Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Haukar
1
2
Njarðvík
0-1 Brynjar Freyr Garðarsson '41
Gunnar Gunnarsson '67
Frans Sigurðsson '87 1-1
1-2 Arnór Björnsson '88
14.08.2018  -  18:30
Ásvellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Frábært veður fyrir fótbolta! logn og allt að vinna með okkur
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Vallarstjórinn segir ca 140 og við mótmælum því ekki
Maður leiksins: Andri Fannar Freysson
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
Hilmar Rafn Emilsson ('72)
Indriði Áki Þorláksson
4. Ísak Atli Kristjánsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Davíð Sigurðsson
7. Aron Freyr Róbertsson
8. Ísak Jónsson (f)
9. Elton Renato Livramento Barros ('86)
11. Arnar Aðalgeirsson
16. Birgir Magnús Birgisson

Varamenn:
2. Kristinn Pétursson
16. Oliver Helgi Gíslason ('86)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson
21. Alexander Helgason
24. Frans Sigurðsson ('72)
29. Karl Viðar Magnússon

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Valdemar Geir Gunnarsson
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('67)
Leik lokið!
Njarðvíkingar sigra hérna!!
Gríðarlega mikilvæg stig fyrir þá grænklæddu !
92. mín
Það eru svakalega spennuþrugnar mínútur hérna!
89. mín
Það eru skiptingar og allur pakkinn inní þessari geðveiki og ég hef ekki hugmynd um hverjir fóru útaf eða inná - Þið fyrirgefið það vonandi!
88. mín MARK!
Arnór Björnsson (Njarðvík)
HVAAAAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!?!?
ÞVÍLÍKT MARK!!
Arnór Björnsson HAMRAÐI! boltann fastann sláinn inn!!

Njarðvík leiðir aftur!
87. mín MARK!
Frans Sigurðsson (Haukar)
Stoðsending: Aron Freyr Róbertsson
Á gott skot hjá Aroni Frey sem fer af Frans!
Haukar Jafna!
86. mín
Inn:Oliver Helgi Gíslason (Haukar) Út:Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
83. mín
Aron Freyr býður upp á stórglæsilegan Zidane snúning áður en Magnús Þór kemst fyrir skotið hans.
Alltaf kunnað að meta góðan Zidane snúning!
81. mín Gult spjald: Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
Dómarinn hefði líklega átt að leyfa hagnað þarna en Haukar voru að komast í ákjósanlegt færi.
Spjaldið rétt samt
77. mín
Það er farið að hitna aðeins á mönnum og smá pirringur farinn að láta sjá sig
74. mín
Inn:Luka Jagacic (Njarðvík) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
72. mín
Inn:Frans Sigurðsson (Haukar) Út:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
67. mín Rautt spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Beint rautt!
Gerir í raun það eina sem hægt var í stöðunni en hann klippir Kenneth Hogg niður þegar hann er sloppinn í gegn
65. mín
Þessi seinni hálfleikur er þveröfugur við þann fyrri í skemmtanargildi ...
58. mín
Njarðvíkingar eru búinir að vera falla full aftarlega og þar að leiðandi hafa Haukar náð svolitilli stjórn á leiknum.
52. mín
Haukar hafa komið grimmir út í seinni hálfleik en Njarðvíkingar eru einstaklega vel skipurlagðir
46. mín
Haukar byrja leikinn aftur!
45. mín
Hálfleikur
Njarðvíkingar leiða í hálfleik, verður að segjast að það sé nokkuð sanngjarnt.
Annars bráðfjörugur fyrri hálfleikur að baki og vonandi fáum við annann eins síðari!
43. mín
Haukar í DAUÐAFÆRI!
Mistök í vörn Njarðvíkur og Haukar verða 3 á 2 en Arnar Aðalgeirsson á slaka sendingu fyrir markið sem Arnar Helgi kemst fyrir og lúðrar burt!
Haukamenn óheppnir að jafna ekki leikinn hreinlega strax í næstu sókn!
41. mín MARK!
Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík)
Stoðsending: Pawel Grudzinski
Njarðvíkingar komast yfir !
Njarðvíkingar fá hornspyrnu eftir að Kenneth Hogg átti skot sem var varið yfir!
Sá ekki nógu vel hvort markið hafi verið hans Brynjars eða hvort þetta hafi mögulega verið sjálfsmark en það skiptir ekki máli! Það telur jafn mikið!
34. mín
Barros með flottan sprett upp hægri og keyrir inn í teig en ákveður að skjóta í stað þess að leggja hann út og skotið fer framhjá, hefði hæglega verið hægt að útfæra þessa sókn betur
30. mín
Haukamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað sem Gunnar fyrirliði tekur og fer spyrnan undir vegginn en dómarinn dæmir horn við litla hrifningu Njarðvíkinga
Ekkert varð þó úr horninu
26. mín
Aron Freyr með frábæran sprett upp vinsti kannt og keyrir inn í teig en Njarðvíkingar ná að bjarga í horn.
Ekkert varð þó úr horninu
22. mín
Óskar Sigþórsson með stórkostlega vörslu!
Bergþór Ingi kom inn af kanntinum inn á völl og átti frábært skot sem Óskar gerði frábærlega í að verja!
18. mín
RANGSTAÐA!
Njarðvíkingar skora mark en markið er dæmt af vegna rangstöðu! Sá ekki hver á að hafa skorað þetta en þetta var samt gullfalleg sending fyrir frá Stefán Birgi !
Haukar STÁLHEPPNIR! að aðstoðardómarinn var með þetta því þetta hefur verið tæpt
16. mín
Ísak Atli með professional foul á Andra Fannar sem hafði náð boltanum og var við það að fara sprengja upp í skyndisókn.
Sleppur við spjald
10. mín
Njarðvíkingar fá horn og Pawel kemur með flotta spyrnu fyrir en Brynjar Freyr rétt missir af honum
Njarðvíkingar eru að ógna meira
9. mín
Pawel Grudzinski tekur hornið en það er slakt og Haukar hreinsa í innkast
8. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta horn leiksins
7. mín
Njarðvíkingar eru að reyna finna Kenneth Hogg en það hefur ekki verið að ganga
6. mín
Andri Fannar með skot hárfínt yfir markið eftir klaufagang í vörn Hauka
4. mín
Haukamenn komast í gott færi en Indriði Áki potar boltanum framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Það er Njarðvíkingar sem eiga upphafsspyrnu þessa leiks
Fyrir leik
Það er mjög stutt í fallsætin fyrir neðan en það er til að mynda aðeins 4 stig sem skilja að neðsta sætið í deildinni og svo 7.sætið og því eru öll stig mikilvæg í baráttunni um áframhaldandi sæti í deildinni.
Það gæti því farið svo að tapliðið hér í dag fari niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í öðrum leikjum
Fyrir leik
Haukar sitja í 9.sæti deildarinnar með 14 stig en gengi þeirra upp á síðkastið hefur ekki þótt neitt til að hrópa húrra yfir, þeir eru með 1 stig í síðustu 5 leikjum en þeir sóttu þó virkilega sterkt stig á Ólafsvík í síðustu umferð þegar þeir gerðu jafntefli 2-2 við Víkinga.

Njarðvíkingar eru sæti neðar eða í 10.sæti með stigi minna og gengi þeirra hefur einnig verið börsótt en þeir eru með 1 sigur í síðustu 5 leikjum, þeir voru þó óheppnir að ná ekki að stela stigi á móti toppliði ÍA í síðustu umferð en Skagamenn sóttu þá 3 stig suður með sjó þegar þeir unnu 2-1.
Fyrir leik
Það má með sanni segja að þetta verði hörku sex stiga leikur milli Hauka og Njarðvíkur þar sem bæði þessi lið eru í hörkubaráttu fyrir tilveru sinni í þessari deild að ári.
Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í fyrri leik liðanna í sumar þar sem þeir sóttu stigin 3 með 2-1 sigri á Njarðtaksvellinum og því má búast við að Njarðvíkingar vilja hefna fyrir það.
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá fallbaráttuslag Hauka og Njarðvíkur í 16.Umferð Inkasso deild Karla.
Byrjunarlið:
Brynjar Freyr Garðarsson
1. Robert Blakala
3. Neil Slooves
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('74)
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason
22. Magnús Þór Magnússon
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski
28. James Dale

Varamenn:
31. Unnar Elí Jóhannsson (m)
11. Krystian Wiktorowicz
14. Birkir Freyr Sigurðsson
15. Ari Már Andrésson
21. Jón Gestur Ben Birgisson
23. Luka Jagacic ('74)
30. Styrmir Gauti Fjeldsted

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Arnór Björnsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson
Viðar Einarsson

Gul spjöld:
Arnar Helgi Magnússon ('81)

Rauð spjöld: