Varmárvöllur
laugardagur 11. ágúst 2018  kl. 14:00
2. deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Afturelding 0 - 0 Vestri
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
3. Jose Antonio Dominguez Borrego
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Loic Cédric Mbang Ondo
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson ('92)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
20. Wentzel Steinarr R Kamban (f) ('80)
22. Kristófer Örn Jónsson ('57)
23. Andri Már Hermannsson
28. Alonso Sanchez

Varamenn:
2. Alexander Aron Davorsson ('80)
3. Ólafur Frímann Kristjánsson
6. Andri Hrafn Sigurðsson
7. Viktor Marel Kjærnested
8. Jose Miguel Gonzalez Barranco ('57)
15. Elvar Ingi Vignisson ('92)
17. Arnór Gauti Jónsson
19. Kristján Atli Marteinsson

Liðstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Geir Rúnar Birgisson
Þórunn Gísladóttir Roth
Magnús Már Einarsson
Steinar Ægisson

Gul spjöld:
Loic Cédric Mbang Ondo ('90)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
94. mín Leik lokið!
Egill Arnar hefur flautað til leiksloka. Markalaust jafntefli staðreynd.

Sigurganga Vestra er stöðvuð hér í dag en áfram nær Afturelding ekki að næla sér í sigur. Sex leikir án sigurs í röð í Mosfellsbænum.
Eyða Breyta
93. mín
Andri Már með langskot rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
93. mín
Leiknir F. er komið yfir gegn Gróttu - Tvö mörk í uppbótartíma!
Eyða Breyta
92. mín Elvar Ingi Vignisson (Afturelding) Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Elvar fær 1-2 mínútur.
Eyða Breyta
91. mín
Aftur á James Mack lélega aukaspyrnu yfir allan þvöguna og aftur fyrir markið.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Loic Cédric Mbang Ondo (Afturelding)
Brýtur á Badu.
Eyða Breyta
88. mín
Frábærn vörn hjá Elmari Atla sem tekur boltann af Andra Frey sem var við það að skjóta á markið frá vítateignum, eftir skyndisókn. Elmar kom aftan frá og tók boltann af honum.
Eyða Breyta
88. mín
Leiknir F. hefur jafnað gegn Gróttu
Eyða Breyta
88. mín
Hræðileg spyrna frá Mack yfir markið.
Eyða Breyta
87. mín
Andri Már brýtur á De Feitas á miðjum vallarhelmingi Aftureldingar.
Eyða Breyta
84. mín
Jason Daði fellur innan teigs og heimamenn vilja fá víti en Egill Arnar með allt á hreinu og dæmir ekkert.
Eyða Breyta
80. mín Alexander Aron Davorsson (Afturelding) Wentzel Steinarr R Kamban (Afturelding)
Fyrirliðinn af velli.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (Vestri)
Fyrir brot á Borrego hér rétt áðan.
Eyða Breyta
78. mín
Andri Freyr vinnur hornspyrnu fyrir heimamenn.
Eyða Breyta
77. mín
Barranco reynir að þræða boltann innfyrir vörn Vestra á Jason Daða en hann missir boltann of langt frá sér og sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
75. mín
Grótta er komið yfir gegn Leikni F. og eru því komnir á toppinn
Eyða Breyta
74. mín
Bæði lið reyna og reyna en komast lítt áleiðis. Fyrirgjafir, stungusendingar, einstaklingsframtök það skiptir ekki máli. Allt stoppar þetta áður en liðin ná að skapa sér færi.
Eyða Breyta
70. mín Akil Rondel Dexter De Freitas (Vestri) Þórður Gunnar Hafþórsson (Vestri)
Fyrsta skipting gestanna.
Eyða Breyta
67. mín
Sigurður Kristján kemur boltanum yfir Daða Frey og í markið en Sigurður er á endanum flaggaður rangstæður. Þetta var á tæpasta vaði.

Afturelding hafa átt síðustu mínútur.
Eyða Breyta
63. mín
Varamaðurinn, Jose Miguel Gonzalez Barranco með skot utan teigs yfir markið.
Eyða Breyta
61. mín
Hvorugt liðið er að ná að skapa sér eitt né neitt.
Eyða Breyta
59. mín
Völsungar eru búnir að jafna metin gegn Fjarðabyggð
Eyða Breyta
58. mín
Fjarðabyggð er komið yfir gegn Völsungi

Eins og staðan er núna munar einu stigi á 1. sæti deildarinnar og því 6.
Eyða Breyta
57. mín Jose Miguel Gonzalez Barranco (Afturelding) Kristófer Örn Jónsson (Afturelding)
Fyrsta skipting leiksins.
Eyða Breyta
56. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar afskaplega rólega.

Hér eru stærstu tíðindin sú að Guðni Bergsson formaður KSÍ er mættur á leikinn.
Eyða Breyta
55. mín
Andy Pew með aukaspyrnu frá miðlínunni inn í teiginn, boltinn endar síðan hjá Andra Má sem skallar rétt yfir sitt eigið mark.

Smá hætta í kjölfarið á horninu, en boltinn endar síðan í fanginu hjá Andra Þór.
Eyða Breyta
47. mín
Kristófer Örn með skalla framhjá eftir aukaspyrnu frá Wentzel Steinarri.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Egill Arnar hefur flautað til hálfleiks hér í Mosfellsbænum. Markalaust í hálfleik.
Eyða Breyta
39. mín
Jason Daði ekki langt frá því að pota boltanum inn eftir fyrirgjöf frá hægri, en hann hittir boltann ekki nægilega vel, boltinn fer í varnarmann Vestra og aftur fyrir.

Daði Freyr grípur síðan hornspyrnuna í kjölfarið.
Eyða Breyta
39. mín
Fyrri hálfleikurinn hefur verið rosalega lokaður og bæði lið að taka litla sem enga sénsa. Skiljanlega. Það er mikið í húfi hér.
Eyða Breyta
38. mín
Daníel Agnar með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Andy Pew.
Eyða Breyta
34. mín
Stórhætta eftir hornspyrnu frá Wentzel Steinarri!

Fyrst fellur Alonso Sanchez við í teignum en ekkert dæmt, boltinn dettur fyrir fætur Ondo sem rennir boltanum út á hinn miðvörðin, Borrego sem á skot við vítateigslínuna, rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
30. mín
Andy Pew með aukaspyrnu fyrir Vestra frá miðlínunni, hárbolti inn í teig þar sem Pétur Bjarnason nær máttlausum skalla að marki beint á Andra.
Eyða Breyta
28. mín
Sigurður Kristján með enn einu fyrirgjöfina en boltinn endar hjá Andy Pew sem hreinsar frá.
Eyða Breyta
26. mín
HVERNIG FÓR ÞESSI BOLTI EKKI INN ER RANNSÓKAREFNI!

Zoran Plazonic með frábær tilþrif, kemur sér í gott skotfæri utan teigs, lætur vaða, Andri Þór nær ekki til boltans, boltinn endar í stönginni, fer síðan í snúning í átt að markinu en gott sem stoppar á marklínunni áður en Andri Þór nær að blaka boltanum frá og sóknin rennur út í sandinn.

Þetta var með ólíkindum!
Eyða Breyta
24. mín
Pétur Bjarnason fær boltann í lappir innan teigs, en fellur síðan við með varnarmann í bakinu.

Egill Arnar gott sem hló af þessu falli Péturs og lét leikinn halda áfram. Réttilega. Þvílík dýfa.
Eyða Breyta
21. mín
Wenztel Steinarr á fleygiferð upp völlinn, skyndilega kominn inn í teig Vestra en á slakt skot með hægri fæti, sem er auðvelt fyrir Daða Frey í markinu.
Eyða Breyta
17. mín
Alonso Sanchez tók hornspyrnuna sem ekkert varð síðan úr.
Eyða Breyta
16. mín
Sigurður Kristján með fína fyrirgjöf frá vinstri á Andra Frey sem tekur við boltanum, snýr sér og á skot að marki sem fer í varnarmann og rétt framhjá.
Eyða Breyta
12. mín
Heldur rólegt þessa stundina, heimamenn eru farnir að ná að spila boltanum meira á milli sín og eru farnir að geta tengt nokkrar sendingar á milli, eftir erfiða byrjun.
Eyða Breyta
8. mín
Andy Pew brýtur á Andra Frey í baráttunni um boltann á miðjum vallarhelmingi Vestra.
Eyða Breyta
7. mín
Þórður Gunnar með fyrirgjöf frá hægri en beint til Andra Þórs í markinu sem grípur boltann auðveldlega.
Eyða Breyta
3. mín
Pétur Bjarnason með skalla yfir markið eftir hornspyrnu frá James Mack.

Gestirnir gættu nýtt sér föst leikatriði vel í dag með þá Pétur og Andy Pew inn í teig Aftureldingar.
Eyða Breyta
3. mín
Þórður Gunnar núna með sprett fyrir gestina á skot að marki en Andri Þór varði og Vestri fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
2. mín
Gestirnir fengu hornspyrnu strax á fyrstu mínútunni eftir að Pétur Bjarnason hafði fengið boltann innfyrir vörn Aftureldingar og reynt fyrirgjöf.

James Mack tók spyrnuna sem Andy Pew skallaði en boltinn endaði aftur hja Mack sem reyndi aðra fyrigjöf sem ekkert kom úr.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er einhver töf á að leikurinn byrji... liðin eru ekki enn komin út á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er mikið undir hér í dag og veðrið leikur við okkur hér á vellinum. Léttskýjað og logn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bjarni Jó gerir þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik þar sem liðið vann 2-0 sigur á Húsvíkingum.

Inn kom Daníel Agnar, Viktor Júlíusson og Þórður Gunnar Hafþórsson.

Hafþór Atli, Sergine Fall og Joshua Signey eru ekki í hóp í dag.

Vestramenn eru aðeins með fimm varamenn í dag.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingu gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Víði í Garði.

Inn koma Sigurður Kristján, Loic Ondo, Wentzel Steinarr Kamban og Kristófer Örn Jónsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er hinsvegar önnur saga af gestunum í Vestra. Eftir ríga uppskeru í upphafi tímabils og aðeins einn sigur í fyrstu sex leikjum deildarinnar þá er liðið taplaust í síðustu átta leikjum og unnið sjö leiki af þeim átta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eftir að hafa verið taplausir fyrstu níu umferðir deildarinnar og unnið sjö af þeim leikjum hafa heimamenn ekki unnið leik núna í fimm leikjum í röð og aðeins innbyrt þrjú stig. Það hefur kostað þá toppsætið sem var í þeirra eign fyrri hluta sumars.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Afturelding vann fyrri leik liðanna í sumar fyrir vestan 3-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Framundan er toppbaráttuslagur í 2. deildinni þar sem gestirnir í Vestra eru með 27 stig á meðan Afturelding er með 26 stig!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Mosfellsbænum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Daniel Osafo-Badu
7. Zoran Plazonic
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
10. Viktor Júlíusson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson ('70)
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
20. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. James Mack
44. Andy Pew

Varamenn:
25. Brenton Muhammad (m)
5. Danny Kabeya
9. Hjalti Hermann Gíslason
11. Akil Rondel Dexter De Freitas ('70)
16. Hammed Obafemi Lawal

Liðstjórn:
Hafþór Halldórsson
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Daniel Osafo-Badu ('78)

Rauð spjöld: