Stefán klóraði síðan í bakkann undir lokin fyrir ÍR.
Fyrir leik
Heiðurinn er ekki bara það sem er undir í dag því þetta er sankallaður sex stiga leikur því bæði lið eru í rosalegri baráttu í neðri hluta deildarinnar.

ÍR eru í tíunda sæti með 13 stig eða einu stigi frá fallsæti en Leiknir í því sjöunda með 15.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá Breiðholtsslag ÍR og Leiknis í 15. umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('76)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
27. Miroslav Pushkarov
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
80. Tómas Óli Garðarsson ('46)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
2. Jamal Klængur Jónsson
3. Ósvald Jarl Traustason
10. Daníel Finns Matthíasson ('76)
11. Ryota Nakamura
17. Aron Fuego Daníelsson ('46)
19. Ernir Freyr Guðnason
20. Óttar Húni Magnússon

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Ásbjörn Freyr Jónsson
Þórður Einarsson

Gul spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('35)
Árni Elvar Árnason ('55)
Miroslav Pushkarov ('88)

Rauð spjöld: