ÍBV
1
1
Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '31
Cloé Lacasse '79 1-1
10.08.2018  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Völlurinn virkar þungur og blautur, alskýjað og dágóð gola. Gott Eyjaveður
Dómari: Gylfi Tryggvason
Maður leiksins: Adrienne Jordan (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
7. Rut Kristjánsdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('70)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('70)
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir
30. Hlíf Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Berglind Sigmarsdóttir
Richard Matthew Goffe
Lind Hrafnsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik Lokið á Hásteinsvelli og endar hann með jafntefli. Hörkuleikur með geggjuðu tempói og alvöru baráttu!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
91. mín
Langur bolti inn fyrir vörn ÍBV þar sem Agla og Sóley taka kapphlaup en Bryndís Lára les þetta vel og mætir út og hreinsar!
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki 2 mínútur. Nennir Gylfi ekki uppbót eða? Ég vil meira takk!
88. mín
Adrienne með hörkusprett sem endar á skoti sem fer hátt yfir. Hún hefur átt geggjaðan leik.
86. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem að Sóley tekur sem er ágæt en aðeins of löng Sísí nær skallanum en Blikar koma honum svo frá!

Þvílík spenna!!
85. mín
Frábær vörn hjá Adrienne fannst hún vera búin að missa af Áslaugu Mundu sem tók geggjað fyrsta touch en hún nær á fáranlegan hátt að pota í boltann.
83. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
82. mín Gult spjald: Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Veit ekki hvað hún er að gera þarna. Hún og CLoe eru i barning og Cloe liggur, mér fannst eins og Heiðdís hafi bara reynt að sparka í hana liggjandi. Vona mér hafi missést. Heiðdís alltaf heiðarleg!
81. mín
Sísí reynir skot á lofti en nær ekki að hitta hann almennilega og boltinn fer framhjá. Stúkan er í stuði núna það er gleði eftir þetta mark hjá ÍBV
79. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Stoðsending: Sigríður Lára Garðarsdóttir
VÁÁÁÁÁ þetta er geggjaðððððð MARK! Sísí kemur með langan bolta frábær sending á Cloe sem að leikur á varnarmann og tekur skotið með vinstri utarlega í teignum í fjær og Sonný átti ekki séns! Geggjaðððððððð FInish Cloe Lacasse Geggjað finish!
78. mín
Núna fær Breiðablik horn... tólfta hornspyrna leiksins.

Bryndís grípur spyrnuna frá Öglu auðveldlega.
76. mín
Enn ein hornspyrna sem að ÍBV fá! Það skapast gríðarleg hætta í teignum þegar Rut skallar boltann aftur inn á teiginn en Sonný handsamar knöttinn. Þarna vantaði smá vilja í að skora hjá eyja konum.

Jeffsy öskrar sínar stelpur áfram
74. mín
ÍBV fær horn ná þær að nýta það? Svarið er nei en þær fá annað horn ná þær að nýta það? Það skapast mikill darraðardans í teignum en þær ná heldur ekki að nýta það.
73. mín
Alexöndru langar að skora í dag! Fer í flottan þríhyrning við Karólínu sem að endar með skoti rétt yfir markið. Alexandra verið frísk í dag!

Mér finnst vanta smá í þetta hjá ÍBV. Sendingar auðveldar sendingar meira segja eru að klikka full oft.
71. mín
Sóley með sturlaða aukaspyrnu inn á teiginn en Caroline rétt missti af boltanum! Þetta hefði steinlegið hefði hún hitt hann.

Breiðablik brunar fram með Öglu fremsta í flokki, hún köttar inn til vinstri og tekur skotið með vinstri löppinni en beint á Bryndísi í markinu.
70. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Clara er komin inn á ég get lofað ykkur að það kemur smá power með henni jafnvel ein tækling.
69. mín
ALexandra reynir skemmtilegt skot en það fer af varnarmanni og aftur fyrir svo Breiðablik fær horn! Vinkona okkar allra tekur spyrnuna. Spuyrnan frá Öglu er góð og beint á kassan á Guðrúnu sem tekur hann niður og reynir skotið en Bryndís ver vel í markinu!
67. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað þegar Fjolla fær boltann óvart í hendina. Þetta er tækifæri og mér sýnist Sísí ætlar að taka hana.

Spyrnan fer hárspreitt yfir markið!
66. mín
ÍBV fær horn sem að Sóley Guðmunds ætlar að taka. Guðrún Arnars rís manna hæst og skallar hann frá eins og hún eigi háloftin í eyjum, skemmtilegt samt að sjá Rut Kristjáns fyrir aftan hana hún ætlaði að henda í hjólhestinn.
64. mín
Hörku tækling frá Rut þegar hún vinnur boltann af Hildi á miðjunni það kom góður smellur þarna og Hildur fann fyrir þessu!

ÍBV brunar fram í sókn en missa boltann klaufalega útaf.
61. mín
Hættuleg sókn hjá ÍBV, Cloe er komin í góða stöðu á hægri vængnum og reynir að renna boltanum fyrir á Shameeku en varnarmenn Blika eru mættar og ná ða koma boltanum frá en beint í lappirnar á Sísí sem nær ekki koamst í skotið! Smá líf þarna í ÍBV
58. mín
Frábær sprettur hjá Karólínu sem að endar á því að hún vinnur horn. Agla tekur hornið sem kemur með frábæra bolta inn á teig á Heiðdísi sem að skallar í varnarmann og það kemur svo skot himinhátt yfir markið!
57. mín
Breiðablik með smá pressu og halda boltanum fyrir utan teig ÍBV en að lokum kemur slök sending frá Karólínu beint í fangið á Bryndísi.
54. mín
Þaðer komin barátta í stúkunni! Stuðningsmenn beggja lið kyrja nöfn liðanna sinna af fullum hálsi! Þetta er geggjað svona viljum við hafa þetta á kvennaleikjunum!
53. mín
Ahhh þarna á Adrienne að gera betur. Hún tók sér góðan tíma í þetta og að lokum var fyrirgjöfin hennar arfaslök og aftur fyrir markið.

Mér finnst ÍBV þurfa smá stemningu smá pepp þessa mínúturnar. Ég ætla setja það í hendurnar á Bryndísi eða Clöru þegar hún mun kom inn á.
51. mín
Flott sókn hjá Blikum! Aleandra gerir vel þegar hún keyrir á Júlíönu í vörninni og setur boltann svo út á Hildi Antons sem nær fínu skoti en það er varið frá Bryndísi.
49. mín
Cloe með skalla sem hún nær engum krafti í og beint í fangið á Sonný.
47. mín
Mikil harka fyrstu mínúturnar i síðari hálfleik við elskum það! Karólína liggur samt eftir hérna virðist þjáð eftir einvígi við Sísí.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað.

Ég hitti Kristín Ernu leikmann ÍBV í hálfleik en ég ætlaði ekki að þekkja hana þar sem hún var í Gallabuxum. Það gerist örsjaldan get ég sagt ykkur örsjaldan. Hún er ein af nokkrum leikmönnum ÍBV sem eru fjarverandi vegna meiðsla. Sýndist ég sjá Díönu Helgu ennþá í brekkunni frá síðustu helgi.
45. mín
Hálfleikur
Katie tekur spyrnuna sem Sonný þarf að slá yfir markið ÍBV fær horn sem ekkert verður úr og Gylfi flautar til hálfleiks.

Ég ætla taka létt spjall við Íris Bæjó um hafnarmálin og hvað hún verður með í matinn í kvöld.
44. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta brot Hildar í leiknum og beint í the good book. Brýtur á Cloe rétt fyrir utan vítateig þetta er bullandi séns fyrir ÍBV
42. mín
Berglind reynir skot af löngu löngu færi með boltann skoppandi og það fer yfir. Hún er ekki sátt með sjálfa sig en þetta var mjög erfitt skot.
41. mín
Cloe létt pirruð, mögulega ennþá sár eftir að hafa dottið í pollinn góða. Hún ætlar bara rífa Hildi Antons úr treyjunni en Hildur er nýkominn aftur í grænt frá HK/Víking og er ekki fara gefa henni treyjuna. Gleymdu því Cloe
40. mín
Verð að gefa Berglindi hrós þarna. Hún missir boltann á hættulegum stað en gefsst ekki upp og vinnur vel til baka þar sem hún nær Cloe og potar boltanum af henni. Gaman að sjá svona vinnuframlag í varnarleik hjá framherja!
38. mín
Kristín dís með sterkan sprett upp vinstri kantinn og gefur boltann fyrir þar sem Fjolla Shala kemur á fleygiferð og virðist ná í boltann sem fer þaðan af leikmanni ÍBV og aftur fyrir en Gylfi dæmir bara markspyrnu.
37. mín
Alexandra gerir frábærlega í baráttu við Rut Kristjáns þarna og vinnur einvígið. Áður en hún kemur sér í skotið sem fer beint á Bryndísi.

Sóley Guðmunds fer í tæklingu og virðist lenda illa á hnénu en er staðinn upp sem betur fer.
36. mín
Agla María með skot fyri utan en beint á Bryndísi í markinu.

36. mín
Fyrir ahugasama er eg med konnun i gangi a twitter endilega taka vera med

32. mín
Jeffsy er brjálaður á hliðarlínunni og segir eitt stykki F-orð. Kristín Dís er búin brjóta tvisvar harkalega af sér en hún braut núna á Adrienne.
31. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Hvað sagði ég??? Þetta lá bara í loftinu og eyjapæjan Berglind Björg fær boltann bara í sig og inn eftir skot frá Öglu. Þetta er ekki fallegasta mark sem ég hef séð en þau telja öll get ég sagt ykkur og ég tel allar líkur á því að Berglind segist hafa ætlað stýra honum svona í netið.

Þetta lyktaði samt af rangstæðu eða ég held hreinlega þetta hafi verið rangstæða. En markið er dæmt svo áfram gakk.
30. mín
Breiðablik svoleiðis liggja á ÍBV þessar mínúturnar kæmi mér lítið á óvart ef þær myndu setja eitt fyrir hálfleik með þessu áframhaldi.

Fyrir áhugasama þá lítur Dalurinn vel út eftir síðustu helgi. Maggi Bö yrði ánægður með grasa vöxtin í brekkunni.
27. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem þær taka stutt en það rennur aðeins út í sandinn þegar Júlíana hittir ekki boltann sem hún ætlar að hamra boltanum í netið.
25. mín
Breiðablik fær horn loksins kemur boltinn inn á teiginn frá Öglu og það verður smá skalla tenni inn á teignum áður en boltinn endar í fanginu hjá Bryndísi.
24. mín
Blikar aðeins að sækja í sig veðrið og verið óganandi síðustu 5 mínúturnar.
22. mín
Skemmtilegt skot frá Bex Mex þarna. Reynir skot af löngu færi sem hún ætlar að beygja í fjærhornið en Bryndís Lára segir nei nei og ver þetta.
21. mín
Shameeka Fishley með skotið núna en beint á Sonný. Það eru ÍBV sem eru að skapa sér færin fyrstu tuttugu mínúturnar.

Agla fer svo upp vinstri kantinn hinum megi ner aftur bara étinn af Adrienne. Agla þarf að gera betur.
20. mín
Þetta var skemmtilegt. Cloe vinnur boltann af harðfylgi og fer svo í aðra tæklingu á hliðarlínunni og dettur út fyrir völlinn. Þegar hún reynir að standa upp flýgur hún á hausinn og beint í drullupoll og uppsker smá hlátur í stúkunni þegar hún brosir yfir þessu. Treyjan hennar eða nánar tiltekið stuttbuxurnar hennar eru vel brúnar eftir þetta.
18. mín
Agla María virðist aðeins pirruð á vinstri kantinum enda lítið sem ekkert fengið boltann í leiknum.

Hún fær loksins boltann og reynir að leika á Adrienne sem étur hana hreinlega og Agla brýtur á henni af pirringi.
15. mín
Það er "fríari" heyrist þegar Heiðdís brýtur á Cloe á vítateigslínunni og dæmd er aukaspyrna. Þetta er ágætis færi fyrir Sóley.

Hún tekur fasta spyrnu inn á teiginn í stað þess að skjóta og það skapast smá usli áður en boltinn fer út á Ingibjörg Lúcíu en skotið frá henni fer beint á Sonný.

Mikill kraftur í ÍBV fyrstu 15
13. mín
GEGGJUÐ TÆKLING! Vááá þarna bjargar Caroline á seinustu stundu! Berglind er allt í einu komin ein í gegn en Caroline nær að tækla boltann áður en hún kemst í skotið þetta hefði endað með marki held ég nokkuð örruglega svo gott færi var Berglind kominn í.
10. mín
Mikill kraftur fyrstu tíu mínúturnar í báðum liðum og þau skiptast á að sækja.

Sóley kemur með flottan bolta inn á teiginn þar sem Cloe mætir og nær skallanum en hann er laflaus og beint í fangið á Sonný.

Kristján Guðmunds er einnig mættur í stúkuna, hitti hann á Þjóðhátíð við skáluðum set það á ferilskránna hiklaust.
8. mín
SÚ VARSLA! Vel gert Sonný. ÍBV með geggjaða sókn Adrienne vinnur boltann á hægri kantinum og vippar honum inn fyrir á Cloe sem er fljót að setja boltann fyrir markið á Fishley sem að nær skotinu af stuttu færi en Sonný ver frábærlega með löppunum.
7. mín
Fjölmargir Blikar mættir í stúkuna það er til fyrirmyndar hafa tekið góða föstudagsferð til Eyja!



5. mín
Breiðablik fær aðra hornspyrnu rétt vona að þessi verði betri frá Öglu. Guð minn góður önnur jafn slök spyrna og aftur fyrir markið fer hún einnig.
2. mín
Breiðablik fá hornspyrnu eftir að Caroline heldur í við Berglindi og kemur boltanum aftur fyrir. Spyrnan frá Öglu var samt svo lélegt að ég fékk flashback á veðri í brekkunni á sunnudaginn.

Nei sko hver er mættur sjálfur krullhausinn Sindri Snær Magnússon fyrirliði karlalið ÍBV og tvíburinn hans Atli Arnarson
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru ÍBV sem að byrja með boltann og sækja í átt að Heimakletti.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættar út á völl að hita.

Það eru 4 markmenn í hóp hjá ÍBV sem vekur alltaf athygli. Ég þarf að heyra í Jeffsy með þetta.

Bet kóngurinn Himmi "Lee" oft kenndur við Bruce Lee er mættur á völlinn sæll vertu það er Legend ef þig vantar góð tips fyrir alvöru lífstíl þá er hann maðurinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá ÍBV byrjar Þjóðhátíðar-Brilla í markinu, Hlaupamaskínan Sigríður Lára er á miðjunni ásamt Dísel vélinni Rut Kristjánsdóttir.

Hjá Breiðablik byrjar skriðdrekinn Fjolla Shala ásamt tækni undrinu Hildi Antonsdóttur. Berglind "Blöð" Þorvaldsdóttir leiðir svo framlínuna hjá Blikum.

Veðurfréttir í dag eru svo hljóðandi: Það er dágóð gola en ekkert of alvarlegt og alskýjað að mestu, það er alltaf gott veður í eyjum sama hvað veðurspáin segir. Völlurinn virkar blautur og þungur en fuglarnir syngja allt í kring svo það gleður.
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með

ÍBV: Cloe Lacasse er þekkt stærð á Íslandi eftir góð ár hér. Hún var lengi í gang og var að glíma við meiðsli en er kominn í fullt form núna. Cloe býr yfir sturluðum hraða og er með virkilega gott "Cöttback" þegar hún er komin á ferðina, á hennar degi er enginn varnamaður sem að ræður við hana sérstaklega ekki þegar hún kemst á ferðina.

Breiðablik: Eyjapæjan Berglind Björg Þorvalsdóttir hefur skorað 12 mörk fyrir Blika í sumar og er markahæst í deildinni.Hún hefur sjaldan verið í betra formi, Berglind kemur sér alltaf í færi og er mjög sterk í að fá boltann og skila honum frá sér, Berglind hefur þann eiginleika að lesa leikinn vel og er nánast alltaf rétt staðsett.

Aðrir leikmenn sem gaman er að fylgjast með

Clara Sigurðardóttir #10(ÍBV)
Rut Kristjánsdóttir #7(ÍBV)
Shameeka Fishley #5(ÍBV)

Agla María Albertsdóttir #7(Breiðablik)
Ásta Eir Árnadóttir #13(Breiðablik)
Alexandra Jóhannsdóttir #16(Breiðablik)
Fyrir leik
Fyrir þennan leik sitja liðin í 1. og 6. sæti.

ÍBV hefur ekki alveg staðið undir væntingum og eru einungis með 14 stig eftir fyrstu 12 umferðirnar og -2 í markatölu. Það er alveg ljóst að Jeffsy og eyjastelpurnar eru ekki sáttar með það og ætla sér að enda seinustu leikina með hvelli. Verkefnið í kvöld er hinsvegar gífurlega erfitt þar sem þær mæta toppliði Breiðabliks sem að enginn virðist geta stöðvað, með sigri í kvöld fara Blika stelpur 4 stig á undan Þór/KA sem er í öðru sæti og ná sér í þæginlega forystu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍBV og Breiðabliks í 13.umferð Pepsí Deildar kvenna. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og hefst klukkan 18:00
Byrjunarlið:
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('83)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
14. Berglind Baldursdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('83)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('44)
Heiðdís Lillýardóttir ('82)

Rauð spjöld: