ÍA
2
0
Fram
Stefán Teitur Þórðarson '59 1-0
Stefán Teitur Þórðarson '63 2-0
14.08.2018  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Stefán Teitur Þórðarson(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
17. Jeppe Hansen ('71)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('78)

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
15. Hafþór Pétursson
16. Viktor Helgi Benediktsson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('46)
21. Vincent Weijl ('71)
32. Garðar Gunnlaugsson ('78)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('86)
Hörður Ingi Gunnarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Þægilegur sigur Skagamanna. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Bjarki Steinn við það að komast einn í gegn hérna en varnarmenn Fram gera vel og bjarga.
90. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Fram)
90. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
90. mín
Það eru 2 mínútur í uppbótartíma.
86. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
84. mín
Albert Hafsteins með skot utan teigs en Atli ver vel. Steinar mjög fúll að fá ekki boltann.
82. mín
ÚFFFFF! Hlynur Atli með lúmskt skot utan teigs en rétt framhjá markinu.
80. mín
Vincent með skot utan teigs en yfir markið.
78. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stefán Teitur nær ekki þrennuni
77. mín
Inn:Dino Gavric (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
75. mín
Steinar Þorsteins kemur með boltann í markið en dæmdur rangstæður.
72. mín
Vincent með fína fyrirgjöf en Atli grípur. Stefán Teit vantaði ca 2cm þarna til að ná skallanum.
71. mín
Inn:Vincent Weijl (ÍA) Út:Jeppe Hansen (ÍA)
70. mín Gult spjald: Tiago Fernandes (Fram)
Fær þetta fyrir tuð
69. mín
Flott sókn hjá Skagamönnum upp hægri kantinn og Steinar með fyrirgjöf en Hallur og Stefán Teitur ná ekki að gera sér mat úr þessu.
65. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)
63. mín
Inn:Mihajlo Jakimoski (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
63. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!!! 2-0!!! Aftur skorar Stefán Teitur!!! Albert Hafsteins með frábæra sendingu inn fyrir og það virtust allir halda að hann væri rangstæður en flaggið niðri og Stefán klárar vel.
59. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
MAAAAAAAAAARK!!!!!! Ísinn er brotinn!! Steinar Þorsteins fór alveg hrikalega illa með Helga Guðjóns og bara labbaði framhjá honum, inní teig sendir fyrir með jörðinni þar sem Stefán stendur aleinn fyrir framan markið og gat ekki annað en skorað!
58. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
53. mín
Flott sókn hjá Framn og Helgi Guðjóns með fyrirgjöf með jörðinni en Einar Logi bjargar í horn á síðustu stundu. Tiago síðan með skot en framhjá.
52. mín
BJARKI STEINN!!! Flott skyndisókn hjá ÍA og Steinar sendir fyrir, Jeppe lætur boltan fara og Bjarki með skot rétt yfir. átti að hitta á rammann þarna.
50. mín
Skagamenn fá hornspyrnu en ekkert verður úr þessu. Skagamenn eru búnir að vera manni fleiri í nokkrar mínútur en Alex Freyr er í miklu veseni með hnéð á sér eftir tæklingu í fyrri hálfleik.
46. mín
Stefán Teitur með skot ca af vítateigshorninu en það er ofboðslega hátt yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
46. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Gat ekki séð að Ólafur væri tæpur og sennilega er þetta bara taktískt hjá Jóa Kalla.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hjá okkur. Við hljótum að fá mark í seinni. Kaffi og meððí og svo komum við aftur.
45. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁ! Stefán Teitur með frábæra aukaspyrnu með jörðinni og Atli í miklu basli í markinu en enginn Skagamaður sem nær að gera sér mat úr þessu. Framara beint í sókn og Orri með skot utan teigs en rééééett framhjá!
45. mín
2 mínútur í uppbót
43. mín
ÚÚÚÚÚÚFFFFF! Jeppe við það að sleppa í gegnum vörn Fram en þeir gera vel og hreinsa í horn sem ekkert verður úr.
40. mín
Alex Freyr með góðan bolta fyrir mark ÍA og Arnór Snær ætlar að hreinsa en hitti boltann illa og hann skoppar í fangið á Árna Snæ. Heppinn að hann skoppðaði ekki í markið.
34. mín
Skagamenn við það að spila sig í gegnum vörn Framara en sendingin frá Jeppe á Hall aðeins of föst og aftur fyrir.
30. mín
Lítið að gerast þessa stundina nema Skagamenn að fá horn.
22. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Klaufagangur í vörninni hjá ÍA og Tiago sleppur einn í gegn en Árni Snær ver frábærlega í markinu.
21. mín
Hörður Ingi með slaka sendingu til baka á Árna sem tekur vonda fyrstu sendingu og við það koma sér í vesen en bjargar sér fyrir rest. Blautur völlurinn aðeins að stríða mönnum hérna.
20. mín
Alex Freyr kemur sér í skotfæri utan teigs eftir gott spila Framara en skotið er yfir markið.
18. mín
Skagamenn strax í aðra sókn og Ólafur Valur með fyrirgjöf og Jeppe með skallann en beint í fantið á Atla.
17. mín
Hornspyrnan frá vinstri virkilega góð og boltinn á Stefán Teit sem nær ekki að gera sér mat úr þessu.
16. mín
Frábært spila hérna hjá Skagamönnum sem endar með fyrirgjöf frá Herði en Framarar hreinsa í horn.
11. mín
Skagamenn fengu hér fyrstu hornspyrnu leiksins en hún var vægast sagt slök hjá Ólafi Val og engin hætta.


8. mín
Flott sókn hjá Fram upp hægri kantinn og fyrirgjöf frá Alex Frey en Skagamenn hreinsa út fyrir þar sem Tiago tekur hann á lofti en hááááátt yfir markið.
3. mín
Atli tæpur í markinu þarna. Boltinn til baka og Stefán Teitur setur pressu á hann og Atli þrumar í hann en boltinn uppí loftið og átt frá markinu.
2. mín
Fyrsta sókn leiksins er heimammanna. Hörður Ingi með fyrirgjöf en Atli í markinu grípur auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur. Það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni. Það er ekkert óvænt í búningamálum, Skagamenn gulir og svartir og Framarar bláir og hvítir.
Fyrir leik
Hvar er fólkið? Örfáar mínútur í leik og það eru sárafáir mættir á völlinn! Ekkert annað að gera þriðjudagskvöldi en að mæta á leik í Inkasso-ástríðunni!
Fyrir leik
Það eru ca 12 mínútur í leik hjá okkur og Skagamenn farnir uppí klefa í pepp en Framarar eru ennþá að hita uppá fullu enda komu þeir mjög seint út.
Fyrir leik
Þetta er alls ekki eini leikur dagsins í Inkasso-deildinni en leikina má sjá hér fyrir neðan. Umferðin hófst í gær þegar Selfyssingar náðu sterkt stig í Ólafsvík en að sama skapi vont fyrir Víkinga að tapa stigum í toppbarátunni.

Inkasso deildin - 1. deild karla

18:00 Leiknir R.-HK (Leiknisvöllur)
18:00 ÍA-Fram (Norðurálsvöllurinn)
18:00 Þór-ÍR (Þórsvöllur)
18:00 Þróttur R.-Magni (Eimskipsvöllurinn)
18:30 Haukar-Njarðvík (Ásvellir)

Fyrir leik
Það er ca hálftími í leik og Skagamenn búnir að hita upp í nokkrar mínútur og loksins núna eru Famarar að koma út á völlinn í upphitun.
Fyrir leik
Aðstæður á Akranesi í kvöld eru huggulegar. 12 stiga hiti, smá gola og rennandi blautur völlur sem býður uppá alls konar skemmtilegt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús en þau má sjá hér til hliðar og það er ekkert óvænt þar.
Þið þekkið þetta gott fólk. #fotboltinet og valdar færslur gætu birst í lýsingunni.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar er þeir Gunnar Helgasong og Sigursteinn Árni Brynjólfsson. Varadómari er Arnar Ingi Ingvarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson
Fyrir leik
Liðin hafa hins vegar mæst allt 129 sinnum í keppnum á vegum KSÍ samkvæmt heimasíðu sambandsins. Þar hafa Skagamenn vinninginn en þeir hafa sigrað 64 leiki á meðan Framarar unnið 40 og 25 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Skagamenn hafa skorað 231 mark en Framarar 191.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram 3.júní á Framvellinum og þar hafði Skaginn betur 0-1 með marki frá ÞÞÞ í frekar bragðdaufum leik.
Fyrir leik
Framarar sitja hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig og hafa gert þrjú jafntefli í röð. Þeir hafa hins vegar verið duglegir að skora og þar hefur einn maður farið hamförum og hann heitir Guðmundur Magnússon og hefur skorað 15 mörk í jafnmörgum leikjum í sumar.
Fyrir leik
Skagamenn sitja á toppi deildarinnar með 33 stig og hafa unnið síðustu 3 leiki sína eftir að hafa aðeins dalað í leikjunum þar á undan. Í síðustu umferða unnu þeir sterkan útisigur á Njarðvík 1-2.
Fyrir leik
Við megum búast við hörkuleik hérna í kvöld og þvílík vonbrigði ef við fáum ekki eitthvað af mörkum hérna í kvöld. Bæði lið hafa verið nokkuð dugleg við að skora í síðustu leikjum nefnilega.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og Fram í 16.umferð Inkasso-deildarinnar sem fram fer á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('65)
4. Karl Brynjar Björnsson
9. Helgi Guðjónsson ('63)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva ('77)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
77. Guðmundur Magnússon

Varamenn:
12. Halldór Sigurðsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson
9. Mihajlo Jakimoski ('63)
11. Jökull Steinn Ólafsson
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Daníel Þór Bjarkason
23. Már Ægisson ('65)
24. Dino Gavric ('77)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Hlynur Atli Magnússon ('58)
Tiago Fernandes ('70)
Karl Brynjar Björnsson ('90)

Rauð spjöld: