Ásvellir
fimmtudagur 23. ágúst 2018  kl. 18:30
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Arnar Aðalgeirsson
Haukar 2 - 1 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon ('29)
1-1 Arnar Aðalgeirsson ('39)
2-1 Davíð Sigurðsson ('60)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Óskar Sigþórsson (m)
0. Indriði Áki Þorláksson ('92)
6. Gunnar Gunnarsson (f)
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson
8. Ísak Jónsson
9. Elton Renato Livramento Barros ('86)
11. Arnar Aðalgeirsson
15. Birgir Magnús Birgisson
19. Davíð Sigurðsson
24. Frans Sigurðsson ('79)

Varamenn:
12. Sigmundur Einar Jónsson (m)
3. Kristinn Pétursson
8. Hilmar Rafn Emilsson ('92)
13. Aran Nganpanya
17. Gylfi Steinn Guðmundsson ('86)
21. Alexander Helgason
24. Oliver Helgi Gíslason ('79)

Liðstjórn:
Árni Ásbjarnarson
Þórður Magnússon
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson

Gul spjöld:
Ísak Jónsson ('45)
Oliver Helgi Gíslason ('87)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
96. mín Leik lokið!
Arnar Ingi flautar til leiksloka og Haukar vinna sinn fyrsta sigur frá lok júní!

Með sigrinum fara Haukar uppúr fallsætinu en Framarar eru nú án sigurs í sex leiki í röð.
Eyða Breyta
95. mín
Brotið á Fred við miðlínuna. Fram fær aukaspyrnu.
Eyða Breyta
93. mín
Oliver Helgi fær þungt högg og liggur eftir.
Eyða Breyta
92. mín Hilmar Rafn Emilsson (Haukar) Indriði Áki Þorláksson (Haukar)
Síðasta skipting Hauka í leiknum.
Eyða Breyta
90. mín
Gummi Magg fellur innan teigs en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
88. mín
Unnar Steinn með skalla yfir.
Eyða Breyta
87. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Svakaleg barátta í leikmönnum þessa stundina.
Eyða Breyta
86. mín Gylfi Steinn Guðmundsson (Haukar) Elton Renato Livramento Barros (Haukar)

Eyða Breyta
82. mín Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Alex Freyr Elísson (Fram)
Síðasta skipting gestanna.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)

Eyða Breyta
80. mín
Oliver Helgi með fyrirgjöf sem fer yfir Arnar Aðalgeirs og boltinn rúllar aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
79. mín Oliver Helgi Gíslason (Haukar) Frans Sigurðsson (Haukar)

Eyða Breyta
78. mín
Karl Brynjar með fyrirgjöf frá vinstri sem Davíð Sigurðsson skallar frá.
Eyða Breyta
77. mín
Unnar Steinn Ingvarsson með skot utan teigs yfir markið.

Það liggur aðeins á Haukunum þessa stundina og er þjálfarateymi Hauka að undirbúa skiptingu.
Eyða Breyta
75. mín
Úff!

Már Ægisson með skot við vítateigslínuna, rétt framhjá nærstönginni. Ekki svo langt frá hjá varamanninum.
Eyða Breyta
73. mín
Helgi Guðjónsson með slaka fyrirgjöf aftur fyrir markið. Þarna voru Framarar í stöðu til að gera betur en þetta.
Eyða Breyta
71. mín
Fred Saraiva með aukaspyrnuna sem Davíð Sig. kemst í og boltinn aftur fyrir, hornspyrna.
Eyða Breyta
71. mín
Birgir Magnús brýtur á Orra Gunnarssyni alveg við hornfánann og gestirnir fá aukaspyrnu.
Eyða Breyta
69. mín
Fred Saraiva með skot utan teigs en framhjá nærstönginni fór boltinn.

Ágætis tilraun en aldrei líkleg til árangurs.
Eyða Breyta
67. mín
Fred Saraiva fellur og vildi aukaspyrnu þar sem Aron Freyr var í bakinu á honum. Fred tók boltann með höndum þegar hann lá en Arnar Ingi var ekkert að láta það neitt stöðva sig í ákvörðun sinn og dæmdi hreinlega aukaspyrnu á Fred fyrir að taka boltann með höndunum.

Arnar Ingi hefur lítið verið að dæma á bakhrindingar í leiknum og heldur því áfram.
Eyða Breyta
65. mín Unnar Steinn Ingvarsson (Fram) Kristófer Jacobson Reyes (Fram)

Eyða Breyta
65. mín Már Ægisson (Fram) Mihajlo Jakimoski (Fram)

Eyða Breyta
65. mín
Framarar undirbúa tvöfalda skiptingu.
Eyða Breyta
63. mín
Haukar bjarga á línu!

Dino Gavric sem skall eftir hornspyrnu sem Þórður Jón bjargar á línu nánast af meter færi. Þarna munaði ekki miklu!
Eyða Breyta
60. mín MARK! Davíð Sigurðsson (Haukar), Stoðsending: Gunnar Gunnarsson
Haukar eru komnir yfir!

Þetta var nú líklega eitt ljótasta mark sem skorað hefur verið hér í sumar. Eftir darraðadans inn í teig Fram þá berjast miðverðirnir, Gunnar og Davíð við boltann og svo virðist vera sem að Gunnar sparki boltanum í Davíð og inn.

Ég náði þessu ekki almennilega. Boltinn fór að minnsta kosti yfir línuna og Haukar eru komnir yfir!
Eyða Breyta
60. mín
Nú er það Fufura sem liggur. Þetta er orðið einum of.
Eyða Breyta
57. mín
Nú datt Frans Sigurðsson eftir að Karl Brynjar virðist hafa togað hann niður þegar boltinn var ekki nálægt. Dómararnir misstu af þessu og ég einnig. Sá bara þegar Frans féll við á miðjum vallarhelmingi Fram.
Eyða Breyta
55. mín
Alex Freyr Elísson liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Virðist vera allt í lagi með hann.
Eyða Breyta
54. mín
Það eru töluverð læti á vellinum, menn liggja og þá aðallega Framarar.

Arnar Ingi er lítið að dæma og menn fá að ganga ansi langt hér á vellinum.

Óli Brynjólfs. aðstoðarþjálfari Fram talar við aðstoðardómarann og segir að ,,þetta endar í vitleysu ef dómarinn ætlar að leyfa þessu að halda svona áfram."
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Tiago Fernandes (Fram)

Eyða Breyta
51. mín
Arnar Aðalgeirsson með skot í varnarmann og yfir markið. Haukar fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
48. mín
Gunnar Gunnarsson með hörmulega spyrnu beint í varnarvegginn.
Eyða Breyta
48. mín
Haukar halda áfram að sækja og Framarar brjóta á Arnari Aðalgeirssyni alveg við vítateigslínuna vinstra megin við markið.
Eyða Breyta
47. mín
Fufura við það að sleppa í gegn en Kristófer Jacobson Reyes gerir vel og stöðvar hann inn í teig.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Arnar Ingi hefur flautað til hálfleiks hér á Ásvöllum. Staðan er jöfn 1-1.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Ísak Jónsson (Haukar)
Fyrir brot á Kalla á þakinu.
Eyða Breyta
42. mín
Guðmundur Magnússon með marktilraun eftir hornspyrnu, af nærstönginni en réttframhjá markinu fór boltinn.
Eyða Breyta
40. mín
Jöfnunarmark Hauka kemur úr fyrstu sókn heimamanna í langan tíma. Fyrir það höfðu Framarar verið meira með boltann og Haukar átt í erfiðleikum með að halda boltanum sín á milli.

Svona er fótboltinn ótrúlegur.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Arnar Aðalgeirsson (Haukar), Stoðsending: Birgir Magnús Birgisson
Haukar hafa jafnað metin!

Birgir Magnús gerir frábærlega á vinstri kantinum, fer framhjá varnarmanni Fram og á síðan fína fyrirgjöf meðfram gervigrasinu út í teiginn á Arnar Aðalgeirsson sem leggur boltann framhjá Atla Gunnari í markinu.

Laglega gert hjá þeim báðum.
Eyða Breyta
34. mín
Eftir hornið frá Mihajlo Jakimoski endar boltinn langt fyrir utan teig þar sem Orri Gunnarsson á skot af 35 metrum sem er ekki svo galin tilraun, því boltinn fer réttframhjá markinu.

Framarar eru töluvert líklegri að bæta við hér í Hafnarfirðinum.
Eyða Breyta
33. mín
Mihajlo Jakimoski með stórhættulega fyrirgjöf frá endalínunni eftir laglegt spil Framara en á síðustu stundu er Birgir Magnús mættur og sparkar knettinum aftur fyrir og horn.
Eyða Breyta
31. mín
Sólin er byrjuð að skína hér í Hafnarfirðinum.
Eyða Breyta
30. mín
Mihajlo Jakimoski með fyrirgjöf frá vinstri sem fer yfir Óskar í markinu og endar í stönginni fjær.

Þarna var Óskar eitthvað að misreikna sig því hann var ansi rólegur og bjóst líklega ekki við því að þarna hafi einhver hætta verið.
Eyða Breyta
29. mín MARK! Guðmundur Magnússon (Fram), Stoðsending: Fred Saraiva
Alvöru mark hjá gestunum sem eru komnir yfir!

Fred Saraiva með frábæra sendingu innfyrir vörn Hauka sem Guðmundur Magnússon nær til, hann leikur á fyrirliðann og setur síðan boltann framhjá Óskari af stuttu færi.
Eyða Breyta
27. mín
Jakimoski liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
25. mín
Rólegt hér síðustu fimm mínútur eftir líflegar mínútur þar á undan.
Eyða Breyta
20. mín
Birgir Magnús gerir vel, nær fyrirgjöf frá vinstri inn í teig þar sem Arnar Aðalgeirsson fær boltann í lappir, tekur nokkrar snertingar, snýr af sér varnarmann en á síðan arfaslakt skot með vinstri framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
15. mín
Fufura með hættulega fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann og yfir í innkast hinum megin.
Eyða Breyta
14. mín
Það var ekki mikið varið í þessa aukaspyrnu frá Ísaki sem fór beint á Tiago Fernandes sem var fremstur varnarmanna Framara.
Eyða Breyta
14. mín
Haukar fá aukaspyrnu við endalínuna og Ísak Jónsson gerir sig kláran til að taka spyrnuna.

Haukamenn vildu fá spjald en fengu ekki.
Eyða Breyta
14. mín
Arnar Aðalgeirsson skorar eftir skyndisókn en dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
13. mín
Mihajlo Jakimoski á skot að marki sem fer í varnarmann og þaðan nær Óskar að slá boltann til hliðar, það er síðan Gunnar Gunnarsson sem er réttur maður á réttum stað og á síðustu stundu nær að pikka boltanum í burtu áður en sóknarmaður Framara er mættur til að pota boltanum inn.
Eyða Breyta
9. mín
Hvað er að gerast hérna, bæði lið láta óreyndan dómara leiksins, Arnar Inga heyra það.

Það kemur fyrirgjöf frá vinstri þar sem Atli Gunnar nær til boltans, Frans Sigurðsson fer síðan í Atla Gunnar í kjölfarið en það virðist sem honum hafi verið ýtt en ekkert dæmt.

Á hvorugt.
Eyða Breyta
8. mín
Gummi Magg á fyrirgjöf frá hægri sem Davíð Sigurðsson skallar frá.
Eyða Breyta
6. mín
VÁ!!!

Framarar í DAUÐAFÆRI en á einhvern ótrúlegan hátt skýtur Fred Saraiva beint á Óskar Sigþórsson í markinu sem gerði þó vel, að vera fyrir boltanum!

Haukar áttu innkast við endalínuna, boltinn fer beint í hendur Atla Gunnars í markinu og Framarar keyra hratt. Helgi Guðjónsson á góða fyrirgjöf fyrir markið þar sem Fred mætir og skýtur viðstöðulausu skoti rétt fyrir framan markteiginn en Óskar kemur sér fyrir boltann.

Haukar stálheppnir!
Eyða Breyta
5. mín
Haukar spila með tvo framherja í dag, þá Fufura og Frans Sigurðsson.
Eyða Breyta
2. mín
Alex Freyr Elísson á fyrsta skot leiksins, innan teigs en framhjá markinu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Tvær mínútur í leik og 38 áhorfendur í stúkunni.

Það eru fleiri áhorfendur inn í íþróttahúsinu þar sem fram fer leikur FH og Vals í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og það er allt að verða klárt fyrir leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fram hefur verið í jafnteflisgír í síðustu leikjum og gerðu markalaust jafntefli gegn Njarðvík í síðustu umferð. Liðið hefur gert fjögur jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrirliði Hauka, Gunnar Gunnarsson kemur líklega aftur inn í byrjunarlið Hauka eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Haukar eru án sigurs í síðustu átta leikjum í deildinni en síðasti sigur þeirra kom á útivelli gegn ÍR, 4-0 föstudaginn 29. júní.

Haukar unnu því ekki leik í júlí en þeir eiga tvo leiki eftir í ágúst mánuði til að ná inn sigri í þeim mánuði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Framarar sitja nokkuð þæginlega um miðja deild í 6. sæti með 21 stig á meðan heimamenn í Haukum eru í bullandi fallbaráttu og virðast ekki geta keypt sér sigur í deildinni í næsta neðsta sæti deildarinnar með 14 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Ásvöllum þar sem Haukar og Fram mætast í Inkasso-deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Karl Brynjar Björnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
7. Fred Saraiva
9. Helgi Guðjónsson
9. Mihajlo Jakimoski ('65)
10. Orri Gunnarsson
17. Alex Freyr Elísson ('82)
17. Kristófer Jacobson Reyes ('65)
20. Tiago Fernandes
24. Dino Gavric

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('65)
8. Heiðar Geir Júlíusson
11. Jökull Steinn Ólafsson ('82)
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Daníel Þór Bjarkason
23. Már Ægisson ('65)

Liðstjórn:
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Pedro Hipólito (Þ)
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Tiago Fernandes ('53)
Alex Freyr Elísson ('81)

Rauð spjöld: