Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
1
1
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '13
Eyjólfur Héðinsson '36 1-1
29.08.2018  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 9 gráðu hiti, þurrt og fjölmenni
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1.720
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('46)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('82)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson ('82)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('46)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('82)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('82)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('21)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('55)
Alex Þór Hauksson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góður dómari leiksins flautar stórleikinn af!

Valsmenn með þriggja stiga forystu þegar fjórar umferðir eru eftir. Stjarnan þarf að vinna sína leiki og vonast til þess að Valsmenn misstígi sig á lokakaflanum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
92. mín
Bjarni Ólafur með fyrirgjöf sem Halli Björns náði að handsama.
91. mín
Stjörnumenn kalla eftir víti þegar Gaui Bald fellur í teignum... held að þetta hafi nú ekki verið neitt.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
89. mín
Hilmar Árni með fínt skot en Bjarni Ólafur er réttur maður á réttum stað og bjargar korter í nánast á línu. Stjörnumenn að ógna.
88. mín
STJARNAN FÆR AFTUR AUKASPYRNU Á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ! Það er rafmagnað andrúmsloft dömur mínar og herrar.
88. mín
Gaui Bald með skalla yfir eftir horn. Talsvert hátt yfir, var ekki alveg í jafnvægi því hann þurfti að teygja sig í knöttinn.
87. mín
1.720 áhorfendur á leiknum í kvöld.

Brotið á Guðjóni Baldvinssyni og Stjarnan fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Hilmar Árni tekur þetta væntanlega.

RÉTT FRAMHJÁ!!! Hilmar með skot rétt framhjá úr aukaspyrnunni.
85. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Dion þurfti aðhlynningu áðan og getur ekki haldið leik áfram. Meiddist eftir brot Daníels Laxdal.
85. mín
ÖSSSS!!!

Valsmenn með geggjaða útfærslu á aukaspyrnu! Spiluðu hratt og snöggt, skyndilega var Andri Adolphsson með boltann í teignum og féll en ekkert dæmt. Þórarinn Ingi Valdimarsson bjargaði svo á línu.
82. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
82. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
81. mín
Sótt á báða bóga þessar mínútur en herslumuninn vantar. Valur að fá aukaspyrnu við hliðarlínuna hægr megin. Fyrirgjafarmöguleiki.
78. mín
Jafntefli klárlega betri úrslit fyrir Valsmenn. Spennandi að sjá hvað Stjarnan býður okkur upp á hér á lokakaflanum.
77. mín
RÉTT FRAMHJÁ!!!

Geggjuð sókn Valsmanna endar með flottri skottilraun frá Patrick Pedersen. Hárfínt framhjá.
74. mín
Stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra. Gaui Lýðs með hörkuneglu af löngu færi en framhjá.
72. mín
Mikið í húfi í kvöld og það sést á spilamennskunni.
71. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Ólafur Karl Finsen (Valur)
70. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Groddaraleg tækling, Kristinn Freyr var kominn á góða ferð þegar Alex tók hann niður á miðjum vellinum.
68. mín
Lykilsendingar mikið að klikka hjá liðunum á þessum kafla.
64. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Hilmar Árni með aukaspyrnu inn í teiginn en sóknarbrot dæmt. Þá gera Valsmenn skiptingu.

Sigurður Egill fann sig engan veginn í dag.
63. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Stjarnan á aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
62. mín
Hilmar Árni með skottilraun en skot hans í varnarmann. Valur geysist í sókn, Dion á fleygiferð en Daníel Laxdal verst frábærlega og stöðvar hann.
61. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fyrir brot.
59. mín
Flott sókn Vals. Kristinn Freyr með sendingu á Dion sem á skot yfir.

Þetta er virkilega skemmtilegur leikur.
57. mín
Eyjó með skottilraun en nú hitti hann boltann herfilega. Langt framhjá.
56. mín
Sigurður Egill með skot. Rosa hátt yfir.
55. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Dion vinnur hornspyrnu fyrir Val. Fyrsta hornspyrna gestaliðsins. Kristinn Freyr tekur hornið, frá vinstri. Eftir hornið vinnur Kristinn svo aukaspyrnu milli vítateigs og hornfánans. Þorsteinn brotlegur.
53. mín
Bjarni Ólafur fær tiltal eftir brot. Stjarnan fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika hægra megin. Hilmar Árni mætir á vettvang til a ðkoma boltanum inn í teiginn en Valsmenn ná að skalla sendingu hans frá.
51. mín
Stjarnan fékk MJÖG GOTT FÆRI!

Hilmar Árni renndi boltanum á Jósef Kristinn sem var einn vinstra megin í flottu skotfæri. Hitti boltann illa og hann fór vel yfir markið.
49. mín
Ógnandi sókn Stjörnunnar en Haukur Páll var mættur í teiginn og hreinsaði frá af krafti.

Það er þokkaleg harka í þessum leik en Vilhjálmur Alvar búinn að hafa afskaplega fín tök á þessu.
47. mín
Lenti í hálfleiksspjalli við harða Valsara. Þar var helst rætt um að gestirnir þyrftu að fá meira út úr vinstri vængnum, Sigurður Egill ekki náð sér á strik. En hann fær allavega nokkrar mínútur til að "tjakka" sig upp.
46. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Skipting í hálfleik.

Baldur fékk höfuðhögg rétt fyrir hálfleikinn. Eyjó er tekinn við bandinu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Fjörið er hafið á ný.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (skv Úrslit.net):
Skot: 5-1
Á mark: 3-1
Horn 1-0
Brot: 6-9
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikssýning. Pepsi með boltaþrautir í hléi. Rosa stuð.
45. mín
Uppbótartíminn í fyrri hálfleik 3 mínútur. Ég bjóst við meiru!

Baldur heldur leik áfram.
44. mín
Hilmar Árni með hornspyrnu sem skapar hættu. Boltinn skýst um teiginn eins og kúluspil en Valsmenn hafa heppnina með sér.

Leikurinn stopp því Baldur Sigurðsson fékk boltann í andlitið. Það verður einhver uppbótartíminn í fyrri hálfleik.

"Ef ég væri Óli Jó væri ég búinn að semja þvílíka ræðu fyrir hálfleikinn," segir Geir Ólafs.
42. mín
"Sanngjörn staða" segir Geir Ólafs og tekur smá óperusöng fyrir fréttamannastúkuna. Og nei, hér er ekkert verið að grínast.

Vorum að fá þau tíðindi að það væri svo mikið álag á Dúllubarnum að farið væri að flæða út á gólfið. Barinn að gefa upp öndina og hamborgararnir uppseldir vegna vinsælda. En það er að koma ný sending.
40. mín
Jóseff og Dion í baráttu og kyndir það aðeins í stúkunni.
36. mín MARK!
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
VÁÁÁÁÁÁÁ!!! ÞVÍLÍKT MARK! EYJÓLFUR MEÐ EINA SLEGGJU!

Ekkert nýtt að Eyjólfur kann að skora geggjuð mörk.

Hilmar Árni með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu. Sebastian skallar boltann frá en Eyjó er mættur við vítateigshornið hægra megin og smellir boltanum upp í fjærhornið!
35. mín
Eiður Aron hirðir boltann af Baldri rétt fyrir utan teiginn. Eiður verið hreint magnaður í sumar.
34. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og Eyjólfur með bleikt sárabindi um höfuðið.
32. mín
Eyjólfur Héðinsson þarf aðhlynningu. Frikki sjúkraþjálfari skokkar inn á völlinn. Eyjó og Finsen skullu saman.
31. mín
Tvær hættulegar fyrirgjafir í röð frá Stjörnunni. Fyrst Jósef Kristinn frá vinstri, Sebastian skallaði frá. Svo Þórarinn Ingi frá hægri en enginn blár náði að teygja sig í knöttinn.
26. mín
Hættuleg sókn Stjörnunnar klúðrast því Jósef Kristinn á slæma snertingu og missir boltann út af.
25. mín
Dion tekur einn af sínum frægu sprettum upp vænginn en missir boltann út af.
22. mín
Hilmar Árni með sendingu inn í teiginn sem Anton handsamar af öryggi. Fer traust af stað Anton og hirðir allar sendingar heimamanna.
21. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Baldur Sig sparkar í bakið á Birki Má í baráttunni og fær gula spjaldið. Óviljaverk en hefur ekki verið þægilegt fyrir landsliðsmanninn.
19. mín
Stjörnumenn spila sín á milli á miðjunni en finna ekki glufur. Endar með háum bolta inn í teiginn. Æfingabolti fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Vals.
17. mín
Stjarnan með aukaspyrnu og sendingu inn í teiginn en Valsmenn verjast fimlega. Spennandi að sjá hvernig Stjarnan bregst við þessu marki. Garðbæingar verða að taka þrjú stig ef þeir ætla sér titilinn.
13. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Dion Acoff
BOLTINN DETTUR Á KRISTIN Í TEIGNUM OG HANN SKORAR!

Ólafur Karl Finsen með frábæran bolta inn í teiginn, Daníel skallar boltann upp í loftið og þaðan fer hann til Dion sem skallar til Kristins sem kláraði af miklu öryggi.

Daníel gerði Kristin réttstæðan.
12. mín
Guðjón Baldvinsson að koma sér í dauðafæri en Svíinn Sebastian, miðvörður Vals, með GEGGJAÐA tæklingu og stöðvar þetta! Aðeins meira bit í sóknaraðgerðum Stjörnunnar í upphafi leiks.
10. mín
Menn fá afar lítinn tíma með boltann hér í upphafi og talsvert margar aukaspyrnur komnar úti á miðjum vellinum.
8. mín
Bjarni Ólafur með fyrirgjöf frá vinstri sem fer yfir allan pakkann. Það er þrusustemning á áhorfendapöllunum og sjálfur Geir Ólafs er mættur í fréttamannastúkuna til að heilsa upp á fólk og stela kaffi.
6. mín
Ekki gefin tomma eftir inni á vellinum. Patrick Pedersen braut af sér rétt fyrir utan miðjubogann. Hilmar Árni tók aukaspyrnuna og sendi inn í teiginn en skapaði ekki hættu. Boltinn af Baldri og afturfyrir í markspyrnu.
4. mín
Leikurinn stöðvaður því Þorsteinn Már þarf aðhlynningu á miðjum vellinum.
3. mín
Stjarnan með frábæra sókn! Eyjólfur Héðinsson skiptir yfir til vinstri á Jósef Kristin á vinstri vængnum. Hann kemur boltanum á Hilmar Árna í teignum. Hilmar kemur sér í skotfæri og lætur vaða en hittir ekki rammann.

Vorum ekki lengi að fá fyrsta alvöru færið.
1. mín
Leikur hafinn
Liðin í sínum hefðbundnu búningum. Valsmenn byrjuðu með boltann og sækja í átt að Hafnarfirði í fyrri hálfleiknum.

Endilega verið með í umræðunni um leikinn með því að nota kassamerkið #Fotboltinet á Twitter. Aldrei að vita nema færslan þín rati hingað inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Sigrún María vallarþulur (valin vallarþulur ársins 2016 og 2017) er búin að kynna liðin. Nú fara leikmenn að ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Peppi Pepsi-dós er mættur út á völlinn dansandi. Miðað við göngulagið er líklegt að hann hafi verið að koma frá Dúllubarnum. Leikmenn voru að ljúka upphitun. Það er gleði eftir nokkrar mínútur!
Fyrir leik
Bubbi Morthens er í græjunum og Silfurskeiðin byrjuð að hita raddböndin. Það er orðið þéttsetið í stúkunni.
Fyrir leik
Fylgist með þessum:

Ólafur Karl Finsen - Settur í byrjunarlið Vals gegn sínu uppeldisfélagi. Finsen hefur verið í nýju hlutverki hjá Valsmönnum sem miðjumaður og sú tilraun Óla Jó og Bjössa hefur verið að heppnast skrambi vel! Enda Finsen frábær fótboltamaður. Væntanlega ákveðinn í því að sýna sig og sanna í kvöld.

Hilmar Árni Halldórsson - Ekki skorað í síðustu leikjum og er enn með 15 mörk, fjórum mörkum frá markametinu. Ágústþurrkur Harry Kane færðist yfir hann. Þrátt fyrir að hægst hafi á skorun er hann enn gríðarlega mikilvægur og lagði upp bæði mörkin gegn Blikum og var valinn maður leiksins.
Fyrir leik
Árni Jóhannsson, fréttamaður Vísis, segir að stemningin og andinn hér í Garðabænum minni á úrslitakeppnina í körfunni. Það er hrós. Slatti af fólki mætt í stúkuna þó enn sé nokkuð í leik...

Jæja fáum fréttamannastúkuna til að spá.

Árni Jó, Vísi: Ég setti pening á 2-2 á Lengjunni og fékk 9,5 í stuðul fyrir það.

Andri Yrkill, mbl: 2-2.

Valur Páll, RÚV: 2-1 sigur Stjörnunnar. Hilmar Árni með tvö.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar frá 5-3 sigrinum gegn Fjölni í síðustu umferð. Bjarni Ólafur Eiríksson og Ólafur Karl Finsen koma inn fyrir Ívar Örn Jónsson og Einar Karl Ingvarsson sem fá sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, er í byrjunarliði heimamanna en hann fór meiddur af velli í 2-1 sigrinum gegn Breiðabliki síðasta laugardag.

Stjarnan teflir fram sama byrjunarliði og lagði Blika.
Fyrir leik
Er mættur í Garðabæinn og hér er búið að bæta við áhorfendapöllum við stúkuna og þegar kominn dágóður fjöldi fólks. Verið að grilla borgara og dælan á Dúllubarnum með sírennsli.
Fyrir leik
Það var boðið upp á opinn og skemmtilegan leik þegar þessi lið léku í fyrri umferðinni. 2-2 varð niðurstaðan á Hlíðarenda þann 18. maí.

Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Patrick Pedersen jafnaði úr víti fyrir hlé. Baldur Sigurðsson endurheimti forystuna fyrir Val en Sigurður Egill Lárusson jafnaði.
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals:
Að fá svona leik núna er geggjað. Það skemmir ekki fyrir að spila hann í flóðljósum. Vonandi verður pakkfullur völlur og mikil stemning. Þá er alltaf geðveikt að spila fótbolta.

Jafntefli yrðu alls ekki slæm úrslit fyrir okkur. En eins og alltaf þá spilum við upp á að ná þremur stigum. Stjörnuliðið er heilt yfir mjög gott fótboltalið sem hefur verið að spila mjög vel í sumar. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum og við verðum að vera á tánum þar. Svo hafa þeir mjög öflugt sóknarlið, við þurfum að vera þéttir til baka og passa upp á þeirra helstu ógnir í sóknarleik. Þetta verður virkilega erfiður en skemmtilegur leikur.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar:
Við þurfum fyrst og fremst að óttast ekkert. Við berum virðingu fyrir Val sem er með frábært lið. Allir aðdáendur íslenska boltans vita hvernig Valur spilar og liðið er með mikil gæði. Við höfum verið að undirbúa okkur vel og síðasta æfing er á eftir. Valsmenn hafa heilsteypt lið frá markverði til fremsta manns og eru með mörg vopn í eldinum. Við þurfum að nálgast þennan leik á okkar forsendum og spila okkar leik.

Við segjum það hreint út að við ætlum að vinna þennan leik. Vonandi verður þetta mjög góð skemmtun fyrir leikmenn og áhorfendur. Ég býst við troðfullum velli og góðri stemningu. Það gerist ekki oft að það komi svona úrslitaleikur stuttu fyrir mótslok.
Fyrir leik
Eftir leikinn í kvöld verða öll lið deildarinnar búin að leika 18 leiki. Valsmenn hafa 38 stig en Stjörnumenn geta jafnað þá að stigum og komist á toppinn með sigri í kvöld.

Staðan?
1. Valur (+20) 38 stig
2. Stjarnan (+19) 35 stig

Dómari leiksins í kvöld er Vilhjálmur Alvar sem valinn var dómari ársins 2017.
Fyrir leik
Sú gómsæta veisla sem er framundan! Leikirnir gerast ekki stærri í Pepsi-deildinni! Tvö efstu lið deildarinnar mætast í Garðabænum og uppskriftin á að bjóða upp á geggjaða skemmtun!

Tvö lið sem kunna þá list betur en flest að koma boltanum inn í mark andstæðingana.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('64)
16. Dion Acoff ('85)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('71)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('85)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('71)
17. Andri Adolphsson ('64)
19. Tobias Thomsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('61)
Sebastian Hedlund ('63)

Rauð spjöld: