Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 09. ágúst 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Caitlyn Alyssa Clem
FH 0 - 1 Selfoss
0-1 Allyson Paige Haran ('20)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Halla Marinósdóttir ('82)
0. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Megan Elizabeth Buckingham
8. Jasmín Erla Ingadóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
16. Diljá Ýr Zomers ('73)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('64)

Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('73)
22. Nadía Atladóttir ('64)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('82)

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Maria Selma Haseta
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Silja Runólfsdóttir
90. mín Leik lokið!
Og leiknum er lokið með sigri Selfoss, 1-0 og þær fara í 15 stig. FH er hinsvegar í erfiðum málum á botni deildarinnar.
Eyða Breyta
90. mín
Jasmín á skot rétt yfir markið.
Eyða Breyta
90. mín Ásta Sól Stefánsdóttir (Selfoss) Alexis Kiehl (Selfoss)
Og þarna kemur skiptingin. Alexis kemur útaf og Ásta Sól inn á.
Eyða Breyta
90. mín
Selfoss undirbýr síðustu skiptinguna. Bíður eftir að boltinn fari útaf til að ná skiptingunni.
Eyða Breyta
90. mín
Það ætti ekki að vera svo mikill tími í uppbót en við sjáum hvað setur. 90 mín komnar.
Eyða Breyta
90. mín
Brynhildur með frábæra takta hér við endalínuna en nær ekki að gefa boltann á samherja.
Eyða Breyta
89. mín
Og ég var ekki fyrr búin að skrifa þetta hér að neðan þegar Unnur sleppur nánast ein í gegn en Aníta kemur á móti henni og handsamar boltann.
Eyða Breyta
89. mín
Leikurinn fer þessar mínúturnar fram á vallarhelmingi Selfoss. Þær eiga í stökustu vandræðum með að koma boltanum ofar á völlinn og halda honum.
Eyða Breyta
87. mín
FH fær hornspyrnu en hún fer yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
86. mín
Guðný á frábært skot sem fer í varnarmann Selfoss og í innkast.
Eyða Breyta
86. mín
Mér finnst FH-ingar vera líklegri til að skora heldur en Selfoss að bæta í þessar mínúturnar.
Eyða Breyta
86. mín
Frááábær varlsa. Caitlyn má hafa sig alla við að verja skot frá Nadíu.
Eyða Breyta
85. mín
Jæja önnur hendin sem FH hefðu átt að fá. Nema núna hefðu þær fengið aukapsyrnu á frábærum stað. Brynja hætti meira að segja og var sjálf viss um að það yrði dæmt en hann dæmdi ekkert.
Eyða Breyta
82. mín Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Halla Marinósdóttir (FH)
Fyrirliðinn kemur útaf og Andrea kemur inn.
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Þetta var frekar skondið. FH fær aukaspyrnu og dómarinn ætlar að spjalda Unni. Hann byrjar á að teygja sig í rassvasann og ná í rauða spjaldið og þegar hann sér litinn á því skiptir hann yfir í gula. Ég persónulega skil ekki spjaldið en gott að hann áttaði sig á mistökunum og gaf henni ekki rautt. Það hefði verið rosalegt.
Eyða Breyta
79. mín
Nadía með frábæran bolta inn í teig en Selfoss nær að hreinsa.
Eyða Breyta
76. mín
Selfoss með frábæra sókn og Grace nær að koma boltanum fyrir aftan vörn FH en Unnur er röng og reynir ekki að nálgast boltann.
Eyða Breyta
73. mín Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Diljá Ýr Zomers (FH)
Þórey kemur inn fyrir Diljá.
Eyða Breyta
71. mín
Frábær sending hjá Megan inn í teig en Selfoss hreinsar í hornspyrnu. Boltinn fer beint útaf og markspyrna.
Eyða Breyta
71. mín Íris Sverrisdóttir (Selfoss) Halla Helgadóttir (Selfoss)
Nú kemur Halla útaf og Íris inn.
Eyða Breyta
68. mín
Megan leikur illa á Barbáru en sendingin hennar fyrir markið ratar á engann.
Eyða Breyta
67. mín
Ég leiðrétti hér með skiptinguna áðan hjá Selfossi en það var Þóra sem kom útaf en ekki Halla. Afsakið.
Eyða Breyta
64. mín Nadía Atladóttir (FH) Birta Georgsdóttir (FH)
Og það er skipting en Nadía kemur inn fyrir Birtu.
Eyða Breyta
63. mín
Grace á skot sem fer framhjá.
Eyða Breyta
62. mín
FH-ingar eiga færi en Jasmín átti flottan bolta á Helenu. Hún skýtur en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
59. mín
Selfossstelpurnar hafa tekið aðeins yfir leiknum núna og náð að róa hann aðeins.
Eyða Breyta
57. mín
Frábær bolti hjá Unni Dóru á Alexis sem á flott skot á markið en Aníta ver.
Eyða Breyta
55. mín Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Unnur Dóra kemur inn fyrir Þóru Jónsdóttur.
Eyða Breyta
53. mín
Þóra búin að vera góð á miðunni hjá Selfossi og berst eins og ljón í öllum boltum. Búin að standa sig vel í að stoppa spil FH upp miðjuna.
Eyða Breyta
51. mín
FH byrjar rosalega vel hérna í seinni hálfleik en þær eru búnar að liggja á Selfossi. Loksins nær Caitlyn að grípa boltann og losa pressuna.
Eyða Breyta
50. mín
Hornspyrnan endar með skoti frá Megan sem Caitlyn ver. Þarna voru þær heppnar en Caitlyn missti boltann aðeins úr höndunum og undir sig en náði með naumyndum að grípa hann aftur.
Eyða Breyta
50. mín
Vaaaaaaá þetta var geeeggað skot hjá Guðný! Caitlyn má hafa sig alla við að stökkva upp og blaka honum yfir markið. Hornspyrna.
Eyða Breyta
49. mín
Grace brýtur á Jasmín og FH fær aukaspyrnu á fínum stað. Guðný gerir sig klára að taka spyrnuna.
Eyða Breyta
48. mín
Brynhildur vinnur boltann á miðjunni. Fer að markinu og setur hann fyrir markið en Alexis var aðeins of stutt í loftinu til að ná honum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Það eru 262 áhorfendur í stúkunni og það heyrist vel í þeim. Það er frekar kalt en annars flott veður og því ánægjulegt að sjá hvað margir gerðu sér ferð á völlinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks.
Eyða Breyta
44. mín
Alexis á laust skot á mark FH sem er Aníta á auðvelt með að grípa.
Eyða Breyta
43. mín
Helena er búin að koma með frábærar sendingar fyrir mark Selfoss, í þetta skipti missti Brynja af boltanum og Diljá komst í færi en Caitlyn vel vakandi og ver hann.
Eyða Breyta
42. mín
FH hreinsar og það er brotið á Evu Núru.
Eyða Breyta
42. mín
Aukaspyrna sem Selfoss fær við miðju.
Eyða Breyta
41. mín
Mikið afskaplega er Eva Núra snögg.
Eyða Breyta
40. mín
FH-ingar eru búnar að eiga þrjú skot núna á markið í kjölfar hornspyrnunnar en ekkert ratar inn.
Eyða Breyta
39. mín
Hrafnhildur gerir mistök þegar hún ætlar að hreinsa boltann úr innkasti og hittir ekki boltann þannig Diljá kemst í hann og á skot í varnarmann Selfoss og útaf. Hornspyrna.
Eyða Breyta
39. mín
Fráábær sending hjá Diljá upp á kantinn til Helenu en Hrafnhildur rennir sér í boltann og setur hann útaf.
Eyða Breyta
36. mín
FH fær því hornspyrnu sem fer á fjærstöngina og Caitlyn gerir vel aftur og ver í aðra hornspyrnu. Sú spyrna endar inn í, Halla nær slæmu skoti en Melkorka nær að pota tánni í hann og úr verður hættulegt færi.
Eyða Breyta
34. mín
Aukaspyrna á góðum stað sem FH fær nálgæt hliðarlínunni við vítateiginn. Guðný tekur spyrnuna og á í rauninni bara stórfínt skot á markið sem Caitlyn ver útaf.
Eyða Breyta
30. mín
FH stelpurnar með annan flottan bolta fyrir markið en sem endar útaf og markspyrna. Þær verða að fara að nýta þessa bolta.
Eyða Breyta
29. mín
Þær eru báðar staðnar upp og halda áfram.
Eyða Breyta
28. mín
FH stelpurnar sækja nokkuð aggresívt þessa stundina. Þær fá hornspyrnu sem Guðný tekur. Selfoss nær að hreinsa boltann en Caitlyn í markinu og Brynja lenda í einhverju samstuði og liggja eftir.
Eyða Breyta
27. mín
Birta setur pressu á Caitlyn sem nær ekki að hreinsa boltann almennilega og setur boltann í innkast á eigin vallarhelming. Úr innkastinu verður svo sókn þar sem Eva Núra fær boltann keyrir inn að marki og setur hann fast fyrir en boltinn fer útaf.
Eyða Breyta
26. mín
Leikurinn fer frekar mikið fram bara á miðjunni og liðin hvorug að ná að halda almennilega boltanum né komast áleiðis að markinu eins og er.
Eyða Breyta
24. mín
Halla Helgadóttir fær frábæran bolta út á kantinn en er rangstæð.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Allyson Paige Haran (Selfoss)
Selfoss fær aukaspyrnu rétt við miðjuboga. Glæsilegur bolti sem berst inn í teig. Allyson fær boltann, tekur skot sem er varið en hirðir frákastið og setur hann í netið. 1-0 fyrir Selfoss.
Eyða Breyta
19. mín
Brynhildur sleppur inn fyrir vörn FH en skotið er í Anítu sem gerði vel og kom út á móti henni.
Eyða Breyta
17. mín
Brotið á Höllu við miðjubogann. Aukaspyrnan berst inn í en Grace skallar hann í burtu.
Eyða Breyta
12. mín
Eftir frábæra sókn og drauma bolta fyrir markið frá Helenu fer boltinn augljóslega í hendina á varnarmanni Selfoss, annaðhvort Allyson eða Brynju en dómarinn dæmdi ekkert. Þarna voru þær rændar víti.
Eyða Breyta
11. mín
Það var auuuugljós hendi en dómarinn dæmir ekkert. FH hefðu klárlega átt að fá vítaspyrnu þarna.
Eyða Breyta
10. mín
Þar skall hurð nærri hælum. Vörn FH var að spila sín á milli en ein sendingin þess eðlis að Magdalena náði næstum að pota tánni í boltann og komast í dauðafæri.
Eyða Breyta
9. mín
Frábær bolti innfyrir vörn FH sem Aníta nær hinsvegar að grípa.
Eyða Breyta
8. mín
Selfoss fær aukaspyrnu sem verður að engu.
Eyða Breyta
8. mín
Eva Núra á frábæran sprett upp að marki FH eftir frábæra sendingu en Brynja er á undan í boltann. Caitlyn kemur út og ætlar að taka boltann en Brynja fíflar eiginlega þær báðar og fer með boltann út úr teignum og losar pressuna.
Eyða Breyta
3. mín
Helena Ósk tekur frábærlega á móti boltanum og ætlar að setja hann innfyrir en það er enginn í hlaupinu fyrir FH og boltinn fer beint útaf. Góð sending hinsvegar, föst niðri.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrstu sóknina eiga FH-ingar en boltinn kemur hár innfyrir vörn Selfoss en hann er auðveldur fyrir Caitlyn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og allt að vera klárt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta fer að hefjast. Verið er að lesa upp skýrslur liðanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið FH er hinsvegar örlítið breytt frá síðasta leik en þær hafa gert þrjár breytingar. Eva Núra, Megan Buckingham og Helena koma allar inn í byrjunarliðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið Selfoss er annars það sama og í síðasta leik og má sjá hér til hliðar á síðunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru mikil gleðitíðindi fyrir fótboltaunnendur sem og Selfoss liðið að landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er á skýrslu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu síðasta leik og því bæði hungruð í sigur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í viðureignum þessara liða á þessu ári hefur Selfoss unnið þrjá af fimm leikjum en tveir hafa endað með jafntefli. Miðað við hvernig deildin er að spilast og stutt er á milli liðanna í neðri hlutanum verður þetta hörku leikur enda mikilvæg stig fyrir bæði lið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag sitja heimakonur í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig. Selfoss situr í því sjöunda með 12 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við erum mætt á Kaplakrika í fínasta veðri. Frábært veður til knattspyrnu allavegana.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
0. Alexis Kiehl ('90)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
9. Halla Helgadóttir ('71)
10. Barbára Sól Gísladóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir ('55)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
7. Anna María Friðgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir ('71)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir ('90)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('55)
26. Dagný Rún Gísladóttir
32. Dagný Brynjarsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:
Unnur Dóra Bergsdóttir ('80)

Rauð spjöld: