Kaplakrikavöllur
sunnudagur 26. ágúst 2018  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Gæti ekki verið betra. Sól, létt gola og varla ský á himni.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 132 fullorðnir og 120 börn.
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
FH 0 - 3 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('59)
0-2 Agla María Albertsdóttir ('66)
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Halla Marinósdóttir ('76)
0. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Megan Elizabeth Buckingham
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('82)
8. Jasmín Erla Ingadóttir
16. Diljá Ýr Zomers
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
22. Nadía Atladóttir ('76)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('76)
9. Rannveig Bjarnadóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('82)
15. Birta Stefánsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('76)

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Maria Selma Haseta
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@OrriRafn Orri Rafn Sigurðarson
90. mín Leik lokið!
Gunnar Oddur hefur flautað þennan leik af þar sem Breiðablik fer með góðan 3-0 sigur af hólmi og tilla sér í toppsætið á ný.

Skýrsla og viðtöl koma innan skamms
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími framundan.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
Keyrir Guðný niður sem að fann vel fyrir þessu.
Eyða Breyta
86. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á stór stór stór hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig.

Agla er mætt til að taka hana en spyrnan er yfir markið.
Eyða Breyta
85. mín
Flott tilþrif hjá Birtu og hún vinnur horn fyrir FH.

Guðný er mætt til að taka það ná FH að minnka muninn? Svarið er neit því Blikar skalla þetta frá eins og flest allt annað í þessum leik.
Eyða Breyta
83. mín Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind tekinn útaf og fær ekki að reyna við þrennuna.
Eyða Breyta
83. mín
Guðný reynir skot úr aukaspyrnu af löngu færi en beint á Sonný í markinu.
Eyða Breyta
82. mín Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
81. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Game over! Berglind Björg ætlar sér að verða markahæst í lok sumars og fá gullskóinn. Frábær sókn hjá Blikum sem endar á því að þær eru þrjár á tvær og Áslaug Munda rennir boltanum í hlauðið hjá Berglindi sem að getur ekki annað en skorað og staðan er 3-0. Virkilega vel klárað samt sem áður
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
79. mín
Hörkufæri hjá FH og aftur er það Diljá sem gerir sig líklega. Hún fær boltann inn á teignum og reynir skotið með tvo varnarenn í sér en Sonný ver vel í markinu.
Eyða Breyta
78. mín
Þetta var furðulegt. Alexandra reynir skot af löngu færi í stað þess að gefa hann inn fyrir á Áslaugu, skotið er ekki gott en Aníta missir boltann undir sig en nær honum aftur áður en hætta skapast af.
Eyða Breyta
78. mín
Bíddu vó... Þesi bolti endar ofan á þverslánni. Diljá ryenir skot lang fyrir utan sem að Sonný hefur litlar áhyggjur af en boltinn endar samt sem áðiur á slánna. Hefði verið gaman að sjá þennan inni
Eyða Breyta
77. mín
Eftir bullandi yfirvinnu í skiptingum er leikurinn hafinn á ný!
Eyða Breyta
76. mín Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
76. mín Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Halla Marinósdóttir (FH)

Eyða Breyta
76. mín Birta Georgsdóttir (FH) Nadía Atladóttir (FH)

Eyða Breyta
75. mín
FH fær horn eftir flott tilþrif frá Helenu sem að tekur hann aftur fyrir sig með hælnum og sendir flottan bolta út á Nadíu sem að reynir fyrirgjöf sem fer af Lofton og í horn.

Guðný tekur spyrnuna en Guðrún Arnars skallar frá.
Eyða Breyta
72. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH þegar Melkorka Katrín reynir að sniðglíma Berglindi og Gunnar dæmir.

Breiðablik fær hornspyrnu eftir að aukaspyrnan frá Öglu Maríu er skölluð aftur fyrir af Guðný. Það skapast smá hætta þegar boltinn kemur inn á boxið og Heiðdís reynir að vippa honum aftur fyrir en línuvörðurinn er búin að flagga rangstæður.
Eyða Breyta
69. mín
Er FH að brotna núna? Mér finnst allur meðbyr hafa verið með Blikum í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
68. mín Samantha Jane Lofton (Breiðablik) Fjolla Shala (Breiðablik)
Lofton að koma inn á fyrir Shala
Eyða Breyta
66. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Bíddu hvaðan kom þetta??? Agla María smyr boltann í fjærhornið fyrir utan teiginn og boltinn steinliggur í netinu eftir að Hildur Antons reyndi að prjóna sig inn á teiginn fer boltinn af FH-ing og út til Öglu. Hún var búin að vera leita eftir þessu skoti allan leikinn og þetta var fáranlega vel klárað!
Eyða Breyta
65. mín
Bíddu vó! FH í dauðafæri, Helena Ósk mjög nálagt því að skalla þennan bolta eftir geggjaða fyrirgjöf frá Diljá!
Eyða Breyta
64. mín
Þetta Touch Hildur Antonsdóttir! Agla setur boltann fyrir á Hildi sem að tekur boltann frábærlega niður með því að drepa hann og snúa sér um leið áður en hún fer í skotið sem fer beint á Anítu í markinu. Þetta touch var geggjað.
Eyða Breyta
61. mín
Breiðablik er búið að vera ívið sterkar í síðari hálfleik og þetta mark svona lá aðeins í loftinu síðustu mínútur. FH samt verið gífurlega flottar í dag svo hvernig bregðast þær við þessu marki?
Eyða Breyta
59. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína sokkar mig um leið og kemur með aðra sendingu inn á boxið sem er geggjuð og beint á kollinn á marka drollunni Berglindi Björg sem að skallar boltann í netið framhjá Anítu og staðan er 1-0!!
Eyða Breyta
59. mín
Breiðablik fær hornspyrnu sem þær taka fljótt og stutt. Karólína reynir svo fyrirgjöfina en hún er arfaslök.
Eyða Breyta
57. mín
Váá Geggjuð tækling hjá Evu Núru sem að tæklar fyrir skotið hjá Fjollu. Boltinn berst þaðan út á Öglu sem að reynir skot en beint á Anítu í markinu.

Eva liggur eftir á vellinum núna hefur greinilega meidd sig aðeins við þessa tæklingu,
Eyða Breyta
54. mín
Agla er að vakna hérna! Fer skemmtilega framhjá Megan og svo framhjá Guðný áður en hún reynir skot sesm fer rétt framhjá markinu. Meiri kraftur í blikum í upphafi síðari hálfleiks
Eyða Breyta
53. mín
Berglind reynir annað skot úr erfiðri stöðu sem fer beint á Anítu. Þetta var álíka bjartsýnisskot eins og hún myndi fá að taka brekkusönginn í eyjum.
Eyða Breyta
52. mín
FÆRI!! Vá geggjuð sókn hjá Blikum. Berglind fær boltann á miðjunni og setur hann út á kantinn til Alexöndru sem að kemur með geggjaða skiptingu yfir á Öglu Maríu sem að keyrir í átt að markinu köttar til baka og leggur boltann út á Berglindi sem að reuynir skotið með vinstri en rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
49. mín
Agla brjáluð út í Berglindi þegar Berglind reynir skot sem að fer framhjá markinu í stað þess að gefa á Öglu. Það var ekkert að því að taka þetta skot
Eyða Breyta
48. mín
Síðari hálfleikur byrjar fremur rólega. Alexandra var samt næstum því búin að setja Berglindi í gegn rétt í þessu en sendinginn endaði fyrir aftan Berglindi.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hàlfleikur er kominn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrika og ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Mér finnst FH liði vera leggja líf og sál í þennan leik á meðan mér finnst Blikarnir vera í léttum hlutlausum gír. Nokkuð viss um að Steini láti þær aðeins heyra það í hálfleik.

Ég ætla skella mér í létt kaffi og með því reyna að fá smá tan í leiðinni ég þarf á því að halda.
Eyða Breyta
42. mín
Við erum að ræða málin aðeins hérna í blaðamannastúkunni og mætinguna. Við teljum að það séu vel á þriðja hundrað manns á vellinum miða við það sem við sjáum!

Boltinn skýst upp í stúku þar sem eitthver meistari á hækjum grípur hann! Fær 10 fyrir viðbrögð
Eyða Breyta
40. mín
Hildur Antons nær skalla sem að endar ofan á þaknetinu eftir flott tilþrif og sendingu fyrir markið frá Karólínu.
Eyða Breyta
38. mín
Berglind ryenir skot/fyrirgjöf utan af kantinum en beint í fangið á Anítu.

Mér finnst FH liðið vera spila þennan leik hárrétt og eru að verjast frábærlega. Finnst eins og það sé léttur pirringur farin að myndast hjá Blikum.

Jasmín vinnur boltann frábærlega á miðjunni og reynir skot en það fór framhjá
Eyða Breyta
34. mín
DAUÐAFÆRI!!! Váááá Helena Ósk kemst í dauðafæri þegar boltinn lendir hjá henni fyrir og hún er ein í gegn á móti Sonný! Boltinn er hinsvegar skoppandi og hún reynir að vippa yfir Sonný en boltinn fer yfir markið.

Steini er gjörsamlega tjúllaur á hliðarlínunni og lætur sínar stelpur heyra það!
Eyða Breyta
33. mín
Það er þvílíkur kraftur í FH-liðinu. Ég hef ekki séð svona mikla baráttu í þeim lengi, þær fara í hvern einasta bolta af 110% krafti og vinna nánast öll einvígi.

FH fær aukaspyrnu utarlega vinstra megin rétt fyrir utan markteig Blika og Orri kallar á Guðný "Skjóttu" sem og hún gerir en skotið er veikt og beint á Sonný
Eyða Breyta
31. mín
Karóæína missir boltann klaufalega á miðjunni og FH bruna fram í sókn. Helena fær boltann rétt fyrir utan markteig og snýr með hann áður en hún spyrnir boltanum fyrir markið í hlaupið hjá Nadíu en Kristín Dís er einnig mætt og hreinsar í horn.

Hornið frá Guðný er beint inn á markteig þar sem Sonný ræður ríkjum.
Eyða Breyta
30. mín
Agla María gerir sig líklega þegar hún keyrir á Megan og köttar inn á miðjuna til að fara í skotið en skotið hennar var alls ekki gott og fer langt yfir markið.
Eyða Breyta
28. mín
Mér finnst Breiðablik vera taka rangar ákvarðanir á loka þriðjung vallarins og eru þar af leiðandi ekki að skapa sér mikið.

FH bruna fram í skyndisókn sem að endar með skoti frá Höllu en það er máttlaust og beint á Sonný í markinu.
Eyða Breyta
24. mín
Helena Ósk er kominn í ágætis stöðu en þær eru bara tvær sem að sækja fram í þessari skyndisókn hjá FH á meðan 4-5 varnarmenn Blika eru strax mættir. FH verða að þora sækja með þegar þær fá skyndisoknir.
Eyða Breyta
23. mín
FH fá hornspyrnu þegar Kristín Dís tæklar fyrir fyrirgjöfina hjá Nadíu. Nadía verið virkilega öflug fyrstu 23 mínútur leiksins.

Guðný tekur að sjálfsögðu spyrnuna en hún tekur hana stutt á Megan og fær hann svo aftur en missir boltann. Blikar keyra fram í sókn og ætlar Karólína að sprengja af stað en Eva Núra er mjög snögg og vinnur boltann og hreinsar í innkast. Vel gert hjá Evu
Eyða Breyta
22. mín
Karólína reynir að vippa boltanum á Berglindi inn á teignum en Guðný Árnadóttir gerir vel þegar hún kemst í boltann um leið og Berglind touchar hann.

Strax í sömu sókn kemur bolti fyrir markið á Öglu sem að skallar hann fyrir beint í en er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
19. mín
FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika.

Guðný er mætt, ég væri bara til í að sjá hana skjóta þó þetta sé vel frá markinu. Hún setur boltann inn á teig en beint í fangið á Sonný í markinu. Það heyrist í Orra á hliðarlínunni "Guðný þetta er skelfilegt" Sammála nafna mínum þar.
Eyða Breyta
18. mín
Hildur Antonsdóttir er svo góður leikmaður. Hefur allan pakkan, yfirsýn, leiksskilning og sendingar eru hennar bestu þættir þegar kemur að fótbolta. Komið virkilega flott inn í þetta Breiðabliks lið eftir hún kom aftur frá HK/Víking í sumar.
Eyða Breyta
16. mín
Berglind við það að sleppa í gegn en touchið hennar var arfaslakt. Hún veit hún á að gera betur þarna
Eyða Breyta
14. mín
Hildur Antons með geggjaðan bolta inn á teig þar sem Berglind Björg er að fara skalla hann í netið en þá kemur Megan Buckingham og nær að teygja sig í boltann og skalla frá. Virkilega vel gert hjá Megan þarnar, bjargar líklegast marki.
Eyða Breyta
12. mín
Það liggur svakalega á FH vörninni þessar mínúturnar og Blikarnir að auka temppóið í leiknum.
Eyða Breyta
10. mín
Breiðablik fá aukaspuyrnu út á hægri vængnum og það myndast smá hætta inn á teig sem endar með því að Guðrún eða Iðnaðar-Gugga eins og Bö kallar hana á skalla framhjá markinu.
Eyða Breyta
9. mín
Blikar að gera sig líklegar níuna þegar Agla María fær flotta sendingu inn á teiginn og kemst í skotið en varnarmenn FH loka vel á hana.
Eyða Breyta
8. mín
Fyrirgef Hilmari hann ma sofa ut a sunnudogum


Eyða Breyta
7. mín
Úff!! FH að gera sig líklegar, kemur frábær bolti yfir Kristín Dís í vörninni á Nadíu sem að keyrir upp að endalínu og setur boltann fastan eftir jörðinni fyrir markið en það vantaði einhvern til að koma og pota þessu inn. Þetta gat auðveldlega endað með marki!
Eyða Breyta
5. mín
FH fær aukaspyrnu á góðum stað hægr megin á vallarhelmingi Breiðabliks eftir að Heiðdís ýtir aðeins í bakið á Helenu.

Guðný Árnadóttir tekur spyrnuna en varnarmenn Blika skalla frá.
Eyða Breyta
4. mín
Fyrsta skot eiksins og það er Alexandra sem að á það en það er beint á Anítu í markinu úr löngu færi.
Eyða Breyta
3. mín
Breiðablik heldur vel í boltann á meðan FH liggja djúpt á vellinum.

Ég ætla gefa hrós á þá sem eru mættir í dag. Væri til í smá stemmingu nokkur köll og "Chönt" úr stúkunni. Flott mæting
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Blikar sem að byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum

Fólk er byrjað að færa sig yfir í stúkuna fjær í sólina og ég skil það bara mjög vel! Mæli með að fólk sem færir sig þar yfir noti hágæða sólarvörn geislarnir frá sólinni eru sterkir í dag.

Ég vil hvetja fólk til að taka þátt í leiknum á Twitter með hashtagginu #fotboltinet
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það virðist stefna í ágætis mætingu í stúkunni í dag og við fögnum því að sjálfsögðu.

Langar að skora á FH-Mafíuna að mæta og svo skora ég sérstaklega á Hilmar "Big Glacier" og Kópacabana að mæta.

En það er allt að verða klárt hérna liðin hafa lokið upphitun og halda til búningsklefa. Ég heyrði í vini mínum Gumma "Tölfræði" en hann sagði við mig að það kæmu alla vega 4 mörk í þessum leik. Hann hefur ekki klikkað ennþá svo ég hef bullandi trú á marka leik!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veðrið í dag er gjörsamlega sturlað! Það er létt gola og glampandi sól og völlurinn lítur frábærlega út. Eftirlitsdómarinn er meira segja bara sestur í stúkuna að njóta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Nadía Atladóttir byrjar hjá FH ásamt þeim Evu Núru Abrahamsdóttir og Jasmín Erlu Ingadóttir.
Hjá Breiðablik er þetta nokkuð hefbundið og munu Agla María , Berglind Björg og Karólína leiða framlínuna í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin tvö sitja við sitthvoran enda töflunar. FH eru í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga von á að halda sér í deild þeirra bestu að ári. Verkefnið sem FH fær í dag er ekki það auðveldasta því gestirnir úr Kópavogi sitja í 2.sæti deildarinnar og fara í efsta sæti með sigri í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik FH og Breiðabliks í Pepsi deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
0. Fjolla Shala ('68)
0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('83)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('76)
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton ('68)
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
14. Berglind Baldursdóttir
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('83)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('76)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðstjórn:
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Alexandra Jóhannsdóttir ('80)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('88)

Rauð spjöld: