Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Fylkir
3
0
Keflavík
Marija Radojicic '12 1-0
Margrét Björg Ástvaldsdóttir '35 2-0
Marija Radojicic '75 3-0
20.08.2018  -  19:15
Floridana völlurinn
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Logn og frábært fótboltaveður. Léttur rigningarúði í allan dag og völlurinn því blautur
Dómari: Magnús Garðarsson
Maður leiksins: Marija Radojicic (Fylkir)
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('81)
Tinna Björk Birgisdóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Hanna María Jóhannsdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
8. Marija Radojicic ('85)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
20. Sunneva Helgadóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('81)
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Bryndís Arna Níelsdóttir
Steinar Leó Gunnarsson

Gul spjöld:
María Björg Fjölnisdóttir ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Árbæ með öruggum Fylkis sigri!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Uppbótatími þegar natasha reynir máttlaust skot sem fer framhjá markinu.
88. mín
Þetta er að fjara út hérna í rólegheitum.
85. mín
Inn:Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Út:Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)
85. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
Kona leiksins fer af velli og inn á kemur hin bráðefnilega Bryndís Arna
85. mín
Natasha með skot sem fer beint á Þórdísi í markinu!
82. mín
Fylkir fær horn og það er aftur skemmtileg útfærsla stuttar tiki taka sendingar! Geggjaðar hornspyrnur í gangi hjá Fylki, Keflvíkingar ráða ekkert við þetta.
81. mín
Inn:Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir) Út:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir)
80. mín
Keflavík fær horn sem Fulton tekur og setur boltann beint á markið þar sem Fylkir bjargar á línu! Fyrst ver Þórdís boltann á línunni og svo ná Keflavík frákastinu en Fylkir bjarga aftur á línu!
78. mín
Inn:Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Út:Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)
78. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
75. mín MARK!
Marija Radojicic (Fylkir)
Stoðsending: Ísold Kristín Rúnarsdóttir
GAME OVER!

Marija að setja punktinn yfir I-ið fyrir Fylki. Ísold kemur með skuggalega flottan bolta og beint á kollinn á Mariju sem að stangar boltann í netið við mikinn fögnuð Árbæinga!
73. mín
Inn:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Sveindís getur ekki haldið leik áfram eftir höggið!
71. mín
Marija reynir skot með vinstri sem fer framhjá markinu.

Í næstu sókn reynir Berglind skot með vinstri beint á Lauren í markinu.
69. mín
Aníta Lind tekur spyrnuna og Þórdís lendir í miklum vandræðum með spyrnuna og slær boltann beint út í teig á Nathösu sem reynir skotið en rétt framhjá! Óheppnar að ná ekki marki þarna!

Fylkir fær hornspyrnu hinum megin en Keflavík koma því frá.
67. mín Gult spjald: María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir)
Straujar Sveindísi sem var að keyra framhjá henni. Sveindís skallar harkalega í jörðina þegar hún fellur og þarf á aðhlynningu að halda.
66. mín
I believe i can fly kemur fyrst upp ói huga þegar Sæunn reynir skot í fyrsta sem fer langt yfir og mér sýnist það enda í garðinum hjá Kjartani þjálfara. Boltinn týnist ekki á meðan
65. mín
Margrét Björg með gott skot en Lauren ver það frá henni!
63. mín
Þetta lítur skelfilega út! Marija liggur á vellinum eftir að tveir Keflvíkingar lenda á henni eftir skalla einvígi!

Marija er samt staðinn upp sem betur fer.
62. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Sophie Groff (Keflavík)
62. mín
Fylkir fær hornspyrnu eftir skot frá Ídu fer af varnarmanni og aftur fyrir. Fáum við aðra skemmtilega útfærslu?

Þær taka hornið stutt og koma honum í lappirnar á Mariju inn á teig en skotið en er framhjá markinu.
59. mín
Kristrún Hólm með skalla rétt yfir markið eftir fyrirgjöf frá Sveindísi Jane. Ná Keflavík að minnka muninn?

Aníta Lind reynir enn eitt skotið fyrir utan og þetta er einnig framhjá.
57. mín
Keflavík er að reyna en það vantar svolítið upp á þetta á síðast þriðjung.

Mairead Fulton reynir skot fyrir utan teig með vinstri sem fer framhjá markinu.
56. mín
Sophie og Tinna Björk fara í grjótharða 50/50 tæklingu og virðast báðar kveinka sér eftir á en leikurinn heldur áfram.

54. mín Gult spjald: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík)
Lætur Magnús heyra það og Magnús bombar í gula spjaldið.
51. mín
Mikill hætta við mark Keflavíkur sem endar með skoti frá Huldu sem að Lauren ver í horn.

Virkilega skemmtileg útfærsla ala Kjartan. Margrét tekur spyrnuna stutt á Huldu sem setur hann aftur á Margréti sem hótar fyrirgjöf en kemur öllum á óvart og leggur hann fyrir Huldu sem að kemur með fyrirgjöfina en skotið frá Mariju fer yfir.
48. mín
Keflavík fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis eftir að Magnús dómari dæmir brot á Berglindi Rós. Það var lítið í þessu en það er búið að flauta.

Sophie Groff tekur spyrnuna sem að Fylkir skalla frá en Íris Una fær frákastið og skotið hennar fer framhjá markinu.
47. mín
Hörkubyrjun á þessum síðari hálfleik! Núna er Marija með skot eftir hraða skyndisókn Fylkis en Lauren ver í markinu.
46. mín
Keflavík byrjar af krafti og fá hornspyrnu strax sem Aníta Lind tekur. BOltinn skoppa í teignu mog í Sveindísi Jane og þaðan út úr teignum. Sveindís óheppin að ná ekki hemja hann þarna.

Strax í næstu sókn reynir Aníta veikt skot sem fer framhjá markinu. Samt kraftur í Keflavík í upphafi síðari hálfleiks.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta komið af stað aftur það verður fróleik að sjá fyrstu 10-15 mínútur í þessum síðari hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Árbænum þar sem Fylkir leiðir 2-0 eftir tvö frábær mörk. Keflavík þurfa að rífa sig verulega í gang ef þær ætla sér að fá stig eða 3 úr þessum leik!

Ég ætla skella mér í umræðu um tónlistarhátíðina "Stíflan" sem nokkrir baneitraðir Fylkismenn eru að tala um í stúkunni.

Fyrir áhugsama þá er Elís líka drullufínn gaur og vallarþulurinn er með þeim betri á landinu!
43. mín
Aníta Lind reynir skot fyrir utan sem að fer í hliðarnetið! Góð tilraun samt.
40. mín
Þórdís hvað ertu að gera í markinu?? Þetta var stórfurðulegt, það kemur bolti inn á teig sem Keflvíkingar skalla upp í loftið og Þórdís reynir að grípa boltann en það er eins og boltinn sé sjóðandi því hún reynir að slá hann tvisvar og er stálheppinn að Keflvíkingar nýta sér þetta ekki!
38. mín
Hvernig svara Keflavík þessu? Lentar 2-0 undir á móti liði sem hefur einungis fengið á sig 5 mörk í sumar!
35. mín MARK!
Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA! Fylkir eru komnar í 2-0

Ísold er með geggjaða sendingu yfir á Sæunni sem gerir virkilega vel og leggur boltann út í teig á Margréti" Eagle eye" Björg sem að setur boltann af öryggi í netið!
34. mín
Sláinn! Fulton reynir hér skot/fyrirgjöf sem að endar ofan á slánni! Þórdís virtist vera með þetta allt á hreinu.
29. mín
Marija reynir skot fyrir utan sem að Lauren þarf að slá yfir markið og Fylkir fær horn.

Margrét tekur hornið þar sem boltinn dettur fyrir Ídu sem reynir skot en það fer í varnarmann og Keflavík ná að hreins á endanum!
27. mín
Geggjuð varsla frá Þórdísi Eddu. Natasha kemur sér í gott skotfæri og tekur skotið niðri í fjær og hann virðist vera á leiðinni inn en Þórdís nær að verja þetta á seinustu stundu í stöngina sýnist mér og grípur hann svo.

Þar skall hurð nærri hælum.
25. mín
Keflavík fær horn eftir geggjaðan varnarleik frá Tinnu Björk! Sveindís Jane reynir að stinga Tinnu en Tinna á geggjaða tæklingu og boltinn fer af Sveindisi og aftur fyrir en dómarinn dæmir horn.

"Þú stingur Tinnu ekki af " heyrist í stúkunni.
23. mín
ÚFF þetta lítur ekki vel út. Þóra Kristín fær léttan olnboga í andlitið frá Mariju í skallabaráttu og liggur eftir.

Hún stendur hinsvegar upp stuttu seinna og virðist í lagi.
20. mín
Keflavík skora en það er réttilega dæmt af vegna rangstöðu!

Keflavík búið að vera sækja í sig veðrið eftir markið.
19. mín
SKÆRI!!

Hulda Sigurðardóttir vinnur tæklingu og keyrir á vörnina og tekur ruglað falleg skæri áður en hún hleður í skotið en það er beint á Lauren í markinu.
18. mín
Keflavík fær aukaspyrnu út á vinstri vængnum sem að Groff tekur beint á Natöshu sem að skallar boltann á Írisi Unu sem er í ágætis færi en hún kikksar boltann!
16. mín
Lauren ver auðveldlega frá Margréti sem reynir skot fyrir utan með vinstri.
15. mín
Þetta er virkilega sterkt fyrir Fylki að ná fyrsta markinu í þessum leik. Sigur í dag setur þær í bílstjórasæti í deildinni.
12. mín MARK!
Marija Radojicic (Fylkir)
Stoðsending: Ída Marín Hermannsdóttir
FYLKIR ERU KOMNAR YFIR!

Ída keyrir með boltann inn á völlinn og tekur skot eftir jörðinni sem Lauren ver en beint út í teiginn þar sem Marija kemur eins og hrægammur og klárar í autt netið.

Lauren átti að gera betur þarna finnst mér en við tökum ekkert af Fylkir.
9. mín
Ísold með aðra tilraun hérna en Lauren ver þetta í markinu og handsamar svo knöttinn!

Fylkir að bæta aðeins í hérna.
8. mín
Storhætta inn í teig Keflavíkur! Marija kemur með geggjaðan sprett upp hægri vænginn og boltinn endar hjá Ísold sem að reynir skot en það er of seint og fer í varnarmann.

Þær reyna svo skot sem virðist fara í höndina á Fulton en ekkert er dæmt.
5. mín
Fyrsta skot leiksins og það er af lööööönguuuu færi. Sophie Groff reynir langskot sem fer beint á Þórdísi í markinu.

Strax í næstu sókn reynir Sveindís Jane skot með vinstri fyrir utan en það er máttlaust og fer vel framhjá.
5. mín
Keflavík byrjar þennan leik betur og halda boltanum vel innan liðsins.

Mætinginn í stúkuna er lala ég hef séð betri mætingu, ef þú ert í nágrenninu renndu við þessi lið bjóða upp á geggjaðan fótbolta.
3. mín
Keflavík fær hornspyrnu sem mér Sophie Groff tekur. Spyrnan er góð en skallinn frá Natöshu fer framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru heimakonur sem byrja með boltann og sækja í átt að íþróttahúsinu góða.
Fyrir leik
Allt upp á 10,5 var að fá burger í hendurnar og leikmenn hafa klárað upphitun þessi burger var rosalegur get ég sagt ykkur.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp og "Á sama tíma á sama stað" ómar í kerfinu.

Sunneva Helgadóttir leikmaður Fylkis kemur hinsvegar og skipar mönnum að fara setja alvöru tónlist á. Ákveðinn skellur fyrir vallarþulinn/DJ.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá Fylki er Vinnuvélin Berglind Rós Ágústsdóttir á sínum stað á miðjunni ásamt Margréti "Eagle Eye" Björg og Marija Radojicic leiðir framlínuna.

Hjá Keflavík byrjar Natasha "The Wall" Anasi á miðjunni ásamt Sophie Groff en rakettan Sveindís Jane leiðir framlínuna.

Veðurspáin í kvöld er bara í fínasta lagi. Það er algjört logn á Floridana vellinum og búið að rigna ágætlega í dag svo ég býst við hröðum leik. Ég vona innilega að ég sjái Árbæjar legend í stúkunni eins og Þorstein Ragnarsson og menn eins og Joey Drummer og Peppsquadkefbois.
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með

Fylkir: Berglind Rós Ágústsdóttir #21 er miðumaður og fyrirliði Fylkis. Hún er óstöðvandi vinnuvél sem að hleypur endalaust með gífurlegan leikskilning og að mínu mati ætti að vera í Pepsí-deildinni og gæti vel spilað þar með toppliði. Hún stefnir þangað með Fylkir á næsta ári.

Keflavík: Natasha Moraa Anasi #3 er fyrirliði Keflavíkur. Hún getur spilað í vörn og á miðju en ég tel líklegast hún verði á miðjunni í dag. Natasha er gífurlega sterk í loftinu og kann leikinn upp á tíu. Margir eru á því að hún sé besti leikmaður Inkasso deildarinnar en þetta er fyrsta heila tímabilið hennar eftir barnsburð en hún spilaði áður með ÍBV í Pepsí deildinni við góðan orðstír.

Aðrir leikmenn sem gaman er að fylgjast með

Margrét Björg Ástvaldsdóttir #20(Fylkir)
Marija Radojici #9(Fylkir)
Ída Marín Hermannsdottir #8(Fylkir)

Sveindís Jane Jónsdóttir #8(Keflavík)
Mairead Clare Fulton #7(Keflavík)
Aníta Lind Daníelsdóttir #24(Keflavík)
Fyrir leik
Eins og áður segir eru þetta toppliðin tvö og sitja þau í efstu tveimur sætunum.

Fylkir er í öðru sæti deildarinnar með 33. stig eftir 12 leiki og með markatluna 41:5. Þær eiga inni leik á Keflavík og með sigri í dag eru þær komnar í kjörstöðu í baráttunni um Pepsí-deildar sæti að ári!

Keflavík sitja í toppsætinu hinsvegar með 34. stig en eru búnar með 13 leiki í sumar. Þær eru með markatöluna 41:10 og skara þessi tvö lið frammúr þegar kemur að markaskorun og varnarleik.

Fylkir vann fyrri leik þessara liða í Keflavík 1-0 með marki frá Sunnu Baldvinsdóttir á 82. mínútu.
Fyrir leik
Komið blessuð og sæl og verið hjaartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá stórleik milli toppliðanna í Inkasso deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er leiki á Floridana Vellinum í Árbænum.
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('85)
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Groff ('62)
7. Mairead Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir ('73)
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('78)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir ('78)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
5. Berta Svansdóttir
7. Kara Petra Aradóttir ('78)
13. Bryndís María Theodórsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('78)
23. Sigurbjörg Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ljiridona Osmani
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Eva Lind Daníelsdóttir
Ástrós Lind Þórðardóttir
Marín Rún Guðmundsdóttir
Soffía Klemenzdóttir
Amelía Rún Fjeldsted

Gul spjöld:
Gunnar Magnús Jónsson ('54)

Rauð spjöld: