Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Þór
5
2
ÍR
Alvaro Montejo '19 1-0
Nacho Gil '32 2-0
Nacho Gil '54 3-0
Alvaro Montejo '64 , víti 4-0
4-1 Már Viðarsson '73
4-2 Axel Sigurðarson '78
Jakob Snær Árnason '90 5-2
14.08.2018  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Nacho Gil
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('69)
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
15. Guðni Sigþórsson ('60)
24. Alvaro Montejo ('83)
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason ('83)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('69)
14. Jakob Snær Árnason ('60)
18. Alexander Ívan Bjarnason

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Sveinn Leó Bogason
Sandor Matus
Hannes Bjarni Hannesson
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('72)
Ingi Freyr Hilmarsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Virkilega verðskuldaður sigur! Skýrsla og viðtöl koma von bráðar.
90. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (Þór )
Virkilega vel gert hjá Jakobi! Vinnur einvígið og sprettinn við Jesus Guerrero og sleppur í gegn. Á ekki í vandræðum með að klára fram hjá Helga.
89. mín
Aukaspyrna utan af kanti endar á enninu á Jóhanni Helga. Hann skallar boltann á markið en Helgi ver vel.
87. mín
Aron Kristófer enn í færi! Nú er hann aleinn vinstra megin, enginn mætir honum svo hann lætur vaða. Skotið hans er gott en endar í utanverðri stönginni.
86. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Kemur allt of seint inn í skallaeinvígi. Réttur dómur.
84. mín
Aron Kristófer kominn einn í gegn en mér sýndist Andri Jónasson eiga frábæra tæklingu. Þórsarar eiga víti en held að Bjarni hafi tekið rétta ákvörðu enn og aftur.
83. mín
Inn:Gísli Páll Helgason (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
Varnarskipting. Varnarmaður inn fyrir senter.
79. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (ÍR)
Þetta hefði getað verið rautt að mínu mati. Jakob Snær stingur Gísla af sem hoppar aftan á hann og rífur hann niður. Gísli ekki nálægt því að reyna við boltann og þetta var bara ásetningur. Stúkan aftur brjáluð og Lárus Orri langt frá því að vera sáttur.
78. mín MARK!
Axel Sigurðarson (ÍR)
Hvað er að gerast hérna? Kæruleysi heimamanna. Aftur lítið að frétta þegar ÍR-ingur á skot sem Aron ver beint á Axel sem setur hann í opið markið. Þarna átti Aron Birkir að gera betur.
76. mín Gult spjald: Brynjar Þór Gestsson (ÍR)
Aftur hefur eitthvað verið sagt. Binni fær gult þegar skiptingin er gerð.
76. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (ÍR) Út:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
75. mín Gult spjald: Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Rífur í hálsinn á Nacho aftanfrá. Stúkan á Þórsvelli vildi rautt en ég held að Bjarni hafi tekið rétta ákvörðun þarna.
73. mín MARK!
Már Viðarsson (ÍR)
Stoðsending: Gísli Martin Sigurðsson
Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ekkert að frétta þegar Andri lyftir boltanum inn fyrir vörn Þórs þar sem Már er aleinn og óvaldaður og skallar boltann í netið. Slakur varnarleikur svo ekki sé meira sagt. Tökum þó ekkert af ÍR-ingum.
72. mín
Jakob brýtur strax aftur af sér hérna. Var pínu seinn og ÍR-ingar vildu seinna gula en Bjarni segir bara nei.
72. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
70. mín
Við skiptinguna fór Aron Kristófer upp á vinstri kantinn og kom sér strax í færi. Skot hans fór af varnarmanni og í horn.

Ekkert varð þó úr hornspyrnunni sem Aron tók sjálfur.
69. mín
Inn:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fyrirliðinn tekinn af velli og réttir hann Ármanni Pétri bandið.
66. mín Gult spjald: Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
Rosalega heimskulegt. Er kominn útaf þegar Bjarni spjaldar hann. Hlýtur að hafa sagt eitthvað.
66. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
64. mín Mark úr víti!
Alvaro Montejo (Þór )
Setur boltann í hægra hornið. Helgi stóð og beið og reyndi að verja þetta, en var allt of seinn.
64. mín
Víti!

Brotið á Ármanni Pétri eftir hornið! Alvaro fer á punktinn.
63. mín
Eftir innkast ÍR-inga geysist Alvaro einn upp í skyndisókn sem endar með því að Þórsarar fá horn.
60. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Guðni Sigþórsson (Þór )
Fyrsta skipting heimamanna.
54. mín MARK!
Nacho Gil (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
Enn og aftur sundurspila Þórsarar vörn gestanna. Nú eru það Spánverjarnir sem sjá um það. Nacho setur boltann á Alvaro, sem setur landa sinn í gegn með frábærri hælsendingu. Nacho var þá aleinn gegn Helga og gerði engin mistök. Samba fótbolti!
53. mín
Sveinn Elías og Jóhann Helgi með fallegt spil sín á milli. Sóknin endar með lausu skoti þess fyrrnefnda beint á Helga í markinu.
50. mín
Seinni hálfleikur öllu rólegri en sá fyrri.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur kominn af stað!
45. mín
Inn:Jesus Suarez Guerrero (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Ein skipting í hálfleik hjá gestunum
45. mín
Staðan í hálfleik í öðrum leikjum er svona:

Leiknir 0-2 HK
Þróttur 4-2 Magni
ÍA 0-0 Fram

Haukar-Njarðvík er svo enn markalaus eftir 20 mínútna leik.
45. mín
Hálfleikur
Bjarni Hrannar flautar hér til hálfleiks. Gríðarlegir yfirburðir heimamanna í fyrri hálfleik sem verðskulda þessa forystu fyllilega.
45. mín Gult spjald: Axel Sigurðarson (ÍR)
Hárrétt. Teikar Aron Kristófer á vinstri kantinum. Eitt mesta gula spjald sem ég hef séð. Hékk í Aroni svona 10 metra.
44. mín
ÍR-ingar ná aðeins að halda boltanum þessar mínúturnar. Hafa lítið ná að gera sig hættulega þó.
37. mín Gult spjald: Andri Jónasson (ÍR)
Brýtur á Nacho á miðjum vallarhelmingi ÍR. Að einhverju leiti uppsafnað líklega.
32. mín MARK!
Nacho Gil (Þór )
Stoðsending: Sveinn Elías Jónsson
GEGGJAÐ spil hjá Þórsurum. Alvaro tekur 2 varnarmenn á, setur hann inn á Svein Elías sem leggur hann í fyrsta til baka á Nacho. Nacho á skot við vítateigslínuna sem fer í varnarmann og inn. Óverjandi fyrir Helga Frey.
26. mín
ÍR-ingar skora hérna mark eftir aukaspyrnu, en Ásgeir Þór lyftir flagginu og dæmir rangstöðu. Sýndist þetta vera hárréttur dómur.
22. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (ÍR)
Axel Kári brýtur illa á Alvaro og fær réttilega gult spjald.
20. mín
Frábær sókn Þórsara. Alvaro kemst upp hægri kantinn, leggur boltann út á Nacho rétt utan teigs en skot hans hátt yfir markið.
19. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Jóhann Helgi með geggjaðan undirbúning. Kemur boltanum inn á Alvaro sem klárar ofboðslega vel úr pínu þröngu færi vinstra megin í teignum. 11. deildarmark Alvaro í sumar!
18. mín
Ágúst Freyr gerir mjög vel. Kemst framhjá Óskari og reynir að chippa boltanum yfir Aron. Skotið fer þó framhjá!
16. mín
Leikurinn aðeins rólegri þessa stundina. Byrjaði gríðarlega fjöruglega.
13. mín
Þriðja horn Þórsara!
12. mín
Heimamenn miklu hættulegri fyrstu mínúturnar. ÍR-ingar í basli með að halda boltanum og Þórsarar mjög hættulegir.
10. mín
Mikil hætta eftir hornið. Bæði Alvaro og Ármann Pétur með skot í varnarmann en ÍR koma boltanum frá!
9. mín
Flott sókn! Alvaro og Nacho komast tveir gegn miðvörðum ÍR sem endar með því að Nacho missir boltann aðeins of langt frá sér og skot hans fer framhjá. Þórsarar fá þó horn sem var einfaldlega rangur dómur.
8. mín
Alvaro með frábæran sprett upp allan kantinn og nær í aukaspyrnu á hættulegum stað.

Aukaspyrnan er beint á Helga í markinu sem lendir þó í smá brasi en nær boltanum í annarri tilraun.
4. mín
Þórsarar fá hérna fyrsta horn leiksins!

Klafs í teignum þar sem ÍR-ingum gengur mjög illa að koma boltanum frá endar með því að boltinn fer af Alvaro og aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! ÍR-ingar byrja með boltann og sækja í suðurátt.
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér til vallar! Sveinn Elías og Axel Kári fyrirliðar fremstir í flokki!
Fyrir leik
Liðin eru nú á fullu í upphitun. Styttist í leik!
Fyrir leik
Lárus Orri gerir tvær breytingar á Þórsliðinu frá jafnteflinu við Fram. Nacho Gil og Guðni Sigþórsson koma inn fyrir Inga Frey Hilmarsson og Jakob Snæ Árnason.

Binni Gests gerir eina breytingu frá sigrinum á Leikni. Andri Jónasson kemur inn fyrir Halldór Jón Sigurð Þórðarson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Þau má sjá hér til hliðar
Fyrir leik
Ég virðist hafa jynxað veðrið. Það hefur aðeins bætt í vindinn og komin smá rigning. Það er samt næstum því alltaf gott veður fyrir norðan!
Fyrir leik
Það fara fjórir aðrir leikir fram í Inkasso deildinni í dag. Leiknir-HK, Þróttur-Magni og ÍA-Fram hefjast klukkan 18:00 eins og okkar leikur. Haukar-Njarðvík er svo klukkan 18:30. Veisla í dag!
Fyrir leik
Guðni Þór Ragnarsson, betur þekktur sem Guðni Þórsari, liðstjóri og alt mulig mand Þórs, gengur hér um svæðið og sér til þess að allt sé á hreinu. Hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn!
Fyrir leik
Nokkrir leikmenn ÍR eru komnir út að skoða völlinn sem lítur vel út, allavega úr fjarska. Dómaratríóið er einnig að rölta um og skoða aðstæður.
Fyrir leik
Eins og allir vita er auðvitað alltaf gott veður hérna fyrir norðan. Sólin hefur leikið við hvern sinn fingur í dag en er þó komin á bakvið ský núna. Engu að síður er þokkalega hlýtt og engin úrkoma.
Fyrir leik
Þórsarar voru án nokkurra lykilleikmanna í jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð. Nacho var í banni og Orri Sigurjónsson og Jónas Björgvin meiddir. Nacho verður væntanlega í byrjunarliðinu í dag en ólíklegt er að Jónas og Orri verði með.
Fyrir leik
Þórsarar hafa verið mjög flottir í sumar. Fáir bjuggust við því að þeir yrðu í svona harðri toppbaráttu á þessum tíma en þeir hafa spilað flottan fótbolta í bland við sína landsþekktu baráttu.
Fyrir leik
ÍR-ingar hafa verið á fínu skriði uppá síðkastið. Þeir hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum en þeir unnu einungis einn af fyrstu sjö leikjum sínum í sumar.
Fyrir leik
Spánverjarnir tveir í liði Þórs, Alvaro Montejo og Nacho Gil hafa vakið verðskuldaða athygli í sumar. Alvaro er kominn með 10 deildarmörk en þeir hafa náð gríðarlega vel saman og Þórsliðið spilað hálfgerðan Samba fótbolta oft á tíðum.
Fyrir leik
Í fyrri umferðinni fór leikur liðanna 0-1 fyrir Þór, en Alvaro Montejo skoraði eina mark leiksins.

Þegar þessi lið mættust í fyrra endaði leikurinn í fyrri umferðinni með ótrúlegum sigri ÍR. Þórsarar komust þá yfir á 86. mínútu en ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og hirtu stigin þrjú.

Í seinni umferðinni lauk leik liðanna með markalausu jafntefli. Við vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan í dag!
Fyrir leik
Dómarakvartettinn í dag er að norðan. Bjarni Hrannar Héðinsson mun halda á flautunni og honum til aðstoðar verða þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Steinar Gauti Þórarinsson. Eftirlitsmaður er svo enginn annar en Bragi Bergmann.
Fyrir leik
Þórsarar gerðu öllu minni breytingar á leikmannahópi sínum. Héldu öllum og bættu við sig Jóhanni Helga Hannessyni sem kom aftur heim eftir mislukkaða dvöl hjá Grindavík.
Fyrir leik
Talsverðar breytingar urðu á liði ÍR í glugganum. Þeir misstu m.a. Óskar Jónsson, Andra Þór Magnússon, Mána Austmann Hilmarsson og Nile Alexander Walwyn.

Í staðinn komu m.a. Ágúst Freyr Hallsson, Jesus Suarez Guerrero og Skúli E. Kristjánsson Sigurz, en sá síðastnefndi kom á láni frá Breiðabliki.
Fyrir leik
Með sigri í dag fara Þórsarar upp fyrir Víking Ólafsvík og jafnvel HK líka, fari svo að Lið fólksins úr Kópavogi tapi fyrir Leikni.

ÍR-ingar geta slitið sig frá fallbaráttunni með sigri, en eiga einnig hættu á að missa tvö lið upp fyrir sig ef þeir tapa, svo galopið er þetta.
Fyrir leik
Í síðustu umferð heimsóttu Þórsarar þjóðarleikvanginn og spiluðu þar við Fram. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Guðmundur Magnússon skoraði þrennu í þeim leik og sá til þess að Þórsarar fóru einungis heim með eitt stig.

ÍR-ingar unnu gríðarlega sterkan 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Breiðholtinu og hafa því montréttinn núna. Fóru meira að segja upp fyrir Leikni með sigrinum og eru komnir í betri mál í fallbaráttunni.
Fyrir leik
Spennan í deildinni er í raun ótrúleg á báðum endum töflunnar.

ÍA, HK, Víkingur og Þór eru í harðri baráttu um sæti í Pepsi deildinni að ári og sex lið eru ekki laus úr fallbaráttunni.

Það má kannski segja að Þróttur og Fram séu einu liðin sem eru ekki í harðri baráttu eins og er, en skjótt skipast veður í lofti svo þau gætu verið mætt í baráttuna uppi eða niðri áður en við vitum af.
Fyrir leik
Leikurinn er partur af 16.umferð deildarinnar, en hún hófst í gær en þá sóttu Selfyssingar stig í Ólafsvík. Frábær úrslit fyrir Selfoss en Víkingar væntanlega ekki sáttir.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn! Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og ÍR í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('45)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('76)
9. Ágúst Freyr Hallsson ('66)
13. Andri Jónasson
16. Axel Sigurðarson
22. Axel Kári Vignisson
29. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
8. Aleksandar Alexander Kostic
17. Jesus Suarez Guerrero ('45)
19. Brynjar Óli Bjarnason ('66)
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Styrmir Erlendsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Árni Birgisson

Gul spjöld:
Axel Kári Vignisson ('22)
Andri Jónasson ('37)
Axel Sigurðarson ('45)
Ágúst Freyr Hallsson ('66)
Björgvin Stefán Pétursson ('75)
Brynjar Þór Gestsson ('76)
Gísli Martin Sigurðsson ('79)

Rauð spjöld: